Erlent

Mistókst að ráða al-Qaida liða af dögum

Banaríkjamönnum mistókst að ráða þrjá háttsetta al-Qaida liða af dögum í Sómalíu með loftárásum í upphafi viku að því er AP-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni.

Erlent

Segja vinstrisinnaðan skæruliðahóp standa á bak við árás

Vinstrisinnaði skæruliðahópurinn Byltingarbaráttan er sagður hafa staðið á bak við flugskeytaárásina á bandaríska sendiráðið í Aþenu í morgun. Menn sem ekki vildu geta nafns síns hringdu í lögreglu og greindu frá því að því er almannaregluráðuneyti Grikklands greindi frá í nú morgun.

Erlent

Olíuverð heldur áfram að lækka

Hráolíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og fór tunnan niður fyrir 52 dollara vestanhafs. Leita þarf langt aftur í tímann til að finna jafn lágt verð. Talsmenn OPEC olíuútflutningsríkjanna eru sagðir hafa miklar áhyggjur af þróun mála og talið er að þeir samþykki innan tíðar að draga úr framleiðslu í þeirri von að við það muni verðið hækka á ný.-

Erlent

Stjórnlaust flutningaskip ógnar borpollum í Norðursjó

Litlu mátti muna að stórt flutningaskip með rúmlega 4000 tonn af áburði rækist á gasborpall í Norðursjó í gærkvöld eftir að vél skipsins bilaði. Mjög slæmt veður var á þeim slóðum þar sem skipið bilaði og rak það hratt í átt að borpallinum. Reyndu skipverjar að hægja á því með því að slaka niður akkeri en þurftu að draga það upp aftur þegar þeir nálguðust pallinn af ótta við að akkerið skemmdi gasleiðslur.

Erlent

Sjö af hverjum tíu andvígir því að senda fleiri hermenn

Áætlanir George Bush Bandaríkjaforseta um að senda rúmlega tuttugu þúsund hermenn til viðbótar til Íraks á næstu vikum virðast ekki hafa mikinn hljómgrunn meðal bandarísks almennings ef marka má skoðanakönnun sem AP-fréttastofan gerði eftir að Bush kynnti áætlanir sínar í fyrrakvöld.

Erlent

Flugskeyti skotið á sendiráð Bandaríkjanna í Aþenu

Flugskeyti var í morgun skotið á sendiráð Bandaríkjamanna í Aþenu í Grikklandi án þess þó að nokkurn sakaði. Eftir því sem haft er eftir grísku lögreglunni var því skotið úr húsi beint á móti sendiráðinu og lenti skeytið á salerni á þriðju hæð sendiráðsins.

Erlent

Ortega snýr aftur til valda

Enn ein vinstrikempan bættist í hóp þjóðarleiðtoga í Mið- og Suður-Ameríku á þriðjudag þegar Daniel Ortega tók við forsetambætti í Níkaragva. Hugo Chavez og Evo Morales mættu til að fagna.

Erlent

Þjóðarkreppa

Að mati forsætisráðherra Póllands stendur landið frammi fyrir „þjóðarkreppu“ eftir að nýskipaður erkibiskup sagði af sér í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa sýnt öryggislögreglu kommúnistastjórnarinnar samstarfsvilja á sínum tíma.

Erlent

Varað við frjókornasvifi

Óvenjuleg hlýindi það sem af er vetri valda ýmsum vanda á meginlandi Evrópu. Í Austurríki hafa ofnæmissjúklingar verið varaðir við því að frjó séu nú að þroskast á trjám sem að öllu jöfnu gerist ekki fyrr en að áliðnu vori. Og vetrardvalarstaðir í Ölpunum horfa fram á mikinn tekjumissi vegna snjóleysis.

Erlent

Dæmdur forseti í veislunni

Pétur Steinsen nemi er búsettur í Níkaragva og fylgdist vel með embættistöku Ortega. Hann segir mikla öryggisgæslu, steikjandi hita, spilltan stjórnmálamann og sigurvímu vinstrimanna hafa sett svip sinn á hátíðahöldin.

Erlent

Hætt komin vegna reyks

Þegar sex manna fjölskylda gat ekki búið lengur inni á ættingjum og vinum hvarf hún bókstaflega ofan í jörðina.

Erlent

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, byrjar nýtt kjörtímabil á tveimur afar umdeildum málum, heilbrigðisþjónustu og fangelsismálum. Það gæti komið niður á vinsældum hans frá fyrra kjörtímabili. Hyggst hann hækka lágmarkslaun og lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Erlent

Ræðu Bush tekið heldur fálega

Áform George W. Bush Bandaríkjaforseta um að senda 20 þúsund hermenn til Íraks í viðbót hafa fengið heldur kuldalegar móttökur frá ráðamönnum í Evrópu.

Erlent

Brak vélarinnar fannst loksins

Brak farþegaþotunnar, sem leitað hefur verið að síðan hún hvarf af ratsjám í óveðri fyrir tíu dögum, fannst í Indónesíu í fyrradag þegar sjómaður dró stórt málmstykki úr sjó í norðausturhluta Indónesíu.

Erlent

Fimm ára fangelsi

Fimm ár voru í gær liðin frá því að 20 fyrstu fangarnir komu í fangabúðirnar í herstöð Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Í dag er næstum 400 manns haldið þar föngnum án ákæru, vegna gruns um tengsl við al-Kaída og talibana.

Erlent

Bandaríkjamenn handtaka sex Írani

Íraski herinn skýrði frá því í kvöld að alþjóðlegt herlið undir forystu Bandaríkjamanna hneppti í dag sex Írana í varðhald eftir að hafa ráðist á ræðismannsskrifstofu Írans í borginni Irbil. Bandaríski herinn sagðist hafa handtekið sex manns á sama svæði en minntist ekkert Írana eða ræðismannsskrifstofu.

Erlent

Prestur dæmdur til dauða

Hæstiréttur í Nígeríu hefur dæmt prest til dauða fyrir að hafa brennt sex konur en ein af þeim lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Presturinn, sem kallaður er séra Kóngur, var fundinn sekur um fimm morðtilraunir og eitt morð.

Erlent

Bloggarar metnir til jafns við fjölmiðla

Réttaryfirvöld í Washington í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leyfa bloggurum að fylgjast með réttarhöldunum yfir Lewis Libby, fyrrum aðstoðarmanni Dick Cheney, til jafns við hefðbundna fjölmiðla. Munu þeir fá alls fjögur sæti við réttarhöldin en búist er við því að Cheney eigi eftir að bera vitni við þau.

Erlent

Samúræji til bjargar!

Lögreglan í bænum South Shields í Bretlandi er að reyna að hafa upp á dularfullum samúræja sem birtist upp úr þurru og hjálpaði tveimur lögreglumönnum að verjast þremur vopnuðum glæpamönnum og handtaka þá. Dularfulli samúræjinn hvarf síðan út í næturmyrkrið, sporlaust.

Erlent

Klósettfiskabúr?

Þeir sem ætla sér að endurnýja baðherbergið hjá sér á næstunni gætu haft áhuga á því nýjasta í bransanum, klósett sem er líka fiskabúr. Klósettið, sem á frummálinu er kallað „Fish 'n Flush“, er gegnsætt og samanstendur af vatnskassa og fiskabúri.

Erlent

Átök í Líbanon

Vígamenn múslima og líbanskar hersveitir börðust í dag í suðurhluta Líbanon og þurftu hundruð manna að flýja heimili sín vegna þess. Hefur fólkið meðal annars leitað sér hælis í moskum nálægt heimilum sínum. Samkvæmt heimildum meiddust tveir hermenn þegar á þá var skotið við leit í bíl og varð það upphafið að átökunum.

Erlent

NATO banar 150 talibönum

Norðuratlantshafsbandalagið (NATO) skýrði frá því í dag að það hefði banað allt að 150 vígamönnum talibana í bardögum í austurhluta Afganistan síðastliðna daga. Herlið frá Pakistan hjálpaði til við undirbúning bardagans.

Erlent

Bangladesh frestar kosningum

Yfirvöld í Bangladesh hafa frestað umdeildum kosningum sem áttu að fara fram þann 22. janúar næstkomandi þar sem forseti millibilsstjórnar landsins sagði af sér í dag. Ástæðan fyrir afsögn hans er talin vera mikil gagnrýni á hann fyrir að undirbúa kosningarnar ekki nógu vel en talið er að afsögn hans eigi eftir að draga úr óstöðugleika í landinu.

Erlent

Refsiaðgerðir hafa ekki áhrif á Íran

Yfirmaður leyniþjónustna Bandaríkjanna, John Negroponte, sagði í ræðu í öldungadeild Bandaríska þingsins í kvöld að Íran gæti staðið af sér þær efnhagsþvinganir sem alþjóðasamfélagið hefur sett á landið. Bandaríkjastórn bindur einmitt vonir við hið andstæða, nefnilega að Íran eigi eftir að láta undan þrýstingnum og hætta við kjarnorkuverkefni sín.

Erlent

Þingið rýmkar lög um stofnfrumurannsóknir

Bandaríska þingið, sem nú er undir stjórn demókrata, greiddi í dag atkvæði með þeirri tillögu að aflétta takmörkunum á fjármögnun stofnfrumurannsókna sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði áður sett.

Erlent

Gates segir aukninguna til skamms tíma

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, sagði við fréttamenn í dag að hann búist við því að aukningin á hermönnum í Írak myndi aðeins vara í nokkra mánuði fremur en ár.

Erlent

Búist við árekstri skips og borpalls í Norðursjó

Björgunarsveitir þurfa að sækja starfsmenn olíuborpalls á Norðursjó þar sem stjórnlaust skip er við það rekast á hann samkvæmt fréttum frá strandgæslunni í Bretlandi. Alls voru 30 starfsmenn á borpallinum og er þegar búið að flytja 20 þeirra í land með þyrlum.

Erlent

Ruddust inn á ræðismannsskrifstofurnar

Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag.

Erlent

Engin hætta á ferðum í Lundúnum

Pakkinn sem varð til þess að breska lögreglan lokaði fjölfarinni götu í miðborg Lundúna í dag var ekki hættulegur. Lögregla rannsakaði málið og komst að því að ekki var um sprengju eða annað slíkt að ræða og var hann því fjarlægður og er nú verið að opna götuna á ný.

Erlent