Erlent Tóku fyrirbura úr súrefniskassa fyrir myndatöku Tvær hjúkrunarkonur í Póllandi tóku fyrirbura úr súrefniskassa eingöngu til að taka myndir af sjálfum sér með barnið í vasanum. Barnið lést skömmu síðar. Erlent 28.10.2005 18:52 Starfsmannastjóri Cheney segir af sér Lewis Libby, náinn aðstoðarmaður og starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sagði af sér fyrir stundu. Fyrr í dag var hann ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar og bera ljúvitni við rannsókn upplýsingaleka hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Erlent 28.10.2005 17:47 Mótmæltu hækkun eftirlaunaaldurs Almenningssamgöngur voru meðal þess sem fór úr skorðum í Belgíu í dag vegna verkfalls verkamanna í þremur stræstu verkalýðsfélögum landsins. Þeir fjölmenntu í höfuðborgina Brussel þar sem þeir mótmæltu áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur úr 58 árum í 60. Erlent 28.10.2005 14:33 Ísraelsher haldi ekki aftur af sér Ísraelsher hefur fengið þau fyrirmæli að halda ekki aftur af sér í leitinni að palestínskum uppreisnarmönnum, þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi hvatt hann til að fara sér hægt í allar aðgerðir. Herþotur héldu áfram skotárásum á Gasa í morgun. Erlent 28.10.2005 13:45 Þarf hugsanlega að breyta nafni festa-osts á Íslandi Hugsanlegt er að Osta- og smjörsalan þurfi að breyta nafninu á feta-osti sem fyrirtækið selur vegna dóms Evrópudómstólsins um að Grikkir megi einir nota orðið feta. Erlent 28.10.2005 13:30 Fjórmenningar neita að hafa skipulagt hryðjuverk Fjórmenningarnir sem eru í haldi lögreglunnar í Danmörku, vegna gruns um að þeir hafi ætlað að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu á næstunni, neita allir sök. Þá segja sænskir fjölmiðlar að átján ára Svíi hafi verið handtekinn í Sarajevó í síðustu viku, grunaður um að hafa ætlað að gera þar sjálfsmorðsárás. Erlent 28.10.2005 13:15 Íranar standa við ummæli sín um Ísrael Fátt bendir til að Íranar verði reknir úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. Íranar standa við ummælin og segja þetta hafa verið stefnu Írans gagnvart Ísrael um langt skeið. Erlent 28.10.2005 12:45 Svíi handtekinn í Sarajevó vegna hryðjuverkaógnar Fjórir múslimar sem voru handteknir í Kaupmannahöfn í gær eru grunaðir um að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu, að öllum líkindum i Danmörku. Þá segja sænskir fjölmiðlar að átján ára Svíi hafi verið handtekinn í Sarajevó í síðustu viku, grunaður um að hafa ætlað að gera þar sjálfsmorðsárás. Erlent 28.10.2005 10:15 Segja Koizumi ætla að stokka upp í stjórn sinni Koizumi, forsætisráðherra Japans, hyggst stokka upp í ríkisstjórn landsins strax eftir helgina. Þetta hafa japanskir fjölmiðlar eftir hátt settum embættismanni innan flokks Koizumis. Þá mun hann einnig skipa nýja menn í æðstu stöður flokksins á mánudaginn kemur. Erlent 28.10.2005 09:45 Grunur um sprengju í skóla í Svíþjóð Skóli í Falköping, sem er 150 kílómetra norðaustur af Gautaborg, hefur verið rýmdur vegna grunsamlegs pakka sem fannst hangandi á hurð við einn af inngöngum skólans. Svæðið í kringum skólann hefur nú verið lokað af og sprengjusérfræðingar eru á leið frá Gautaborg til þess að athuga pakkann. Frá þessu er greint á vefsíðu sænska