Erlent Mekka vann Stílkeppni Samfés Félagsmiðstöðin Mekka í Kópavogi vann Stílkeppni Samfés sem fór fram í fimmta sinn í gærkvöld. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs afhenti verðlaunin. Í öðru sæti varð félagsmiðstöðin Setrið í Hafnarfirði og í þriðja sæti urðu einnig Kópavogsbúar, í félagsmiðstöðinni Igló. Félagsmiðstöðvar kepptu í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun með það að markmiði að hvetja unglinga til listsköpunar og að gefa þeim tækifæri til að nýta hæfileika sína á því sviði. Alls skráðu fjörtíu og tvö lið af öllu landinu sig til þátttöku og var unnið út frá þemanu - rusl. Erlent 27.11.2005 09:45 Landamærin opnuð Yfir fimmtán hundruð Palestímumenn hafa nú farið gegnum Rafah landamærastöðina á mótum Gasasvæðisins og Egyptalands að sögn Evrópusambandsins, sem sinnir eftirliti með landamærastöðinni sem opnuð í gær. Að sögn talsmanns Javier Solana, utanríkismálaráðherra ESB, hefur gengið vel að afhenda Palestínumönnum stjórn stöðvarinnar. Hún var lokuð í þá tæpu þrjá mánuði sem liðnir eru frá því Ísraelsher hvarf á braut frá Gasasvæðinu. Ísraelski herinn hafði umsjón með landamæraeftirliti við stöðina í 38 ár. Ísraelar fylgjast nú með ferðum Palestínumanna um landamærastöðina með fjarstýrðri myndavél. Erlent 27.11.2005 09:43 Að minnsta kosti 17 féllu í Kína Að minnsta kosti 17 manns fórust í jarðskjálfta upp á 5,5 á richter sem reið yfir austurhluta Kína í fyrrinótt. Þá er talið að hundruð manna séu slasaðir eftir skjálftann og misstu að minnsta kosti þrjú þúsund manns heimili sín. Mestar urðu skemmdir í borginni Wuhan í Hubei sýslu. Erlent 27.11.2005 09:40 Ekið á karlmann á Miklubraut Ekið var á gangandi vegfarenda á Miklubraut, austan við Rauðarárstíg í Reykjavík um hálf hálf þrjú leytið í nótt. Að sögn lögreglunnar er maðurinn, sem talinn er vera á miðjum aldri, mikið slasaður en hann var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Landspítalans. Frekari upplýsingar um líðan mannsins, hafa ekki fengist. Erlent 27.11.2005 09:39 Lentu fimmtán sinnum í Evrópu á síðasta ári Utanríkisráðherra Þýskalands er áhyggjufullur vegna fangaflugs CIA og vill að málið verði kannað nánar innan Evrópusambandsins. Berliner Zeitung segir fimmtán fangaflugsþotur hafa lent í Evrópu á síðasta ári. Erlent 27.11.2005 08:45 Færri komust yfir en vildu Rúmlega 1500 manns frá Gasasvæðinu flykktust yfir landamærin til Egyptalands í gær án þess að þurfa að fara í gegnum öryggisstöðvar Ísraela. Palestínumenn ráða nú yfir landamærastöðinni í Rafah í fyrsta sinn síðan Ísraelar hertóku svæðið fyrir 38 árum. Landamærin hafa verið lokuð síðan Ísraelar yfirgáfu Gasasvæðið í sumar og komust færri yfir þau en vildu við opnunina í gær. Erlent 27.11.2005 07:15 Vaknaði aftur á upphafsstað Það gerist ósjaldan að flugfarþegar taki sér blund á meðan á ferðinni stendur. En það hendir fáa það sem kom fyrir Norðmanninn Tor Martin Johansen. Hann var á leið með innanlandsflugi frá Þrándheimi heim til Namsóss í norðanverðum Þrændalögum. Erlent 27.11.2005 07:00 Auglýsendur ofsækja börn Fimmti hver unglingur í Danmörku fær send sms-skilaboð frá auglýsendum sem hann hefur ekki beðið um. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska Neytendaráðsins. Þar er einnig sagt frá því að fjöldi auglýsinga í kringum barna- og fjölskylduefni í sjónvarpi hafi aukist hlutfallslega mikið síðustu ár. Erlent 27.11.2005 06:30 Ljós við enda ganganna Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að hún vonaðist til að sýna Þjóðverjum "ljósið við enda ganganna" er hin nýja ríkisstjórn hennar einhendir sér í að snúa gangi efnahagslífsins aftur til betri vegar. Erlent 27.11.2005 05:30 Fjöldi homma handtekinn Tuttugu og tveir samkynhneigðir arabískir karlmenn voru handteknir í fjöldabrúðkaupi samkynhneigðra í Dubai, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér hormónameðferð, fimm ára fangelsisvist og hýðingu fyrir athæfi sitt. Erlent 27.11.2005 05:00 Eiffel-turninn lokaður Snjó kyngdi niður víða um Evrópu í gær. Almenningssamgöngur lömuðust auk þess sem þó nokkrir fórust í bílslysum vegna mikillar hálku. Skíðabrekkur í Belgíu og Þýskalandi voruðu opnaðar á ný eftir hátt í þrjátíu sentimetra snjófall yfir nóttina. Eiffel-turninn í París var jafnframt lokaður ferðamönnum í fjórar klukkustundir vegna þess að þrepin upp turninn þóttu of hál. Erlent 27.11.2005 04:30 Hámarksrefsingar krafist fyrir glæpina Saksóknarar í tímamótaréttarhaldi yfir meintum stríðsglæpamönnum í Serbíu fóru á föstudag fram á að sakborningarnir sextán yrðu dæmdir til hámarksrefsingar fyrir glæpi sína. Þeir eru sakaðir um að hafa verið í liði serbneskra skæruliða sem myrtu 192 króatíska stríðsfanga árið 1991. Erlent 27.11.2005 03:00 Lögreglan í Baku beitti valdi Erlent 27.11.2005 02:15 Vildi senda höfuðið til tengdó Karlmaður skar konu sína á háls og ætlaði að senda höfuð hennar í poka til tengdamóður sinnar því að konan vildi skilja við hann. Erlent 27.11.2005 02:00 Sænskur hermaður lést Sænskur hermaður lést af sárum sínum í gær eftir að hann lenti í sprengjuárás í Afganistan á föstudag. Þrír sænskir hermenn til viðbótar særðust í árásinni. Einn þeirra var alvarlega særður en hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsl. Hermennirnir voru í bíl sem var á ferð um borgina Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistans þegar sprengjan sprakk. Tveir óbreyttir borgarar særðust einnig í árásinni. Erlent 27.11.2005 01:45 Sendi SMS undir stýri Sautján ára bandarískur piltur missti stjórn á bílnum sínum er hann var að senda SMS-skilaboð sem varð til þess aldraður hjólreiðamaður lét lífið. Pilturinn á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi fyrir vítavert kæruleysi undir stýri. Erlent 27.11.2005 01:45 Tuttugu og átta þúsund handteknir í fyrra Rúmlega tuttugu og átta þúsund manneskjur voru handteknar á Spáni á síðasta ári vegna heimilisofbeldis. Alls bárust lögreglunni yfir 43.800 kvartanir vegna ofbeldis á konum í landinu. Erlent 27.11.2005 01:00 Öflugir jarðskjálftar í Kína Fjórtán manns létu lífið í jarðskjálfta í Kína í nótt. Jarðskjálftinn varð rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma og mældist hann 5,7 á Richter. Erlent 26.11.2005 21:52 Frumbyggjar í Kanada fá fjárhagsstuðning Stjórnvöld í Kanada og fulltrúar frumbyggja landsins hafa náð samkomulagi um 270 milljarða króna útgjöld til að berjast gegn fátækt meðal frumbyggja á næstu tíu árum. Erlent 26.11.2005 19:45 Fyrirlitningin skein af mér Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið til sýninga röð heimildaþátta um lasermorðin í Stokkhólmi í