Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli kom Val á toppinn

Stjarnan og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum leik á Stjörnuvelli í kvöld. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn enda var jafnræði með liðunum og sköpuðu þau sér fjölda færa í fjörugum leik.

Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Þetta gengur ekki svona

„Seinni hálfleikur var bara hörmulegur og menn mættu bara ekki leiks. Ef ég vissi hver ástæðan væri þá væri ég búinn að leysa það en leikmenn bara mættu ekki til leiks í seinni hálfleik," sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tap liðsins í kvöld á móti Breiðablik.

Íslenski boltinn

Ólína Guðbjörg missir af næsta leik

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir varnarmaður Íslenska landsliðsins missir af næsta leik liðsins á móti Króatíu þar sem hún tekur út leikbann. Ólina fékk að líta gult spjald undir lokin í leiknum gegn Norður-Írum sem sendir hana í leikbann.

Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur: Tryggvi Guðmundsson er fífl

Fylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er allt annað en sáttur við Eyjamanninn Tryggva Guðmundsson. Ásgeir sendi Tryggva tóninn í viðtali á fótbolti.net á dögunum og bætti um betur í viðtali við stuðningsmannasíðu Fylkis fyrr í vikunni.

Íslenski boltinn

Ásgrímur Helgi: Þetta er bara slys

„Nákvæmlega ekki neitt hægt að segja eftir svona leik. Við vorum hreinlega bara ekki með hér í kvöld," sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hans lið steinlá 10-0 fyrir Val í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Íslenski boltinn

Þorvaldur Örlygsson: Gott að komast aftur á sigurbraut

Framarar skutust á topp Pepsi-deildar karla eftir , 2-1, sigur gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, hefur verið að ná frábærum árangri með Framliðið undanfarin ár, en það eru 18 ár síðan að Framarar trónuðu á toppi Íslandsmótsins.

Íslenski boltinn