Erlent Réðst gegn nýnasistum á Spáni Lögregla á Spáni greindi frá því í dag að hún hefði handtekið 21 nýnasista í áhlaupi á nokkra staði á Mið- og Suður-Spáni. Mennirnir eru taldir tilheyra alþjóðlegum nýnasistahópi sem nefnist Blóð og heiður og er gefið að sök að hafa verslað ólöglega með vopn og ýta undir hvers kyns kynþáttahatur. Erlent 26.4.2005 00:01 Vill rétta yfir Berlusconi Saksóknari í Mílanóborg á Ítalíu hefur farið fram á það við dómara að réttað verði yfir Silvio Berlusconi forsætisráðherra og nokkrum öðrum vegna meintrar spillingar í tengslum við rekstur fjölmiðlafyrirtækisins Mediaset, sem er í eigu fjölskyldufyrirtækis Berlusconis, Fininvest. Beiðnin kemur í kjölfar fjögurra ára rannsóknar saksóknara á ásökunum um bókhaldssvindl, skattsvik og peningaþvætti í tengslum við umdeildan sjónvarpsréttarsamning. Erlent 26.4.2005 00:01 Svikamylla afhjúpuð Bresk kona, Jaswinder Gill, af indversku bergi brotin, hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa svikið yfir 120 milljónir króna út úr indverskum körlum í makaleit. Erlent 26.4.2005 00:01 Danskur her áfram í Írak Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lengja dvöl danskra hersveita í Írak um átta mánuði. Per Stig Møller utanríkisráðherra skýrði frá þessu í danska þinginu í gær og hafnaði um leið kröfu stjórnarandstöðunnar um að binda endi á dvöl danskra hersveita í Írak. Erlent 26.4.2005 00:01 Kynjahlutföll jöfnust í Rúanda Hvergi í heiminum eru konur jafnstór hluti þingmanna og í Afríkuríkinu Rúanda þar sem rétt tæplega helmingur þingmanna eru konur. Að Rúanda undanskildu er hlutfall kvenna á þingi mest á Norðurlöndum. Ríflega 45 prósent sænskra þingmanna eru konur og alls staðar á Norðurlöndum eru um það bil fjórir af hverjum tíu þingmönnum kvennkyns. Erlent 26.4.2005 00:01 Stelpur á sterum Ný bandarísk rannsókn sýnir að bandarískar stúlkur nota stera til að bæta útlitið að sögn CNN. Dæmi eru um telpur allt niður í níu ára gamlar sem taka inn stera. Erlent 26.4.2005 00:01 Óvæntur endir á Ameríkusundi Jón Stephenson von Tetzchner, hálfíslenskur eigandi tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, lagðist til sunds frá Osló áleiðis til Ameríku í fyrrakvöld. Hann hafði lofað þessu ef meira en ein milljón manns næðu í nýjan vefvafra fyrirtækisins fyrstu fjóra sólarhringana eftir að hann var settur á markað. Erlent 26.4.2005 00:01 Gjaldþrota Íslendinga leitað Norsk skattayfirvöld í Narvik í Norður-Noregi leita íslenskra eigenda tveggja fyrirtækja, sem lýst hafa verið gjaldþrota. Leikur grunur á að eigendurnir hafi forðað sér úr landi til Íslands. Erlent 26.4.2005 00:01 Hersetu Sýrlands í Líbanon lýkur Sýrlenskir leyniþjónustumenn yfirgáfu höfuðstöðvar sínar í Líbanon í gær og í dag lýkur formlega 29 ára hersetu Sýrlands í Líbanon. Fyrir aðeins tveimur mánuðum voru fjórtán þúsund sýrlenskir hermenn í Líbanon en nú eru aðeins um þrjú hundruð eftir. Erlent 26.4.2005 00:01 Engin gereyðingarvopn í Írak Erlent 26.4.2005 00:01 Vísundar í íbúðahverfi í Baltimore Níu vísundar lögðu leið sína inn í íbúðahverfi í Baltimore í Bandaríkjunum í morgun. Þrettán lögreglubílar, víkingasveit og herþyrla voru í tvær klukkustundir að athafna sig við að safna hjörðinni saman. Vísundarnir voru hinir rólegustu á meðan lögreglan átti