Innlent Mótmælendurnir komnir úr tunnunum og aðgerðum lokið Tveir mótmælendur sem hlekkjuðu sig fasta við tunnur á mastri tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eru komnir úr skipunum. Vísir hefur fylgist með málinu í beinni útsendingu. Innlent 5.9.2023 08:37 Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04 Hótaði gestum veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. Innlent 5.9.2023 07:36 Reykjanesbraut lokuð vegna bílveltu Reykjanesbrautin er lokuð í átt að Keflavík við Hvassahraun vegna umferðarslyss. Innlent 5.9.2023 07:00 Viðbúnaður lögreglu aukinn og búnaður borinn um borð Aðgerðasinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eru enn uppi í möstrum hvalveiðiskipanna. Nokkrir stuðningsmenn þeirra eru einnig á vettvangi. Innlent 5.9.2023 06:45 Segir hringferðina um Ísland hafa breytt lífi sínu Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera. Innlent 5.9.2023 06:01 „Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. Innlent 4.9.2023 23:26 Fær engin svör og var sagt að senda póst Lögmaður sem gætir hagsmuna kvennanna tveggja sem hafa verið í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 síðan eldsnemma í morgun segist engin svör hafa fengið frá lögreglunni. Innlent 4.9.2023 22:39 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Innlent 4.9.2023 22:16 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Innlent 4.9.2023 21:39 Afkoma ríkisins tæplega hundrað milljörðum skárri en var spáð Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 reyndist tæplega eitt hundrað milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022 og um fimmtíu milljörðum króna betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022. Innlent 4.9.2023 19:52 Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. Innlent 4.9.2023 19:33 Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Innlent 4.9.2023 19:29 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Innlent 4.9.2023 18:35 Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4.9.2023 18:22 Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Innlent 4.9.2023 17:35 „Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna ásakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifsstöð um helgina. Hann segir mynd úr matarboði í gærkvöldi sem hann birti á Facebook, þar sem Hannes sagði enga múslima vera viðstadda, hafa verið setta fram í gamansemi. Innlent 4.9.2023 17:02 Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 4.9.2023 16:48 „Verðum að hafa hugrekki til að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“ Stofnandi True North er uggandi vegna hvalveiða við Íslandsstrendur og hefur verulegar áhyggjur af vaxandi andstöðu áhrifafólks í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu vegna málsins. Lögmaður fyrirtækisins segir skilningsleysi einkenna viðbrögð stjórnvöld eftir að krafa þeirra um lögbann á starfsemina var send til baka. Innlent 4.9.2023 13:16 Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðgerðir dýraverndarsinna í Reykjavíkurhöfn sem hófust í morgun verða í forgrunni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 4.9.2023 11:31 Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopnafirði Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Innlent 4.9.2023 11:14 Vaktin: Aðgerðasinnar hlekkja sig við Hval 8 og Hval 9 Aðgerðarsinnar eru enn í fullu fjöri, hlekkjaðir við möstur hvalveiðibátana Hval 8 og Hval 9. Þar hafa þau verið frá því snemma í morgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Innlent 4.9.2023 09:09 Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. Innlent 4.9.2023 09:01 Framsókn tapar mestu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna milli júlí og ágúst. Mestar breytingar urðu á fylgi Framsóknarflokksins, sem fór úr 8,9 prósent í 7,5 prósent. Innlent 4.9.2023 08:48 Bein útsending: Farsældarþing 2023 Farsældarþing fer fram í dag þar sem fagfólki, þjónustuveitendum, stjórnvöldum, börnum og aðstandendum er ætlað að eiga víðtækt samtal um farsæld barna. Innlent 4.9.2023 08:31 „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. Innlent 4.9.2023 08:03 „Pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það“ „Við tölum mjög opið um þetta enda ætla ég ekki að láta barnið mitt upplifa þetta sem skömm á nokkurn hátt. Pabbi er bara í fangelsi og svona er það og það er bara allt í lagi, ekkert leyndarmál eða feluleikur,“ segir María Dís Knudsen. Innlent 4.9.2023 08:00 „Mín upplifun er sú að það var verið að refsa mér endalaust fyrir eitthvað sem ég gerði ekki“ Árið 2019 var Annþór Karlsson ásamt Berki Birgissyni sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða. Samfanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson lést með dularfullum hætti og án sýnilegra verka og neituðu þeir Börkur og Annþór sök frá upphafi. Málið er með þeim flóknari sem um getur í íslenskri réttarfarssögu, en það var til meðferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í fjögur ár. Innlent 4.9.2023 07:35 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. Innlent 4.9.2023 06:39 „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Innlent 4.9.2023 00:03 « ‹ ›
