Erlent Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins. Erlent 7.1.2007 13:00 Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. Erlent 7.1.2007 12:30 Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. Erlent 7.1.2007 12:09 Indónesiska þotan enn ófundin Erlent 7.1.2007 11:47 Ísraelsmenn ráðgera kjarnavopnaárás gegn Íran Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran. Erlent 7.1.2007 01:53 Ísrael með áætlun um kjarnorkuárás á Íran Breska blaðið Sunday Times skýrir frá því á morgun, að Ísraelsmenn hafi samið leynilega áætlun um kjarnorkuárás á staði í Íran, þar sem úran sé auðgað, að því er The DrudgeReport fréttasíðan hefur eftir heimildum innan breskra fjölmiðla. Erlent 6.1.2007 22:58 Dani myrti fyrrverandi sambýliskonu og tvö börn 32ja ára danskur maður var handtekinn í Sønderborg í Danmörku í dag grunaður um morðin á fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra. Börnin voru fjögurra og sex ára. Ódæðið átti sér stað að heimili mæðginanna en málið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku. Erlent 6.1.2007 20:35 Drekarnir leyfðir á ný Flugdrekaflug hefur verið leyft á ný í Punjab-héraði í Pakistan, fyrir hina árlegu Basant vorhátíð í febrúar. Strangar reglur munu hins vegar gilda um keppnina þar sem glerhúðaðir eða stálstyrktir drekastrengir hafa á liðnum árum valdið alvarlegum meiðslum og jafnvel gert fólk höfðinu styttra. Erlent 6.1.2007 20:27 Nýársbarnið ekki af réttu þjóðerni Auglýsingaherferð leikfangaverslunarinnar Toys "R" Us hefur snúist í höndunum á versluninni eftir að nýársbarni New York borgar var neitað um verðlaun í keppni sem verslunin efndi til á þeim forsendum að kínversk móðir barnsins hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Erlent 6.1.2007 20:00 Abbas bannar sveitir Hamas Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Makmúd Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir. Erlent 6.1.2007 18:45 Frábiður sér gagnrýni Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Erlent 6.1.2007 18:24 Þýskir flugumferðarstjórar hóta verkfalli Flugumferðarstjórafélag Þýskalands sagði í dag að verkfall væri líklegt innan 100 klukkustunda, eða fjögurra sólarhringa. Flugmálastjórn Þýskalands Deutsche Flugsicherung boðaði hins vegar til frekari samningaviðræðna og hyggst kalla til sáttasemjara til að leysa deiluna. Verkfall myndi þýða tafir fyrir hundruð þúsunda ferðalanga. Erlent 6.1.2007 17:07 13 létust í demantanámu Minnst 13 manns létust þegar demantanáma hrundi í Kongó í gær. 13 lík fundust í gær en sveitarstjórinn segir að verið sé að leita í rústunum, hvort einhverjir fleiri hafi lent í slysinu. Þrír komust lífs af í slysinu en náman er 15 metra djúpur, opinn skurður. Erlent 6.1.2007 16:44 Tvöfalda liðsstyrk öryggissveitanna Öryggissveitir undir stjórn ríkisstjórnarflokksins Hamas í Palestínu segjast ætla að tvöfalda liðsstyrk sinn, upp í 12 þúsund manns, aðeins nokkrum stundum eftir að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, sagði sveitirnar ekki samræmast lögum. Talmaður sveitanna hvatti alla "ábyrga borgara" í dag til að búa sig undir að ganga í sveitirnar. Erlent 6.1.2007 15:32 Ríkisstjórninni enn mótmælt í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í broddi fylkingar, boðar til næsta skrefs í baráttu sinni gegn sitjandi ríkisstjórn. Í næstu viku ætlar stjórnarandstaðan að lama landið með verkföllum og mótmælum, meðal annars með setuverkfalli fyrir utan fjármálaráðuneytið á þriðjudagsmorgun vegna nýrra fjárlaga. Erlent 6.1.2007 14:17 Einn Sómali látinn í skotbardögum við lögreglu Einn maður lést í skotbardögum milli sómalskra lögreglumanna og hóps manna sem mótmæltu veru eþíópískra hermanna í Mógadisjú í Sómalíu. Stjórnvöld segja lögreglu hafa svarað skothríð frá mótmælendunum en einn hafi látist úr hópi mótmælendanna. Mótmælendur hafa brennt hjólbarða og kastað grjóti í höfuðborginni í dag. Erlent 6.1.2007 13:50 Indónesíska vélin enn ófundin Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs. Erlent 6.1.2007 12:46 Lögreglukona stungin til bana í Bretlandi Bresk lögreglukona fannst látin á heimili sínu í Leicestershire og hafði verið stungin til bana, ásamt manni sem er talinn hafa verið kærasti hennar, að sögn lögreglu. Krufning sýndi að bæði létust af stungusárum. Lögreglan braust inn í íbúð konunnar eftir að fjölskylda hennar lýsti áhyggjum af því ekki náðist samband við hana. Erlent 6.1.2007 12:45 Demókratar andvígir fjölgun hermanna Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 12:21 Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu. Erlent 6.1.2007 11:30 Veðja á brúðkaup 19. júlí Bretar veðja á að konungurinn tilvonandi William Bretaprins, muni ganga að eiga unnustu sína Kate Middleton þann 19. júlí næstkomandi. Veðlánarinn William Hill er hættur að taka veðmálum um þessa dagsetningu eftir fjölmörg stór veðmál þessa efnis. Hann gæti tapað tæplega þremur milljónum ef dagsetningin reynist rétt. Erlent 6.1.2007 11:19 Óttast ólæti á Norðurbrú Lögregla í Kaupmannahöfn er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla við félagsmiðstöð róttæklinga á Norðurbrú í dag. Til óeirða kom í síðasta mánuði fyrir framan húsið eftir að yfirvöld ákváðu að róttæklingarnir yrðu að yfirgefa húsið þar sem búið var að selja það. Erlent 6.1.2007 11:00 Olíuverð hækkar á ný Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær. Erlent 6.1.2007 10:45 Átak framundan í Írak Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að íraskar öryggissveitir séu reiðubúnar að taka duglega á öryggisástandinu í Bagdad. Maliki tilkynnti þetta í hátíðarræðu á herdegi landsins. Þá varaði hann við erlendri gagnrýni á aftöku Saddams Hússeins og sagðist myndu endurskoða samskipti við ríkisstjórnir sem settu út á aftökuna. Erlent 6.1.2007 10:30 Mótmæli í Mogadishu Upplausn ríkir í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að stjórnarher Sómalíu og eþíópískar hersveitir ráku herskáa íslamista á brott þaðan á dögunum. Í morgun mótmæltu hundruð borgarbúa hernámi Eþíópíumannanna með því að brenna hjólbarða og kasta grjóti. Erlent 6.1.2007 10:30 Demókratar andvígir fjölgun Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 09:52 „Ekki setja manneskju í þvottavélina.“ Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina." Erlent 5.1.2007 23:30 Bush hættur að nudda aðra þjóðarleiðtoga George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar. Erlent 5.1.2007 23:15 Braust inn og kláraði barinn Þjófur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum skildi eftir fleiri vísbendingar en hafði ætlað sér því hann fékk sér nokkra drykki úr barnum í húsinu sem hann braust inn í og drapst því næst áfengisdauða á stofugólfinu. Erlent 5.1.2007 23:00 Ban Ki-moon ræðir ástandið í Darfur Ban Ki-moon hitti í dag sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna í Darfur sem og fulltrúa Afríkusambandsins til þess að reyna að blása lífi í friðarviðræður í Darfur. Eftir fundinn hvöttu þeir til þess að einhugur yrði varðandi á meðal aðila öryggisráðsins um hvað ætti að gera í Darfur. Erlent 5.1.2007 22:45 « ‹ ›
Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins. Erlent 7.1.2007 13:00
Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. Erlent 7.1.2007 12:30
Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. Erlent 7.1.2007 12:09
Ísraelsmenn ráðgera kjarnavopnaárás gegn Íran Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran. Erlent 7.1.2007 01:53
Ísrael með áætlun um kjarnorkuárás á Íran Breska blaðið Sunday Times skýrir frá því á morgun, að Ísraelsmenn hafi samið leynilega áætlun um kjarnorkuárás á staði í Íran, þar sem úran sé auðgað, að því er The DrudgeReport fréttasíðan hefur eftir heimildum innan breskra fjölmiðla. Erlent 6.1.2007 22:58
Dani myrti fyrrverandi sambýliskonu og tvö börn 32ja ára danskur maður var handtekinn í Sønderborg í Danmörku í dag grunaður um morðin á fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra. Börnin voru fjögurra og sex ára. Ódæðið átti sér stað að heimili mæðginanna en málið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku. Erlent 6.1.2007 20:35
Drekarnir leyfðir á ný Flugdrekaflug hefur verið leyft á ný í Punjab-héraði í Pakistan, fyrir hina árlegu Basant vorhátíð í febrúar. Strangar reglur munu hins vegar gilda um keppnina þar sem glerhúðaðir eða stálstyrktir drekastrengir hafa á liðnum árum valdið alvarlegum meiðslum og jafnvel gert fólk höfðinu styttra. Erlent 6.1.2007 20:27
Nýársbarnið ekki af réttu þjóðerni Auglýsingaherferð leikfangaverslunarinnar Toys "R" Us hefur snúist í höndunum á versluninni eftir að nýársbarni New York borgar var neitað um verðlaun í keppni sem verslunin efndi til á þeim forsendum að kínversk móðir barnsins hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Erlent 6.1.2007 20:00
Abbas bannar sveitir Hamas Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Makmúd Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir. Erlent 6.1.2007 18:45
Frábiður sér gagnrýni Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Erlent 6.1.2007 18:24
Þýskir flugumferðarstjórar hóta verkfalli Flugumferðarstjórafélag Þýskalands sagði í dag að verkfall væri líklegt innan 100 klukkustunda, eða fjögurra sólarhringa. Flugmálastjórn Þýskalands Deutsche Flugsicherung boðaði hins vegar til frekari samningaviðræðna og hyggst kalla til sáttasemjara til að leysa deiluna. Verkfall myndi þýða tafir fyrir hundruð þúsunda ferðalanga. Erlent 6.1.2007 17:07
13 létust í demantanámu Minnst 13 manns létust þegar demantanáma hrundi í Kongó í gær. 13 lík fundust í gær en sveitarstjórinn segir að verið sé að leita í rústunum, hvort einhverjir fleiri hafi lent í slysinu. Þrír komust lífs af í slysinu en náman er 15 metra djúpur, opinn skurður. Erlent 6.1.2007 16:44
Tvöfalda liðsstyrk öryggissveitanna Öryggissveitir undir stjórn ríkisstjórnarflokksins Hamas í Palestínu segjast ætla að tvöfalda liðsstyrk sinn, upp í 12 þúsund manns, aðeins nokkrum stundum eftir að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, sagði sveitirnar ekki samræmast lögum. Talmaður sveitanna hvatti alla "ábyrga borgara" í dag til að búa sig undir að ganga í sveitirnar. Erlent 6.1.2007 15:32
Ríkisstjórninni enn mótmælt í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í broddi fylkingar, boðar til næsta skrefs í baráttu sinni gegn sitjandi ríkisstjórn. Í næstu viku ætlar stjórnarandstaðan að lama landið með verkföllum og mótmælum, meðal annars með setuverkfalli fyrir utan fjármálaráðuneytið á þriðjudagsmorgun vegna nýrra fjárlaga. Erlent 6.1.2007 14:17
Einn Sómali látinn í skotbardögum við lögreglu Einn maður lést í skotbardögum milli sómalskra lögreglumanna og hóps manna sem mótmæltu veru eþíópískra hermanna í Mógadisjú í Sómalíu. Stjórnvöld segja lögreglu hafa svarað skothríð frá mótmælendunum en einn hafi látist úr hópi mótmælendanna. Mótmælendur hafa brennt hjólbarða og kastað grjóti í höfuðborginni í dag. Erlent 6.1.2007 13:50
Indónesíska vélin enn ófundin Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs. Erlent 6.1.2007 12:46
Lögreglukona stungin til bana í Bretlandi Bresk lögreglukona fannst látin á heimili sínu í Leicestershire og hafði verið stungin til bana, ásamt manni sem er talinn hafa verið kærasti hennar, að sögn lögreglu. Krufning sýndi að bæði létust af stungusárum. Lögreglan braust inn í íbúð konunnar eftir að fjölskylda hennar lýsti áhyggjum af því ekki náðist samband við hana. Erlent 6.1.2007 12:45
Demókratar andvígir fjölgun hermanna Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 12:21
Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu. Erlent 6.1.2007 11:30
Veðja á brúðkaup 19. júlí Bretar veðja á að konungurinn tilvonandi William Bretaprins, muni ganga að eiga unnustu sína Kate Middleton þann 19. júlí næstkomandi. Veðlánarinn William Hill er hættur að taka veðmálum um þessa dagsetningu eftir fjölmörg stór veðmál þessa efnis. Hann gæti tapað tæplega þremur milljónum ef dagsetningin reynist rétt. Erlent 6.1.2007 11:19
Óttast ólæti á Norðurbrú Lögregla í Kaupmannahöfn er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla við félagsmiðstöð róttæklinga á Norðurbrú í dag. Til óeirða kom í síðasta mánuði fyrir framan húsið eftir að yfirvöld ákváðu að róttæklingarnir yrðu að yfirgefa húsið þar sem búið var að selja það. Erlent 6.1.2007 11:00
Olíuverð hækkar á ný Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær. Erlent 6.1.2007 10:45
Átak framundan í Írak Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að íraskar öryggissveitir séu reiðubúnar að taka duglega á öryggisástandinu í Bagdad. Maliki tilkynnti þetta í hátíðarræðu á herdegi landsins. Þá varaði hann við erlendri gagnrýni á aftöku Saddams Hússeins og sagðist myndu endurskoða samskipti við ríkisstjórnir sem settu út á aftökuna. Erlent 6.1.2007 10:30
Mótmæli í Mogadishu Upplausn ríkir í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að stjórnarher Sómalíu og eþíópískar hersveitir ráku herskáa íslamista á brott þaðan á dögunum. Í morgun mótmæltu hundruð borgarbúa hernámi Eþíópíumannanna með því að brenna hjólbarða og kasta grjóti. Erlent 6.1.2007 10:30
Demókratar andvígir fjölgun Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Erlent 6.1.2007 09:52
„Ekki setja manneskju í þvottavélina.“ Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina." Erlent 5.1.2007 23:30
Bush hættur að nudda aðra þjóðarleiðtoga George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar. Erlent 5.1.2007 23:15
Braust inn og kláraði barinn Þjófur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum skildi eftir fleiri vísbendingar en hafði ætlað sér því hann fékk sér nokkra drykki úr barnum í húsinu sem hann braust inn í og drapst því næst áfengisdauða á stofugólfinu. Erlent 5.1.2007 23:00
Ban Ki-moon ræðir ástandið í Darfur Ban Ki-moon hitti í dag sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna í Darfur sem og fulltrúa Afríkusambandsins til þess að reyna að blása lífi í friðarviðræður í Darfur. Eftir fundinn hvöttu þeir til þess að einhugur yrði varðandi á meðal aðila öryggisráðsins um hvað ætti að gera í Darfur. Erlent 5.1.2007 22:45