Íslenski boltinn

Á toppnum eins og kvennadeild Breiðabliks

Breiðablik kórónaði frábært tímabil í Pepsi-deild kvenna með 3-0 sigri á ÍBV í lokaumferðinni. Blikar fóru taplausir í gegnum sumarið og unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í allt sumar og það þarf að fara aftur til ársins 1996 til að finna jafn góða vörn í efstu deild kvenna.

Íslenski boltinn

Fanndís fékk gullskóinn

Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og hreppti þar af leiðandi Gullskóinn eftirsótta. Gullskóinn hlýtur sú markahæsta í Pepsi-deildinni, en einnig er silfur- og bronsskórinn veittur.

Íslenski boltinn

Engin uppgjöf hjá Leikni

Fimm leikir fara fram í nítjándu umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn og hefjast þeir allir klukkan 17.00. Umferðin einkennist svolítið af því að liðin í efri hlutanum spila við liðin í þeim neðri og því er lítið um innbyrðis baráttu á toppi og á botni.

Íslenski boltinn

Með sprengjuna í blóðinu

Fanndís Friðriksdóttir varð Íslandsmeistari með Breiðabliki eftir tíu ára bið. Hún á gullskóinn vísan og segist vera þroskaðri leikmaður nú en áður. Í viðtali við Fréttablaðið fer hún yfir tímabilið hjá sér og liðinu og segir frá töframanninum sem á sinn þátt í titlinum.

Íslenski boltinn