Körfubolti Miami NBA-meistari | James valinn verðmætastur Miami Heat varð í nótt NBA-meistari. Miami vann þá öruggan sigur, 121-106, á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna. Fjórði sigur Miami í röð sem vann fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Körfubolti 22.6.2012 09:09 Kobe Bryant seldi flestar treyjur utan Bandaríkjanna Kobe Bryant er stærsta alþjóðlega NBA-stjarnan ef marka má sölu keppnistreyja utan Bandaríkjanna. NBA-deildin gaf út í dag út lista yfir þá leikmenn sem seldu flestar treyjur utan Bandaríkjanna á þessu tímabili en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur. Körfubolti 21.6.2012 23:15 James á sama aldursári og Jordan þegar hann vann fyrsta titilinn 1991 LeBron James er í fyrsta sinn á ferlinum aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum sem hann hefur dreymt um í níu tímabil. Miami Heat tekur á móti Oklahoma City Thunder í fimmta leik úrslitaeinvígsins. Miami er búið að vinna þrjá síðustu leiki og vantar því bara einn sigur í síðustu þremur leikjunum. Fimmti leikurinn fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Körfubolti 21.6.2012 21:30 Kaninn frá Þór kominn til ÍR Eric James Palm, sem spilaði með Þór í næstefstu deild karla á síðustu leiktíð, hefur gengið frá samningum við ÍR. Breiðhyltingar halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Iceland Express-deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 21.6.2012 17:15 Þór verður án Govens á næstu leiktíð Bandaríkjamaðurinn Darrin Govens, sem lék með Þór Þorlákshöfn við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hefur samið við félagið Elitzur Ramla í Ísrael en félagið leikur í næstefstu deild í Ísrael. Þetta kemur fram á Karfan.is. Körfubolti 21.6.2012 12:55 Hugsanlega síðustu Ólympíuleikarnir hjá NBA-stjörnunum Svo gæti farið að á ÓL í London í sumar fái fólk í síðasta skipti sjá NBA-stjörnur keppa á leikunum. David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, er ekki hrifinn af því að stjörnur deildarinnar taki þátt. Körfubolti 20.6.2012 14:00 Hringurinn færist nær LeBron LeBron James og félagar í Miami Heat eru aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum eftir magnaðan 104-98 sigur á Oklahoma í nótt. Miami búið að vinna þrjá leiki í röð og er 3-1 yfir í einvíginu. Körfubolti 20.6.2012 09:03 Serge Ibaka: LeBron James er ekki góður varnarmaður Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, ákvað að blanda sér í sálfræðistríðið á milli Miami Heat og Oklahoma City Thunder fyrir fjórða leik liðanna sem fer fram í Miami í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma. Körfubolti 19.6.2012 22:45 Miami komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Oklahoma Þeir voru ansi margir sem afskrifuðu lið Miami Heat fyrir úrslitarimmuna gegn Oklahoma í NBA-deildinni. Það var engin innistæða fyrir slíkum yfirlýsingum eins og Miami hefur sýnt í úrslitunum. Heat er komið í 2-1 í einvíginu og hefur verið sterkara liðið lengstum í öllum leikjunum. Körfubolti 18.6.2012 08:55 Miami Heat og Oklahoma mætast í þriðja sinn í kvöld Miami Heat og Oklahoma City Thunder mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í Oklahoma þar sem að liðið var með betra vinningshlutfall í vetur en Miami. Þrír næstu leikir fara fram í Miami og nái heimaliðið að vinna þá alla standa þeir uppi sem NBA meistari í annað sinn í sögu félagsins. Körfubolti 17.6.2012 17:00 Miami slapp með skrekkinn í nótt Miami Heat sótti sigur, 100-96, í Oklahoma í nótt. Miami leiddi allan leikinn en Oklahoma var ekki fjarri því að vinna upp sautján stiga forskot liðsins. Staðan í einvíginu er 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Körfubolti 15.6.2012 09:00 Metáhorf á leik Oklahoma City og Miami Fyrsti leikur Oklahoma City og Miami í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta fékk metáhorf hjá bandarísku ABC sjónvarpsstöðinni. Körfubolti 14.6.2012 14:45 Búið að velja æfingahóp körfuboltalandsliðsins Hinn sænski landsliðsþjálfari körfuboltalandsliðs karla, Peter Öqvist, hefur valið 21 leikmanna æfingahóp sem mun æfa saman um helgina. Körfubolti 13.6.2012 19:13 NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Körfubolti 