Erlent Segir Bandaríkjamenn undirbúa árásir á Íran Undirbúningur er hafinn í bandaríska landvarnaráðuneytinu að meiri háttar loftárásum á íranskar kjarnorkuvinnslustöðvar. Þetta staðhæfir blaðamaðurinn Seymour M. Hearsh í nýjasta hefti tímaritsins New Yorker. Erlent 8.4.2006 12:15 Brown braut ekki höfundarlög með Da Vinci lyklinum Bandaríski rithöfundurinn Dan Brown braut ekki höfundarréttarlög við ritun bókar sinnar Da Vinci lykillinn. Dómstóll í Lundúnum komst að þessari niðurstöðu í gær eftir að hafa fjallað um ásakanir tveggja breskra rithöfunda um ritstuld. Erlent 8.4.2006 11:30 Sjálfsmorðsárás í herstöð NATO í Afganistan Sjálfmorðsárás var gerð á herstöð Atlantshafsbandalagsins í vesturhluta Afganistan í morgun. Auk árásarmannsins fórust tveir Afganar í sprengingunni. Átta slösuðust, þar á meðal einn Ítali. Þetta er fjórða árásin sem gerð er á erlenda setuliðið í landinu á þremur dögum. Talibanar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á tilræðinu Erlent 8.4.2006 11:15 Bandaríkjamenn stöðva fjárframlög til Palestínumanna Bandaríkjamenn fóru að dæmi Evrópusambandsins í gær og stöðvuðu bein fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna. Ákvörðunin setur fjárhag þeirra í algert uppnám enda reiða þeir sig mjög á slík fjárframlög. Erlent 8.4.2006 10:15 Sjö látnir í óveðri í Tennessee Sjö fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Tennessee-ríki Bandaríkjanna í gærkvöld og annar eins fjöldi slasaðist illa. Tugir hafa þá farist í slíkum stormviðrum undanfarna viku. Erlent 8.4.2006 10:00 Styttist í þingkosningar á Ítalíu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt sinn síðasta kosningafund fyrir komandi þingkosningar nú undir kvöldið. Berlusconi og Prodi, sem leiðir bandalag vinstriflokka, hafa háð harða baráttu fyrir þingkosningarnar sem fram fara á sunnudag og mánudag. Erlent 7.4.2006 22:05 ESB stöðvar fjárframlög Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að stöðva fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna þangað til Hamas-samtökin viðurkenna Ísraelsríki og leggja niður vopn. Erlent 7.4.2006 18:45 Mannskæð árás á sjía 79 létust og á annað hundrað slösuðust í sjálfsmorðárás sem gerð var í dag á eina af höfuðmoskum shíta í Bagdad, höfuðborg Íraks. Erlent 7.4.2006 18:08 Um 50 fórust í sprengjuárás Um fimmtíu manns létu lífið í sprengjuáras á mosku sjía-múslima í Bagdad í morgun, rétt áður en föstudagsbænum lauk. Að minnsta kosti 45 manns til viðbótar særðust. Erlent 7.4.2006 13:54 Kanna smit í fjórtán fuglum Grunur leikur á að fjórtán ný fuglaflensutilfelli hafi komið upp í Skotlandi, en hinn banvæni stofn fuglaflensu greindist í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Öruggt þykir að fuglaflensa berist til Íslands á næstunni. Erlent 7.4.2006 13:47 Vitni lýstu lífsreynslu sinni Réttarhöld yfir al-Qaeda liðanum Zacaris Moussaoui héldu áfram í gær. En þá fóru fram vitnaleiðslur en Moussaoui er sá eini sem ákærður er fyrir hryðjuverkaársásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Erlent 7.4.2006 09:00 Arfleiddi dýraverndunarsamtök um 58 milljónir króna Dýraverndunarsamtök á Vestu-Sjálandi í Danmörku hafa fengið tæpar 58 milljónir íslenskra króna í arf frá gamalli konu sem lést á síðasta ári. Aase Asbo Preman bjó alein en maður hennar Erik Perman, sem var listamaður, lést fyrir mörgum árum. Erlent 7.4.2006 08:15 Mikil flóð í norðurhluta Ástralíu Hundruðir manna hafa þurft að flýja heimili sín í bænum Katrínu í Norðurfylki Ástralíu vegna mikilla monsúnrigninga sem hafa geysað þar síðustu