Erlent Tvennum sögum fer af mannfalli Tvennum sögum fer af mannfalli í sjálfsmorðssprengjuárás í verslunarmiðstöð í Ísrael fyrr í dag. Meðlimur öryggisveitar á vettvangi segir að a.m.k. 30 hafi látist. Annar heimildarmaður segir aðeins þrjá hafa farist. Erlent 12.7.2005 00:01 75% Dana telja árás líklega Fleiri Danir óttast að hryðjuverkaárás verði gerð í Danmörku en áður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þrír af hverjum fjórum telja líklegt að Danmörk verði fyrir árás á næstu árum. Helmingur þjóðarinnar styður enn stríðið í Írak. Erlent 12.7.2005 00:01 Viðskiptavinum vændiskvenna refsað Páfagarður hvatti í gær til þess að lög yrðu sett um að viðskiptavinum vændiskvenna yrði refsað og að konur yrðu verndaðar frá nútíma þrælahaldi. Yfirlýsingin er gefin út í framhaldi af tveggja daga ráðstefnu sem haldin var um vændi og mansal í júní. Erlent 12.7.2005 00:01 15 særðir eftir sprengingu Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af tveir lífshættulega, er sprengja sprakk í Port of Spain, höfuðborg Trinidad og Tobago, í Karíbahafinu í gærkvöld. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu skammt frá þinghúsinu í borginni en enginn hefur lýst verkanaðinum á hendur sér. Erlent 12.7.2005 00:01 Múslímar verða fyrir aðkasti Reynt hefur verið að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslíma. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslímar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Erlent 12.7.2005 00:01 Albert settur inn í furstaembættið Hátíðarhöld hófust í Monte Carlo í Mónakó í morgun í tilefni af innsetningu Alberts prins í embætti Mónakófursta en Rainier fursti, faðir hans, lést eftir langvarandi veikindi í apríl síðastliðnum. Erlent 12.7.2005 00:01 Einn látinn vegna fellibylsins Að minnsta kosti einn maður lét lífið er fellibylurinn Dennis fór um Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær en hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins og þeirra flóða sem myndast hafa í kjölfarið. Hjólhýsaeigendur hafa farið einna verst út úr flóðunum enda reynst erfitt að færa þau til í færð sem þessari. Erlent 12.7.2005 00:01 Norskur fjársvikari fyrirfór sér Norski fjársvikarinn Ole Christian Bach skaut sig í bifreið sinni á flótta undan sænsku lögreglunni á mánudagskvöld. Mikil umræða var um málið í skandinavískum fjölmiðlum í gær og hefur lögmaður Bach óskað eftir rannsókn á dauða hans. Erlent 12.7.2005 00:01 25% með miklar áhyggjur af árás Um 25% Bandaríkjamanna hafa miklar áhyggjur af því að hryðjuverkamenn muni gera árás á landið fljótlega, að því er könnun sem birt var í gær sýnir. Þá eru 44% Bandaríkjamanna fremur áhyggjufullir, 19% hafa ekkert sérstaklega miklar áhyggjur og 11% hafa engar áhyggjur. Erlent 12.7.2005 00:01 Hafnar aðstoð Bandaríkjamanna Fidel Castro, forseti Kúbu, hafnaði 50 þúsund dollara aðstoð frá Bandaríkjastjórn í gær eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir um helgina. Castro ávarpaði þjóð sína og sagði að það væri alveg ljóst að Kúba myndi aldrei þiggja neina aðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 12.7.2005 00:01 Lögreglumaður særðist í sprengingu Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk á kaffihúsi í menningarhúsi Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Sprengjan er sögð hafa verið heimatilbúin og hafði henni verið komið fyrir í kaffivél á staðnum. Erlent 12.7.2005 00:01 Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk við kaffihús menningarstofnunar Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Talið er að ítalskir stjórnleysingjar standi á bak við atvikið en enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á því. Erlent 12.7.