Erlent

Næst gerum við samstundis loftárás

Nýr varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir að þeir muni þegar í stað og án nokkurs hiks gera loftárásir á Norður-Kóreu ef landið geri sig sekt um enn eina árásina.

Erlent

Lokuðu Fílabeinsströndinni

Stjórnarherinn á Fílabeinsströndinni hefur lokað landamærum landsins og vísað öllum erlendum fjölmiðlamönnum úr landi. Spennan í landinu er gríðarleg en þar voru haldnar forsetakosningar nýverið og úrslitanna hefur verið beðið með óþreyju.

Erlent

Kuldinn herjar enn á Evrópubúa

Evópubúar búa enn við kulda og fannfergi og spáin fyrir helgina gerir ekki ráð fyrir að sólin láti sjá sig í bráð. Allt að 28 hafa látist víðsvegar um álfuna í atvikum sem rakin eru til veðursins og þúsundir hafa verið innlyksa eftir að vegum hefur verið lokað og samgöngur raskast. Á Balkanskaga hafa mikil flóð þröngvað þúsund manns til þess að yfirgefa heimili sín. Flest dauðsföll vegna kuldans hafa verið í Póllandi enda hefur frostið mælst allt að þrjátíu og þremur gráðum þar í landi.

Erlent

Tugir farast í skógareldum

Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels.

Erlent

Styttist í samninga um eftirlit

Þótt litlar líkur séu á að samkomulag takist á sextándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, þá hafa Bandaríkjamenn og Kínverjar að mestu náð saman um það hvernig eftirliti með útblæstri verður háttað.

Erlent

Milljónir urðu strandaglópar

Milljónir manna komust hvergi og þurftu að fresta ferðum sínum þegar loka þurfti flugvöllum og tafir urðu á lestarsamgöngum víðs vegar um Evrópu vegna snjóa og kulda í gær.

Erlent

Vilja fá dómsmál fellt niður

„Eitt af helstu viðfangsefnum bandaríska sendiráðsins í Madríd undanfarin sjö ár hefur verið að reyna að fá fellt niður sakamál gegn þremur bandarískum hermönnum, sem sakaðir eru um að hafa drepið spænskan sjónvarpstökumann,“ segir spænska dagblaðið El Pais, sem hefur upplýsingar um þetta úr leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar.

Erlent

Sonur minn, ræninginn

Danskir foreldrar tóku ákveðið á málinu þegar þeir komust að því að 18 ára gamall sonur þeirra hafði framið vopnað rán.

Erlent

Gætið að félögum ykkar

Þessa dagana fer saman í Danmörku fimbulkuldi og jólapartí fyrirtækja. Í þessum jólapartíum á fólk það til að fá sér einum of mikið neðan í því.

Erlent

Byggðu 16 hæða hótel á tæpum sex dögum

Hraði uppbyggingarinnar í Kína síðustu ár hefur ekki farið framhjá neinum. Einhverskonar met hlýtur þó að hafa verið sett þar á dögunum þegar sextán hæða hótel var byggt á fimm dögum og sextán klukkutímum.

Erlent

Verði Cheryl Cole dómari í X-Factor þarf að texta hana

Framleiðendur X-Factor sjónvarpsþáttarins í Bandaríkjunum eru í vandræðum. Girls Aloud stjarnan Cheryl Cole kemur sterklega til greina sem einn af dómurum í þáttinn á næsta ári en samtök þýðenda segja augljóst að þá verði að texta allt sem hún segir. Samtökin létu gera könnun á málinu á meðal 226 þýðenda um heim allan og settu þeir Cheryl í fjórða sætið yfir breskar stjörnur sem erfitt er að skilja.

Erlent

40 fórust í kjarreldum í Ísrael

Minnst fjörutíu manns fórust í miklum kjarreldum í Ísrael í dag. Flestir þeirra sem fórust voru ísraelskir fangaverðir sem voru að reyna að bjarga palestinskum föngum.

Erlent

Búast við að Assange verði handtekinn í dag

Breska lögreglan, Scotland Yard, veit hvar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, heldur sig og gera ráð fyrir því að þeir geti handtekið hann síðar í dag. Þetta er fullyrt á fréttavef Daily Mail. Sænskur dómstóll gaf nýlega út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum vegna ásakana um kynferðisbrot.

Erlent

Þær földu þýfið HVAR?

Tvær konur hafa verið handteknar fyrir búðahnupl í bænum Edmond í Oklahoma í Bandaríkjunum. Svosem ekki óvenjulegt nema hvað þessar konur földu þýfið í spikfellingum á líkama sínum.

Erlent

Qantas í mál við Rolls Royce

Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að höfða mál gegn Rolls-Royce, sem framleiddi hreyflana í Airbus A380 þotur félagsins. Vélarnar fóru ekki í loftið í margar vikur eftir að einn hreyfill sprakk í loft upp rétt eftir flugtak í Singapore. Qantas segir að málshöfðunin sé til öryggis, náist ekki sátt í málinu. Félagið hefur hafið notkun á tveimur Airbus A380 vélum en fjórar vélar eru enn kyrrsettar.

Erlent

Hákarl réðst á fjóra ferðamenn

Strandgæslan í Egyptalandi leitar nú að hákarli sem talið er að hafi ráðist á fjóra ferðamenn síðastliðinn þriðjudag. Þeir voru að synda í skerjagarðinum í Rauðahafinu syðst á Sinai skaga.

Erlent

Vissi Putin um fyrirhugað morð?

Háttsettir bandarískir embættismenn telja vel mögulegt að Vladimir Putin hafi vitað fyrirfram um áætlanir um að myrða fyrrverandi KGB njósnara í Bretlandi.

Erlent

Lengd fingra segir til um áhættuna

Lengd fingra karla getur gefið vísbendingu um hversu hætt þeim er við að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að þetta megi lesa úr nýrri rannsókn sem birt var í læknaritinu British Journal of Cancer Study.

Erlent

Kínverjar hvetja til sex ríkja viðræðna

„Ég veit að það varð mannfall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norðurkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmunjom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu.

Erlent

Neyðin kenndi nöktum flugfreyjum að spinna

Flugfreyjur hjá Mexíkanska flugfélaginu Mexicana dóu ekki ráðalausar þegar félagið fór á hausinn á dögunum. Þær ákváðu að ráðast í útgáfu dagatals fyrir árið 2011 þar sem þær koma fram fáklæddar með flugmannasólgleraugu. Konurnar segjast hafa viljað gera eitthvað til þessa að þyngja pyngjuna en þær fóru illa út úr gjaldþroti Mexicana eins og aðrir starfsmenn.

Erlent