blaðsins Expressen. Erlent 28.10.2005 09:37 Gefa upp næringarupplýsingar Vegna óska margra viðskiptavina sinna hefur McDonalds-hamborgarakeðjan ákveðið að gefa upp næringarupplýsingar um vörur sínar á neytendaumbúðunum. Hingað til hefur einungis verið hægt að nálgast þær upplýsingar í sérstökum bæklingum sem hægt er að biðja um í afgreiðslu staðanna. Erlent 28.10.2005 09:30 Fimm látnir eftir sprengingu í gullnámu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir sprengingu í gullnámu á suðurhluta Filippseyja seint á miðvikudag. Hluti námunnar hrundi við sprenginguna og óttast er að á bilinu fimmtíu til hundrað manns séu enn lokaðir inni í námunni. Erlent 28.10.2005 09:15 Ný tilvik af fuglaflensu í Rúmeníu Rúmensk yfirvöld staðfestu í morgun að upp væri komið nýtt tilvik af fuglaflensu í landinu. Flensan greindist í dauðum hegra, nærri landamærum Moldavíu og rannsóknir leiddu í ljós að um H5N1-stofninn var að ræða. Erlent 28.10.2005 09:00 Ólíklegt að Íranar verði reknir úr SÞ Fátt bendir til að Íranar verði reknir úr Sameinuðu Þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. Ummælin lét forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, falla á miðvikudaginn, og sagði jafnframt að ný alda árása frá Palestínu myndi líklega sjá til þess að honum yrði að ósk sinni. Erlent 28.10.2005 08:45 Greint frá hvort kært verði fyrir uppljóstrun Patrick Fitzgerald, sem farið hefur fyrir rannsókn á því hvernig nafni leyniþjónustukonu innan bandarísku leyniþjónustunnar var lekið í bandaríska fjölmiðla, greinir í dag frá því hvort einhver eða einhverjir verði ákærðir fyrir uppljóstrunina. Erlent 28.10.2005 08:15 Sjö Palestínumenn drepnir í loftárásum Ísraela Sjö Palestínumenn létust og fimmtán særðust í loftárás Ísraelshers á Gaza-svæðið í gær. Fórnarlömbin voru á leið frá kvöldbænum þegar árásin var gerð. Einn þeirra sem lést var Shahdi Mhanna, einn æðstu manna uppreisnarhópsins Íslamska-Jihad. Erlent 28.10.2005 07:30 Bandaríkjamenn kaupa flensulyf Bandaríkjamenn eru farnir að vera uggandi vegna fuglaflensunnar, líkt og Evrópubúar. Erlent 28.10.2005 07:15 Grunaðir um að skipuleggja árás í Danmörku Fjórir múslímar sem voru handteknir í Kaupmannahöfn í gær ætluðu að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu, að öllum líkindum i Danmörku. Mennirnir fjórir eru á aldrinum sextán til tuttugu og ára og eru allir danskir ríkisborgarar. Erlent 28.10.2005 07:11 Stendur vörð um styrkina Jacques Chirac Frakklandsforseti krafðist þess á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem haldinn var í grennd við Lundúnir í gær að ráðamenn hinna aðildarríkjanna sýndu landbúnaðarstyrkjakerfi sambandsins "algjöra virðingu". Margir innan sambandsins þrýsta hins vegar á um að kerfið verði stokkað alveg upp í tengslum við gerð fjárlagaramma sambandsins fyrir tímabilið 2007 til 2013. Erlent 28.10.2005 06:45 McDonalds merkja matinn Vegna óska margra viðskiptavina sinna hefur McDonalds-hamborgarakeðjan ákveðið að gefa upp næringarupplýsingar um vörur sínar á neytendaumbúðunum. Erlent 28.10.2005 06:45 Uppnám vegna þingforseta Viðræður um myndun samsteypustjórnar hægriflokkanna tveggja sem unnu þingkosningarnar í Póllandi í síðasta mánuði virðast vera farnar út um þúfur. Donald