Körfubolti

New York hrökk í gang eftir að hafa rekið þjálfarann

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær en 12 leikir fóru fram. Stórsigur New York Knicksm 121-79, gegn Portland vakti athygli en þetta var fyrsti leikur NY Knicks eftir að þjálfari liðsins Mike D'Antoni var rekinn. Sóknarleikur New York small saman og kannski hafa forráðamenn liðsins tekið rétta ákvörðun með að reka D'Antoni eftir 6 leikja taphrinu.

Körfubolti

Keflavík deildarmeistari og Hamar féll í 1. deild

Úrslitin réðust í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Keflavík varð deildarmeistari án þess að spila, Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og Hamar féll í 1. deild.

Körfubolti

Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA

Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson.

Körfubolti

Bynum og Bryant fóru á kostum í tvíframlengdum leik

Andrew Bynum skoraði 37 stig og tók 16 fráköst í 116-111 sigri LA Lakers á útivelli gegn Memphis í NBA deildinni í körfubolta. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar. Kobe Bryant skoraði 22 af alls 34 stigum sínum í síðari hálfleik. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Lakers. Yngri bróðir Pay Gasol, Marc Gasol, skoraði 20 stig fyrir Memphis og tók hann 11 fráköst að auki.

Körfubolti

Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni.

Körfubolti

Helgi og félagar unnu toppliðið á útivelli - úrslitakeppnin framundan

Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu topplið Norrkoping Dolphins á útivelli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Hin þrjú Íslendingaliðin þurftu öll að sætta sig við tap. Þrjú af fjórum Íslendingaliðum í deildinni komust í úrslitakeppnina í ár.

Körfubolti

Chris Paul kominn með grímu eins og Kobe

Það er spurning hvort grímur fari að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta. Það er löngu orðið frægt að Kobe Bryant þarf að spila með grímu þessi misserin og núna er Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, einnig farinn að spila með grímu.

Körfubolti

Taphrina New York heldur áfram

Sjö leikir fóru fram í gær í NBA deildinni í körfuknattleik. Taphrina New York heldur áfram en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð og nú gegn Philadelphia á heimavelli, 106-94.

Körfubolti

Bynum hetjan í þriðja sigri Lakers á Celtics í röð

Los Angeles Lakers lagði erkifjendur sína frá Boston 97-94 í Staples-höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers voru fimm stigum undir þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Frábær endasprettur tryggði liðinu sinn þriðja sigur á Celtics í röð.

Körfubolti

Los Angeles-liðin að gera það gott

Kobe Bryant var í stuði í nótt og skoraði 34 stig í sjaldséðum útisigri Lakers. Það lagði þá Minnesota með þriggja stiga mun en Minnesota var án síns sterkasta manns, Kevin Love. Lakers er nú búið að vinna Minnesota í átján leikjum í röð.

Körfubolti

Undanúrslitin klár í 1. deild karla | Hamar náði 2.sætinu

Lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni 1. deildarinnar í ár. KFÍ var þegar búið að vinna deildina og tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni en Hamar, Skallagrímur, Höttur og ÍA keppa um hitt sætið.

Körfubolti

Þórsarar skelltu nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur | Komnir í 2. sætið

Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp í annað sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur, 79-69, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík var búið að vinna tíu deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld og þetta var aðeins annað deildartap Grindvíkinga á tímabilinu.

Körfubolti

Tap hjá bæði Sundsvall og Solna | Hlynur með 20 stig í kvöld

Sundsvall Dragons tókst ekki að komast í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld þegar liðið tapað með átta stigum á heimavelli á móti toppliði Norrköping Dolphins, 72-80. Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings töpuðu naumlega á útivelli á móti Borås Basket.

Körfubolti

Mikil spenna fyrir lokaumferðina í 1. deild karla í körfu

Lokaumferðin næst efstu deildar karla í körfubolta fer fram fram í kvöld. Skagamenn og Breiðablik eiga bæði möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti deildarinnar. KFÍ hefur nú þegar tryggt sér úrvalsdeildarsæti en liðið er deildarmeistari og fá Ísfirðingar deildarmeistarabikarinn og verðlaun í kvöld eftir leik liðsins gegn Skallagrím úr Borgarnesi.

Körfubolti

KR-ingar upp í annað sætið - myndir

KR-ingar komust upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla í kvöld með því að vinna 18 stiga sigur á Tindastól, 84-66. KR hefndu þarna fyrir tapið á móti Stólunum í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum.

Körfubolti