Innlent

Ásgerður og Kjartan Bjarni metin hæfust

Dómnefnd um hæfni umsækjenda telur héraðsdómarana Ásgerði Ragnarsdóttur og Kjartan Bjarna Björgvinsson hæfust til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Nefndin telur ekki hægt að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja.

Innlent

Embla og GPT-4 í eina sæng

Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani.

Innlent

Sam­­fylkingin komin í 26 prósent

Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Wilson Skaw komið á flot

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 

Innlent

Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands

Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna.

Innlent

Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón

„Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann.

Innlent

Sumarið ekki alveg komið enn

Nokkur kuldi er í kortunum víðast hvar á landinu. Hiti á og undir frostmarki og gera má ráð fyrir einhverri úrkomu. Veðurfræðingur segir ekkert að óttast.

Innlent

Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar

Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. 

Innlent

Léttir að þessum kafla sé lokið

Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart

„Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum.

Innlent

Rang­færslur alls­ráðandi í um­ræðu um um­deilt frum­varp

Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Urðunar­staður fundinn en verður haldið leyndum í bili

Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för.

Innlent

Sara Lind sett for­­stjóri Ríkis­­kaupa

Fjármála- og efnahagsráðherra setti Söru Lind Guðbergsdóttur sem forstjóra Ríkiskaupa tímabundið eftir að Björgvin Víkingsson lét af störfum um mánaðamótin. Staðan verður að líkindum auglýst á næstunni.

Innlent

Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kenni­tölu

Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu.

Innlent

Stakk af eftir að hafa ekið á hjól­reiða­mann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hafi verið á hjólreiðamann. Ökumaðurinn stakk af vettvangi en hjólreiðamaðurinn viðbeinsbrotnaði. Er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

Innlent

Bíður sárkvalinn eftir því að komast að

Sambýliskona manns sem er sárkvalinn vegna verkja í bakinu gagnrýnir harðlega að hann þurfi að bíða fram á sumar eftir því að komast inn hjá verkjateymi Landspítalans. Hún furðar sig á því hvers vegna heilbrigðiskerfið sé ekki betra en þetta hjá fámennri þjóð eins og Íslandi.

Innlent

Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla

Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. 

Innlent

Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum

Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í.

Innlent

Rútan enn í ánni

Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð.

Innlent