Erlent Vegfarendur reyndu að hjálpa sprengjumanninum Fyrstu viðbrögð vegfarenda í Stokkhólmi þegar Taimour Abdulwahab sprengdi sig þar, voru að koma honum til hjálpar. Erlent 14.12.2010 10:19 „Þetta mistókst, sem betur fer.“ „Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp,“ segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer.“ Erlent 14.12.2010 08:00 Fulltrúar frá FBI aðstoða sænsku lögregluna Fulltrúar frá bandarísku alríkislögreglunni FBI eru nú á leið til Stokkhólms í Svíþjóð en þeir munu aðstoða sænsku lögregluna í rannsókn hennar á tildrögum hryðjuverkaárásarinnar í Dronninggade um síðustu helgi. Erlent 14.12.2010 07:22 Richard Holbrooke látinn Hinn þekkti bandaríski diplómat Richard Holbrooke er látinn 69 ára að aldri. Hann lést í hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Washington í gær. Erlent 14.12.2010 07:21 Mikil spenna ríkir á Ítalíu í dag Mikil spenna ríkir á Ítalíu en í dag mun neðri deild ítalska þingsins greiða atkvæði um vantraust á Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins. Erlent 14.12.2010 07:14 Fornleifafræðingar fundu 2.400 ára gamla súpu Kínverskir fornleifafræðingar hafa fundið leyfar af 2.400 ára gamalli súpu þar sem áður var Xian höfuðborg Kína til forna. Erlent 14.12.2010 06:59 Richard Branson verður flugfreyja í einn dag Sir Richard Branson, stjórnarformaður Virgin Group, hefur lofað að klæða sig upp eins og flugfreyja hjá Air Asia X og þjóna flugfarþegum á leiðinni frá London til Kuala Lumpur. Branson tapaði nefnilega veðmáli við eiganda flugfélagsins Tony Fernandes sem snérist um Formúlu1. Erlent 13.12.2010 21:00 Eiginmaðurinn hélt framhjá Leikkonan Elizabet Hurley hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, Arun Nayar, sem er sagður hafa haldið framhjá eiginkonu sinni. Erlent 13.12.2010 20:38 Sérstök lög sett fyrir Assange í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn munu að líkindum setja ný lög til þess að koma höndum yfir Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Lögspekingar hafa bent á að erfitt sé að finna stoð í núgildandi lögum fyrir ákæru á hendur honum. Erlent 13.12.2010 14:44 Chernobyl opnað ferðamönnum Yfirvöld í Úkraínu ætla á næsta ári að opna Chernobyl kjarnorkuverið fyrir ferðamenn. Lysthafendur geta þá skoðað vettvang versta kjarnorkuslyss sögunnar (Enn sem komið er) og reikað um rústir orkuversins. Erlent 13.12.2010 14:21 Alvöru da Vinci leyndarmál í augum Monu Lisu Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu. Erlent 13.12.2010 13:34 Hljóðupptaka fyrir sprengjuárás í Stokkhólmi Hryðjuverkamaðurinn sem sprengdi sjálfan sig í Stokkhólmi um helgina skildi eftir sig hljóðupptöku þar sem hann lýsir í nokkuð löngu máli ástæðunum fyrir árásinni. Erlent 13.12.2010 11:17 Vill ekki fá Kóran klerkinn í heimsókn Innanríkisráðherra Bretlands íhugar að banna bandaríska prestinum Terry Jones að koma til landsins til að flytja fyrirlestur. Terry Jones sem á sér fimmtíu manna söfnuð í heimalandinu komst í heimsfréttirnar þegar hann hótaði að brenna Kóraninn, helga bók múslima, til þess að minnast árásanna á Bandaríkin í september síðastliðnum. Erlent 13.12.2010 10:20 Sendi tölvupóst og hengdi sig Mark Madoff sonur svikahrappsins Bernards Madoff sendi tölvupóst rétt áður en hann hengdi sig á heimili sínu um helgina. Þar sagði hann meðal annars; „Enginn vill heyra sannleikann." Erlent 13.12.2010 10:14 Tvö stór flutningaskip í árekstri undan strönd Danmerkur Tvö stór flutningaskip rákust saman í morgun um 20 sjómílur vestur af bænum