Körfubolti

Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppnum körfuboltans

Svali Björgvinsson mætti til Valtýs Bjarnar Valtýssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag og fór yfir íslenska körfuboltann en framundan er úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla og kvenna. Svali fór líka yfir gang mála í umspili um sæti í Iceland Express deild karla auk þess að hann og Valtýr ræddu aðeins stöðuna í NBA-deildinni.

Körfubolti

Vinnur Njarðvík sjötta sigurinn í röð á Snæfelli? | Úrslitakeppni kvenna hefst í kvöld

Úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld þegar undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Snæfells fer af stað í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 en liðið mætast síðan á sunnudaginn í Hólminum.

Körfubolti

Körfu - og handbolti í aðalhlutverki í Boltanum á X977

Körfubolti og handbolti verða í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður ætlar að gera upp deildarkeppnina í Iceland Express deild karla ásamt Svala Björgvinssyni körfuboltasérfræðingi Stöðvar 2 sport. Það er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Að auki verður farið yfir umferðina sem fram fer í N1 deild karla í handbolta og farið yfir það sem er efst á baugi í íþróttaheiminum.

Körfubolti

Clippers í frjálsu falli | Boston stöðvaði sigurgöngu Milwaukee

Það gengur frekar illa hjá LA Clippers þessa dagana í NBA deildinni í körfuknattleik og stórstjörnur liðsins Blake Griffin og Chris Paul hafa ekki náð að koma í veg fyrir þriggja leikja taphrinu liðsins. Liðið tapaði 97-90 á útivelli gegn New Orelans í nótt þar sem að Chris Paul lék áður. Alls fóru sex leikir fram í nótt.

Körfubolti

Benedikt: Við hræðumst engan

"Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Lakers ekki í vandræðum gegn Dallas | Fisher samdi við Oklahoma

Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol skoraði 27 fyrir LA Lakers í 109-93 sigri liðsins gegn meistaraliði Dallas á útivelli í NBA deildinni í nótt. Þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu Dallas. Alls fóru 10 leikir fram í nótt þar sem Derek Fisher lék sinn fyrsta leik með Oklahoma í 114-91 sigri liðsins gegn LA Clippers.

Körfubolti

Eitt stórt reikningsdæmi í lok kvölds

Það gæti þurft dágóðan tölfræðiútreikning eftir lokaumferð Iceland Express-deildar karla í kvöld en þá verður barist bæði um annað sætið og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Sjö lið hafa tryggt sér sæti inn í úrslitakeppnina en enginn veit hverjir mæta

Körfubolti

Lele Hardy valin best - Ingi Þór besti þjálfarinn

Körfuknattleikssambandið verðlaunaði í dag fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 15 til 28 í Iceland Express deild kvenna. Njarðvíkingurinn Lele Hardy var kosin besti leikmaðurinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn.

Körfubolti

Tröllatroðsla hjá Griner | ekki á hverjum degi sem kona treður í körfubolta

Brittney Griner, leikmaður háskólakörfuboltaliðsins Baylor, gerði sér lítið fyrir og tróð boltanum í körfuna í leik í úrslitakeppni NCAA deildarinnar gegn Florida. Griner, sem er 2.02 m á hæð, er aðeins önnur konan í sögu háskólakörfuboltans sem nær að troða boltanum í úrslitakeppninni. Alls skoraði Griner 25 stig í leiknum og Baylor landaði 76-57 sigri. Þess má geta að körfuhringurinn er í 3.05 metra hæð frá gólfi.

Körfubolti

New York tapar ekki undir stjórn Woodson | Lakers tapaði

New York landaði góðum sigri, 106-87, á útivelli gegn Toronto í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði með þriggja stiga mun 107-104 á útivell gegn Houston. Meistaraefnin í Miami Heat lögðu Phoenix á heimvelli 99-96. Alls fóru sjö leikir fram í nótt í deildinni.

Körfubolti

Antoine Walker seldi meistarahringinn | skuldar samt um 1,5 milljarða kr.

Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum að hann hefur nú selt verðlaunagripinn sem hann fékk þegar hann varð NBA meistari með Miami Heat árið 2006. Allir leikmenn sem vinna NBA deildina fá glæsilega meistarhring og seldi Walker hringinn fyrir um 2,5 milljónir kr.

Körfubolti