byrjun tíunda áratugarins. Óþekktur maður gekk þá laus með riffil með lasermiði og skaut ellefu nýbúa í tíu tilræðum. Lögreglan stóð lömuð hjá og tókst ekki að góma morðingjann fyrr en eftir tíu mánuði. Hann hafði þá lifað kóngalífi og rænt tuttugu banka til viðbótar við árásirnar. Erlent 26.11.2005 13:30 Sænskur hermaður lætur lífið í Afganistan Sænskur hermaður lét lífið og þrír særðust í sprengingu í Norður-Afganistan í gær. Sænska varnarmálaráðuneytið segir að fjarstýrð sprengja hafi sprungið við bílalest friðargæsluliða á vegum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 26.11.2005 10:05 Schröder segir skilið við stjórnmálin Eftir sjö ár við stjórnvölinn í Þýzkalandi er Gerhard Schröder nú hættur beinum afskiptum af stjórnmálum og ætlar að snúa sér að lögmannsstörfum og skrifa pólitískar endurminningar sínar. Erlent 26.11.2005 09:00 Öngþveiti í Evrópu vegna vetrarveðurs Vetur konungur olli usla víða á meginlandi Evrópu í gær. Nokkurra sentímetra jafnfallinn snjór lagðist yfir stóran hluta álfunnar. Bylurinn olli miklu umferðaröngþveiti og ófáum slysum. Áætlunarflug fór úr skorðum. Erlent 26.11.2005 07:00 Ráðamenn hóta refsingum Eiturflekkurinn í Songhua-fljóti marar nú úti fyrir Harbin í Kína. Þriðji vatnslausi dagurinn í borginni rann upp í gær en íbúarnir bera sig engu að síður vel. Tæpum hálfum mánuði eftir að sprenging varð í efnaverksmiðju í bænum Jilin hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að senda rannsóknarnefnd á vettvang og rannsaka málið. Erlent 26.11.2005 06:45 Rétt öld frá landgöngu Hákons VII Í tilefni af því að rétt öld er liðin frá því að norsk konungshjón settust aftur í hásæti í Ósló hófust í gær hátíðahöld um allan Noreg til að minnast þessara tímamóta. Erlent 26.11.2005 06:30 Lög um samráð verði hert Allt að þrjátíu þúsund ný störf gætu orðið til í Danmörku ef samkeppnisumhverfið yrði eins og í Bandaríkjunum. Þetta er mat efnahagsráðgjafa dönsku ríkisstjórnarinnar og greint var frá í dagblaðinu Politiken. Erlent 26.11.2005 06:30 Norðmenn vilja 130 milljónir Norsk löggæsluyfirvöld fóru í gær fram á að útgerð spænsks togara, sem færður var til hafnar í Noregi fyrir meintar ólöglegar veiðar á Svalbarðamiðum í byrjun vikunnar, greiddi 13 milljónir norskra króna, andvirði rúmlega 130 milljóna íslenskra, í tryggingu fyrir hugsanlegum sektum sem hún kann að verða dæmd til að greiða. Erlent 26.11.2005 05:45 Svör berist fyrir febrúarlok Terry Davis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, brýndi í gær ríkisstjórnir aðildarríkjanna 46 um að skila innan þriggja mánaða greinargerð um meinta leynilega fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi þeirra og flugvelli. Erlent 26.11.2005 05:15 Póker leyfður í Svíþjóð Sænska ríkisstjórnin hefur leyft fyrirtækinu Svenska Spel að reka pókerspil á Netinu. Veltan í netpóker í Svíþjóð er talin nema um tíu milljörðum sænskra króna eða um sjötíu milljörðum íslenskra króna. Þetta getur þýtt um sjö milljarða íslenskra króna í tekjur. Erlent 26.11.2005 01:45 Kauptu ekki neitt dagur í Finnlandi Kauptu ekki neitt! Í gær var alþjóðlegi "Kauptu ekki neitt!"-dagurinn í Finnlandi og þótti takast mjög vel. Þema dagsins var menning og neysla hennar og höfðu söfn á átján stöðum allt frá Helsinki norður til Rovaniemi ókeypis inn í gær. Erlent 26.11.2005 01:30 « ‹ ›