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás í Ísrael Átján ára gamall Palestínumaður framdi sjálfsmorðssprengjuárás utan við verslunarmiðstöð í bænum Netanía í gær. Tvær konur létust og þrjátíu særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin síðan vopnahlé var samþykkt fyrir fimm mánuðum. Erlent 12.7.2005 00:01 Húsleit hjá Intel <font face="Helv">S</font>amkeppnisyfirvöld í Evrópu leituðu í gær óvænt samtímis á skrifstofum Intel í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Intel er stærsti framleiðandi tölvuörgjörva í heiminum með 90 prósent markaðshlutdeild, Erlent 12.7.2005 00:01 Sprenging í verslunarmiðstöð Sprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Netanya í Ísrael fyrir stundu. Að sögn útvarpsins á staðnum eru margir látnir. Nánari upplýsingar um sprenging<font face="Courier New">una</font> liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 12.7.2005 00:01 Enskar konur geta orðið biskupar Konur geta nú orðið biskupar í enskum kirkjum eftir að lögum innan kirkjunnar var breytt á dögunum. Málið, sem er afar umdeilt, hafði verið rætt fram og aftur en yfirmenn kirkjunnar skiptust í tvær fylkingar. Erlent 12.7.2005 00:01 London: Líklega sjálfsmorðsárásir Breska fréttastöðin Sky hefur það eftir heimildum innan lögreglunnar að fjórir tilræðismenn í sprengjuárásunum í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Ýtir þetta undir þann grun að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Erlent 12.7.2005 00:01 Grunur um að a.m.k. einn hafi dáið Breska lögreglan er enn að reyna að komast að því hvort allir fjórir sprengjutilræðismennirnir í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Talsmaður lögreglunnar greindi frá þessu í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni rétt í þessu. Sterkar vísbendingar eru um að a.m.k. einn þeirra hafi látist í sprengingunni við Aldgate-lestarstöðina. Erlent 12.7.2005 00:01 Með 300 ketti á heimilinu Rúmlega 300 kettir voru fjarlægðir af heimili eldri konu í Virginíufylki í Bandaríkjunum á dögunum. Um þriðjungur kattanna var dauður. Erlent 12.7.2005 00:01 Hafðist við á flugvelli í eitt ár Fyrrverandi Keníabúi, sem hafðist við í meira en eitt ár á flugvellinum í Naíróbó, fékk breskan ríkisborgararétt í morgun. Maðurinn, Sanjay Shah, var viðstaddur sérstaka athöfn í breska sendiráðinu í Naíróbí og fær hann afhent breskt vegabréf innan viku. Erlent 12.7.2005 00:01 Eftirlýstur í 182 löndum Norskur kaupsýslumaður, sem farið hefur huldu höfði í tæpt ár, fannst látinn í bíl sínum í Svíþjóð að því er fram kemur á netmiðlinum Nettavisen. Maðurinn hét Ole Christian Bach og hafði verið ákærður af efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar og var eftirlýstur í 182 löndum. Erlent 11.7.2005 00:01 Falast eftir 130 milljarða aðstoð Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar að falast eftir ríflega tveggja milljarða dollara aðstoð, eða rúmlega 130 milljarða króna, frá Bandaríkjunum vegna fyrirhugaðs brottfluttnings frá Gasa ströndinni. Frá þessu greinir ísraelskt dagblað í morgun og þar segir jafnframt að stefnt sé að því að hefja brottfluttninginn strax í næsta mánuði. Erlent 11.7.2005 00:01 Fellibylurinn Dennis geysist áfram Fellibylurinn Dennis geysist nú um Suðausturströnd Bandaríkjanna á meira en fimmtíu metrum á sekúndu. Yfirvöld hafa hvatt nærri tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins. Nú þegar hafast um tíu þúsund manns við í neyðarskýlum og hótel á Suðausturströndinni eru þétt setin. Erlent 11.7.2005 00:01 Taugatitringur enn í London Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Erlent 11.7.2005 00:01 Fjöldamorðanna í Srebrenica minnst Um 50 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í fjöldamorðum Bosníu-Serba á bosnískum múslimum í og við Srebrenica fyrir tíu árum. Erlent 11.7.2005 00:01 Mannskæðasta námuslys ársins Að minnsta kosti 59 eru sagðir hafa látist í gassprengingu í kolanámu í Kína í morgun. Fyrst var talið að 22 hafi látist en kínverskir fjölmiðlar greindu frá því nú síðdegis að 37 lík til viðbótar hafi fundist ofan í námunni. Erlent 11.7.2005 00:01 Minnast hinna myrtu í Srebrenica Þúsundir komu saman í bænum Srebrenica í Bosníu í morgun til að minnast þeirra átta þúsund karlmanna úr röðum múslima sem voru myrtir af Bosníu-Serbum í Bosníu-deilunni fyrir tíu árum. Erlent 11.7.2005 00:01 Öryggisgæsla í hámarki Öryggisgæsla í London hefur enn verið hert og er nú í algjöru hámarki þar sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin á fimmtudaginn eru enn á lífi og undirbúa aðra árás. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu <em>Times</em> í morgun. Erlent 11.7.2005 00:01 22 námuverkamenn létust í Kína Minnst tuttugu og tveir létust í sprengingu í kolanámu í vesturhluta Kína í nótt. Rúmlega sextíu manns eru enn fastir inni í námunni en þegar hefur tekist að bjarga sex námuverkamönnum út. Öryggi í kínverskum kolanámum er mjög ábótavant og í fyrra létust meira en sex þúsund manns vegna sprenginga í námum landsins. Erlent 11.7.2005 00:01 Kennsl borin á fyrstu líkin Kennsl voru í gær borin á fyrstu lík fórnarlamba hryðjuverkanna í London á fimmtudag. Susan Levy 53 ára, tveggja barna móðir, lést í mannskæðustu árásinni, á Piccadilly-leiðinni þar sem 21 lét lífið. Eiginmaður hennar og sonur höfðu leitað hennar öllum stundum þar til þeim var tilkynnt um lát hennar. Erlent 11.7.2005 00:01 « ‹ ›
Tvennum sögum fer af mannfalli Tvennum sögum fer af mannfalli í sjálfsmorðssprengjuárás í verslunarmiðstöð í Ísrael fyrr í dag. Meðlimur öryggisveitar á vettvangi segir að a.m.k. 30 hafi látist. Annar heimildarmaður segir aðeins þrjá hafa farist. Erlent 12.7.2005 00:01
75% Dana telja árás líklega Fleiri Danir óttast að hryðjuverkaárás verði gerð í Danmörku en áður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þrír af hverjum fjórum telja líklegt að Danmörk verði fyrir árás á næstu árum. Helmingur þjóðarinnar styður enn stríðið í Írak. Erlent 12.7.2005 00:01
Viðskiptavinum vændiskvenna refsað Páfagarður hvatti í gær til þess að lög yrðu sett um að viðskiptavinum vændiskvenna yrði refsað og að konur yrðu verndaðar frá nútíma þrælahaldi. Yfirlýsingin er gefin út í framhaldi af tveggja daga ráðstefnu sem haldin var um vændi og mansal í júní. Erlent 12.7.2005 00:01
15 særðir eftir sprengingu Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af tveir lífshættulega, er sprengja sprakk í Port of Spain, höfuðborg Trinidad og Tobago, í Karíbahafinu í gærkvöld. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu skammt frá þinghúsinu í borginni en enginn hefur lýst verkanaðinum á hendur sér. Erlent 12.7.2005 00:01
Múslímar verða fyrir aðkasti Reynt hefur verið að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslíma. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslímar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Erlent 12.7.2005 00:01
Albert settur inn í furstaembættið Hátíðarhöld hófust í Monte Carlo í Mónakó í morgun í tilefni af innsetningu Alberts prins í embætti Mónakófursta en Rainier fursti, faðir hans, lést eftir langvarandi veikindi í apríl síðastliðnum. Erlent 12.7.2005 00:01
