Erlent Kristnir menn í eina hjörð Benedikt páfi minnti á sameiginlega arfleið kristinna manna í innsetningarmessu sinni á Péturstorginu í Róm í morgun. Í predikun sagði hann að þeir ættu að mynda eina hjörð og yfir henni ætti einn hirðir að vaka. Erlent 24.4.2005 00:01 Sprengjuárás á Rúmena í Afganistan Rúmenskir hermenn urðu fyrir sprengjuárás í Afganistan í dag. Sprengjan sprakk í vegarkanti þegar bílalest þeirra átti leið um þjóðveg nærri Kandahar-borg í suðurhluta landsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en talið er að talíbanar hafi staðið fyrir árásinni. Erlent 24.4.2005 00:01 Benedikt XVI formlega orðinn páfi Benedikt páfi söng messu á Péturstorginu í Róm í morgun en hún markar embættistöku hans formlega. Tugþúsundir pílagríma hlýddu á páfa, margir frá Þýskalandi þaðan sem Benedikt rekur ættir sínar, auk fjölda þjóðarleiðtoga. Erlent 24.4.2005 00:01 Ratzinger vígður páfi Benedikt sextándi er formlega tekinn við embætti páfa. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í gær í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins". Erlent 24.4.2005 00:01 Sprengingar við lögregluskóla Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna. Erlent 24.4.2005 00:01 Kvalinn á Kúbu Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu. Erlent 24.4.2005 00:01 Páfinn sagður hafa brotið lög Hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, skipaði svo fyrir árið 2001 að allar rannsóknir vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar kirkjunnar manna á börnum færu fram í kyrrþey og án utanaðkomandi aðstoðar. Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi öllum biskupum kirkjunnar og breska blaðið Observer hefur komist yfir. Erlent 24.4.2005 00:01 23 þúsund borgarar taldir af Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 24.4.2005 00:01 Fimm börn látast í sprengingu Fimm börn létust í sprengingu í Nepal í dag þegar sprengja sprakk þar sem þau voru að leik. Þrjú önnur börn særðust í sprengingunni. Uppreisnarmenn maóista eru grunaðir um ódæðið en þeir hafa frá árinu 1996 barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis innan Nepal undir merkjum kommúnista. Erlent 24.4.2005 00:01 Enn manntjón í kínverskum námum Að minnsta kosti átta námuverkamenn eru látnir eftir að vinnuvél varð alelda í námu í Kína í dag. Einnig er óttast um afdrif tæplega 70 manna eftir að skyndilegt flóð lokaði þá inni í annarri námu í Kína í dag. Erlent 24.4.2005 00:01 Reknir fyrir að vera of feitir Hópur rútubílstjóra í Ástralíu hefur höfðað mál á hendur fyrrum vinnuveitenda sínum og halda því fram að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi viljað losnað við þá úr vinnu vegna þess hversu feitir þeir eru. Erlent 24.4.2005 00:01 Vill sameinast Kýpur-Grikkjum Mehmet Ali Talat tók í gær við embætti forseta Kýpur-Tyrkja, ári eftir að íbúar á gríska hluta eyjunnar höfnuðu sameiningu við gríska hlutann í atkvæðagreiðslu. Erlent 24.4.2005 00:01 Höfuðpaurinn gómaður Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófnaði á tveimur málverkum úr Munch-safninu í ágúst í fyrra. Erlent 23.4.2005 00:01 Handjárnuðu 5 ára stúlku Lögreglumenn í Flórída-fylki í Bandaríkjunum liggja undir ámæli vegna óhefðbundinna aðferða við að róa niður fimm ára gamla stúlku í óþekktarkasti. Þeir handjárnuðu barnið í leikskólanum. Erlent 23.4.2005 00:01 Laug til um fingurinn Kona, sem fullyrti að hafa fundið fjögurra sentímetra fingurstubb í chilli-rétti sem hún pantaði á skyndibitastaðnum Wendy´s í San Jose í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin. Hún lýsti því yfir að hún myndi krefjast skaðabóta frá skyndibitakeðjunni eftir fingurfundinn í chilli-skálinni en eftirgrennslan lögreglu sýndi fram hún sviðsetti atvikið. Erlent 23.4.2005 00:01 Sex í haldi vegna þyrluslyss Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleiðingum að tíu létust. Erlent 23.4.2005 00:01 4 tonnum af sprengiefni stolið Fjórum tonnum af efnum til