Mekka vann Stílkeppni Samfés Félagsmiðstöðin Mekka í Kópavogi vann Stílkeppni Samfés sem fór fram í fimmta sinn í gærkvöld. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs afhenti verðlaunin. Í öðru sæti varð félagsmiðstöðin Setrið í Hafnarfirði og í þriðja sæti urðu einnig Kópavogsbúar, í félagsmiðstöðinni Igló. Félagsmiðstöðvar kepptu í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun með það að markmiði að hvetja unglinga til listsköpunar og að gefa þeim tækifæri til að nýta hæfileika sína á því sviði. Alls skráðu fjörtíu og tvö lið af öllu landinu sig til þátttöku og var unnið út frá þemanu - rusl. Erlent 27.11.2005 09:45
Landamærin opnuð Yfir fimmtán hundruð Palestímumenn hafa nú farið gegnum Rafah landamærastöðina á mótum Gasasvæðisins og Egyptalands að sögn Evrópusambandsins, sem sinnir eftirliti með landamærastöðinni sem opnuð í gær. Að sögn talsmanns Javier Solana, utanríkismálaráðherra ESB, hefur gengið vel að afhenda Palestínumönnum stjórn stöðvarinnar. Hún var lokuð í þá tæpu þrjá mánuði sem liðnir eru frá því Ísraelsher hvarf á braut frá Gasasvæðinu. Ísraelski herinn hafði umsjón með landamæraeftirliti við stöðina í 38 ár. Ísraelar fylgjast nú með ferðum Palestínumanna um landamærastöðina með fjarstýrðri myndavél. Erlent 27.11.2005 09:43
Að minnsta kosti 17 féllu í Kína Að minnsta kosti 17 manns fórust í jarðskjálfta upp á 5,5 á richter sem reið yfir austurhluta Kína í fyrrinótt. Þá er talið að hundruð manna séu slasaðir eftir skjálftann og misstu að minnsta kosti þrjú þúsund manns heimili sín. Mestar urðu skemmdir í borginni Wuhan í Hubei sýslu. Erlent 27.11.2005 09:40
Ekið á karlmann á Miklubraut Ekið var á gangandi vegfarenda á Miklubraut, austan við Rauðarárstíg í Reykjavík um hálf hálf þrjú leytið í nótt. Að sögn lögreglunnar er maðurinn, sem talinn er vera á miðjum aldri, mikið slasaður en hann var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Landspítalans. Frekari upplýsingar um líðan mannsins, hafa ekki fengist. Erlent 27.11.2005 09:39
Lentu fimmtán sinnum í Evrópu á síðasta ári Utanríkisráðherra Þýskalands er áhyggjufullur vegna fangaflugs CIA og vill að málið verði kannað nánar innan Evrópusambandsins. Berliner Zeitung segir fimmtán fangaflugsþotur hafa lent í Evrópu á síðasta ári. Erlent 27.11.2005 08:45
Færri komust yfir en vildu Rúmlega 1500 manns frá Gasasvæðinu flykktust yfir landamærin til Egyptalands í gær án þess að þurfa að fara í gegnum öryggisstöðvar Ísraela. Palestínumenn ráða nú yfir landamærastöðinni í Rafah í fyrsta sinn síðan Ísraelar hertóku svæðið fyrir 38 árum. Landamærin hafa verið lokuð síðan Ísraelar yfirgáfu Gasasvæðið í sumar og komust færri yfir þau en vildu við opnunina í gær. Erlent 27.11.2005 07:15
Vaknaði aftur á upphafsstað Það gerist ósjaldan að flugfarþegar taki sér blund á meðan á ferðinni stendur. En það hendir fáa það sem kom fyrir Norðmanninn Tor Martin Johansen. Hann var á leið með innanlandsflugi frá Þrándheimi heim til Namsóss í norðanverðum Þrændalögum. Erlent 27.11.2005 07:00
Auglýsendur ofsækja börn Fimmti hver unglingur í Danmörku fær send sms-skilaboð frá auglýsendum sem hann hefur ekki beðið um. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska Neytendaráðsins. Þar er einnig sagt frá því að fjöldi auglýsinga í kringum barna- og fjölskylduefni í sjónvarpi hafi aukist hlutfallslega mikið síðustu ár. Erlent 27.11.2005 06:30