13.6.2012 09:00 Helgi Már með samningstilboð frá 08 Stockholm Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, liggur undir feldi þessa dagana en samningur kappans við sænska félagið 08 Stockhom rann út á dögunum. Körfubolti 12.6.2012 13:00 Cothran á batavegi eftir skotárásina Fram kemur á heimasíðu Stjörnunnar að Bandaríkjamaðurinn Keith Cothran sé á batavegi eftir lífshættulega skotárás í heimabæ hans á dögunum. Körfubolti 11.6.2012 10:45 LeBron í Kareem og Wilt klassa í einvíginu á móti Boston LeBron James átti magnað einvígi á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar og skilaði sínu liði í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með frábærri frammistöðu í leikjum sex og sjö. Hann var samtals með 76 stig og 27 fráköst í þessum tveimur leikjum sem Miami vann báða og komst í lokaúrslitin á móti Oklahoma City Thunder. Körfubolti 10.6.2012 12:00 Miami í úrslitin annað árið í röð - Boston-liðið bensínslaust í lokin Miami Heat er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir 13 stiga sigur á Boston Celtics, 101-88, í oddaleik í Miami í nótt í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Miami mætir Oklahoma City Thunder í lokaúrslitunum og fyrsti leikurinn er á þriðjudagskvöldið. Körfubolti 10.6.2012 09:00 Sjötti leikur Heat og Celtics jafnaði áhorfsmet - oddaleikurinn í kvöld Miami Heat og Boston Celtics mætast í kvöld í sjöunda leik í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í lokaúrslitunum á móti Oklahoma City Thunder. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 9.6.2012 22:30 Real Madrid reis upp frá dauðum og jafnaði einvígið við Barcelona Ótrúlegur endasprettur tryggði Real Madrid 75-69 sigur á Barcelona í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um spænska meistaratitilinn í körfubolta í gærkvöldi en Real vann níu stigum undir þegar sex mínútur voru eftir. Real vann hinsvegar lokakafla leiksins 19-4 og jafnaði einvígið. Körfubolti 9.6.2012 06:00 LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan. Körfubolti 8.6.2012 19:45 Pavel orðinn Höfrungur Pavel Ermolinskij hefur samið við sænska liðið Norrköping Dolphins til eins árs. Sænski netmiðillinn basketsverige.se greinir frá þessu í dag. Körfubolti 8.6.2012 15:39 LeBron sjóðandi heitur og oddaleikur framundan í Miami LeBron James bauð upp á eins manns sýningu í 98-79 sigri Miami Heat á Boston Celtics í Boston í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. LeBron skoraði 45 stig og liðsmenn Boston áttu engin svör. Körfubolti 8.6.2012 08:43 Barcelona lagði Real Madrid með flautuþristi Marcelinho Huertas var hetja Barcelona sem lagði Real Madrid í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni ABC-deildarinnar á Spáni í gærkvöldi. Körfubolti 7.6.2012 23:30 Bryndís komin heim til Keflavíkur Sjö leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Þeirra á meðal er Bryndís Guðmundsdóttir sem spilaði með KR á síðustu leiktíð. Körfubolti 7.6.2012 21:06 Oklahoma í úrslit eftir fjórða sigurinn í röð Oklahoma City Thunder tryggði sér í nótt sigur í vesturdeild NBA-körfuboltans og um leið sæti í úrslitaeinvíginu með 107-99 heimasigri á San Antonio Spurs. Oklahoma vann einvígið gegn San Antonio 4-2. Körfubolti 7.6.2012 08:37 Hreggviður snýr heim í Breiðholtið Körfuknattleikskappinn Hreggviður Magnússon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Breiðhyltingurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍR-inga en hann hefur spilað með KR undanfarin tvö tímabil. Körfubolti 6.6.2012 09:47 Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Körfubolti 6.6.2012 09:13 Bosh gæti spilað með Miami í nótt Það er ansi mikið undir í nótt þegar leikur fimm hjá Miami Heat og Boston Celtics fer fram. Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2. Miami vann fyrstu tvo leikina en Boston vann tvo næstu sem ekki margir áttu von á. Körfubolti 5.6.2012 23:45 Oklahoma í kjörstöðu eftir sigur í San Antonio Oklahoma City Thunder vann 108-103 sigur á San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Oklahoma leiðir í einvíginu 3-2 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Körfubolti 5.6.2012 11:25 « ‹ ›