daga. Víða hafa hús farið á kaf vegna flóðsins og talið er að tjónið nemi milljónum króna. Erlent 7.4.2006 07:30 Skotar reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensunnar Ýmsar hömlur hafa verið setttar á flutning alifugla í austurhluta Skotlands eftir að banvænn stofn fuglaflensu greindist þar í svani. Skotar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir að fuglaflensan breiðist út. Erlent 7.4.2006 06:53 David Trads ráðinn ritstjóri hjá nýju fréttablaði Dagsbrúnar David Trads hefur verið ráðinn ritstjóri fyrirhugaðs fréttablaðs sem Dagsbrún hyggst gefa út í Danmörku. Trads hefur unnið á fjölmörgum dagblöðum og tók meðal annars þátt í að setja á stofn fríblaðið Metro Express í Danmörku. Einnig hefur hann kennt blaðamennsku við Syddansk Universitet í Odense Erlent 6.4.2006 14:58 Mladic verður framseldur Serbar hafa fullvissað fulltrúa stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, verði afhentur dómstólnum fyrir lok apríl. Mladic hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug. Erlent 6.4.2006 12:45 H5N1 sagt hafa greinst í Skotlandi Að sögn bresku Sky fréttastofunnar hefur hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu greinst í hræi af svani sem fannst í Skotlandi í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa þó ekki staðfest þetta formlega. Fari svo má gera ráð fyrir að viðbúnaðarstig hér á landi verði aukið. Erlent 6.4.2006 12:00 Mannfall í Najaf Minnst 15 féllu þegar bílsprengja sprakk nálægt helgidómi sjía-múslima í borginni Najaf í Írak í morgun. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir bera ábyrgð á árásinni. Erlent 6.4.2006 11:30 Mladic framseldur fyrir lok apríl Serbar hafa fullvissað fulltrúa stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, verði afhentur dómstólnum fyrir lok apríl. Erlent 6.4.2006 11:15 Olmert falið að mynda stjórn Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur falið Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, að mynda næstu ríkisstjórn landsins. Kadima-flokkur Olmerts hlaut flest þingsæti í kosningum í Ísrael í síðustu viku. Erlent 6.4.2006 10:45 Merck gert að greiða skaðabætur Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur dæmt lyfjafyrirtækið Merck til að greiða manni jafnvirði tæplega 330 milljóna króna í skaðabætur fyrir að hafa leynt aukaverkunum verkalyfsins Vioxx. Erlent 6.4.2006 10:30 Sprengjuárás á helgidóm sjía í Najaf Óttast er að fjölmargir hafi farist þegar bílsprengja sprakk nálægt helgidómi sjía-múslima í borginni Najaf í Írak í morgun. Erlent 6.4.2006 10:15 Fuglaflensa dregur 3 til dauða í Egyptalandi Staðfest var í dag að 16 ára stelpa í Egyptalandi lést af völdum fuglaflensu og hefur þá flensan dregið þrjár manneskjur til dauða þar í landi. Erlent 6.4.2006 10:00 Krefjast afsagnar Arroyo Óeirðalögregla á Filippseyjum þurfti að nota vatnsþrýstibyssur og kylfur til að dreifa mótmælendum sem höfðu safnast saman í höfuðborginni, Manila, í morgun til að krefjast afsagnar Arroyo, forseta. Svo virðist sem mótmæli sem leiddur til afsagnar Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, hafi blásið mótmælendum eldmóð í brjóst. Erlent 6.4.2006 09:16 Kennari særðist í áhlaupi Að minnsta kosti 7 Palestínumenn voru handteknir og 2 særðust þegar Ísraelsher gerði áhlaup á hús í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Annar þeirra sem særðust er kennara sem var á leið til vinnu sinnar þegar áhlaupið var gert. Erlent 6.4.2006 09:00 Miklar rigningar í Norður-Argentínu Mikið hefur rignt í Norður-Argentínu síðustu daga og