Innlent

Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun

Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun.

Innlent

Ungi maðurinn er aftur fundinn

Átján ára karlmaður sem lögreglan lýsti eftir í tvígang í gærkvöldi er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent

Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gler­augna

Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu.

Innlent

Veitingamönnum beri engin lagaleg skylda til að fylgja verkbanni

Forseti ASÍ gerir ráð fyrir að niðurstaða vegna boðunar verkbanns SA, sem þau telja ólögmæta, liggi fyrir í Félagsdómi áður en verkbannið á að hefjast á fimmtudag. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. Samtökin hafa vísað viðræðum við Eflingu um eigin samninga til ríkissáttasemjara. 

Innlent

Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín

Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni Samtaka atvinnulífsins sem hefst að óbreyttu á fimmtudag. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. 

Innlent

Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjöl­skyldum í miðju vetrarfríi

Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana.

Innlent

Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey

Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri.

Innlent

„Það þarf að bregðast hratt við“

Forseti ASÍ segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins vegna boðaðs verkbanns varða verkalýðshreyfinguna í heild en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. Hann býst við niðurstöðu fyrir fimmtudag, þegar verkbannið á að hefjast. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ósammála ASÍ og segir að þau muni taka til varna. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forseti Alþýðusambandsins segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins varða verkalýðshreyfinguna í heild og býst við niðurstöðu á næstu dögum. ASÍ hefur fyrir hönd Eflingar stefnt SA fyrir Félagsdómi vegna boðaðs verkbanns. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti.

Innlent

Sprengisandur: Úkraína, staða heimilislausra og kjaramál á dagskrá

Ýmislegt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi sem er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Hefur enn ekki getað horft á myndbandið af slysinu

Ung kona sem slasaðist alvarlega á Crossfit-móti í janúar er þakklát fyrir góðan bata. Hún á þó eftir að vinna alveg úr andlega þætti batans; enn situr ýmislegt í henni eftir slysið. Hún hefur til dæmis ekki getað fengið sig til að horfa á myndband sem náðist af slysinu.

Innlent

Kveikt í rusli fyrir framan hús í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn.

Innlent

Réðst á sam­fanga og skallaði fanga­vörð á Hólms­heiði

Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega.

Innlent

Sex­tíu milljónir á ári fyrir nætur­strætó

Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. 

Innlent

Stór­sér á Vestur­bænum eftir skemmdar­varginn

Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar.

Innlent

Fé­lags­dómur verði snar í snúningum

Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir að gera megi ráð fyrir að Félagsdómur kveði upp dóm í máli sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins í vikunni. Verkbann tekur að öllu óbreyttu gildi hinn 2. mars næstkomandi.

Innlent

Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær

Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 

Innlent