Körfubolti

Rajon Rondo fór úr olnbogalið en hélt áfram að spila

Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics sýndi mikla hörku og fórnfýsi í 97-81 sigri Boston á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Rondo lenti illa í þriðja leikhluta og fór úr olnbogalið. Hann fór inn í búningklefa þar sem olnboganum var aftur kippt í liðinn og Rondo kom síðan til baka og kláraði leikinn.

Körfubolti

NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami

Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu.

Körfubolti

Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir

Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur.

Körfubolti

NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig

Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar.

Körfubolti

Verður Real Madrid Evrópumeistari eftir allt saman?

Knattspyrnuliði Real Madrid tókst ekki að endurheimta Evróubikarinn eftir langa bið þegar þeir duttu út fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í vikunni en körfuboltalið félagsins getur bætt úr því þegar úrslit Euroleague fara fram í Barcelona um helgina.

Körfubolti

Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka

Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30.

Körfubolti

Trúðum því að við værum bestir

Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs, varð í gær Svíþjóðarmeistari í körfubolta. Sundsvall vann sigur á Norrköping Dolphins, 102-83, í oddaleik í rimmu um titilinn í gær.

Körfubolti

Jakob: Fékk opin skot og hélt bara áfram

Jakob Örn Sigurðarson spilaði líklega einhvern besta leik sinn á ferlinum er lið hans, Sundsvall Dragons, varð Svíþjóðarmeistari eftir sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik um sænska meistaratitilinn í gær.

Körfubolti

Jakob: Þetta kitlar egóið

Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik þegar að lið hans, Sundsvall Dragons, varð sænskur meistari í körfubolta eftir sigur á Norrköping Dolphins, í oddaleik um titilinn.

Körfubolti

Jakob og Hlynur sænskir meistarar

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83.

Körfubolti

NBA: Dallas vann aftur í LA er komið 2-0 yfir

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt.

Körfubolti

Blake Griffin valinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni

Bandarískir fjölmiðlar hafa grafið það upp að Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, hefur verið kosinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni. Þetta kemur ekki mikið á óvart enda átti þessi mikli troðslukóngur frábært fyrsta tímabil í deildinni eftir að hafa misst af tímabilinu á undan vegna meiðsla.

Körfubolti

Teitur verður áfram með Stjörnuliðið - samdi til 2013

Teitur Örlygsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því áfram við stjórnvölinn í Garðabænum. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar.Teitur hefur þjálfað Stjörnuna síðan í ársloks 2008 og hefur síðan þá komið liðinu í hóp bestu liða deildarinnar.

Körfubolti

Chris Bosh búinn að kæra gömlu kærustuna

Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, stendur ekki aðeins í ströngu þessa dagana inn á vellinum í úrslitakeppninni því hann á einnig í deilum við gömlu kærustu sína og barnsmóður.

Körfubolti

NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston

Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli.

Körfubolti

Peter Öqvist var á leikmannaveiðum á Íslandi í fyrra

Peter Öqvist, nýráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í körfubolta, þekkir ágætlega til íslenskra leikmanna og mætti til Íslands fyrir ári síðan til þess að finna leikmenn fyrir Sundsvall-liðið. Peter samdi á endanum við Hlyn Bæringsson en honum leyst vel á aðra leikmenn líka.

Körfubolti

NBA: Chicago og Lakers töpuðu bæði í nótt

Chicago Bulls og Los Angeles Lakers eru bæði óvænt 0-1 undir í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tap á heimavelli í nótt. Atlanta Hawks vann 8 stiga sigur í Chicago og Dallas vann upp 16 stiga forskot Lakers og tryggði sér sigur í blálokin í Los Angeles.

Körfubolti