í mesta basli enda ekki vön að þurfa að eltast við vísunda í íbúðahverfum dags daglega. Erlent 26.4.2005 00:01 Segir innrás í Írak þrekvirki Nýr forseti Íraks, Jalal Talabani, kemur Tony Blair forsætisráðherra til varnar og kallar innrás bandamanna í Írak eitt mesta þrekvirki Bretlands. Erlent 26.4.2005 00:01 Neyðarástand í Georgíu vegna flóða Neyðarástand ríkir nú í nokkrum þorpum í Georgíu eftir mikil flóð undanfarna daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína í tólf þorpum og þar hafa hundruðir íbúa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín, sem mörg hver eru ónýt í kjölfar flóðanna. Hjálparstarf gengur erfiðlega þar sem ausandi rigning er á svæðinu og ekki útlit fyrir að það stytti upp í bráð. Erlent 26.4.2005 00:01 Reiði á Ítalíu vegna skýrslu Stjórnarandstaðan á Ítalíu hefur brugðist harkalega við fregnum af skýrslu Bandaríkjahers þar sem bandarískir hermenn eru hreinsaðir af öllum ásökunum um að hafa gert mistök í starfi þegar þeir skutu ítalska leyniþjónustumanninn Nicola Calipari til bana í Írak í síðasta mánuði. Calipari var þá nýkominn úr björgunarleiðangri þar sem blaðakonan Giuliana Sgrena var frelsuð úr höndum mannræningja. Erlent 26.4.2005 00:01 Fá sólarhring til að bjarga gíslum Uppreisnarmenn í Írak, sem halda þremur rúmenskum blaðamönnum í gíslingu, gáfu rúmenskum stjórnvöldum sólarhringsfrest til viðbótar til að kalla herlið sitt frá Írak, að öðrum kosti yrðu gíslarnir teknir af lífi. Rúmenar höfðu fengið frest til klukkan tvö að íslenskum tíma í dag til að tilkynna að rúmenskar hersveitir yrðu kallaðar heim en urðu ekki við því. Erlent 26.4.2005 00:01 Styður ekki Verkamannaflokkinn Brian Sedgemore, þingmaður Verkamannaflokksins til 27 ára, tilkynnti í gær að hann hygðist ganga til liðs við frjálslynda demókrata í mótmælaskyni við meintar lygar Tony Blair forsætisráðherra í Íraksmálinu. Erlent 26.4.2005 00:01 Vill frekari aðstoð í ópíumbaráttu Ópíumræktun í Afganistan dróst saman um meira en þriðjung á síðasta ári. Forseti landsins biður um frekari alþjóðlega aðstoð svo afganskir bændur geti alfarið sagt skilið við ópíumrækt. Erlent 26.4.2005 00:01 Neyðarástand í A-Evrópu í flóðum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í vesturhluta Rúmeníu og um 800 manns hafa þurft að flýja heimili sín í vesturhluta fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu vegna flóða og aurskriðna. Hundruð heimila eru gjörónýt og vegasamgöngur til um sjötíu þorpa og bæja í Georgíu liggja niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína. Erlent 26.4.2005 00:01 Hermenn hafi ekki gert neitt rangt Rannsóknarmenn á vegum Bandaríkjahers hafa komist að því að bandarískir hermenn sem skutu ítalskan leyniþjónustumann sem var nýbúinn að bjarga ítölskum blaðamanni úr haldi mannræningja í Írak hafi ekki gert neitt rangt heldur aðeins sinnt störfum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð hefur verið um málið og greint er frá á fréttavef BBC. Erlent 26.4.2005 00:01 Sýrlendingarnir farnir Síðustu sýrlensku hermennirnir sneru heim frá Líbanon í gær. Þar með lýkur tæplega þrjátíu ára langri hersetu Sýrlendinga í landinu. Erlent 26.4.2005 00:01 73 látnir eftir lestarslys í Japan Björgunarsveitarmenn í Japan fundu þrjá á lífi í nótt í braki farþegalestar sem fór út af sporinu í námunda við íbúðahverfi í Osaka í gær. Talið er að orsök slyssins hafi verið sú að lestinni var ekið allt of greitt. 