Mótmælendurnir komnir úr tunnunum og aðgerðum lokið Tveir mótmælendur sem hlekkjuðu sig fasta við tunnur á mastri tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eru komnir úr skipunum. Vísir hefur fylgist með málinu í beinni útsendingu. Innlent 5.9.2023 08:37
Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04
Hótaði gestum veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. Innlent 5.9.2023 07:36
Reykjanesbraut lokuð vegna bílveltu Reykjanesbrautin er lokuð í átt að Keflavík við Hvassahraun vegna umferðarslyss. Innlent 5.9.2023 07:00
Viðbúnaður lögreglu aukinn og búnaður borinn um borð Aðgerðasinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eru enn uppi í möstrum hvalveiðiskipanna. Nokkrir stuðningsmenn þeirra eru einnig á vettvangi. Innlent 5.9.2023 06:45
Segir hringferðina um Ísland hafa breytt lífi sínu Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera. Innlent 5.9.2023 06:01
„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. Innlent 4.9.2023 23:26
Fær engin svör og var sagt að senda póst Lögmaður sem gætir hagsmuna kvennanna tveggja sem hafa verið í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 síðan eldsnemma í morgun segist engin svör hafa fengið frá lögreglunni. Innlent 4.9.2023 22:39
„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Innlent 4.9.2023 22:16
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Innlent 4.9.2023 21:39
Afkoma ríkisins tæplega hundrað milljörðum skárri en var spáð Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 reyndist tæplega eitt hundrað milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022 og um fimmtíu milljörðum króna betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022. Innlent 4.9.2023 19:52
Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. Innlent 4.9.2023 19:33
Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Innlent 4.9.2023 19:29
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Innlent 4.9.2023 18:35
Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4.9.2023 18:22
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Innlent 4.9.2023 17:35
„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna ásakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifsstöð um helgina. Hann segir mynd úr matarboði í gærkvöldi sem hann birti á Facebook, þar sem Hannes sagði enga múslima vera viðstadda, hafa verið setta fram í gamansemi. Innlent 4.9.2023 17:02
Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 4.9.2023 16:48
„Verðum að hafa hugrekki til að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“ Stofnandi True North er uggandi vegna hvalveiða við Íslandsstrendur og hefur verulegar áhyggjur af vaxandi andstöðu áhrifafólks í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu vegna málsins. Lögmaður fyrirtækisins segir skilningsleysi einkenna viðbrögð stjórnvöld eftir að krafa þeirra um lögbann á starfsemina var send til baka. Innlent 4.9.2023 13:16
Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðgerðir dýraverndarsinna í Reykjavíkurhöfn sem hófust í morgun verða í forgrunni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 4.9.2023 11:31
Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopnafirði Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Innlent 4.9.2023 11:14
Vaktin: Aðgerðasinnar hlekkja sig við Hval 8 og Hval 9 Aðgerðarsinnar eru enn í fullu fjöri, hlekkjaðir við möstur hvalveiðibátana Hval 8 og Hval 9. Þar hafa þau verið frá því snemma í morgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Innlent 4.9.2023 09:09
Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. Innlent 4.9.2023 09:01
Framsókn tapar mestu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna milli júlí og ágúst. Mestar breytingar urðu á fylgi Framsóknarflokksins, sem fór úr 8,9 prósent í 7,5 prósent. Innlent 4.9.2023 08:48
Bein útsending: Farsældarþing 2023 Farsældarþing fer fram í dag þar sem fagfólki, þjónustuveitendum, stjórnvöldum, börnum og aðstandendum er ætlað að eiga víðtækt samtal um farsæld barna. Innlent 4.9.2023 08:31
„Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. Innlent 4.9.2023 08:03
„Pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það“ „Við tölum mjög opið um þetta enda ætla ég ekki að láta barnið mitt upplifa þetta sem skömm á nokkurn hátt. Pabbi er bara í fangelsi og svona er það og það er bara allt í lagi, ekkert leyndarmál eða feluleikur,“ segir María Dís Knudsen. Innlent 4.9.2023 08:00
„Mín upplifun er sú að það var verið að refsa mér endalaust fyrir eitthvað sem ég gerði ekki“ Árið 2019 var Annþór Karlsson ásamt Berki Birgissyni sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða. Samfanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson lést með dularfullum hætti og án sýnilegra verka og neituðu þeir Börkur og Annþór sök frá upphafi. Málið er með þeim flóknari sem um getur í íslenskri réttarfarssögu, en það var til meðferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í fjögur ár. Innlent 4.9.2023 07:35
Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. Innlent 4.9.2023 06:39
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Innlent 4.9.2023 00:03