Ljós við enda ganganna Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að hún vonaðist til að sýna Þjóðverjum "ljósið við enda ganganna" er hin nýja ríkisstjórn hennar einhendir sér í að snúa gangi efnahagslífsins aftur til betri vegar. Erlent 27.11.2005 05:30
Fjöldi homma handtekinn Tuttugu og tveir samkynhneigðir arabískir karlmenn voru handteknir í fjöldabrúðkaupi samkynhneigðra í Dubai, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér hormónameðferð, fimm ára fangelsisvist og hýðingu fyrir athæfi sitt. Erlent 27.11.2005 05:00
Eiffel-turninn lokaður Snjó kyngdi niður víða um Evrópu í gær. Almenningssamgöngur lömuðust auk þess sem þó nokkrir fórust í bílslysum vegna mikillar hálku. Skíðabrekkur í Belgíu og Þýskalandi voruðu opnaðar á ný eftir hátt í þrjátíu sentimetra snjófall yfir nóttina. Eiffel-turninn í París var jafnframt lokaður ferðamönnum í fjórar klukkustundir vegna þess að þrepin upp turninn þóttu of hál. Erlent 27.11.2005 04:30
Hámarksrefsingar krafist fyrir glæpina Saksóknarar í tímamótaréttarhaldi yfir meintum stríðsglæpamönnum í Serbíu fóru á föstudag fram á að sakborningarnir sextán yrðu dæmdir til hámarksrefsingar fyrir glæpi sína. Þeir eru sakaðir um að hafa verið í liði serbneskra skæruliða sem myrtu 192 króatíska stríðsfanga árið 1991. Erlent 27.11.2005 03:00
Vildi senda höfuðið til tengdó Karlmaður skar konu sína á háls og ætlaði að senda höfuð hennar í poka til tengdamóður sinnar því að konan vildi skilja við hann. Erlent 27.11.2005 02:00
Sænskur hermaður lést Sænskur hermaður lést af sárum sínum í gær eftir að hann lenti í sprengjuárás í Afganistan á föstudag. Þrír sænskir hermenn til viðbótar særðust í árásinni. Einn þeirra var alvarlega særður en hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsl. Hermennirnir voru í bíl sem var á ferð um borgina Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistans þegar sprengjan sprakk. Tveir óbreyttir borgarar særðust einnig í árásinni. Erlent 27.11.2005 01:45
Sendi SMS undir stýri Sautján ára bandarískur piltur missti stjórn á bílnum sínum er hann var að senda SMS-skilaboð sem varð til þess aldraður hjólreiðamaður lét lífið. Pilturinn á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi fyrir vítavert kæruleysi undir stýri. Erlent 27.11.2005 01:45
Tuttugu og átta þúsund handteknir í fyrra Rúmlega tuttugu og átta þúsund manneskjur voru handteknar á Spáni á síðasta ári vegna heimilisofbeldis. Alls bárust lögreglunni yfir 43.800 kvartanir vegna ofbeldis á konum í landinu. Erlent 27.11.2005 01:00
Öflugir jarðskjálftar í Kína Fjórtán manns létu lífið í jarðskjálfta í Kína í nótt. Jarðskjálftinn varð rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma og mældist hann 5,7 á Richter. Erlent 26.11.2005 21:52
Frumbyggjar í Kanada fá fjárhagsstuðning Stjórnvöld í Kanada og fulltrúar frumbyggja landsins hafa náð samkomulagi um 270 milljarða króna útgjöld til að berjast gegn fátækt meðal frumbyggja á næstu tíu árum. Erlent 26.11.2005 19:45