73 létu lífið í slysinu og um 440 manns eru slasaðir, margir lífshættulega. Erlent 26.4.2005 00:01 Fimm hafa fundist á lífi Björgunarsveitarmenn í Japan hafa fundið fimm á lífi síðasta sólarhring í braki farþegalestar sem fór út af sporinu í námunda við íbúðahverfi í Osaka í gær. Áttatíu og einn lét lífið í slysinu og um 440 manns eru slasaðir, margir lífshættulega. Orsök slyssins er enn á huldu. Erlent 26.4.2005 00:01 Lést í lestarslysi í Þýskalandi Einn maður lést þegar lest fór út af sporinu eftir árekstur við vegavinnuvél í suðurhluta Þýskalands í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu í bænum Kempten, þar sem slysið varð, að lestin hafi verið á leið frá Ulm til Lindau þegar hún rakst á tjörgunarvél sem var á leið yfir teinana. Erlent 26.4.2005 00:01 Mannskætt lestarslys í Japan Að minnsta kosti 50 manns fórust þegar farþegalest fór út af sporinu nærri Osaka í Japan í nótt og keyrði utan í íbúðarblokk. Nærri 300 manns slösuðust í árekstrinum, bæði farþegar lestarinnar, vegfarendur í nágrenninu og íbúar í blokkinni sem lestin keyrði utan í. Lestin lenti á bíl þar sem lestarteinarnir liggja yfir veg en ekki er enn ljóst hvort það var fyrir eða eftir að hún fór út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01 Nýir ríkisarfar væntanlegir Nýr danskur ríkisarfi er væntanlegur í heiminn í haust og undir áramót er fjölgunar von í norsku konungsfjölskyldunni. Erlent 25.4.2005 00:01 Ríflega fimmtíu dóu í lestarslysi Nær 60 manns fórust og á fimmta hundrað slösuðust í miklu lestarslysi í Japan í gærmorgun. Talið er að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni allt of hratt með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01 Segir af sér vegna spillingar Stanislav Gross, forsætisráðherra Tékklands, sagði af sér embætti í morgun. Afsögnin kemur í kjölfar þess að upp komst um spillingu Gross við fjármögnun íbúðar sem hann keypti sér fyrir sex árum. Jiri Paroubek, félagi Gross í flokki Sósíaldemókrata, tekur við starfi forsætisráðherra Tékklands á hádegi í dag. Erlent 25.4.2005 00:01 Níu létust í slysi í Suður-Afríku Níu létust og 59 slösuðust í árekstri lestar og rútu í norðurhluta Suður-Afríku í dag. Svo virðist sem ökumaður rútunnar hafi virt stöðvunarskyldumerki að vettugi og ekið yfir lestarteina um leið og flutningalest nálgaðist með fyrrgreindum afleiðingum. Allir þeir sem létust og meiddust voru í rútunni og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlum og sjúkrabílum á fimm sjúkrahús. Erlent 25.4.2005 00:01 Rúmar 2 milljónir í fangelsi í BNA Ríflega 2,1 milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur í ársuppgjöri fyrir síðasta ár frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta jafngildir því að 726 af hverjum 100 þúsund íbúum sitji inni fyrir glæp. Þar kemur einnig fram að föngum hafi fjölgað um 2,3 prósent í fyrra. Erlent 25.4.2005 00:01 Níutíu ár frá Gallipoli Í gær voru liðin níutíu ár síðan einn mannskæðasti bardagi heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst, orrustan á Gallipoli-skaga í Tyrklandi. Þúsundir manna minntust atburðarins í Canakkale í Tyrklandi í gær. Erlent 25.4.2005 00:01 « ‹ ›
