Innlent Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. Innlent 8.7.2023 11:09 Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. Innlent 8.7.2023 10:38 Íslensk kona stefnir Boston borg: „Hún óttast stöðugt að vera sett í fangelsi“ Íslensk kona sem búsett er í Boston hefur höfðað skaðabótamál á hendur borginni, borgarstjóra og fleiri aðilum fyrir óréttmæta lögsókn sem höfðuð var á hendur henni vegna þjófnaðarbrots á seinasta ári. Heldur konan því fram að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum hennar á margvíslegan hátt og fer hún fram á þrjár og hálfa milljón dollara í bætur. Innlent 8.7.2023 08:06 Björt og hlý helgi Von er allt að 23 stiga hita á Suðurlandi í dag. Hitinn mun þó líklega ná tuttugu stigum í fleiri landshlutum í dag. Svalast verður fyrir austan og fyrir norðan en von er á sambærilegu veðri á morgun. Innlent 8.7.2023 08:05 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. Innlent 8.7.2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. Innlent 7.7.2023 23:45 „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. Innlent 7.7.2023 23:31 Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. Innlent 7.7.2023 23:20 Banaslys á Laugarvatnsvegi Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að alvarlegt umferðarslys hafi átt sér stað á Laugarvatni. Nú hefur lögreglan greint frá því að um banaslys hafi verið að ræða. Innlent 7.7.2023 23:15 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. Innlent 7.7.2023 22:01 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. Innlent 7.7.2023 22:00 „Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Innlent 7.7.2023 21:05 „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. Innlent 7.7.2023 20:02 Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. Innlent 7.7.2023 19:20 Alvarlegt umferðarslys á Laugarvatnsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Loka þurfti veginum á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. Innlent 7.7.2023 19:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinagerðarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir málið með Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni Miðflokksins, sem fjallaði mikið um málið á tíma sínum á Alþingi. Innlent 7.7.2023 18:00 Landsbankinn varar við svikaskilaboðum Landsbankinn varar við smáskilaboðum sem viðskiptavinir bankans kunna að hafa fengið en skilaboðin eru ekki á vegum bankans. Innlent 7.7.2023 16:58 Ekki tekið ákvörðun um að áfrýja í Vatnsendamáli Kópavogsbær hefur ekki tekið ákvörðun um að áfrýja ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins, 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Bærinn hefur undanfarin ár verið með varúðarfærslur vegna málsins í bókum sínum. Innlent 7.7.2023 16:16 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. Innlent 7.7.2023 15:26 „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. Innlent 7.7.2023 14:44 Skipuð dómari við Landsrétt Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023. Innlent 7.7.2023 14:40 Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni. Innlent 7.7.2023 14:06 Stefni allt í að gjósi á milli Fagradalsfjalls og Keilis Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan hófst á Reykjanesi þann 4. júlí og innflæði kviku er tvöfalt hraðari en í fyrra. Innlent 7.7.2023 13:57 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? Innlent 7.7.2023 13:09 Kópavogsbæ gert að greiða syni Þorsteins Hjaltested 1,4 milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Innlent 7.7.2023 13:03 Hægir á landrisi, dregur úr skjálftum og „stefnir allt í gos“ Enn hægist á landrisi og dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, rétt eins og fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Eldfjallafræðingur segir allt stefna í eldgos, en kvika geti þó mallað í lengri tíma grunnt undir jarðskorpunni. Innlent 7.7.2023 11:43 Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjármálaráðherra segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi fyrir þingið. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en að hans mati vilja þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. Innlent 7.7.2023 11:42 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Innlent 7.7.2023 11:36 Líkur á mun kröftugra gosi Kvikuinnflæði í innskot milli Fagradalsfjalls og Keilis er 88 rúmmetrar á sekúndu. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur segir um töluverðan hraða að ræða og meiri en í fyrri gosum á Reykjanesi. Innlent 7.7.2023 10:55 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. Innlent 7.7.2023 10:15 « ‹ ›
