Handbolti

Dönsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið

Danska kvennalandsliðið náði fimmta sætinu á EM kvenna í handbolta í Serbíu eftir tveggja marka sigur á Rússlandi, 32-30, í leiknum um fimmta sætið í Belgrad í dag en seinna í dag fara fram undanúrslitaleikir keppninnar.

Handbolti

HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka

Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir.

Handbolti

Skortur á örvhentum skyttum

Íslenska landsliðið í handbolta er komið í svipaða stöðu og í aðdraganda Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Þá missti liðið líka þrjár örvhentar skyttur fyrir mótið og endaði á því að spila með rétthentan mann hægra megin, reyndar með mjög góðum árangri.

Handbolti

Tíu marka tap hjá strákunum hans Óskars Bjarna

Lærisveinar Óskars Bjarna Óskarssonar í Viborg HK töpuðu stórt á útivelli á móti Skjern Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Skjern Håndbold er eitt af sterkustu liðum deildarinnar og vann öruggan 34-24 sigur.

Handbolti

Auðvelt hjá Ljónunum - Stefán Rafn með 3 mörk

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan fimm marka heimasigur á TV 1893 Neuhausen, 30-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þeir voru þarna að mæta þriðja neðsta liði deildarinnar.

Handbolti

Serbía síðasta liðið inn í undanúrslitin á EM

Serbía varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem fer einmitt fram í Serbíu en keppni í milliriðlum lauk í kvöld. Noregur, Svartfjallaland og Ungverjalandi voru búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum fyrir síðasta leikdag í milliriðlunum tveimur.

Handbolti

Alexander ekki með á HM á Spáni

Alger óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Petersson með Íslenska handboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Handbolti

Óskar Bjarni tekur við kvennaliði Viborg

Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Viborg út leiktíðina 2014. Hann mun að sama skapi láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins félagsins.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 30-34

Framarar unnu í kvöld góðann 4 marka sigur á ÍR í N1 deild karla í Austurberginu en leiknum lauk með 30-34 sigri Framara. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fjórar mínútur litu gestirnir úr Safamýrinni aldrei aftur og unnu öruggan sigur.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Akureyri 32-26

Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Akureyri 32-26 á heimavelli sínum að Varmá í kvöld. Afturelding lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og vann afar sannfærandi sigur á andlausu Akureyrarliði. Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8.

Handbolti

Heil umferð í N1 deild karla – HK-ingar safna fyrir Bjarka

Heil umferð fer fram í kvöld í N1-deild karla í handbolta og er þetta síðasta umferðin á þessu ári. Langt hlé verður gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku Íslands á HM á Spáni sem fer fram í janúar – en keppni í N1-deildinni hefst að nýju þann 4. febrúar á næsta ári.

Handbolti

Ólafur Gústafsson sneri sig á ökkla

Handknattleikskappinn Ólafur Gústafsson lék ekki með liði sínu Flensburg í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ólafur sneri sig á ökkla í fyrrakvöld og óvíst hve lengi hann verður frá vegna meiðsla.

Handbolti

Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins

Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993.

Handbolti

Norsku stelpurnar í undanúrslit

Norska kvennalandsliðið í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Serbíu með því að leggja Svía að velli 28-25 í spennuleik.

Handbolti

Mikkel Hansen meiddur á hné - Wilbek er ekki bjartsýnn

Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, hefur ekki leikið með danska landsliðinu frá því á ólympíuleikunum í London. Það er óvíst með þátttöku hans með Dönum á HM í Spáni sem hefst í janúar en Hansen glímir við meiðsli í hné. Danir eru með Íslendingum í riðli á HM en leikið verður í Sevilla.

Handbolti

Anton og Hlynur dæma á HM á Spáni

Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru í hópi 32 dómara sem hafa verið valdir til þess að sjá um dómgæsluna á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar. Alls eru 24 dómarar frá Evrópu, en hin pörin koma frá Afríku, Suður-Ameríku, og fjórir dómarar eru frá Asíu.

Handbolti

Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn

Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins.

Handbolti