Réðst gegn nýnasistum á Spáni Lögregla á Spáni greindi frá því í dag að hún hefði handtekið 21 nýnasista í áhlaupi á nokkra staði á Mið- og Suður-Spáni. Mennirnir eru taldir tilheyra alþjóðlegum nýnasistahópi sem nefnist Blóð og heiður og er gefið að sök að hafa verslað ólöglega með vopn og ýta undir hvers kyns kynþáttahatur. Erlent 26.4.2005 00:01
Vill rétta yfir Berlusconi Saksóknari í Mílanóborg á Ítalíu hefur farið fram á það við dómara að réttað verði yfir Silvio Berlusconi forsætisráðherra og nokkrum öðrum vegna meintrar spillingar í tengslum við rekstur fjölmiðlafyrirtækisins Mediaset, sem er í eigu fjölskyldufyrirtækis Berlusconis, Fininvest. Beiðnin kemur í kjölfar fjögurra ára rannsóknar saksóknara á ásökunum um bókhaldssvindl, skattsvik og peningaþvætti í tengslum við umdeildan sjónvarpsréttarsamning. Erlent 26.4.2005 00:01
Svikamylla afhjúpuð Bresk kona, Jaswinder Gill, af indversku bergi brotin, hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa svikið yfir 120 milljónir króna út úr indverskum körlum í makaleit. Erlent 26.4.2005 00:01
Danskur her áfram í Írak Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lengja dvöl danskra hersveita í Írak um átta mánuði. Per Stig Møller utanríkisráðherra skýrði frá þessu í danska þinginu í gær og hafnaði um leið kröfu stjórnarandstöðunnar um að binda endi á dvöl danskra hersveita í Írak. Erlent 26.4.2005 00:01
Kynjahlutföll jöfnust í Rúanda Hvergi í heiminum eru konur jafnstór hluti þingmanna og í Afríkuríkinu Rúanda þar sem rétt tæplega helmingur þingmanna eru konur. Að Rúanda undanskildu er hlutfall kvenna á þingi mest á Norðurlöndum. Ríflega 45 prósent sænskra þingmanna eru konur og alls staðar á Norðurlöndum eru um það bil fjórir af hverjum tíu þingmönnum kvennkyns. Erlent 26.4.2005 00:01
Stelpur á sterum Ný bandarísk rannsókn sýnir að bandarískar stúlkur nota stera til að bæta útlitið að sögn CNN. Dæmi eru um telpur allt niður í níu ára gamlar sem taka inn stera. Erlent 26.4.2005 00:01
Óvæntur endir á Ameríkusundi Jón Stephenson von Tetzchner, hálfíslenskur eigandi tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, lagðist til sunds frá Osló áleiðis til Ameríku í fyrrakvöld. Hann hafði lofað þessu ef meira en ein milljón manns næðu í nýjan vefvafra fyrirtækisins fyrstu fjóra sólarhringana eftir að hann var settur á markað. Erlent 26.4.2005 00:01
Gjaldþrota Íslendinga leitað Norsk skattayfirvöld í Narvik í Norður-Noregi leita íslenskra eigenda tveggja fyrirtækja, sem lýst hafa verið gjaldþrota. Leikur grunur á að eigendurnir hafi forðað sér úr landi til Íslands. Erlent 26.4.2005 00:01
Hersetu Sýrlands í Líbanon lýkur Sýrlenskir leyniþjónustumenn yfirgáfu höfuðstöðvar sínar í Líbanon í gær og í dag lýkur formlega 29 ára hersetu Sýrlands í Líbanon. Fyrir aðeins tveimur mánuðum voru fjórtán þúsund sýrlenskir hermenn í Líbanon en nú eru aðeins um þrjú hundruð eftir. Erlent 26.4.2005 00:01
Vísundar í íbúðahverfi í Baltimore Níu vísundar lögðu leið sína inn í íbúðahverfi í Baltimore í Bandaríkjunum í morgun. Þrettán lögreglubílar, víkingasveit og herþyrla voru í tvær klukkustundir að athafna sig við að safna hjörðinni saman. Vísundarnir voru hinir rólegustu á meðan lögreglan átti í mesta basli enda ekki vön að þurfa að eltast við vísunda í íbúðahverfum dags daglega. Erlent 26.4.2005 00:01
