Erlent

Hafast við í neyðarskýlum

Fellibylurinn Wilma skall á Júkatan-skaga undir kvöld. Wilma er öflugasti stormur sem myndast hefur á Atlantshafi frá því mælingar hófust, en var orðin fjórða stigs fellibylur þegar hún kom að landi. Hundruð þúsunda hafa yfirgefið heimili sín auk þess sem hótel voru rýmd og ferðamönnum í þúsundatali komið fyrir í neyðarskýlum.

Erlent

Lögfræðingur tekinn af lífi

Lögmaður eins sakborninganna í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein og félögum hans fannst myrtur á götu í Bagdad í gær. Morðið er áfall fyrir alla sem að réttarhöldunum koma.

Erlent

Ástrali dæmdur til dauða

Ástralskur maður hefur verið dæmdur til dauða í Singapúr fyrir eiturlyfjasmygl. Hann var tekinn með tæplega 400 grömm af heróíni á alþjóðaflugvellinum í Singapúr árið 2002 þegar hann millilenti þar á leið sinni frá Víetnam til Ástralíu.

Erlent

Sýrlendingar axli ábyrgð

Sýrlensk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Þetta sagði Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en fyrr í dag birtist skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur fram að hátt settir sýrlenskir og líbanskir embættismenn tengdust morðinu.

Erlent

Barnasmyglarar handteknir

Hollenskt par var handtekið á alþjóðaflugvellinum í Kólumbíu í vikunni fyrir að kaupa tíu daga gamalt barn þar í landi og ætla að smygla því til Hollands.

Erlent

500 þúsund án vinnu eftir Katrínu

Nærri hálf milljón manna hefur misst atvinnu sína vegna fellibyljanna Katrínar og Rítu. Lætur því nærri að fellibylirnir séu orsök fimmtán prósenta alls atvinnuleysis í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Erlent

Vindurinn úr Wilmu

Nokkuð hefur dregið úr vindhraða fellibylsins Wilmu. Engu að síður hafa þúsundir yfirgefið heimili sín í Flórída og í ríkjum Mið-Ameríku.

Erlent

Abbas og Bush funda

Leiðtogi Palestínumanna, Mahmoud Abbas, kom til Washington í gær til að eiga fund með George Bush Bandaríkjaforseta en í enn eitt skiptið á að reyna að finna leiðir svo friður geti orðið á milli Ísraels og Palestínu. Abbas vill að Bush pressi á Ísraela til að hörfa frá öllum landnemasvæðum og að Palestínumenn fái að halda frjálsar kosningar.

Erlent

Þróa bóluefni gegn flensuveirum

Danskir vísindamenn segjast hafa fundið fljótvirka aðferð til að þróa bóluefni gegn flensuveirum hvers konar. Þeir vonast til að hægt verði að nota þessa aðferð til að þróa bóluefni gegn fuglaflensunni áður en kemur til faraldurs. Þetta kemur fram í grein í <em>Berlingske Tidende</em>.

Erlent

Grunuðum hryðjuverkmönnum sleppt

Fjórir menn frá Norður-Afríku sem bíða þess að vera vísað frá Bretlandi vegna gruns um aðild að hryðjuverkum verða leystir úr haldi lögreglu gegn tryggingu. Sérstakur dómstóll sem fjallaði um mál mannanna ákvað þetta í dag en neitaði fimm um lausn og máli eins var frestað.

Erlent

Verða að berjast gegn hryðjuverkum

Palestínska heimastjórnin verður að fordæma hryðjuverk og berjast gegn þeim ef friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs á að ganga upp. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti eftir fund með Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, í Washington rétt í þessu.

Erlent

David keppir við David

Tveir menn með sama fornafn berjast um leiðtogaembættið hjá breska Íhaldsflokknum. David Cameron og David Davis fengu flest atkvæði í kjöri þingmanna flokksins um hverjir skyldu fá að vera í framboði þegar 300 þúsund félagar í Íhaldsflokknum velja sér leiðtoga.

Erlent

Dánartalan gæti tvöfaldast

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir dánartölu vegna jarðskjálftanna í Pakistan og Indlandi tvöfaldast á næstunni, verði hjálp til fórnarlamba hamfaranna ekki aukin. Nú þegar hafa 80 þúsund látist.

Erlent

Kosið milli Camerons og Davis

Keppinautum um flokksleiðtogastólinn í breska Íhaldsflokknum fækkaði í gær niður í tvo. Á næstu sex vikum skera almennir flokksmenn úr um hvor þeirra skuli leiða flokkinn í næstu þingkosningum.

Erlent

Éta það sem býðst

Því meiri matur sem fólki er boðið upp á þeim mun meira borðar það, nema maturinn sé grænmeti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra vísindamanna sem leita leiða til að draga úr offitu.

Erlent

Býður almenningi á ball

Haraldur Noregskonungur hefur ákveðið að bjóða fimm hundruð og fimmtíu þegnum sínum, víðs vegar að úr Noregi og úr öllum stéttum, til dansleiks í næsta mánuði. Haraldur, sem hefur átt til rölta um götur Oslóar og líta í verslanir án þess að mikið sé um sýnilega öryggisgæslu, telur dansleikinn tækifæri til að auka enn tengsl sín við landsmenn.