Miami NBA-meistari | James valinn verðmætastur Miami Heat varð í nótt NBA-meistari. Miami vann þá öruggan sigur, 121-106, á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna. Fjórði sigur Miami í röð sem vann fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Körfubolti 22.6.2012 09:09
Kobe Bryant seldi flestar treyjur utan Bandaríkjanna Kobe Bryant er stærsta alþjóðlega NBA-stjarnan ef marka má sölu keppnistreyja utan Bandaríkjanna. NBA-deildin gaf út í dag út lista yfir þá leikmenn sem seldu flestar treyjur utan Bandaríkjanna á þessu tímabili en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur. Körfubolti 21.6.2012 23:15
James á sama aldursári og Jordan þegar hann vann fyrsta titilinn 1991 LeBron James er í fyrsta sinn á ferlinum aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum sem hann hefur dreymt um í níu tímabil. Miami Heat tekur á móti Oklahoma City Thunder í fimmta leik úrslitaeinvígsins. Miami er búið að vinna þrjá síðustu leiki og vantar því bara einn sigur í síðustu þremur leikjunum. Fimmti leikurinn fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Körfubolti 21.6.2012 21:30
Kaninn frá Þór kominn til ÍR Eric James Palm, sem spilaði með Þór í næstefstu deild karla á síðustu leiktíð, hefur gengið frá samningum við ÍR. Breiðhyltingar halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Iceland Express-deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 21.6.2012 17:15
Þór verður án Govens á næstu leiktíð Bandaríkjamaðurinn Darrin Govens, sem lék með Þór Þorlákshöfn við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hefur samið við félagið Elitzur Ramla í Ísrael en félagið leikur í næstefstu deild í Ísrael. Þetta kemur fram á Karfan.is. Körfubolti 21.6.2012 12:55
Hugsanlega síðustu Ólympíuleikarnir hjá NBA-stjörnunum Svo gæti farið að á ÓL í London í sumar fái fólk í síðasta skipti sjá NBA-stjörnur keppa á leikunum. David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, er ekki hrifinn af því að stjörnur deildarinnar taki þátt. Körfubolti 20.6.2012 14:00
Hringurinn færist nær LeBron LeBron James og félagar í Miami Heat eru aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum eftir magnaðan 104-98 sigur á Oklahoma í nótt. Miami búið að vinna þrjá leiki í röð og er 3-1 yfir í einvíginu. Körfubolti 20.6.2012 09:03
Serge Ibaka: LeBron James er ekki góður varnarmaður Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, ákvað að blanda sér í sálfræðistríðið á milli Miami Heat og Oklahoma City Thunder fyrir fjórða leik liðanna sem fer fram í Miami í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma. Körfubolti 19.6.2012 22:45
Miami komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Oklahoma Þeir voru ansi margir sem afskrifuðu lið Miami Heat fyrir úrslitarimmuna gegn Oklahoma í NBA-deildinni. Það var engin innistæða fyrir slíkum yfirlýsingum eins og Miami hefur sýnt í úrslitunum. Heat er komið í 2-1 í einvíginu og hefur verið sterkara liðið lengstum í öllum leikjunum. Körfubolti 18.6.2012 08:55
Miami Heat og Oklahoma mætast í þriðja sinn í kvöld Miami Heat og Oklahoma City Thunder mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í Oklahoma þar sem að liðið var með betra vinningshlutfall í vetur en Miami. Þrír næstu leikir fara fram í Miami og nái heimaliðið að vinna þá alla standa þeir uppi sem NBA meistari í annað sinn í sögu félagsins. Körfubolti 17.6.2012 17:00
Miami slapp með skrekkinn í nótt Miami Heat sótti sigur, 100-96, í Oklahoma í nótt. Miami leiddi allan leikinn en Oklahoma var ekki fjarri því að vinna upp sautján stiga forskot liðsins. Staðan í einvíginu er 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Körfubolti 15.6.2012 09:00
Metáhorf á leik Oklahoma City og Miami Fyrsti leikur Oklahoma City og Miami í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta fékk metáhorf hjá bandarísku ABC sjónvarpsstöðinni. Körfubolti 14.6.2012 14:45
Búið að velja æfingahóp körfuboltalandsliðsins Hinn sænski landsliðsþjálfari körfuboltalandsliðs karla, Peter Öqvist, hefur valið 21 leikmanna æfingahóp sem mun æfa saman um helgina. Körfubolti 13.6.2012 19:13
NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Körfubolti 13.6.2012 09:00