Einn látinn vegna fellibylsins Að minnsta kosti einn maður lét lífið er fellibylurinn Dennis fór um Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær en hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins og þeirra flóða sem myndast hafa í kjölfarið. Hjólhýsaeigendur hafa farið einna verst út úr flóðunum enda reynst erfitt að færa þau til í færð sem þessari. Erlent 12.7.2005 00:01
Norskur fjársvikari fyrirfór sér Norski fjársvikarinn Ole Christian Bach skaut sig í bifreið sinni á flótta undan sænsku lögreglunni á mánudagskvöld. Mikil umræða var um málið í skandinavískum fjölmiðlum í gær og hefur lögmaður Bach óskað eftir rannsókn á dauða hans. Erlent 12.7.2005 00:01
25% með miklar áhyggjur af árás Um 25% Bandaríkjamanna hafa miklar áhyggjur af því að hryðjuverkamenn muni gera árás á landið fljótlega, að því er könnun sem birt var í gær sýnir. Þá eru 44% Bandaríkjamanna fremur áhyggjufullir, 19% hafa ekkert sérstaklega miklar áhyggjur og 11% hafa engar áhyggjur. Erlent 12.7.2005 00:01
Hafnar aðstoð Bandaríkjamanna Fidel Castro, forseti Kúbu, hafnaði 50 þúsund dollara aðstoð frá Bandaríkjastjórn í gær eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir um helgina. Castro ávarpaði þjóð sína og sagði að það væri alveg ljóst að Kúba myndi aldrei þiggja neina aðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 12.7.2005 00:01
Lögreglumaður særðist í sprengingu Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk á kaffihúsi í menningarhúsi Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Sprengjan er sögð hafa verið heimatilbúin og hafði henni verið komið fyrir í kaffivél á staðnum. Erlent 12.7.2005 00:01
Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk við kaffihús menningarstofnunar Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Talið er að ítalskir stjórnleysingjar standi á bak við atvikið en enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á því. Erlent 12.7.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás í Ísrael Átján ára gamall Palestínumaður framdi sjálfsmorðssprengjuárás utan við verslunarmiðstöð í bænum Netanía í gær. Tvær konur létust og þrjátíu særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin síðan vopnahlé var samþykkt fyrir fimm mánuðum. Erlent 12.7.2005 00:01
Húsleit hjá Intel <font face="Helv">S</font>amkeppnisyfirvöld í Evrópu leituðu í gær óvænt samtímis á skrifstofum Intel í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Intel er stærsti framleiðandi tölvuörgjörva í heiminum með 90 prósent markaðshlutdeild, Erlent 12.7.2005 00:01
Sprenging í verslunarmiðstöð Sprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Netanya í Ísrael fyrir stundu. Að sögn útvarpsins á staðnum eru margir látnir. Nánari upplýsingar um sprenging<font face="Courier New">una</font> liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 12.7.2005 00:01
Enskar konur geta orðið biskupar Konur geta nú orðið biskupar í enskum kirkjum eftir að lögum innan kirkjunnar var breytt á dögunum. Málið, sem er afar umdeilt, hafði verið rætt fram og aftur en yfirmenn kirkjunnar skiptust í tvær fylkingar. Erlent 12.7.2005 00:01
London: Líklega sjálfsmorðsárásir Breska fréttastöðin Sky hefur það eftir heimildum innan lögreglunnar að fjórir tilræðismenn í sprengjuárásunum í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Ýtir þetta undir þann grun að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Erlent 12.7.2005 00:01
Grunur um að a.m.k. einn hafi dáið Breska lögreglan er enn að reyna að komast að því hvort allir fjórir sprengjutilræðismennirnir í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Talsmaður lögreglunnar greindi frá þessu í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni rétt í þessu. Sterkar vísbendingar eru um að a.m.k. einn þeirra hafi látist í sprengingunni við Aldgate-lestarstöðina. Erlent 12.7.2005 00:01