Hritshals við norðurodda Danmerkur. Um gámaflutningaskip er að ræða. Erlent 13.12.2010 08:00 Barack Obama og Bill Clinton læstir úti í Hvíta húsinu Þeir Barack Obama bandaríkjaforseti og Bill Clinton fyrrum forseti lentu í því á föstudag að vera læstir úti frá blaðamannaherbergi Hvíta hússins. Erlent 13.12.2010 07:56 Pólitísk örlög Silvio Berlusconi ráðast á morgun Pólitísk örlög Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu ráðast á morgun en þá verða greidd atkvæði um vantrausttilögu gegn stjórn hans á ítalska þinginu. Erlent 13.12.2010 07:51 Baðstrendur við Rauða hafið opnaðar að nýju Stjórnvöld í Egyptalandi ætli að opna aftur baðstrendur við Rauða hafið sem hafa verið lokaðar frá 5. desember eftir að hákarlaárásir kostuðu einn þýskan ferðamann lífið og særðu fjóra aðra ferðamenn alvarlega. Erlent 13.12.2010 07:50 Breska lögreglan rannsakar hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi Rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi um helgina teygir sig nú anga sína til Bretlands. Samkvæmt frétt um málið á BBC fór lögreglan í húsleit í húsi í Bedforsshire í tengslum við rannsóknina. Erlent 13.12.2010 07:47 Miklar vetrarhörkur herja á Bandaríkjamenn Miklar vetrarhörkur herja nú á íbúa í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Blindbylur geysaði í Illinois, Iowa, Michigan, Minnesota og Wisconsin um helgina. Erlent 13.12.2010 07:20 Prófessor í Álaborg gripinn með buxurnar á hælunum Prófessor við háskólann í Álaborg í Danmörku var nýlega tekinn með buxurnar á hælunum í bókstaflegri merkingu þeirra orða. Erlent 13.12.2010 07:02 Næst hægt að reyna að sex árum liðnum Japanskar geimrannsóknir urðu fyrir áfalli þegar mistókst að koma rannsóknargeimfari á sporbaug um Venus í síðustu viku. Geimfarið átti að vera á ferð í tvö ár og safna gögnum. Erlent 13.12.2010 02:00 Átta manns týndu lífi Átta manns létu lífið er smárúta sprakk nærri herbúðum NATO í suður Afganistan í gær; sex menn úr sveitum NATO létust auk tveggja afganskara hermanna. Erlent 13.12.2010 01:00 Verslun gagnrýnd fyrir að selja bjórkippuna á 144 krónur Ódýr bjór, sem verslunarkeðja í Bretlandi selur, sætir harðri gagnrýni þar í landi en þar er hægt að kaupa kippu af bjór fyrir aðeins 144 krónur, eða 79 penní. Erlent 12.12.2010 23:00 Hryðjuverkamaðurinn hugsanlega einn að verki Talið er að hryðjuverkamaðurinn í Svíþjóð, sem lést þegar hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í gærdag, hafi verið einn að verki. Tveir Svíar slösuðust í tveimur bílasprengjum í miðborg Stokkhólms í gærdag. Erlent 12.12.2010 16:15 Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdir veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir. Erlent 12.12.2010 10:38 Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir. Erlent 12.12.2010 09:46 Samkynhneigð dauðadómur í Úganda - staðan slæm í Afríku Það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhenigður í Afríku samkvæmt úttekt Washington Post um stöðu samkynhneigðra í álfunni. Þannig hafa stjónvöld í Úganda fest dauðarefsingar í lög fyrir þá sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni. Erlent 12.12.2010 06:00 Kúba á barmi gjaldþrots Kommúnistaríkið Kúba er á barmi gjaldþrots samkvæmt leyniskjölum bandrískra sendiráða sem Wikileaks hefur lekið út að undanförnu. Erlent 11.12.2010 23:00 Foxy Knoxy áfrýjar morðdómi Amanda Knox, eða Foxy Knoxy eins og hún hefur verið kölluð í breskum fjölmiðlum, hefur áfrýjað 25 ára fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir að myrða bresku námskonuna Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007. Erlent 11.12.2010 21:00 « ‹ ›
