Körfubolti Langþráður útisigur hjá Hauki og félögum Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa fögnuðu 76-65 sigri á Caja Laboral á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins á útivelli síðan í október. Körfubolti 14.1.2012 20:57 Helgi Már góður í sigri 08 Stockholm Helgi Már Magnússon átti fínan leik með 08 Stockholm í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar liðið vann Borås Basket örugglega á heimavelli 95-75. Borås var í þriðja sæti deildarinnar og fimm sætum ofar fyrir leikinn í dag. Körfubolti 14.1.2012 19:19 Emil með sigurkörfuna í Stjörnuleiknum - Höfuðborgarsvæðið vann Emil Þór Jóhannsson, leikmaður KR, tryggði liði Höfuðborgarsvæðsins 142-140 sigur á Landsbyggðarliðinu í Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Heimamaðurinn Nathan Walkup var valinn besti leikmaður vallarins en þetta kom fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14.1.2012 17:31 Jón Ólafur vann þriggja stiga keppnina | Snæfellingar sigursælir Snæfellingar eru sigursælir á Stjörnuhátíð KKÍ því Jón Ólafur Jónsson varð þriggja stiga meistarinn eftir nauman sigur á liðsfélaga sínum í þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik á Stjörnuleik KKÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14.1.2012 16:08 Snæfellingar eiga troðslumeistarann í ár Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14.1.2012 15:48 NBA: Kobe yfir 40 stigin þriðja leikinn í röð - þrjú töp í röð hjá Miami Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Körfubolti 14.1.2012 11:00 Körfuboltaveisla í Dalhúsunum í dag Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Auk Stjörnuleiksins sjálfs mun að venju fara fram þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Körfubolti 14.1.2012 10:00 Martin: Hinir Kanarnir voru hálf fúlir Martin Hermannsson, KR-ingurinn ungi og öflugi, var ánægður með nýju erlendu leikmennina eftir sigur sinna manna á ÍR í kvöld. Körfubolti 13.1.2012 22:18 Logi stigahæstur í óvæntum sigri á meisturunum Logi Gunnarsson skoraði 21 stig þegar lið hans, Solna Vikings, gerði sér lítið fyrir skellti Svíþjóðarmeisturum Sundsvall Dragons í miklum Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Loktatölur voru 87-81 fyrir Solna en leikurinn fór fram í Sundsvall. Körfubolti 13.1.2012 21:55 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 112-71 | Snæfell vann Val Áhuga- og skipulagsleysi ÍR varð liðinu að falli í leik þess gegn KR í DHL-höllinni í kvöld en leiknum lauk með stórsigri KR, 112-71. Körfubolti 13.1.2012 21:00 NBA: Dwight Howard sló met Wilt Chamberlain í nótt Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns. Körfubolti 13.1.2012 09:00 Grindavík styrkti stöðu sína á toppnum | myndir Grindavík vann í gær tíunda sigur sinn í ellefu deildarleikjum er liðið lagði Stjörnuna á útivelli, 75-67. Liðið er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Körfubolti 13.1.2012 08:00 Tindastóll aftur á sigurbraut | öll úrslit kvöldsins Tindastóll vann í kvöld sigur á Njarðvík á útivelli, 85-93 en það er fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum sínum. Þór og Keflavík unnu einnig sína leiki í kvöld. Körfubolti 12.1.2012 20:52 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Körfubolti 12.1.2012 20:41 Toppliðin mætast í kvöld í Ásgarði | fjórir leikir á dagskrá Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld í körfuknattleik. Tvö efstu lið deildarinnar mætast í Ásgarði í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti toppliði Grindavíkur. Stjarnan er með 16 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík þegar 10 umferðum er lokið. Körfubolti 12.1.2012 13:30 NBA: Kobe Bryant skoraði 40 stig | Miami tapaði á ný Að venju var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í nótt en 11 leikir fóru fram. Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. Þetta er fyrsti tapleikur Utah á heimavelli í vetur. Bryant skoraði 48 stig í síðasta leik Lakers og alls hefur hann skorað 40 stig eða meira í 109 leikjum. Körfubolti 12.1.2012 09:00 Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Körfubolti 12.1.2012 06:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 88-95 | öll úrslit kvöldsins Njarðvíkurstúlkur unnu 95-88 sigur á KR í framlengdum leik í Iceland Express deild kvenna í kvöld, háspenna var fram að síðustu sekúndum í venjulegum tíma en Njarðvíkurstúlkur tóku svo öll völd í framlengingunni. Körfubolti 11.1.2012 21:20 Kobe búinn að rjúfa 40 stiga múrinn 108 sinnum á ferlinum "Þetta var ekki slæmt fyrir sjöunda besta leikmanninn í deildinni," sagði Kobe Bryant eftir sigurinn á Phoenix Suns í nótt en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu til að brjóta 40 stiga múrinn. Bryant tók því greinilega persónulega að hann var settur í sjöunda sætið á netlista yfir 500 bestu leikmenn NBA-deildarinnar. Körfubolti 11.1.2012 18:15 Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 11.1.2012 16:26 Pálína: Stutt að fara í Njarðvík en leikurinn verður erfiður "Það er stutt að fara í Njarðvík en þetta verður ekki léttur leikur,“ Pálína Gunnlaugsdóttir fyrirliði bikarmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik þegar hún var innt eftir því hvort það væri ekki stutt að fara í léttann leik í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar gegn Njarðvík. Dregið var í 8-liða úrslitum kepninnar í höfuðstöðvum Vífilfells í gær. Körfubolti 11.1.2012 13:00 Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar. Körfubolti 11.1.2012 12:15 NBA: Kobe Bryant með 48 stig í sigri Lakers - Miami tapaði Kobe Bryant skoraði 48 stig í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hefur þar með skorað 25 stig eða meira í síðustu fimm leikjum liðsins. Miami Heat tapaði í framlengingu á móti Golden State Warriors og sigurganga Philadelphia 76ers heldur áfram en liðið vann sjötta leikinn í röð í nótt. Körfubolti 11.1.2012 09:00 Obama forseti í miklu stuði þegar hann tók á móti Dallas í gær Það var mikið gaman í Hvíta húsinu í gær þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók á móti NBA-meistaraliði Dallas Mavericks í árlegri heimsókn NBA-meistara síðasta árs til forsetans. Obama er mikill körfuboltaáhugamaður og var í miklu stuði þegar hann tók á móti Dirk Nowitzki og félögum. Körfubolti 10.1.2012 21:00 Drekarnir á toppinn í Svíþjóð Sundsvall Dragons skellti sér aftur á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Borås Basket í toppslag umferðarinnar í kvöld, 87-80. Körfubolti 10.1.2012 20:29 Hjartaaðgerð Boston Celtics mannsins heppnaðist vel Jeff Green mun ekkert spila með Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur vegna veikinda en hann gekk undir hjartaaðgerð í fyrrinótt. Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, sagði að aðgerðin hafi heppnast vel og að hann vonast eftir því að sjá leikmanninn sem fyrst inn á vellinum. Körfubolti 10.1.2012 19:00 KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins. Körfubolti 10.1.2012 16:15 KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni. Körfubolti 10.1.2012 14:30 LeBron og Kobe bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þar er verið að tala um frammistöðu leikmanna í leikjum frá 2. til 8. janúar. Körfubolti 10.1.2012 09:15 NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli. Körfubolti 10.1.2012 09:00 « ‹ ›
Langþráður útisigur hjá Hauki og félögum Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa fögnuðu 76-65 sigri á Caja Laboral á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins á útivelli síðan í október. Körfubolti 14.1.2012 20:57
Helgi Már góður í sigri 08 Stockholm Helgi Már Magnússon átti fínan leik með 08 Stockholm í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar liðið vann Borås Basket örugglega á heimavelli 95-75. Borås var í þriðja sæti deildarinnar og fimm sætum ofar fyrir leikinn í dag. Körfubolti 14.1.2012 19:19
Emil með sigurkörfuna í Stjörnuleiknum - Höfuðborgarsvæðið vann Emil Þór Jóhannsson, leikmaður KR, tryggði liði Höfuðborgarsvæðsins 142-140 sigur á Landsbyggðarliðinu í Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Heimamaðurinn Nathan Walkup var valinn besti leikmaður vallarins en þetta kom fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14.1.2012 17:31
Jón Ólafur vann þriggja stiga keppnina | Snæfellingar sigursælir Snæfellingar eru sigursælir á Stjörnuhátíð KKÍ því Jón Ólafur Jónsson varð þriggja stiga meistarinn eftir nauman sigur á liðsfélaga sínum í þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik á Stjörnuleik KKÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14.1.2012 16:08
Snæfellingar eiga troðslumeistarann í ár Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14.1.2012 15:48
NBA: Kobe yfir 40 stigin þriðja leikinn í röð - þrjú töp í röð hjá Miami Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Körfubolti 14.1.2012 11:00
Körfuboltaveisla í Dalhúsunum í dag Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Auk Stjörnuleiksins sjálfs mun að venju fara fram þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Körfubolti 14.1.2012 10:00
Martin: Hinir Kanarnir voru hálf fúlir Martin Hermannsson, KR-ingurinn ungi og öflugi, var ánægður með nýju erlendu leikmennina eftir sigur sinna manna á ÍR í kvöld. Körfubolti 13.1.2012 22:18
Logi stigahæstur í óvæntum sigri á meisturunum Logi Gunnarsson skoraði 21 stig þegar lið hans, Solna Vikings, gerði sér lítið fyrir skellti Svíþjóðarmeisturum Sundsvall Dragons í miklum Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Loktatölur voru 87-81 fyrir Solna en leikurinn fór fram í Sundsvall. Körfubolti 13.1.2012 21:55
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 112-71 | Snæfell vann Val Áhuga- og skipulagsleysi ÍR varð liðinu að falli í leik þess gegn KR í DHL-höllinni í kvöld en leiknum lauk með stórsigri KR, 112-71. Körfubolti 13.1.2012 21:00
