Íslenski boltinn

KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna

Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir.

Íslenski boltinn

Baldur búinn að framlengja við Valsmenn

Baldur Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við Valsmenn en Baldur hefur leikið með félaginu frá því að hann kom á Hlíðarenda frá ÍA árið 2004 og hjálpaði Valsmönnum að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Valsmanna.

Íslenski boltinn

Kristinn framlengdi við Blika

Bikarmeistarar Breiðabliks halda áfram að ganga frá samningum við sína bestu menn og í kvöld var greint frá því að Kristinn Steindórsson hefði skrifað undir nýjan samning við Blika. Þetta kemur fram á blikar.is.

Íslenski boltinn

Hrefna Huld í Þrótt

Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun ekki spila í Pepsi-deild kvenna næsta sumar því hún er búin að skrifa undir eins árs samning við 1. deildarlið Þróttar.

Íslenski boltinn

Siðareglur KSÍ klárar

Í kjölfar fjaðrafoksins í kringum ferð fjármálastjóra KSÍ, Pálma Jónssonar, á nektarstað í Sviss, þar sem hann varð uppvís að því að nota kreditkort sambandsins, boðaði formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, að samdar yrðu siðareglur hjá KSÍ.

Íslenski boltinn

Tveir nýir íslenskir FIFA-dómarar staðfestir

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru báðir orðnir FIFA-dómarar í fyrsta sinn og þá er Andri Vigfússon fyrstur íslenskra Futsal dómara á alþjóðlegan lista.

Íslenski boltinn