Erlent

Þingmaður drepinn í Kirgistan

Kirgiskur þingmaður var drepinn á fangasjúkrahúsi í Kirgistan fyrir stundu. Hann var fyrr í dag tekinn sem gísl ásamt tveimur úr fylgdarliði sínu þegar hann heimsótti fangelsið sem er skammt norðvestur af höfuðborginni, Bishkek.

Erlent

Tugþúsundir enn í hættu

Ríki heims hafa einungis reitt fram einn áttunda hluta af þeirri neyðaraðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar fara fram á. Óttast er að með útbreiðslu farsótta og versnandi veðri muni tala látinna á hamfarasvæðunum hækka enn frekar.

Erlent

Ungabörn auglýst til sölu á Netinu

Lögreglan í Sjanghæ í Kína rannsakar nú mál þar sem ungabörn voru auglýst til sölu á Netinu. Auglýsingin birtist síðastliðinn sunnudag á vefsíðu sem er í eigu uppboðsvefjarins E-Bay. Að sögn lögreglu höfðu um fimmtíu manns skoðað auglýsinguna þegar málið komst upp en enginn reynt að ganga frá kaupum.

Erlent

Forðast óþarfa hræðsluáróður

Ríkisstjórnir og fjölmiðlar verða að vara sig á spám um yfirvofandi fuglaflensufaraldur því alls er enn óvíst hvort að faraldur brjótist út. Þetta segja alþjóðlegu ferðamálasamtökin sem óttast mikinn samdrátt á næstunni. 

Erlent

20 þúsund enn í neyðarskýlum

Enn er ekki ljóst hvernig koma á upp heimilum fyrir þá einu milljón manna, kvenna og barna sem misstu heimili sín þegar fellibylurinn Katrína reið yfir suðurríki Bandaríkjanna fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. 20 þúsund manns hafast enn við í neyðarskýlum.

Erlent

Laug til um árásina

Anne-Lise Jønch Pedersen, frambjóðandi danska Framfaraflokksins í héraðskosningum á Sjálandi, er í vondum málum eftir að upp komst að hún laug því að hópur innflytjenda hefði ráðist á sig.

Erlent

Norðmenn sækja ekki um ESB-aðild

Utanríkisráðherra Noregs segir nýja atlögu að því að koma landinu í Evrópusambandið ekki á dagskrá á kjörtímabilinu. Áfram verði byggt á EES-samningi.

Erlent

Gripið til víðtækra ráðstafana

Í dag lést tæplega fimmtugur Taílendingur úr fuglaflensu. Í Indónesíu virðist heil fjölskylda hafa smitast sem vekur ótta um stökkbreytingu vírussins. Bretar ætla að kaupa bóluefni fyrir hvern einasta íbúa Bretlandseyja. Austurríkismenn og Þjóðverjar hafa bannað lausagöngu alifugla.

Erlent

Laun verða að hækka

Laun verða að hækka meira en sem nemur verðbólgu, segja forystumenn ETUC, heildarsamtaka sextíu milljóna launþega í ríkjum Evrópusambandsins. Þeir segja engu skipta þó stjórnendur Seðlabanka Evrópu láti að því liggja að þeir bregðist við launahækkunum umfram verðbólgu með því að hækka vexti.

Erlent

Fjórir féllu í sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti fjórir féllu og um tuttugu slösuðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í borginni Bakuba í 65 kílómetra fjarlægð frá Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en talið er að menn Al-Qaida hafi verið að verki, nú sem svo oft áður.

Erlent

Öflugasti fellibylur sögunnar

Tugþúsundir íbúa og ferðamanna í Mexíkó og Kúbu leituðu í gær skjóls undan fellibylunum Wilmu en bylurinn fer yfir Yucatan-skaga í Mexíkó í vikulokin. Bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami hefur staðfest að Wilma sé öflugasti  fellibylur sem sögur fara af á Atlantshafi en hann mælist nú af stærðinni fimm á Saffír-Simpson kvarða um stærð fellibylja.

Erlent

Vilja draga úr tryggingum

Stærstu tryggingafélög heims á sviði flugmála íhuga að hætta að tryggja flugfélög fyrir árásum á farþegaflugvélar þar sem notuð eru efnavopn og geislavirk efni. Láti þau verða af þessu þurfa Evrópuríki væntanlega að gangast í ábyrgðir fyrir flugfélögin líkt og þau gerðu eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001.

Erlent

Símasambandi komið á

Símasambandi hefur verið komið á milli pakistanska og indverska hluta Kasmírhéraðs eftir að jarðskjálfti reið þar yfir í síðustu viku. Margir íbúar svæðanna báðum megin við landamærin geta því nú í fyrsta skipti haft samband við ættingja sína og hafa stjórnvöld ákveðið að símtölin verði ókeypis.

Erlent

Fleygði börnunum sínum í sjóinn

Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt öll þrjú börnin sín. Lashaun Harris, 23 ára gömul kona búsett í Oakland, játaði sök skömmu eftir að hún var handtekin. Lögreglan hefur upplýst að konan hafi sagst hafa fleygt börnunum fram af bryggjunni eftir að raddir í höfði hennar höfðu sagt henni að gera það.

Erlent