Körfubolti

Kobe Bryant þakkar Michael Jackson fyrir góð ráð

Kobe Bryant hefur nú viðurkennt að einn af mentorum hans, þegar hann var ungur leikmaður að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni, hafi verið enginn annar en Konungur popsins, Michael Jackson. Jackson sá sjálfan sig í Kobe Bryant og vildi veita honum góð ráð sem Kobe segir nú hafa reynst sér vel.

Körfubolti

Bragi þjálfar Fjölnisstelpurnar

Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is

Körfubolti

NBA í nótt: Enn tapar Miami

Miami Heat tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn fyrir grönnum sínum í Orlando Magic, 104-95.

Körfubolti

Snæfell vann sinn fimmta leik í röð - myndir

Íslands- og bikarmeistarar Snæfellinga eru áfram á toppnum í Iceland Express deild karla eftir sextán stiga sigur á Haukum, 105-89, á Ásvöllum í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sjá sjöundi í átta deildarleikjum á tímabilinu.

Körfubolti

Jón Arnór með tíu stig í tveggja stiga tapi

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada þurftu að sætta sig við tveggja stiga tap á útivelli á móti Fuenlabrada, 74-72, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Jón Arnór skoraði 10 stig á 24 mínútum en hitti ekki vel í leiknum.

Körfubolti

Draumabyrjun Stólanna dugði skammt í DHL-höllinni

KR vann 19 stiga sigur á Tindastól, 107-88, í Iceland Express deild karla í DHL-höllinni í kvöld. Tindastóll komst í 24-9 í fyrsta leikhluta en KR-ingar unnu upp muninn í öðrum leikhlutanum og stungu síðan af með því að vinna þriðja leikhlutann 37-16.

Körfubolti

Snæfelingar áfram á góðu skriði - unnu Hauka létt á Ásvöllum

Snæfellingar eru áfram á toppi Iceland Express deildar karla eftir sextán stiga sigur á Haukum á Ásvöllumn í kvöld, 105-89. Snæfellingar tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhlutanum og litu aldrei til baka eftir það. Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð og hafa Íslandsmeistararnir nú unnið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum á tímabilinu.

Körfubolti

Stjarnan endaði taphrinuna með sigri á botnliði ÍR

Stjörnumenn unnu langþráðan sigur þegar þeir unnu ÍR-inga með 13 stigum í Garðabænum í kvöld, 89-76. Stjarnan var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar en það var ljóst frá byrjun þessa leiks að lærisveinar Teits Örlygssonar ætluðu að breyta því í kvöld.

Körfubolti

Logi og félagar unnu meistarana á útivelli

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 97-92 útisigur á meisturum Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í dag og enduðu um leið tveggja leikja taphrinu sína. Logi átti flottan leik og var næststigahæsti maður vallarsins með 24 stig.

Körfubolti

Þjálfari Phoenix Suns bannar Steve Nash að spila

Alvin Gentry, þjálfari Phoenix Suns, veit vel að Steve Nash vill spila með liðinu þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli í nára. Gentry hefur samt látið stjörnuleikmann sinn hvíla í síðustu tveimur leikjum sem hafa báðir tapast.

Körfubolti

NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð

Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.

Körfubolti

Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram

Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir.

Körfubolti

Helena með 18 stig á 29 mínútum í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en liðið vann öruggan 82-59 sigur á UTSA í nótt. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem TCU nær að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins undir stjórn þjálfarans Jeff Mittie.

Körfubolti

NBA: Oklahoma vann í Boston án Kevin Durant

Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt.

Körfubolti