sprengjugerðar var stolið úr vöruhúsi í Frakklandi í dag. Grunur leikur á að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi verið að verki. Erlent 23.4.2005 00:01 Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvio Berlusconi, hefur verið mynduð. Talsmaður forsetaskrifstofunnar segir að hún taki formlega við stjórnartaumum síðar í dag. Þar með er endir bundinn á það upplausnarástand sem ríkt hefur í ítölskum stjórnmálum síðustu vikur. Erlent 23.4.2005 00:01 Leiðtogar Japans og Kína funda Þjóðarleiðtogar Japans og Kína munu funda í dag til að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli þjóðanna undanfarnar vikur. Koizumi, forsætisráðherra Japans, og forseti Kína, Ju Jintao, eru staddir á ráðstefnu asískra og afríska þjóðarleiðtoga sem fram fer í Jakarta. Erlent 23.4.2005 00:01 10 þúsund listaverk haldlögð Spænska lögreglan handtók sextán meinta listaverkafalsara í stórtækri aðgerð víða um landið í dag. Einnig var hald lagt á yfir 10 þúsund listaverk sem talin eru fölsuð, m.a. eftir fræga spænska málara. Erlent 23.4.2005 00:01 Sættir í deilunni Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist hafa átt opinskáar og gagnlegar viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í dag. Hann segir þá hafa sammælst um að deila ekki um atburði úr fortíðinni. Erlent 23.4.2005 00:01 Lögreglustöð vantar í Kristjaníu Sér lögreglustöð verður að vera í fríríkinu Kristjaníu, segja þingmenn dönsku stjórnarandstöðunnar í framhaldi af skotárás þar á fimmtudag. Hugmyndin hefur verið á langtíma áætlun lögreglunnar, en yfirmenn lögreglunnar í Kaupmannahöfn eru ósammála um ágæti hennar. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. Erlent 23.4.2005 00:01 John Major aðlaður John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var aðlaður í dag. Major var leiðtogi breska Íhaldsflokksins á árunum 1990-97 en hann tók við því hlutverki af Margaret Thatcher. Erlent 23.4.2005 00:01 11. sept: Játaði sekt Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir aðild að árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001, játaði sekt sína fyrir rétti í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í gær. Bandarísk stjórnvöld munu krefjast dauðadóms. Erlent 23.4.2005 00:01 Stjórnarandstaðan stendur sterk Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvios Berlusconi, hefur verið mynduð. Skoðanakannanir hafa sýnt að vinstri og miðju stjórnarandstöðuflokkarnir njóta sterkrar stöðu. Erlent 23.4.2005 00:01 Sátt virðist í sjónmáli Sátt virðist í sjónmáli í milliríkjadeilu Kínverja og Japana sem hefur farið stigvaxandi undanfarnar víkur. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans og Hu Jintao, forseti Kína, funduðu saman í Indónesíu í gær þar sem fram fer ráðstefna leiðtoga Asíu- og Afríkuríkja. Erlent 23.4.2005 00:01 Enn beðið nýrrar stjórnar Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn. Erlent 22.4.2005 00:01 Berlusconi myndi nýja stjórn Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, boðaði fyrir stundu Silvio Berlusconi á sinn fund síðdegis í dag. Þar hyggst hann biðja Berlusconi að mynda ríkisstjórn á ný. Ciampi hefur í gær og morgun fundað með leiðtogum ítalskra stjórnmálaflokka til að kanna hvort Berlusconi nyti nægilegs stuðnings til að mynda ríkisstjórn á ný. Erlent 22.4.2005 00:01 HIV-sýktum fjölgar í Þýskalandi HIV-sýkingum meðal samkynhneigðra karlmanna í Þýskalandi fjölgar nú og er munurinn sex prósent á milli áranna 2003 og 2004. Ástæða þessa mun vera sú að smokkanotkun hefur minnkað og það færist í vöxt að ákveðnir þjóðfélagshópar stundi kynlíf án varna. Erlent 22.4.2005 00:01 Japanar horfa mest á sjónvarp Japanar eiga heimsmetið í sjónvarpsglápi. Samkvæmt nýrri könnun horfa þeir að jafnaði á sjónvarp í um fimm klukkustundir á hverjum degi. Það er nærri klukkutíma meira en Grikkir sem horfa mest allra Evrópuþjóða á sjónvarp, eða í rétt rúmar fjórar klukkustundir á degi hverjum. Erlent 22.4.2005 00:01 « ‹ ›
