Erlent

Alheimsátaki gegn holdsveiki ýtt úr vör

Holdsveikisjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk ýttu í gær úr vör alheimsátaki gegn holdsveiki og ekki hvað síst gegn fordómum gegn holdsveikum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru holdsveikisjúklingar í kringum hálf milljón í heiminum.

Erlent

Handteknir fyrir ruslpóstsendingar

Tveir suðurkóreskir forritarar hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa sent út 1,6 milljarða af ruslbréfum á netföng samlanda sinna. Þetta brýtur í bága við verslunarlög landsins. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa selt netföng 12 þúsund Suður-Kóreumanna fyrir 7,3 milljónir íslenskra króna.

Erlent

Mikil öryggisgæsla vegna asjúra-hátíðar sjíamúslima

Mikil öryggisgæsla er víða í arabaheiminum í dag þar sem ein helsta hátíð sjíamúslima, asjúra-hátíðin, er að hefjast. Í pakistönsku borginni Quetta var varalið lögreglu og öryggissveita kallað út til varúðar, þar sem ofbeldi milli sjía og súnnímúslima hefur aukist í landinu undanfarið.

Erlent

Danir ósáttir við að fá ekki miða á landsleikinn í dag

Stuðningsmenn danska landsliðsins í handbolta eru óhressir með það að það skyldi hafa verið orðið uppselt á leik Dana og Íslendinga í dag, áður en vitað var hvaða lið myndu takast á í þessum leik. Mun færri danskir stuðningsmenn komast á leikinn en hefðu viljað, að sögn Jótlandspóstsins.

Erlent

Hamas og Fatah samþykktu vopnahlé í nótt

Palestínsku fylkingarnar Hamas og Fatah samþykktu vopnahlé sín á milli í gærkvöldi, sem tók gildi klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Rétt eftir að vopnahléð tók gildi heyrðist skothríð bergmála um Gaza-borg en ekki hefur frést af neinu mannfalli eða særðum mönnum.

Erlent

Viðræður við N-Kóreu halda áfram 8. febrúar

Viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verður fram haldið þann 8. febrúar í Peking. Þetta tilkynnti utanríkisráðuneyti Kína í morgun. Viðræður sex landa báru engan árangur í desember síðastliðnum enda strandaði þar á peningaágreiningi milli Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna.

Erlent

Hamas og Fatha semja um vopnahlé

Meðlimir Hamas-samtakanna og Fatha-hreyfingarinnar í Palestínu hafa samþykkt vopnahlé. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir Mahmoud al-Zahar, utanríkisráðherra Palestínu, en fylkingarnar ætla að leggja niður vopn sín klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Erlent

Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi

Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum.

Erlent

Sprengdi upp bakarí

Samtökin Heilagt stríð og al-Aqsa-herdeildirnar hafa bæði lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í bænum Eilat í Ísrael í dag. Fjórir létu lífið í tilræðinu, sem er það fyrsta í landinu í níu mánuði.

Erlent

Forseti Sudan hundsaður í formannsembætti

Enn hefur verið gengið framhjá Omar al-Bashir forseta Súdan sem næsta formanns Afríkusambandsins vegna átakanna í Darfur. Komið var að Bashir að taka við embættinu, en í stað hans er það John Kufuor forseti Ghana sem hlýtur heiðurinn. Afríkuríkið Chad hafði hótað að segja sig úr samtökunum ef Bashir yrði formaður þeirra.

Erlent

Hillary klaufaleg á blaðamannafundi

Hillary Clinton forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum fékk óvænt viðbrögð á fjöldafundi í Iowa í Bandaríkjunum í gær, vegna ummæla sem hún viðhafði um hæfni sína til að meðhöndla illa menn. Hillary byrjaði fundinn á alvarlegum nótum og sagðist vera í forsetaslagnum af alvöru, hún ætlaði að vinna. Hún gagnrýndi George Bush Bandaríkjaforseta harðlega fyrir stríðið í Írak.

Erlent

Nýtt Windows fer í sölu á morgun

Sala hefst á morgun á nýrri útgáfu af Windows stýrikerfinu frá Microsoft, Windows Vista. Búist er við að um 100 milljón tölvur verði komnar með nýja stýrikerfið innan 12 mánaða. Þetta er um 15% þeirra tölva sem nú keyra á XP stýrakerfinu. Viðmót og öryggismál, eru meðal þess sem bætt hefur verið í nýju útgáfunni, sem verður markaðssett í þremur gerðum. Lágmarksbúnaður til að keyra Vista er 512 Mb af innra minni, 800 megaherza örgjörvi og 15 Gígabita pláss á harða diskinum. 128MB af skjáminni er líka nauðsynlegt til að nýta þrívíddarútlit glugganna í nýja viðmótinu. Uppfærsla í Vista úr Windows XP kostar á bilinu 15 til 20 þúsund krónur hér á landi.

Erlent

Fyrsta málið staðfest hjá sakamáladómsstólnum í Haag

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag ákvað í dag að næg sönnunargögn væru gegn leiðtoga og liðsmanni í Kongólska hernum til að hefja fyrsta mál dómstólsins. Ákvörðunin staðfestir ákæru gegn Thomas Lubanga um að hafa skráð börn í herinn sem hermenn. Hún markar þáttaskil fyrir dómstólinn sem var komið á fót árið 2002 og er ætlað að vera varanlegur alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll.

Erlent

Fimmtán manna áhöfn bjargað

Sex skipverjum var bjargað úr spænskum togara um borð í breska herþyrlu við Scilly eyjur, 45 kílómetra frá Cornwall á Suðvesturodda Bretlands í dag. Sexmenningarnir urðu eftir fyrr í dag þegar níu manns var bjargað. Flogið var með þá til Brest í Norður Frakklandi. Fyrsta tilraun þyrlunnar til aðstoðar var að koma pumpu um borð í skipið sem er spænskt og heitir Mareton, en hjálparkall barst frá skipinu eftir að það fékk á sig sjó um 160 mílur vestur af Scilly eyjum.

Erlent

Kína varar við víni og konum

Yfirvöld í Kína hafa varað ríkisstjórnina og starfsmenn Ólympíuleikanna við því að taka þátt í spillingu eða siðlausri hegðun þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Peking árið 2008. Kommúnistaflokkurinn í Peking varaði embættismenn og opinbera starfsmenn við því að dreifa orku sinni í vín eða konur. Haft er eftir kínverska dagblaðinu, the China Daily, að fylgst verði með embættismönnum og hvort lífstíll þeirra sé nægilega ábyrgur.

Erlent

Verkfalli aflýst hjá British Airways

Tveggja daga verkfalli flugliða hjá breska flugfélaginu British Airways hefur verið aflýst. Samningar náðust nú eftir hádegið milli félagsins og flugliða um aðalatriði deilunnar. Verkfallið var fyrirhugað frá miðnætti í kvöld til miðnættis á miðvikudagskvöld. Sættir um laun og veikindadaga tókust loks í dag. Þrátt fyrir að verkfallinu hafi verið aflýst er gert ráð fyrir einhverjum truflunum á flugi.

Erlent

Gámar fjarlægðir af strandaða flutningaskipinu

Fjöldi björgunarbáta hóf í dag að fjarlægja meira en tvö þúsund gáma af flutningaskipinu MSC Napoli, sem strandaði undan ströndum Devon á Englandi 19 janúar. Risastór fljótandi krani er notaður til að færa gámana, sem innihalda allt frá barnableyjum til mótorhjóla. Verkið er bæði tímafrekt og vandasamt, en skipið má ekki breyta um stöðu þegar gámarnir eru teknir af því.

Erlent

Þrír dagar í reykingabann í Frakklandi

Frá og með 1. febrúar næstkomandi verður bannað að reykja í opinberum stöðum, nema á kaffihúsum og veitinga- og skemmtistöðum í Frakklandi. Veitingasalar hafa ár til að aðlagast, þar verður bannað að reykja 1. febrúar á næsta ári. Reykingabannið mun breyta ásýnd Frakklands þar sem löngum hefur búið ein mesta reykingaþjóð Evrópu.

Erlent

Allt stefnir í verkfall hjá British Airways

Allt útlit er fyrir að tveggja daga verkfall starfsmanna breska flugfélagsins British Airways hefjist á morgun. Flugfélagið hefur þegar aflýst 1.300 flugferðum, þar á meðal til og frá Íslandi.

Erlent

Á fleygiferð í bíl í Illum

Stórverslunin Illum á Strikinu í Kaupmannahöfn hefur eflaust líkst tökustað kvikmyndar í gærkvöld þegar tveir menn óku bifreið inn í verslunina og reyndu að ræna skartgripadeildina þar.

Erlent

Þrenn samtök lýsa ábyrgð

Þrenn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í Rauðahafsbænum Eilat í Ísrael í morgun. Þrír létu lífið í árásinni en hún var gerð í bakaríi í bænum, sem er fjölsóttur af ferðamönnum.

Erlent

Yfir 300 uppreisnarmenn féllu í bardögum

Að minnsta kosti 300 uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í heiftarlegum átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Najaf-héraði undanfarinn sólarhring. Að minnnsta kosti fimm íraskir hermenn liggja í valnum eftir átökin og tveir bandarískir.

Erlent

UNICEF þarf 43 milljarða til að sinna neyð

Í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2007, sem kynnt var í dag, kemur fram að UNICEF þurfi rúmlega 43 milljarða til að aðstoða börn og konur á 33 neyðarsvæðum víða um heim. Verkefnin eru bæði í Darfur en eins í löndum sem fá minni fjölmiðlaathygli á borð við Haítí, Eritreu og Mið-Afríkulýðveldið.

Erlent

Lítill hestur er mikil hjálp

Panda hefur allt sem maður gæti óskað sér í gæludýri og blindrahesti. Hún verndar eiganda sinn Ann Eide, lætur vita þegar hún þarf að gera stykkin sín, er ávallt viðbúin og elskar að elta hluti. Smáhesturinn Panda í Betlehem, New York, hefur hjálpað Eide, 58 ára, að komast ferða sinna í borgum og sveitum frá árinu 2003. Edie heyrði fyrst um blindrahesta árið 2000, en þá var hún með blindrahund.

Erlent

Ástralir drekki endurunnið skolp

Íbúar í Queensland í Ástralíu munu bráðlega fá endurunnið skolpvatn í kranavatninu, að því er fylkisstjórinn hefur sagt. Hugmyndin nýtur afar lítilla vinsælda hjá íbúunum en fylkisstjórinn segir engra annarra kosta völ og sama muni eflaust eiga við um fleiri fylki Ástralíu á næstu árum.

Erlent

Hugsanleg brot Ísraelsmanna á vopnalögum

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna birtir Bandaríkjaþingi bráðabirgðaskýrslu í dag um það hvort vopnalög Bandaríkjanna hafi verið brotin þegar Ísraelar vörpuðu klasasprengjum, framleiddum í Bandaríkjunum, á íbúðabyggð í Líbanon síðastliðið sumar.

Erlent

46 grunaðir Al Kaída liðar í haldi í Tyrklandi

Tyrkneska lögreglan hefur 46 manns í haldi vegna gruns um tengsl við Al Kaída, að því er ríkisfréttastofan Anatolian greinir frá. Tyrkneska lögreglan ræðst reglulega gegn grunuðum hryðjuverkamönnum, eftir að 60 manns létu lífið í sjálfsmorðsárásum sem Al Kaída liðar stóðu fyrir.

Erlent

Óttast fleiri fuglaflensutilfelli í Ungverjalandi

Óttast er að fleiri fuglaflensutilfelli séu komin upp í Ungverjalandi. Sýni úr gæsum eru í rannsókn eftir að hið banvæna afbrigði veirunnar H5N1 greindist á gæsabúi í síðustu viku. Tæplega 10 þúsund gæsum hefur verið slátrað, að sögn landbúnaðarráðuneytis landsins.

Erlent

Allir skólar lokaðir í Líbanon

Allir skólar í Líbanon verða lokaðir fram á miðvikudag eða fimmtudag eftir mannskæða bardaga við Arabíska háskólann í Beirút á fimmtudag. Kennsla hefst á ný í háskólum á miðvikudag en aðrir skólar verða lokaðir fram á fimmtudag. Menntamálaráðherra Líbanons tilkynnti þetta í morgun, að því er líbanska dagblaðið Daily Star greinir frá. Fjórir létust í bardögum á fimmtudaginn.

Erlent