NBA: Dwight Howard sló met Wilt Chamberlain í nótt Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns. Körfubolti 13.1.2012 09:00
Grindavík styrkti stöðu sína á toppnum | myndir Grindavík vann í gær tíunda sigur sinn í ellefu deildarleikjum er liðið lagði Stjörnuna á útivelli, 75-67. Liðið er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Körfubolti 13.1.2012 08:00
Tindastóll aftur á sigurbraut | öll úrslit kvöldsins Tindastóll vann í kvöld sigur á Njarðvík á útivelli, 85-93 en það er fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum sínum. Þór og Keflavík unnu einnig sína leiki í kvöld. Körfubolti 12.1.2012 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Körfubolti 12.1.2012 20:41
Toppliðin mætast í kvöld í Ásgarði | fjórir leikir á dagskrá Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld í körfuknattleik. Tvö efstu lið deildarinnar mætast í Ásgarði í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti toppliði Grindavíkur. Stjarnan er með 16 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík þegar 10 umferðum er lokið. Körfubolti 12.1.2012 13:30
NBA: Kobe Bryant skoraði 40 stig | Miami tapaði á ný Að venju var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í nótt en 11 leikir fóru fram. Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. Þetta er fyrsti tapleikur Utah á heimavelli í vetur. Bryant skoraði 48 stig í síðasta leik Lakers og alls hefur hann skorað 40 stig eða meira í 109 leikjum. Körfubolti 12.1.2012 09:00
Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Körfubolti 12.1.2012 06:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 88-95 | öll úrslit kvöldsins Njarðvíkurstúlkur unnu 95-88 sigur á KR í framlengdum leik í Iceland Express deild kvenna í kvöld, háspenna var fram að síðustu sekúndum í venjulegum tíma en Njarðvíkurstúlkur tóku svo öll völd í framlengingunni. Körfubolti 11.1.2012 21:20
Kobe búinn að rjúfa 40 stiga múrinn 108 sinnum á ferlinum "Þetta var ekki slæmt fyrir sjöunda besta leikmanninn í deildinni," sagði Kobe Bryant eftir sigurinn á Phoenix Suns í nótt en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu til að brjóta 40 stiga múrinn. Bryant tók því greinilega persónulega að hann var settur í sjöunda sætið á netlista yfir 500 bestu leikmenn NBA-deildarinnar. Körfubolti 11.1.2012 18:15
Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 11.1.2012 16:26
Pálína: Stutt að fara í Njarðvík en leikurinn verður erfiður "Það er stutt að fara í Njarðvík en þetta verður ekki léttur leikur,“ Pálína Gunnlaugsdóttir fyrirliði bikarmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik þegar hún var innt eftir því hvort það væri ekki stutt að fara í léttann leik í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar gegn Njarðvík. Dregið var í 8-liða úrslitum kepninnar í höfuðstöðvum Vífilfells í gær. Körfubolti 11.1.2012 13:00
Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar. Körfubolti 11.1.2012 12:15
NBA: Kobe Bryant með 48 stig í sigri Lakers - Miami tapaði Kobe Bryant skoraði 48 stig í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hefur þar með skorað 25 stig eða meira í síðustu fimm leikjum liðsins. Miami Heat tapaði í framlengingu á móti Golden State Warriors og sigurganga Philadelphia 76ers heldur áfram en liðið vann sjötta leikinn í röð í nótt. Körfubolti 11.1.2012 09:00
Obama forseti í miklu stuði þegar hann tók á móti Dallas í gær Það var mikið gaman í Hvíta húsinu í gær þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók á móti NBA-meistaraliði Dallas Mavericks í árlegri heimsókn NBA-meistara síðasta árs til forsetans. Obama er mikill körfuboltaáhugamaður og var í miklu stuði þegar hann tók á móti Dirk Nowitzki og félögum. Körfubolti 10.1.2012 21:00
Drekarnir á toppinn í Svíþjóð Sundsvall Dragons skellti sér aftur á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Borås Basket í toppslag umferðarinnar í kvöld, 87-80. Körfubolti 10.1.2012 20:29
Hjartaaðgerð Boston Celtics mannsins heppnaðist vel Jeff Green mun ekkert spila með Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur vegna veikinda en hann gekk undir hjartaaðgerð í fyrrinótt. Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, sagði að aðgerðin hafi heppnast vel og að hann vonast eftir því að sjá leikmanninn sem fyrst inn á vellinum. Körfubolti 10.1.2012 19:00
KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins. Körfubolti 10.1.2012 16:15
KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni. Körfubolti 10.1.2012 14:30
LeBron og Kobe bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þar er verið að tala um frammistöðu leikmanna í leikjum frá 2. til 8. janúar. Körfubolti 10.1.2012 09:15
NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli. Körfubolti 10.1.2012 09:00