hafa mörg hundruð manns þurft að yfirgefa heimili sín. Salta héraði hefur orðið hvar verst úti en þar hefur verið mikið um skriðuföll. Miklar skemmdir vegna þessa en margar fjölskyldur hafa misst heimili sín. Talið er að um 400 fjölskyldur séu innilokaðar á svæðinu en enn hafa engar fregnir borist af manntjóni. Erlent 6.4.2006 08:30 Jesú gekk á ísfleka Prófessor við ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum telur sig vera búinn að afsanna að Jesús hafi gengið á vatni, eins og greint er frá í bíblíunni. Erlent 6.4.2006 08:15 Um 30.000 farþegar bíða flugs í Noregi Flugfreyjur og flugþjónar hjá SAS Braatens flugfélaginu í Noregi hófu verkfall í morgun og hefur félagið fellt niður 400 flug og komast 28.000 farþegar ekki leiðar sinnar. Þar af eru margir á leið í langt páskafrí og eiga 33.000 manns pantað með félaginu á morgun. Talsmenn félagsins segja þetta mikið áfall þar sem í hönd fari mikill annatími. Erlent 6.4.2006 08:02 Fuglaflensa komin til Skotlands Fuglaflensan er komin til Skotlands. Veira af H5 stofni greindist í dauðum svani þar í gær. Halldór Runólfsson Yfirdýralæknir segir að ef veiran sé af stofninum H5N1 verði viðbúnaðarstig hér á landi hækkað í stig tvö. Frekari niðurstaðna væri að vænta frá Skotlandi strax í dag. Flestir farfuglar sem verpa á Íslandi, koma við í Skotlandi á leið sinni hingað til lands. Erlent 6.4.2006 07:30 Íbúar skjálftasvæðanna farnir að snúa heim á ný Íbúar á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftunum í Pakistan í fyrra eru nú farnir að halda til síns heima. Nærri sex mánuðir eru síðan að skjálftarnir riðu yfir í Pakistan en sá stærsti var 7,6 á richter. Yfir áttatíu þúsund manns létu lífið í skjálftunum og yfir þrjár milljónir manna misstu heimili sín. Erlent 6.4.2006 07:16 « ‹ ›
Segir Bandaríkjamenn undirbúa árásir á Íran Undirbúningur er hafinn í bandaríska landvarnaráðuneytinu að meiri háttar loftárásum á íranskar kjarnorkuvinnslustöðvar. Þetta staðhæfir blaðamaðurinn Seymour M. Hearsh í nýjasta hefti tímaritsins New Yorker. Erlent 8.4.2006 12:15
Brown braut ekki höfundarlög með Da Vinci lyklinum Bandaríski rithöfundurinn Dan Brown braut ekki höfundarréttarlög við ritun bókar sinnar Da Vinci lykillinn. Dómstóll í Lundúnum komst að þessari niðurstöðu í gær eftir að hafa fjallað um ásakanir tveggja breskra rithöfunda um ritstuld. Erlent 8.4.2006 11:30
Sjálfsmorðsárás í herstöð NATO í Afganistan Sjálfmorðsárás var gerð á herstöð Atlantshafsbandalagsins í vesturhluta Afganistan í morgun. Auk árásarmannsins fórust tveir Afganar í sprengingunni. Átta slösuðust, þar á meðal einn Ítali. Þetta er fjórða árásin sem gerð er á erlenda setuliðið í landinu á þremur dögum. Talibanar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á tilræðinu Erlent 8.4.2006 11:15
Bandaríkjamenn stöðva fjárframlög til Palestínumanna Bandaríkjamenn fóru að dæmi Evrópusambandsins í gær og stöðvuðu bein fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna. Ákvörðunin setur fjárhag þeirra í algert uppnám enda reiða þeir sig mjög á slík fjárframlög. Erlent 8.4.2006 10:15
Sjö látnir í óveðri í Tennessee Sjö fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Tennessee-ríki Bandaríkjanna í gærkvöld og annar eins fjöldi slasaðist illa. Tugir hafa þá farist í slíkum stormviðrum undanfarna viku. Erlent 8.4.2006 10:00
Styttist í þingkosningar á Ítalíu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt sinn síðasta kosningafund fyrir komandi þingkosningar nú undir kvöldið. Berlusconi og Prodi, sem leiðir bandalag vinstriflokka, hafa háð harða baráttu fyrir þingkosningarnar sem fram fara á sunnudag og mánudag. Erlent 7.4.2006 22:05