Helgi Már með samningstilboð frá 08 Stockholm Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, liggur undir feldi þessa dagana en samningur kappans við sænska félagið 08 Stockhom rann út á dögunum. Körfubolti 12.6.2012 13:00
Cothran á batavegi eftir skotárásina Fram kemur á heimasíðu Stjörnunnar að Bandaríkjamaðurinn Keith Cothran sé á batavegi eftir lífshættulega skotárás í heimabæ hans á dögunum. Körfubolti 11.6.2012 10:45
LeBron í Kareem og Wilt klassa í einvíginu á móti Boston LeBron James átti magnað einvígi á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar og skilaði sínu liði í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með frábærri frammistöðu í leikjum sex og sjö. Hann var samtals með 76 stig og 27 fráköst í þessum tveimur leikjum sem Miami vann báða og komst í lokaúrslitin á móti Oklahoma City Thunder. Körfubolti 10.6.2012 12:00
Miami í úrslitin annað árið í röð - Boston-liðið bensínslaust í lokin Miami Heat er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir 13 stiga sigur á Boston Celtics, 101-88, í oddaleik í Miami í nótt í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Miami mætir Oklahoma City Thunder í lokaúrslitunum og fyrsti leikurinn er á þriðjudagskvöldið. Körfubolti 10.6.2012 09:00
Sjötti leikur Heat og Celtics jafnaði áhorfsmet - oddaleikurinn í kvöld Miami Heat og Boston Celtics mætast í kvöld í sjöunda leik í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í lokaúrslitunum á móti Oklahoma City Thunder. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 9.6.2012 22:30
Real Madrid reis upp frá dauðum og jafnaði einvígið við Barcelona Ótrúlegur endasprettur tryggði Real Madrid 75-69 sigur á Barcelona í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um spænska meistaratitilinn í körfubolta í gærkvöldi en Real vann níu stigum undir þegar sex mínútur voru eftir. Real vann hinsvegar lokakafla leiksins 19-4 og jafnaði einvígið. Körfubolti 9.6.2012 06:00
LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan. Körfubolti 8.6.2012 19:45
Pavel orðinn Höfrungur Pavel Ermolinskij hefur samið við sænska liðið Norrköping Dolphins til eins árs. Sænski netmiðillinn basketsverige.se greinir frá þessu í dag. Körfubolti 8.6.2012 15:39
LeBron sjóðandi heitur og oddaleikur framundan í Miami LeBron James bauð upp á eins manns sýningu í 98-79 sigri Miami Heat á Boston Celtics í Boston í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. LeBron skoraði 45 stig og liðsmenn Boston áttu engin svör. Körfubolti 8.6.2012 08:43
Barcelona lagði Real Madrid með flautuþristi Marcelinho Huertas var hetja Barcelona sem lagði Real Madrid í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni ABC-deildarinnar á Spáni í gærkvöldi. Körfubolti 7.6.2012 23:30
Bryndís komin heim til Keflavíkur Sjö leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Þeirra á meðal er Bryndís Guðmundsdóttir sem spilaði með KR á síðustu leiktíð. Körfubolti 7.6.2012 21:06
Oklahoma í úrslit eftir fjórða sigurinn í röð Oklahoma City Thunder tryggði sér í nótt sigur í vesturdeild NBA-körfuboltans og um leið sæti í úrslitaeinvíginu með 107-99 heimasigri á San Antonio Spurs. Oklahoma vann einvígið gegn San Antonio 4-2. Körfubolti 7.6.2012 08:37
Hreggviður snýr heim í Breiðholtið Körfuknattleikskappinn Hreggviður Magnússon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Breiðhyltingurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍR-inga en hann hefur spilað með KR undanfarin tvö tímabil. Körfubolti 6.6.2012 09:47
Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Körfubolti 6.6.2012 09:13
Bosh gæti spilað með Miami í nótt Það er ansi mikið undir í nótt þegar leikur fimm hjá Miami Heat og Boston Celtics fer fram. Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2. Miami vann fyrstu tvo leikina en Boston vann tvo næstu sem ekki margir áttu von á. Körfubolti 5.6.2012 23:45
Oklahoma í kjörstöðu eftir sigur í San Antonio Oklahoma City Thunder vann 108-103 sigur á San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Oklahoma leiðir í einvíginu 3-2 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Körfubolti 5.6.2012 11:25