Tusk, leiðtogi markaðshyggjuflokksins Borgaravettvangs (PO), segist ekki sjá neina möguleika á að halda viðræðunum áfram eftir að stærsti flokkurinn, Lög og réttlæti, kom því í gegn að fulltrúi hans yrði þingforseti. Erlent 28.10.2005 06:00 Öldurhús fá undanþágu Breska ríkisstjórnin hefur fallist á áform um að banna reykingar á öllum opinberum innandyrastöðum í Englandi. Undanþágu frá banninu geta klúbbar og krár fengið sem ekki stunda matsölu. Í undirbúningi er víðtækara reykingabann í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Erlent 28.10.2005 05:30 Nautahakkið reyndist of feitt Danskt nautahakk inniheldur oft töluvert meiri fitu en sagt er til um á pakkningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun þar sem meðal annars var mæld fita í nautahakki sem auglýst var að væri að hámarki átta prósent fita. Erlent 28.10.2005 05:00 Sektaðir fyrir notkun Q og W Dómstóll í Siirit í Tyrklandi hefur sektað tuttugu Kúrda fyrir að rita stafina Q og W á veggspjöld sem rituð voru á kúrdísku og hengd upp í tilefni nýars, sem hófst í mars að okkar tímatali. Þarlend lög banna notkun stafa sem ekki er að finna í tyrkneska stafrófinu og því var hver og einn Kúrdanna sektaður um sem nemur fimm þúsund krónum, að því er CNN hermir. Erlent 28.10.2005 05:00 Abbas heldur sínu striki Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, sagði á palestínska þinginu á miðvikudag að einungis "guðleg íhlutun" gæti komið í veg fyrir að þingkosningar yrðu haldnar í Palestínu 25. janúar næstkomandi. Hamas-samtökin höfðu áður lýst því yfir að þau teldu vopnahlé við Ísraela renna úr gildi yrði kosningunum frestað. Erlent 28.10.2005 04:00 Óttast frosthörkur Bretar hafa áhyggjur af því að komandi vetur verði mjög kaldur, en síðustu tíu ár hefur veturinn þar í landi verið mjög hlýr. Í frétt í dagblaðinu The Independent í vikunni kemur fram að menn hafi áhyggjur af almennum orkuskorti en orkuforðinn þar í landi dugir nú aðeins í ellefu daga, samanborið við 55 víðast á meginlandi Evrópu. Erlent 28.10.2005 04:00 Þúsundir innlyksa Um 22.000 ferðamenn urðu innlyksa í Cancun og öðrum ferðamannastöðum við Mexíkóflóann, sem urðu illa úti af völdum Wilmu. Fellibylurinn hefur þar með valdið ferðamannaiðnaði Mexíkó miklum búsifjum. Erlent 28.10.2005 04:00 Fetaosturinn er grískur Evrópudómstóllinn hefur fellt þann úrskurð að fetaostur sé upprunalega frá Grikklandi og þar af leiðandi hafi Grikkir einkarétt á að framleiða ost undir nafninu "feta". Enda þótt Ísland sé hluti af Evrópska efnahagssvæðinu telur Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, að áhrif dómsins hérlendis séu hverfandi. Erlent 28.10.2005 03:30 Ísraelar vilja láta vísa Írönum úr SÞ Ríkisstjórnir landa heims fordæmdu ummæli Íransforseta um að þurrka ætti Ísrael út af heimskortinu. Lítið var þó um beinar undirtektir við kröfu Ísraela um að gera ætti Íran brottrækt úr Sameinuðu þjóðunum fyrir vikið. Erlent 28.10.2005 03:00 Fyrsta gervitungli Norðmanna skotið á loft Fysta gervitungli Norðmanna var skotið á loft í gær og heppnaðist geimskotið vel. Yfir áttatíu norskir nemendur tóku þátt í að hanna og smíða gervitunglið. Vefútgáfa norska dagblaðsins Aftenposten segir frá þessu en gervitunglið vegur um eitt kíló. Erlent 27.10.2005 21:53 « ‹ ›