Kristnir menn í eina hjörð Benedikt páfi minnti á sameiginlega arfleið kristinna manna í innsetningarmessu sinni á Péturstorginu í Róm í morgun. Í predikun sagði hann að þeir ættu að mynda eina hjörð og yfir henni ætti einn hirðir að vaka. Erlent 24.4.2005 00:01
Sprengjuárás á Rúmena í Afganistan Rúmenskir hermenn urðu fyrir sprengjuárás í Afganistan í dag. Sprengjan sprakk í vegarkanti þegar bílalest þeirra átti leið um þjóðveg nærri Kandahar-borg í suðurhluta landsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en talið er að talíbanar hafi staðið fyrir árásinni. Erlent 24.4.2005 00:01
Benedikt XVI formlega orðinn páfi Benedikt páfi söng messu á Péturstorginu í Róm í morgun en hún markar embættistöku hans formlega. Tugþúsundir pílagríma hlýddu á páfa, margir frá Þýskalandi þaðan sem Benedikt rekur ættir sínar, auk fjölda þjóðarleiðtoga. Erlent 24.4.2005 00:01
Ratzinger vígður páfi Benedikt sextándi er formlega tekinn við embætti páfa. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í gær í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins". Erlent 24.4.2005 00:01
Sprengingar við lögregluskóla Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna. Erlent 24.4.2005 00:01
Kvalinn á Kúbu Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu. Erlent 24.4.2005 00:01
Páfinn sagður hafa brotið lög Hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, skipaði svo fyrir árið 2001 að allar rannsóknir vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar kirkjunnar manna á börnum færu fram í kyrrþey og án utanaðkomandi aðstoðar. Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi öllum biskupum kirkjunnar og breska blaðið Observer hefur komist yfir. Erlent 24.4.2005 00:01
23 þúsund borgarar taldir af Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 24.4.2005 00:01
Fimm börn látast í sprengingu Fimm börn létust í sprengingu í Nepal í dag þegar sprengja sprakk þar sem þau voru að leik. Þrjú önnur börn særðust í sprengingunni. Uppreisnarmenn maóista eru grunaðir um ódæðið en þeir hafa frá árinu 1996 barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis innan Nepal undir merkjum kommúnista. Erlent 24.4.2005 00:01
Enn manntjón í kínverskum námum Að minnsta kosti átta námuverkamenn eru látnir eftir að vinnuvél varð alelda í námu í Kína í dag. Einnig er óttast um afdrif tæplega 70 manna eftir að skyndilegt flóð lokaði þá inni í annarri námu í Kína í dag. Erlent 24.4.2005 00:01
Reknir fyrir að vera of feitir Hópur rútubílstjóra í Ástralíu hefur höfðað mál á hendur fyrrum vinnuveitenda sínum og halda því fram að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi viljað losnað við þá úr vinnu vegna þess hversu feitir þeir eru. Erlent 24.4.2005 00:01
Vill sameinast Kýpur-Grikkjum Mehmet Ali Talat tók í gær við embætti forseta Kýpur-Tyrkja, ári eftir að íbúar á gríska hluta eyjunnar höfnuðu sameiningu við gríska hlutann í atkvæðagreiðslu. Erlent 24.4.2005 00:01
Höfuðpaurinn gómaður Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófnaði á tveimur málverkum úr Munch-safninu í ágúst í fyrra. Erlent 23.4.2005 00:01
Handjárnuðu 5 ára stúlku Lögreglumenn í Flórída-fylki í Bandaríkjunum liggja undir ámæli vegna óhefðbundinna aðferða við að róa niður fimm ára gamla stúlku í óþekktarkasti. Þeir handjárnuðu barnið í leikskólanum. Erlent 23.4.2005 00:01
Laug til um fingurinn Kona, sem fullyrti að hafa fundið fjögurra sentímetra fingurstubb í chilli-rétti sem hún pantaði á skyndibitastaðnum Wendy´s í San Jose í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin. Hún lýsti því yfir að hún myndi krefjast skaðabóta frá skyndibitakeðjunni eftir fingurfundinn í chilli-skálinni en eftirgrennslan lögreglu sýndi fram hún sviðsetti atvikið. Erlent 23.4.2005 00:01
Sex í haldi vegna þyrluslyss Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleiðingum að tíu létust. Erlent 23.4.2005 00:01
