Rúnar samdi aftur við Aue | Þjálfar bróður sinn og son Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2014 15:15 Rúnar Sigtryggson er að gera fína hluti með Aue í Þýskalandi. Mynd/Heimasíða Aue „Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson. Handbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson.
Handbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira