Erlent

Vissi Putin um fyrirhugað morð?

Óli Tynes skrifar
Litvinenko á banabeði eftir eitrun.
Litvinenko á banabeði eftir eitrun. MYND/AP

Háttsettir bandarískir embættismenn telja vel mögulegt að Vladimir Putin hafi vitað fyrirfram um áætlanir um að myrða fyrrverandi KGB njósnara í Bretlandi. Þetta kemur fram í diplomatapóstum á WikiLeaks vefsíðunni. Putin var forseti Rússlands þegar Alexander Litvinenko var myrtur með eitri í Lundúnum árið 2006.

Böndin bárust fljótt að Rússum og David Miliband þáverandi utanríkisráðherra Bretlands rak fjóra rússneska diplomata úr landi árið 2007 þegar Rússar neituðu að framselja annan fyrrverandi KGB njósnara sem Bretar töldu hafa framið morðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×