ESB stöðvar fjárframlög Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að stöðva fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna þangað til Hamas-samtökin viðurkenna Ísraelsríki og leggja niður vopn. Erlent 7.4.2006 18:45
Mannskæð árás á sjía 79 létust og á annað hundrað slösuðust í sjálfsmorðárás sem gerð var í dag á eina af höfuðmoskum shíta í Bagdad, höfuðborg Íraks. Erlent 7.4.2006 18:08
Um 50 fórust í sprengjuárás Um fimmtíu manns létu lífið í sprengjuáras á mosku sjía-múslima í Bagdad í morgun, rétt áður en föstudagsbænum lauk. Að minnsta kosti 45 manns til viðbótar særðust. Erlent 7.4.2006 13:54
Kanna smit í fjórtán fuglum Grunur leikur á að fjórtán ný fuglaflensutilfelli hafi komið upp í Skotlandi, en hinn banvæni stofn fuglaflensu greindist í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Öruggt þykir að fuglaflensa berist til Íslands á næstunni. Erlent 7.4.2006 13:47
Vitni lýstu lífsreynslu sinni Réttarhöld yfir al-Qaeda liðanum Zacaris Moussaoui héldu áfram í gær. En þá fóru fram vitnaleiðslur en Moussaoui er sá eini sem ákærður er fyrir hryðjuverkaársásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Erlent 7.4.2006 09:00
Arfleiddi dýraverndunarsamtök um 58 milljónir króna Dýraverndunarsamtök á Vestu-Sjálandi í Danmörku hafa fengið tæpar 58 milljónir íslenskra króna í arf frá gamalli konu sem lést á síðasta ári. Aase Asbo Preman bjó alein en maður hennar Erik Perman, sem var listamaður, lést fyrir mörgum árum. Erlent 7.4.2006 08:15
Mikil flóð í norðurhluta Ástralíu Hundruðir manna hafa þurft að flýja heimili sín í bænum Katrínu í Norðurfylki Ástralíu vegna mikilla monsúnrigninga sem hafa geysað þar síðustu daga. Víða hafa hús farið á kaf vegna flóðsins og talið er að tjónið nemi milljónum króna. Erlent 7.4.2006 07:30
Skotar reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensunnar Ýmsar hömlur hafa verið setttar á flutning alifugla í austurhluta Skotlands eftir að banvænn stofn fuglaflensu greindist þar í svani. Skotar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir að fuglaflensan breiðist út. Erlent 7.4.2006 06:53
David Trads ráðinn ritstjóri hjá nýju fréttablaði Dagsbrúnar David Trads hefur verið ráðinn ritstjóri fyrirhugaðs fréttablaðs sem Dagsbrún hyggst gefa út í Danmörku. Trads hefur unnið á fjölmörgum dagblöðum og tók meðal annars þátt í að setja á stofn fríblaðið Metro Express í Danmörku. Einnig hefur hann kennt blaðamennsku við Syddansk Universitet í Odense Erlent 6.4.2006 14:58
Mladic verður framseldur Serbar hafa fullvissað fulltrúa stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, verði afhentur dómstólnum fyrir lok apríl. Mladic hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug. Erlent 6.4.2006 12:45
H5N1 sagt hafa greinst í Skotlandi Að sögn bresku Sky fréttastofunnar hefur hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu greinst í hræi af svani sem fannst í Skotlandi í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa þó ekki staðfest þetta formlega. Fari svo má gera ráð fyrir að viðbúnaðarstig hér á landi verði aukið. Erlent 6.4.2006 12:00
Mannfall í Najaf Minnst 15 féllu þegar bílsprengja sprakk nálægt helgidómi sjía-múslima í borginni Najaf í Írak í morgun. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir bera ábyrgð á árásinni. Erlent 6.4.2006 11:30
Mladic framseldur fyrir lok apríl Serbar hafa fullvissað fulltrúa stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, verði afhentur dómstólnum fyrir lok apríl. Erlent 6.4.2006 11:15