Vegfarendur reyndu að hjálpa sprengjumanninum Fyrstu viðbrögð vegfarenda í Stokkhólmi þegar Taimour Abdulwahab sprengdi sig þar, voru að koma honum til hjálpar. Erlent 14.12.2010 10:19
„Þetta mistókst, sem betur fer.“ „Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp,“ segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer.“ Erlent 14.12.2010 08:00
Fulltrúar frá FBI aðstoða sænsku lögregluna Fulltrúar frá bandarísku alríkislögreglunni FBI eru nú á leið til Stokkhólms í Svíþjóð en þeir munu aðstoða sænsku lögregluna í rannsókn hennar á tildrögum hryðjuverkaárásarinnar í Dronninggade um síðustu helgi. Erlent 14.12.2010 07:22
Richard Holbrooke látinn Hinn þekkti bandaríski diplómat Richard Holbrooke er látinn 69 ára að aldri. Hann lést í hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Washington í gær. Erlent 14.12.2010 07:21
Mikil spenna ríkir á Ítalíu í dag Mikil spenna ríkir á Ítalíu en í dag mun neðri deild ítalska þingsins greiða atkvæði um vantraust á Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins. Erlent 14.12.2010 07:14
Fornleifafræðingar fundu 2.400 ára gamla súpu Kínverskir fornleifafræðingar hafa fundið leyfar af 2.400 ára gamalli súpu þar sem áður var Xian höfuðborg Kína til forna. Erlent 14.12.2010 06:59
Richard Branson verður flugfreyja í einn dag Sir Richard Branson, stjórnarformaður Virgin Group, hefur lofað að klæða sig upp eins og flugfreyja hjá Air Asia X og þjóna flugfarþegum á leiðinni frá London til Kuala Lumpur. Branson tapaði nefnilega veðmáli við eiganda flugfélagsins Tony Fernandes sem snérist um Formúlu1. Erlent 13.12.2010 21:00
Eiginmaðurinn hélt framhjá Leikkonan Elizabet Hurley hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, Arun Nayar, sem er sagður hafa haldið framhjá eiginkonu sinni. Erlent 13.12.2010 20:38
Sérstök lög sett fyrir Assange í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn munu að líkindum setja ný lög til þess að koma höndum yfir Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Lögspekingar hafa bent á að erfitt sé að finna stoð í núgildandi lögum fyrir ákæru á hendur honum. Erlent 13.12.2010 14:44
Chernobyl opnað ferðamönnum Yfirvöld í Úkraínu ætla á næsta ári að opna Chernobyl kjarnorkuverið fyrir ferðamenn. Lysthafendur geta þá skoðað vettvang versta kjarnorkuslyss sögunnar (Enn sem komið er) og reikað um rústir orkuversins. Erlent 13.12.2010 14:21
Alvöru da Vinci leyndarmál í augum Monu Lisu Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu. Erlent 13.12.2010 13:34
Hljóðupptaka fyrir sprengjuárás í Stokkhólmi Hryðjuverkamaðurinn sem sprengdi sjálfan sig í Stokkhólmi um helgina skildi eftir sig hljóðupptöku þar sem hann lýsir í nokkuð löngu máli ástæðunum fyrir árásinni. Erlent 13.12.2010 11:17
Vill ekki fá Kóran klerkinn í heimsókn Innanríkisráðherra Bretlands íhugar að banna bandaríska prestinum Terry Jones að koma til landsins til að flytja fyrirlestur. Terry Jones sem á sér fimmtíu manna söfnuð í heimalandinu komst í heimsfréttirnar þegar hann hótaði að brenna Kóraninn, helga bók múslima, til þess að minnast árásanna á Bandaríkin í september síðastliðnum. Erlent 13.12.2010 10:20
Sendi tölvupóst og hengdi sig Mark Madoff sonur svikahrappsins Bernards Madoff sendi tölvupóst rétt áður en hann hengdi sig á heimili sínu um helgina. Þar sagði hann meðal annars; „Enginn vill heyra sannleikann." Erlent 13.12.2010 10:14