Segir innrás í Írak þrekvirki Nýr forseti Íraks, Jalal Talabani, kemur Tony Blair forsætisráðherra til varnar og kallar innrás bandamanna í Írak eitt mesta þrekvirki Bretlands. Erlent 26.4.2005 00:01
Neyðarástand í Georgíu vegna flóða Neyðarástand ríkir nú í nokkrum þorpum í Georgíu eftir mikil flóð undanfarna daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína í tólf þorpum og þar hafa hundruðir íbúa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín, sem mörg hver eru ónýt í kjölfar flóðanna. Hjálparstarf gengur erfiðlega þar sem ausandi rigning er á svæðinu og ekki útlit fyrir að það stytti upp í bráð. Erlent 26.4.2005 00:01
Reiði á Ítalíu vegna skýrslu Stjórnarandstaðan á Ítalíu hefur brugðist harkalega við fregnum af skýrslu Bandaríkjahers þar sem bandarískir hermenn eru hreinsaðir af öllum ásökunum um að hafa gert mistök í starfi þegar þeir skutu ítalska leyniþjónustumanninn Nicola Calipari til bana í Írak í síðasta mánuði. Calipari var þá nýkominn úr björgunarleiðangri þar sem blaðakonan Giuliana Sgrena var frelsuð úr höndum mannræningja. Erlent 26.4.2005 00:01
Fá sólarhring til að bjarga gíslum Uppreisnarmenn í Írak, sem halda þremur rúmenskum blaðamönnum í gíslingu, gáfu rúmenskum stjórnvöldum sólarhringsfrest til viðbótar til að kalla herlið sitt frá Írak, að öðrum kosti yrðu gíslarnir teknir af lífi. Rúmenar höfðu fengið frest til klukkan tvö að íslenskum tíma í dag til að tilkynna að rúmenskar hersveitir yrðu kallaðar heim en urðu ekki við því. Erlent 26.4.2005 00:01
Styður ekki Verkamannaflokkinn Brian Sedgemore, þingmaður Verkamannaflokksins til 27 ára, tilkynnti í gær að hann hygðist ganga til liðs við frjálslynda demókrata í mótmælaskyni við meintar lygar Tony Blair forsætisráðherra í Íraksmálinu. Erlent 26.4.2005 00:01
Vill frekari aðstoð í ópíumbaráttu Ópíumræktun í Afganistan dróst saman um meira en þriðjung á síðasta ári. Forseti landsins biður um frekari alþjóðlega aðstoð svo afganskir bændur geti alfarið sagt skilið við ópíumrækt. Erlent 26.4.2005 00:01
Neyðarástand í A-Evrópu í flóðum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í vesturhluta Rúmeníu og um 800 manns hafa þurft að flýja heimili sín í vesturhluta fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu vegna flóða og aurskriðna. Hundruð heimila eru gjörónýt og vegasamgöngur til um sjötíu þorpa og bæja í Georgíu liggja niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína. Erlent 26.4.2005 00:01
Hermenn hafi ekki gert neitt rangt Rannsóknarmenn á vegum Bandaríkjahers hafa komist að því að bandarískir hermenn sem skutu ítalskan leyniþjónustumann sem var nýbúinn að bjarga ítölskum blaðamanni úr haldi mannræningja í Írak hafi ekki gert neitt rangt heldur aðeins sinnt störfum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð hefur verið um málið og greint er frá á fréttavef BBC. Erlent 26.4.2005 00:01
Sýrlendingarnir farnir Síðustu sýrlensku hermennirnir sneru heim frá Líbanon í gær. Þar með lýkur tæplega þrjátíu ára langri hersetu Sýrlendinga í landinu. Erlent 26.4.2005 00:01
