Rúnar samdi aftur við Aue | Þjálfar bróður sinn og son Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2014 15:15 Rúnar Sigtryggson er að gera fína hluti með Aue í Þýskalandi. Mynd/Heimasíða Aue „Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson. Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
„Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson.
Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira