Handbolti

Harri áfram hjá Haukum

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, skrifaði í gær undir nýjan samning við félagið en hann stýrir liði sínu gegn Val í undanúrslitum bikarsins í kvöld.

Handbolti

Stjarnan og Valur eru brothætt

Tveir spennandi leikir eru á dagskrá undanúrslita Coca-Cola-bikarkeppni kvenna í kvöld. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, reiknar með að Stjarnan og Valur mætist í úrslitum en það sé ekki sjálfgefið.

Handbolti

Reyni að hugsa jákvætt

„Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ segir Ólafur Bjarki Ragnarsson, landsliðsmaður í handbolta, við Fréttablaðið en hann sleit krossband í leik með Emsdetten í Íslendingaslag gegn Eisenach í þýsku 1. deildinni í handbolta um síðustu helgi.

Handbolti

Kristianstad heldur toppsætinu

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson hafði óvenju hægt um sig í kvöld er Kristianstad lagði botnlið sænsku úrvalsdeildarinnar, Rimbo HK Roslagen.

Handbolti

Ólafur Bjarki er með slitið krossband

Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson verður lengi frá eftir að hafa meiðst illa. Ólafur Bjarki er með slitið krossband og þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Læknar telja að hann verði frá í um níu mánuði vegna meiðslanna.

Handbolti

Öruggt hjá Rhein-Neckar Löwen

Góður kafli í seinni hálfleik grundvallaði öruggan sigur Rhein-Neckar Löwen gegn Magdeburg í lokaleik dagsins í þýska handboltanum í dag. Löwen lokaði markinu í ellefu mínútur og náði mest fjórtán marka forskoti um miðbik seinni hálfleiks.

Handbolti

Hannover nældi í stig á Spáni

Rúnar Kárason og félagar í TSV Hannover-Burgdorf fengu sín fyrstu stig í A-riðli EHF-bikarsins í handbolta í dag þegar leik liðsins gegn Ademar Leon lauk með 30-30 jafntefli á Spáni.

Handbolti

Kolding óstöðvandi undir stjórn Arons

Kolding vann í dag sinn fjórða leik í röð undir stjórn Arons Kristjánssonar er liðið lagði Dunkerque að velli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Kolding er í öðru sæti riðilsins eftir leikinn með fjórtán stig úr tíu leikjum, þremur stigum á eftir toppliði Kiel.

Handbolti

Öruggt hjá toppliði Kiel

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu ellefu marka sigur á HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Guðjón Valur Sigurðsson átti fínan leik í liði Kiel og skoraði fjögur mörk.

Handbolti