4 tonnum af sprengiefni stolið Fjórum tonnum af efnum til sprengjugerðar var stolið úr vöruhúsi í Frakklandi í dag. Grunur leikur á að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi verið að verki. Erlent 23.4.2005 00:01
Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvio Berlusconi, hefur verið mynduð. Talsmaður forsetaskrifstofunnar segir að hún taki formlega við stjórnartaumum síðar í dag. Þar með er endir bundinn á það upplausnarástand sem ríkt hefur í ítölskum stjórnmálum síðustu vikur. Erlent 23.4.2005 00:01
Leiðtogar Japans og Kína funda Þjóðarleiðtogar Japans og Kína munu funda í dag til að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli þjóðanna undanfarnar vikur. Koizumi, forsætisráðherra Japans, og forseti Kína, Ju Jintao, eru staddir á ráðstefnu asískra og afríska þjóðarleiðtoga sem fram fer í Jakarta. Erlent 23.4.2005 00:01
10 þúsund listaverk haldlögð Spænska lögreglan handtók sextán meinta listaverkafalsara í stórtækri aðgerð víða um landið í dag. Einnig var hald lagt á yfir 10 þúsund listaverk sem talin eru fölsuð, m.a. eftir fræga spænska málara. Erlent 23.4.2005 00:01
Sættir í deilunni Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist hafa átt opinskáar og gagnlegar viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í dag. Hann segir þá hafa sammælst um að deila ekki um atburði úr fortíðinni. Erlent 23.4.2005 00:01
Lögreglustöð vantar í Kristjaníu Sér lögreglustöð verður að vera í fríríkinu Kristjaníu, segja þingmenn dönsku stjórnarandstöðunnar í framhaldi af skotárás þar á fimmtudag. Hugmyndin hefur verið á langtíma áætlun lögreglunnar, en yfirmenn lögreglunnar í Kaupmannahöfn eru ósammála um ágæti hennar. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. Erlent 23.4.2005 00:01
John Major aðlaður John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var aðlaður í dag. Major var leiðtogi breska Íhaldsflokksins á árunum 1990-97 en hann tók við því hlutverki af Margaret Thatcher. Erlent 23.4.2005 00:01
11. sept: Játaði sekt Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir aðild að árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001, játaði sekt sína fyrir rétti í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í gær. Bandarísk stjórnvöld munu krefjast dauðadóms. Erlent 23.4.2005 00:01
Stjórnarandstaðan stendur sterk Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvios Berlusconi, hefur verið mynduð. Skoðanakannanir hafa sýnt að vinstri og miðju stjórnarandstöðuflokkarnir njóta sterkrar stöðu. Erlent 23.4.2005 00:01
Sátt virðist í sjónmáli Sátt virðist í sjónmáli í milliríkjadeilu Kínverja og Japana sem hefur farið stigvaxandi undanfarnar víkur. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans og Hu Jintao, forseti Kína, funduðu saman í Indónesíu í gær þar sem fram fer ráðstefna leiðtoga Asíu- og Afríkuríkja. Erlent 23.4.2005 00:01
Enn beðið nýrrar stjórnar Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn. Erlent 22.4.2005 00:01
Berlusconi myndi nýja stjórn Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, boðaði fyrir stundu Silvio Berlusconi á sinn fund síðdegis í dag. Þar hyggst hann biðja Berlusconi að mynda ríkisstjórn á ný. Ciampi hefur í gær og morgun fundað með leiðtogum ítalskra stjórnmálaflokka til að kanna hvort Berlusconi nyti nægilegs stuðnings til að mynda ríkisstjórn á ný. Erlent 22.4.2005 00:01
HIV-sýktum fjölgar í Þýskalandi HIV-sýkingum meðal samkynhneigðra karlmanna í Þýskalandi fjölgar nú og er munurinn sex prósent á milli áranna 2003 og 2004. Ástæða þessa mun vera sú að smokkanotkun hefur minnkað og það færist í vöxt að ákveðnir þjóðfélagshópar stundi kynlíf án varna. Erlent 22.4.2005 00:01
Japanar horfa mest á sjónvarp Japanar eiga heimsmetið í sjónvarpsglápi. Samkvæmt nýrri könnun horfa þeir að jafnaði á sjónvarp í um fimm klukkustundir á hverjum degi. Það er nærri klukkutíma meira en Grikkir sem horfa mest allra Evrópuþjóða á sjónvarp, eða í rétt rúmar fjórar klukkustundir á degi hverjum. Erlent 22.4.2005 00:01