Innlent

Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. 

Innlent

Mót­mælt fyrir utan Al­þingi

Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag.

Innlent

„Ég sé ekki eftir neinu“

Elva Hrönn Hjartardóttir segist ekki sjá eftir því að hafa farið í framboð til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni. Hún hvetur Ragnar til þess að fara annað slagið út og tala við félagsfólk sitt.

Innlent

Sá strax að Ís­lendingar höfðu unnið heima­vinnuna sína

Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína.

Innlent

Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“

Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 

Innlent

Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður

Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins.

Innlent

Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum

Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson bankastjóra Seðlabankans sem segir að þótt fjármálakerfið standi traustum fótum fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi. 

Innlent

Halda leitinni á­fram á morgun

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna.

Innlent

Stefnir í ljósasýningu á himni í kvöld

Búast má við miklu sjónarspili á himni í kvöld. Norðurljósin hafa verið mikil síðustu daga og aðstæður til að sjá þau góðar. Nú er þó útlit fyrir að þau verði enn meiri í kvöld.

Innlent

Kosningum til formanns VR lýkur í dag

Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag.

Innlent

„Það rigndi yfir okkur gler­brotum“

Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu.

Innlent

Í gæslu­varð­haldi fram að helgi

Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 

Innlent

Sam­mála um að upp­færa Sam­göngu­sátt­málann

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða.

Innlent