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. Innlent 8.7.2023 11:09
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. Innlent 8.7.2023 10:38
Íslensk kona stefnir Boston borg: „Hún óttast stöðugt að vera sett í fangelsi“ Íslensk kona sem búsett er í Boston hefur höfðað skaðabótamál á hendur borginni, borgarstjóra og fleiri aðilum fyrir óréttmæta lögsókn sem höfðuð var á hendur henni vegna þjófnaðarbrots á seinasta ári. Heldur konan því fram að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum hennar á margvíslegan hátt og fer hún fram á þrjár og hálfa milljón dollara í bætur. Innlent 8.7.2023 08:06
Björt og hlý helgi Von er allt að 23 stiga hita á Suðurlandi í dag. Hitinn mun þó líklega ná tuttugu stigum í fleiri landshlutum í dag. Svalast verður fyrir austan og fyrir norðan en von er á sambærilegu veðri á morgun. Innlent 8.7.2023 08:05
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. Innlent 8.7.2023 07:37
Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. Innlent 7.7.2023 23:45
„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. Innlent 7.7.2023 23:31
Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. Innlent 7.7.2023 23:20
Banaslys á Laugarvatnsvegi Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að alvarlegt umferðarslys hafi átt sér stað á Laugarvatni. Nú hefur lögreglan greint frá því að um banaslys hafi verið að ræða. Innlent 7.7.2023 23:15
Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. Innlent 7.7.2023 22:01
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. Innlent 7.7.2023 22:00
„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Innlent 7.7.2023 21:05
„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. Innlent 7.7.2023 20:02
Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. Innlent 7.7.2023 19:20
Alvarlegt umferðarslys á Laugarvatnsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Loka þurfti veginum á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. Innlent 7.7.2023 19:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinagerðarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir málið með Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni Miðflokksins, sem fjallaði mikið um málið á tíma sínum á Alþingi. Innlent 7.7.2023 18:00
Landsbankinn varar við svikaskilaboðum Landsbankinn varar við smáskilaboðum sem viðskiptavinir bankans kunna að hafa fengið en skilaboðin eru ekki á vegum bankans. Innlent 7.7.2023 16:58
Ekki tekið ákvörðun um að áfrýja í Vatnsendamáli Kópavogsbær hefur ekki tekið ákvörðun um að áfrýja ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins, 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Bærinn hefur undanfarin ár verið með varúðarfærslur vegna málsins í bókum sínum. Innlent 7.7.2023 16:16
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. Innlent 7.7.2023 15:26
„Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. Innlent 7.7.2023 14:44
Skipuð dómari við Landsrétt Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023. Innlent 7.7.2023 14:40
Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni. Innlent 7.7.2023 14:06
Stefni allt í að gjósi á milli Fagradalsfjalls og Keilis Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan hófst á Reykjanesi þann 4. júlí og innflæði kviku er tvöfalt hraðari en í fyrra. Innlent 7.7.2023 13:57
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? Innlent 7.7.2023 13:09
Kópavogsbæ gert að greiða syni Þorsteins Hjaltested 1,4 milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Innlent 7.7.2023 13:03
Hægir á landrisi, dregur úr skjálftum og „stefnir allt í gos“ Enn hægist á landrisi og dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, rétt eins og fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Eldfjallafræðingur segir allt stefna í eldgos, en kvika geti þó mallað í lengri tíma grunnt undir jarðskorpunni. Innlent 7.7.2023 11:43
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjármálaráðherra segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi fyrir þingið. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en að hans mati vilja þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. Innlent 7.7.2023 11:42
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Innlent 7.7.2023 11:36
Líkur á mun kröftugra gosi Kvikuinnflæði í innskot milli Fagradalsfjalls og Keilis er 88 rúmmetrar á sekúndu. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur segir um töluverðan hraða að ræða og meiri en í fyrri gosum á Reykjanesi. Innlent 7.7.2023 10:55
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. Innlent 7.7.2023 10:15