Íslenski boltinn

Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu

Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Valsstúlkur úr leik eftir tap gegn Glasgow City

Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina.

Íslenski boltinn

Þetta lofar góðu fyrir framhaldið

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati Fréttablaðsins, en hann var efstur í einkunnagjöf okkar í sumar. Daníel segir að leikmenn Stjörnuliðsins hafi bara hlegið að slæmum spám fyrir mót og verið jafnframt staðr

Íslenski boltinn

Pearce: Reynslan sem fæst í U-21 landsliðinu vanmetin

„Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld.

Íslenski boltinn

Þór/KA tapaði stórt fyrir Potsdam út í Þýskalandi

ÞóR/KA er úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sex marka tap, 2-8, í síðari leiknum á móti þýsku meisturunum í Turbine Potsdam í 32 liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fór fram í Þýskalandi en Turbine Potsdam vann fyrri leikinn 6-0 á Akureyri og þar með 14-2 samanlagt.

Íslenski boltinn

Feitir bitar á lausu

Þó svo knattspyrnutímabilinu sé formlega lokið er vinnu forráðamanna félaganna hvergi nærri lokið. Nú hefjast þeir handa við að endursemja við lykilmenn og reyna við aðra leikmenn sem eru á lausu. Keflavík og Fylkir á þess utan eftir að ráða þjálfara en bæði lið eiga fjöda leikmanna sem eru að klára samning.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Spilar eða þjálfar næsta sumar

„Ég veit ekki hvað ég geri en það er alveg ljóst að ég mun ekki vera spilandi þjálfari næsta sumar. Ég mun því annað hvort einbeita mér að þjálfun eða spila næsta sumar,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, en hann ætlar að nota vikuna til þess að ákveða framtíð sína.

Íslenski boltinn

Zoran í viðræðum við Keflavík

Það bendir flest til þess að Zoran Daníel Ljubicic muni taka við karlaliði Keflavíkur af Willum Þór Þórssyni. Zoran staðfestir við Víkurfréttir í kvöld að hann sé í viðræðum við Keflvíkinga.

Íslenski boltinn

Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ

"Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik.

Íslenski boltinn

Fundu ástríðuna aftur í Fram

Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild.

Íslenski boltinn

Óskar: Ég var orkulaus tannstöngull í fyrra

„Ég skil ekki alveg þessa umræðu um að ég sé búinn að grenna mig svona mikið. Ég var tíu kílóum léttari í fyrra. Þá var ég orkulaus tannstöngull. Ég er búinn að massa mig nokkuð upp síðan þá og er í allt öðru og betra formi,“ segir Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, en hann er leikmaður lokaumferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu.

Íslenski boltinn

Bjarni mun stýra Stjörnunni áfram

„Bjarni er samningsbundinn Stjörnunni og það er gagnkvæmur vilji af beggja hálfu að hann verði áfram. Það er því nokkuð ljóst að hann verður áfram þjálfari liðsins,“ segir Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Stjarnan kom af öllum liðum mest á óvart í sumar og náði sínum besta árangri í efstu deild.

Íslenski boltinn

Blikar vilja halda Ólafi

Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks mun setjast niður með Ólafi Kristjánssyni í dag og ræða framtíðina. Ólafur skrifaði undir nýjan samning við Blika fyrir tímabilið og einhugur er innan stjórnar með að halda Ólafi sem þjálfara liðsins.

Íslenski boltinn