Tóku fyrirbura úr súrefniskassa fyrir myndatöku Tvær hjúkrunarkonur í Póllandi tóku fyrirbura úr súrefniskassa eingöngu til að taka myndir af sjálfum sér með barnið í vasanum. Barnið lést skömmu síðar. Erlent 28.10.2005 18:52
Starfsmannastjóri Cheney segir af sér Lewis Libby, náinn aðstoðarmaður og starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sagði af sér fyrir stundu. Fyrr í dag var hann ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar og bera ljúvitni við rannsókn upplýsingaleka hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Erlent 28.10.2005 17:47
Mótmæltu hækkun eftirlaunaaldurs Almenningssamgöngur voru meðal þess sem fór úr skorðum í Belgíu í dag vegna verkfalls verkamanna í þremur stræstu verkalýðsfélögum landsins. Þeir fjölmenntu í höfuðborgina Brussel þar sem þeir mótmæltu áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur úr 58 árum í 60. Erlent 28.10.2005 14:33
Ísraelsher haldi ekki aftur af sér Ísraelsher hefur fengið þau fyrirmæli að halda ekki aftur af sér í leitinni að palestínskum uppreisnarmönnum, þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi hvatt hann til að fara sér hægt í allar aðgerðir. Herþotur héldu áfram skotárásum á Gasa í morgun. Erlent 28.10.2005 13:45
Þarf hugsanlega að breyta nafni festa-osts á Íslandi Hugsanlegt er að Osta- og smjörsalan þurfi að breyta nafninu á feta-osti sem fyrirtækið selur vegna dóms Evrópudómstólsins um að Grikkir megi einir nota orðið feta. Erlent 28.10.2005 13:30
Fjórmenningar neita að hafa skipulagt hryðjuverk Fjórmenningarnir sem eru í haldi lögreglunnar í Danmörku, vegna gruns um að þeir hafi ætlað að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu á næstunni, neita allir sök. Þá segja sænskir fjölmiðlar að átján ára Svíi hafi verið handtekinn í Sarajevó í síðustu viku, grunaður um að hafa ætlað að gera þar sjálfsmorðsárás. Erlent 28.10.2005 13:15
Íranar standa við ummæli sín um Ísrael Fátt bendir til að Íranar verði reknir úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. Íranar standa við ummælin og segja þetta hafa verið stefnu Írans gagnvart Ísrael um langt skeið. Erlent 28.10.2005 12:45
Svíi handtekinn í Sarajevó vegna hryðjuverkaógnar Fjórir múslimar sem voru handteknir í Kaupmannahöfn í gær eru grunaðir um að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu, að öllum líkindum i Danmörku. Þá segja sænskir fjölmiðlar að átján ára Svíi hafi verið handtekinn í Sarajevó í síðustu viku, grunaður um að hafa ætlað að gera þar sjálfsmorðsárás. Erlent 28.10.2005 10:15
Segja Koizumi ætla að stokka upp í stjórn sinni Koizumi, forsætisráðherra Japans, hyggst stokka upp í ríkisstjórn landsins strax eftir helgina. Þetta hafa japanskir fjölmiðlar eftir hátt settum embættismanni innan flokks Koizumis. Þá mun hann einnig skipa nýja menn í æðstu stöður flokksins á mánudaginn kemur. Erlent 28.10.2005 09:45
Grunur um sprengju í skóla í Svíþjóð Skóli í Falköping, sem er 150 kílómetra norðaustur af Gautaborg, hefur verið rýmdur vegna grunsamlegs pakka sem fannst hangandi á hurð við einn af inngöngum skólans. Svæðið í kringum skólann hefur nú verið lokað af og sprengjusérfræðingar eru á leið frá Gautaborg til þess að athuga pakkann. Frá þessu er greint á vefsíðu sænska blaðsins Expressen. Erlent 28.10.2005 09:37