73 látnir eftir lestarslys í Japan Björgunarsveitarmenn í Japan fundu þrjá á lífi í nótt í braki farþegalestar sem fór út af sporinu í námunda við íbúðahverfi í Osaka í gær. Talið er að orsök slyssins hafi verið sú að lestinni var ekið allt of greitt. 73 létu lífið í slysinu og um 440 manns eru slasaðir, margir lífshættulega. Erlent 26.4.2005 00:01
Fimm hafa fundist á lífi Björgunarsveitarmenn í Japan hafa fundið fimm á lífi síðasta sólarhring í braki farþegalestar sem fór út af sporinu í námunda við íbúðahverfi í Osaka í gær. Áttatíu og einn lét lífið í slysinu og um 440 manns eru slasaðir, margir lífshættulega. Orsök slyssins er enn á huldu. Erlent 26.4.2005 00:01
Lést í lestarslysi í Þýskalandi Einn maður lést þegar lest fór út af sporinu eftir árekstur við vegavinnuvél í suðurhluta Þýskalands í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu í bænum Kempten, þar sem slysið varð, að lestin hafi verið á leið frá Ulm til Lindau þegar hún rakst á tjörgunarvél sem var á leið yfir teinana. Erlent 26.4.2005 00:01
Mannskætt lestarslys í Japan Að minnsta kosti 50 manns fórust þegar farþegalest fór út af sporinu nærri Osaka í Japan í nótt og keyrði utan í íbúðarblokk. Nærri 300 manns slösuðust í árekstrinum, bæði farþegar lestarinnar, vegfarendur í nágrenninu og íbúar í blokkinni sem lestin keyrði utan í. Lestin lenti á bíl þar sem lestarteinarnir liggja yfir veg en ekki er enn ljóst hvort það var fyrir eða eftir að hún fór út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01
Nýir ríkisarfar væntanlegir Nýr danskur ríkisarfi er væntanlegur í heiminn í haust og undir áramót er fjölgunar von í norsku konungsfjölskyldunni. Erlent 25.4.2005 00:01
Ríflega fimmtíu dóu í lestarslysi Nær 60 manns fórust og á fimmta hundrað slösuðust í miklu lestarslysi í Japan í gærmorgun. Talið er að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni allt of hratt með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01
Segir af sér vegna spillingar Stanislav Gross, forsætisráðherra Tékklands, sagði af sér embætti í morgun. Afsögnin kemur í kjölfar þess að upp komst um spillingu Gross við fjármögnun íbúðar sem hann keypti sér fyrir sex árum. Jiri Paroubek, félagi Gross í flokki Sósíaldemókrata, tekur við starfi forsætisráðherra Tékklands á hádegi í dag. Erlent 25.4.2005 00:01
Níu létust í slysi í Suður-Afríku Níu létust og 59 slösuðust í árekstri lestar og rútu í norðurhluta Suður-Afríku í dag. Svo virðist sem ökumaður rútunnar hafi virt stöðvunarskyldumerki að vettugi og ekið yfir lestarteina um leið og flutningalest nálgaðist með fyrrgreindum afleiðingum. Allir þeir sem létust og meiddust voru í rútunni og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlum og sjúkrabílum á fimm sjúkrahús. Erlent 25.4.2005 00:01
Rúmar 2 milljónir í fangelsi í BNA Ríflega 2,1 milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur í ársuppgjöri fyrir síðasta ár frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta jafngildir því að 726 af hverjum 100 þúsund íbúum sitji inni fyrir glæp. Þar kemur einnig fram að föngum hafi fjölgað um 2,3 prósent í fyrra. Erlent 25.4.2005 00:01
Níutíu ár frá Gallipoli Í gær voru liðin níutíu ár síðan einn mannskæðasti bardagi heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst, orrustan á Gallipoli-skaga í Tyrklandi. Þúsundir manna minntust atburðarins í Canakkale í Tyrklandi í gær. Erlent 25.4.2005 00:01