Með 300 ketti á heimilinu Rúmlega 300 kettir voru fjarlægðir af heimili eldri konu í Virginíufylki í Bandaríkjunum á dögunum. Um þriðjungur kattanna var dauður. Erlent 12.7.2005 00:01
Hafðist við á flugvelli í eitt ár Fyrrverandi Keníabúi, sem hafðist við í meira en eitt ár á flugvellinum í Naíróbó, fékk breskan ríkisborgararétt í morgun. Maðurinn, Sanjay Shah, var viðstaddur sérstaka athöfn í breska sendiráðinu í Naíróbí og fær hann afhent breskt vegabréf innan viku. Erlent 12.7.2005 00:01
Eftirlýstur í 182 löndum Norskur kaupsýslumaður, sem farið hefur huldu höfði í tæpt ár, fannst látinn í bíl sínum í Svíþjóð að því er fram kemur á netmiðlinum Nettavisen. Maðurinn hét Ole Christian Bach og hafði verið ákærður af efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar og var eftirlýstur í 182 löndum. Erlent 11.7.2005 00:01
Falast eftir 130 milljarða aðstoð Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar að falast eftir ríflega tveggja milljarða dollara aðstoð, eða rúmlega 130 milljarða króna, frá Bandaríkjunum vegna fyrirhugaðs brottfluttnings frá Gasa ströndinni. Frá þessu greinir ísraelskt dagblað í morgun og þar segir jafnframt að stefnt sé að því að hefja brottfluttninginn strax í næsta mánuði. Erlent 11.7.2005 00:01
Fellibylurinn Dennis geysist áfram Fellibylurinn Dennis geysist nú um Suðausturströnd Bandaríkjanna á meira en fimmtíu metrum á sekúndu. Yfirvöld hafa hvatt nærri tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins. Nú þegar hafast um tíu þúsund manns við í neyðarskýlum og hótel á Suðausturströndinni eru þétt setin. Erlent 11.7.2005 00:01
Taugatitringur enn í London Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Erlent 11.7.2005 00:01
Fjöldamorðanna í Srebrenica minnst Um 50 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í fjöldamorðum Bosníu-Serba á bosnískum múslimum í og við Srebrenica fyrir tíu árum. Erlent 11.7.2005 00:01
Mannskæðasta námuslys ársins Að minnsta kosti 59 eru sagðir hafa látist í gassprengingu í kolanámu í Kína í morgun. Fyrst var talið að 22 hafi látist en kínverskir fjölmiðlar greindu frá því nú síðdegis að 37 lík til viðbótar hafi fundist ofan í námunni. Erlent 11.7.2005 00:01
Minnast hinna myrtu í Srebrenica Þúsundir komu saman í bænum Srebrenica í Bosníu í morgun til að minnast þeirra átta þúsund karlmanna úr röðum múslima sem voru myrtir af Bosníu-Serbum í Bosníu-deilunni fyrir tíu árum. Erlent 11.7.2005 00:01
Öryggisgæsla í hámarki Öryggisgæsla í London hefur enn verið hert og er nú í algjöru hámarki þar sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin á fimmtudaginn eru enn á lífi og undirbúa aðra árás. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu <em>Times</em> í morgun. Erlent 11.7.2005 00:01
22 námuverkamenn létust í Kína Minnst tuttugu og tveir létust í sprengingu í kolanámu í vesturhluta Kína í nótt. Rúmlega sextíu manns eru enn fastir inni í námunni en þegar hefur tekist að bjarga sex námuverkamönnum út. Öryggi í kínverskum kolanámum er mjög ábótavant og í fyrra létust meira en sex þúsund manns vegna sprenginga í námum landsins. Erlent 11.7.2005 00:01
Kennsl borin á fyrstu líkin Kennsl voru í gær borin á fyrstu lík fórnarlamba hryðjuverkanna í London á fimmtudag. Susan Levy 53 ára, tveggja barna móðir, lést í mannskæðustu árásinni, á Piccadilly-leiðinni þar sem 21 lét lífið. Eiginmaður hennar og sonur höfðu leitað hennar öllum stundum þar til þeim var tilkynnt um lát hennar. Erlent 11.7.2005 00:01