Gefa upp næringarupplýsingar Vegna óska margra viðskiptavina sinna hefur McDonalds-hamborgarakeðjan ákveðið að gefa upp næringarupplýsingar um vörur sínar á neytendaumbúðunum. Hingað til hefur einungis verið hægt að nálgast þær upplýsingar í sérstökum bæklingum sem hægt er að biðja um í afgreiðslu staðanna. Erlent 28.10.2005 09:30
Fimm látnir eftir sprengingu í gullnámu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir sprengingu í gullnámu á suðurhluta Filippseyja seint á miðvikudag. Hluti námunnar hrundi við sprenginguna og óttast er að á bilinu fimmtíu til hundrað manns séu enn lokaðir inni í námunni. Erlent 28.10.2005 09:15
Ný tilvik af fuglaflensu í Rúmeníu Rúmensk yfirvöld staðfestu í morgun að upp væri komið nýtt tilvik af fuglaflensu í landinu. Flensan greindist í dauðum hegra, nærri landamærum Moldavíu og rannsóknir leiddu í ljós að um H5N1-stofninn var að ræða. Erlent 28.10.2005 09:00
Ólíklegt að Íranar verði reknir úr SÞ Fátt bendir til að Íranar verði reknir úr Sameinuðu Þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. Ummælin lét forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, falla á miðvikudaginn, og sagði jafnframt að ný alda árása frá Palestínu myndi líklega sjá til þess að honum yrði að ósk sinni. Erlent 28.10.2005 08:45
Greint frá hvort kært verði fyrir uppljóstrun Patrick Fitzgerald, sem farið hefur fyrir rannsókn á því hvernig nafni leyniþjónustukonu innan bandarísku leyniþjónustunnar var lekið í bandaríska fjölmiðla, greinir í dag frá því hvort einhver eða einhverjir verði ákærðir fyrir uppljóstrunina. Erlent 28.10.2005 08:15
Sjö Palestínumenn drepnir í loftárásum Ísraela Sjö Palestínumenn létust og fimmtán særðust í loftárás Ísraelshers á Gaza-svæðið í gær. Fórnarlömbin voru á leið frá kvöldbænum þegar árásin var gerð. Einn þeirra sem lést var Shahdi Mhanna, einn æðstu manna uppreisnarhópsins Íslamska-Jihad. Erlent 28.10.2005 07:30
Bandaríkjamenn kaupa flensulyf Bandaríkjamenn eru farnir að vera uggandi vegna fuglaflensunnar, líkt og Evrópubúar. Erlent 28.10.2005 07:15
Grunaðir um að skipuleggja árás í Danmörku Fjórir múslímar sem voru handteknir í Kaupmannahöfn í gær ætluðu að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu, að öllum líkindum i Danmörku. Mennirnir fjórir eru á aldrinum sextán til tuttugu og ára og eru allir danskir ríkisborgarar. Erlent 28.10.2005 07:11
Stendur vörð um styrkina Jacques Chirac Frakklandsforseti krafðist þess á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem haldinn var í grennd við Lundúnir í gær að ráðamenn hinna aðildarríkjanna sýndu landbúnaðarstyrkjakerfi sambandsins "algjöra virðingu". Margir innan sambandsins þrýsta hins vegar á um að kerfið verði stokkað alveg upp í tengslum við gerð fjárlagaramma sambandsins fyrir tímabilið 2007 til 2013. Erlent 28.10.2005 06:45
McDonalds merkja matinn Vegna óska margra viðskiptavina sinna hefur McDonalds-hamborgarakeðjan ákveðið að gefa upp næringarupplýsingar um vörur sínar á neytendaumbúðunum. Erlent 28.10.2005 06:45