Olmert falið að mynda stjórn Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur falið Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, að mynda næstu ríkisstjórn landsins. Kadima-flokkur Olmerts hlaut flest þingsæti í kosningum í Ísrael í síðustu viku. Erlent 6.4.2006 10:45
Merck gert að greiða skaðabætur Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur dæmt lyfjafyrirtækið Merck til að greiða manni jafnvirði tæplega 330 milljóna króna í skaðabætur fyrir að hafa leynt aukaverkunum verkalyfsins Vioxx. Erlent 6.4.2006 10:30
Sprengjuárás á helgidóm sjía í Najaf Óttast er að fjölmargir hafi farist þegar bílsprengja sprakk nálægt helgidómi sjía-múslima í borginni Najaf í Írak í morgun. Erlent 6.4.2006 10:15
Fuglaflensa dregur 3 til dauða í Egyptalandi Staðfest var í dag að 16 ára stelpa í Egyptalandi lést af völdum fuglaflensu og hefur þá flensan dregið þrjár manneskjur til dauða þar í landi. Erlent 6.4.2006 10:00
Krefjast afsagnar Arroyo Óeirðalögregla á Filippseyjum þurfti að nota vatnsþrýstibyssur og kylfur til að dreifa mótmælendum sem höfðu safnast saman í höfuðborginni, Manila, í morgun til að krefjast afsagnar Arroyo, forseta. Svo virðist sem mótmæli sem leiddur til afsagnar Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, hafi blásið mótmælendum eldmóð í brjóst. Erlent 6.4.2006 09:16
Kennari særðist í áhlaupi Að minnsta kosti 7 Palestínumenn voru handteknir og 2 særðust þegar Ísraelsher gerði áhlaup á hús í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Annar þeirra sem særðust er kennara sem var á leið til vinnu sinnar þegar áhlaupið var gert. Erlent 6.4.2006 09:00
Miklar rigningar í Norður-Argentínu Mikið hefur rignt í Norður-Argentínu síðustu daga og hafa mörg hundruð manns þurft að yfirgefa heimili sín. Salta héraði hefur orðið hvar verst úti en þar hefur verið mikið um skriðuföll. Miklar skemmdir vegna þessa en margar fjölskyldur hafa misst heimili sín. Talið er að um 400 fjölskyldur séu innilokaðar á svæðinu en enn hafa engar fregnir borist af manntjóni. Erlent 6.4.2006 08:30
Jesú gekk á ísfleka Prófessor við ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum telur sig vera búinn að afsanna að Jesús hafi gengið á vatni, eins og greint er frá í bíblíunni. Erlent 6.4.2006 08:15
Um 30.000 farþegar bíða flugs í Noregi Flugfreyjur og flugþjónar hjá SAS Braatens flugfélaginu í Noregi hófu verkfall í morgun og hefur félagið fellt niður 400 flug og komast 28.000 farþegar ekki leiðar sinnar. Þar af eru margir á leið í langt páskafrí og eiga 33.000 manns pantað með félaginu á morgun. Talsmenn félagsins segja þetta mikið áfall þar sem í hönd fari mikill annatími. Erlent 6.4.2006 08:02
Fuglaflensa komin til Skotlands Fuglaflensan er komin til Skotlands. Veira af H5 stofni greindist í dauðum svani þar í gær. Halldór Runólfsson Yfirdýralæknir segir að ef veiran sé af stofninum H5N1 verði viðbúnaðarstig hér á landi hækkað í stig tvö. Frekari niðurstaðna væri að vænta frá Skotlandi strax í dag. Flestir farfuglar sem verpa á Íslandi, koma við í Skotlandi á leið sinni hingað til lands. Erlent 6.4.2006 07:30
Íbúar skjálftasvæðanna farnir að snúa heim á ný Íbúar á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftunum í Pakistan í fyrra eru nú farnir að halda til síns heima. Nærri sex mánuðir eru síðan að skjálftarnir riðu yfir í Pakistan en sá stærsti var 7,6 á richter. Yfir áttatíu þúsund manns létu lífið í skjálftunum og yfir þrjár milljónir manna misstu heimili sín. Erlent 6.4.2006 07:16