Fyrirlitningin skein af mér Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið til sýninga röð heimildaþátta um lasermorðin í Stokkhólmi í byrjun tíunda áratugarins. Óþekktur maður gekk þá laus með riffil með lasermiði og skaut ellefu nýbúa í tíu tilræðum. Lögreglan stóð lömuð hjá og tókst ekki að góma morðingjann fyrr en eftir tíu mánuði. Hann hafði þá lifað kóngalífi og rænt tuttugu banka til viðbótar við árásirnar. Erlent 26.11.2005 13:30
Sænskur hermaður lætur lífið í Afganistan Sænskur hermaður lét lífið og þrír særðust í sprengingu í Norður-Afganistan í gær. Sænska varnarmálaráðuneytið segir að fjarstýrð sprengja hafi sprungið við bílalest friðargæsluliða á vegum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 26.11.2005 10:05
Schröder segir skilið við stjórnmálin Eftir sjö ár við stjórnvölinn í Þýzkalandi er Gerhard Schröder nú hættur beinum afskiptum af stjórnmálum og ætlar að snúa sér að lögmannsstörfum og skrifa pólitískar endurminningar sínar. Erlent 26.11.2005 09:00
Öngþveiti í Evrópu vegna vetrarveðurs Vetur konungur olli usla víða á meginlandi Evrópu í gær. Nokkurra sentímetra jafnfallinn snjór lagðist yfir stóran hluta álfunnar. Bylurinn olli miklu umferðaröngþveiti og ófáum slysum. Áætlunarflug fór úr skorðum. Erlent 26.11.2005 07:00
Ráðamenn hóta refsingum Eiturflekkurinn í Songhua-fljóti marar nú úti fyrir Harbin í Kína. Þriðji vatnslausi dagurinn í borginni rann upp í gær en íbúarnir bera sig engu að síður vel. Tæpum hálfum mánuði eftir að sprenging varð í efnaverksmiðju í bænum Jilin hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að senda rannsóknarnefnd á vettvang og rannsaka málið. Erlent 26.11.2005 06:45
Rétt öld frá landgöngu Hákons VII Í tilefni af því að rétt öld er liðin frá því að norsk konungshjón settust aftur í hásæti í Ósló hófust í gær hátíðahöld um allan Noreg til að minnast þessara tímamóta. Erlent 26.11.2005 06:30
Lög um samráð verði hert Allt að þrjátíu þúsund ný störf gætu orðið til í Danmörku ef samkeppnisumhverfið yrði eins og í Bandaríkjunum. Þetta er mat efnahagsráðgjafa dönsku ríkisstjórnarinnar og greint var frá í dagblaðinu Politiken. Erlent 26.11.2005 06:30
Norðmenn vilja 130 milljónir Norsk löggæsluyfirvöld fóru í gær fram á að útgerð spænsks togara, sem færður var til hafnar í Noregi fyrir meintar ólöglegar veiðar á Svalbarðamiðum í byrjun vikunnar, greiddi 13 milljónir norskra króna, andvirði rúmlega 130 milljóna íslenskra, í tryggingu fyrir hugsanlegum sektum sem hún kann að verða dæmd til að greiða. Erlent 26.11.2005 05:45
Svör berist fyrir febrúarlok Terry Davis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, brýndi í gær ríkisstjórnir aðildarríkjanna 46 um að skila innan þriggja mánaða greinargerð um meinta leynilega fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi þeirra og flugvelli. Erlent 26.11.2005 05:15
Póker leyfður í Svíþjóð Sænska ríkisstjórnin hefur leyft fyrirtækinu Svenska Spel að reka pókerspil á Netinu. Veltan í netpóker í Svíþjóð er talin nema um tíu milljörðum sænskra króna eða um sjötíu milljörðum íslenskra króna. Þetta getur þýtt um sjö milljarða íslenskra króna í tekjur. Erlent 26.11.2005 01:45
Kauptu ekki neitt dagur í Finnlandi Kauptu ekki neitt! Í gær var alþjóðlegi "Kauptu ekki neitt!"-dagurinn í Finnlandi og þótti takast mjög vel. Þema dagsins var menning og neysla hennar og höfðu söfn á átján stöðum allt frá Helsinki norður til Rovaniemi ókeypis inn í gær. Erlent 26.11.2005 01:30