Uppnám vegna þingforseta Viðræður um myndun samsteypustjórnar hægriflokkanna tveggja sem unnu þingkosningarnar í Póllandi í síðasta mánuði virðast vera farnar út um þúfur. Donald Tusk, leiðtogi markaðshyggjuflokksins Borgaravettvangs (PO), segist ekki sjá neina möguleika á að halda viðræðunum áfram eftir að stærsti flokkurinn, Lög og réttlæti, kom því í gegn að fulltrúi hans yrði þingforseti. Erlent 28.10.2005 06:00
Öldurhús fá undanþágu Breska ríkisstjórnin hefur fallist á áform um að banna reykingar á öllum opinberum innandyrastöðum í Englandi. Undanþágu frá banninu geta klúbbar og krár fengið sem ekki stunda matsölu. Í undirbúningi er víðtækara reykingabann í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Erlent 28.10.2005 05:30
Nautahakkið reyndist of feitt Danskt nautahakk inniheldur oft töluvert meiri fitu en sagt er til um á pakkningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun þar sem meðal annars var mæld fita í nautahakki sem auglýst var að væri að hámarki átta prósent fita. Erlent 28.10.2005 05:00
Sektaðir fyrir notkun Q og W Dómstóll í Siirit í Tyrklandi hefur sektað tuttugu Kúrda fyrir að rita stafina Q og W á veggspjöld sem rituð voru á kúrdísku og hengd upp í tilefni nýars, sem hófst í mars að okkar tímatali. Þarlend lög banna notkun stafa sem ekki er að finna í tyrkneska stafrófinu og því var hver og einn Kúrdanna sektaður um sem nemur fimm þúsund krónum, að því er CNN hermir. Erlent 28.10.2005 05:00
Abbas heldur sínu striki Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, sagði á palestínska þinginu á miðvikudag að einungis "guðleg íhlutun" gæti komið í veg fyrir að þingkosningar yrðu haldnar í Palestínu 25. janúar næstkomandi. Hamas-samtökin höfðu áður lýst því yfir að þau teldu vopnahlé við Ísraela renna úr gildi yrði kosningunum frestað. Erlent 28.10.2005 04:00
Óttast frosthörkur Bretar hafa áhyggjur af því að komandi vetur verði mjög kaldur, en síðustu tíu ár hefur veturinn þar í landi verið mjög hlýr. Í frétt í dagblaðinu The Independent í vikunni kemur fram að menn hafi áhyggjur af almennum orkuskorti en orkuforðinn þar í landi dugir nú aðeins í ellefu daga, samanborið við 55 víðast á meginlandi Evrópu. Erlent 28.10.2005 04:00
Þúsundir innlyksa Um 22.000 ferðamenn urðu innlyksa í Cancun og öðrum ferðamannastöðum við Mexíkóflóann, sem urðu illa úti af völdum Wilmu. Fellibylurinn hefur þar með valdið ferðamannaiðnaði Mexíkó miklum búsifjum. Erlent 28.10.2005 04:00
Fetaosturinn er grískur Evrópudómstóllinn hefur fellt þann úrskurð að fetaostur sé upprunalega frá Grikklandi og þar af leiðandi hafi Grikkir einkarétt á að framleiða ost undir nafninu "feta". Enda þótt Ísland sé hluti af Evrópska efnahagssvæðinu telur Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, að áhrif dómsins hérlendis séu hverfandi. Erlent 28.10.2005 03:30
Ísraelar vilja láta vísa Írönum úr SÞ Ríkisstjórnir landa heims fordæmdu ummæli Íransforseta um að þurrka ætti Ísrael út af heimskortinu. Lítið var þó um beinar undirtektir við kröfu Ísraela um að gera ætti Íran brottrækt úr Sameinuðu þjóðunum fyrir vikið. Erlent 28.10.2005 03:00
Fyrsta gervitungli Norðmanna skotið á loft Fysta gervitungli Norðmanna var skotið á loft í gær og heppnaðist geimskotið vel. Yfir áttatíu norskir nemendur tóku þátt í að hanna og smíða gervitunglið. Vefútgáfa norska dagblaðsins Aftenposten segir frá þessu en gervitunglið vegur um eitt kíló. Erlent 27.10.2005 21:53