Tvö stór flutningaskip í árekstri undan strönd Danmerkur Tvö stór flutningaskip rákust saman í morgun um 20 sjómílur vestur af bænum Hritshals við norðurodda Danmerkur. Um gámaflutningaskip er að ræða. Erlent 13.12.2010 08:00
Barack Obama og Bill Clinton læstir úti í Hvíta húsinu Þeir Barack Obama bandaríkjaforseti og Bill Clinton fyrrum forseti lentu í því á föstudag að vera læstir úti frá blaðamannaherbergi Hvíta hússins. Erlent 13.12.2010 07:56
Pólitísk örlög Silvio Berlusconi ráðast á morgun Pólitísk örlög Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu ráðast á morgun en þá verða greidd atkvæði um vantrausttilögu gegn stjórn hans á ítalska þinginu. Erlent 13.12.2010 07:51
Baðstrendur við Rauða hafið opnaðar að nýju Stjórnvöld í Egyptalandi ætli að opna aftur baðstrendur við Rauða hafið sem hafa verið lokaðar frá 5. desember eftir að hákarlaárásir kostuðu einn þýskan ferðamann lífið og særðu fjóra aðra ferðamenn alvarlega. Erlent 13.12.2010 07:50
Breska lögreglan rannsakar hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi Rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi um helgina teygir sig nú anga sína til Bretlands. Samkvæmt frétt um málið á BBC fór lögreglan í húsleit í húsi í Bedforsshire í tengslum við rannsóknina. Erlent 13.12.2010 07:47
Miklar vetrarhörkur herja á Bandaríkjamenn Miklar vetrarhörkur herja nú á íbúa í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Blindbylur geysaði í Illinois, Iowa, Michigan, Minnesota og Wisconsin um helgina. Erlent 13.12.2010 07:20
Prófessor í Álaborg gripinn með buxurnar á hælunum Prófessor við háskólann í Álaborg í Danmörku var nýlega tekinn með buxurnar á hælunum í bókstaflegri merkingu þeirra orða. Erlent 13.12.2010 07:02
Næst hægt að reyna að sex árum liðnum Japanskar geimrannsóknir urðu fyrir áfalli þegar mistókst að koma rannsóknargeimfari á sporbaug um Venus í síðustu viku. Geimfarið átti að vera á ferð í tvö ár og safna gögnum. Erlent 13.12.2010 02:00
Átta manns týndu lífi Átta manns létu lífið er smárúta sprakk nærri herbúðum NATO í suður Afganistan í gær; sex menn úr sveitum NATO létust auk tveggja afganskara hermanna. Erlent 13.12.2010 01:00
Verslun gagnrýnd fyrir að selja bjórkippuna á 144 krónur Ódýr bjór, sem verslunarkeðja í Bretlandi selur, sætir harðri gagnrýni þar í landi en þar er hægt að kaupa kippu af bjór fyrir aðeins 144 krónur, eða 79 penní. Erlent 12.12.2010 23:00
Hryðjuverkamaðurinn hugsanlega einn að verki Talið er að hryðjuverkamaðurinn í Svíþjóð, sem lést þegar hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í gærdag, hafi verið einn að verki. Tveir Svíar slösuðust í tveimur bílasprengjum í miðborg Stokkhólms í gærdag. Erlent 12.12.2010 16:15
Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdir veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir. Erlent 12.12.2010 10:38
Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir. Erlent 12.12.2010 09:46
Samkynhneigð dauðadómur í Úganda - staðan slæm í Afríku Það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhenigður í Afríku samkvæmt úttekt Washington Post um stöðu samkynhneigðra í álfunni. Þannig hafa stjónvöld í Úganda fest dauðarefsingar í lög fyrir þá sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni. Erlent 12.12.2010 06:00
Kúba á barmi gjaldþrots Kommúnistaríkið Kúba er á barmi gjaldþrots samkvæmt leyniskjölum bandrískra sendiráða sem Wikileaks hefur lekið út að undanförnu. Erlent 11.12.2010 23:00
Foxy Knoxy áfrýjar morðdómi Amanda Knox, eða Foxy Knoxy eins og hún hefur verið kölluð í breskum fjölmiðlum, hefur áfrýjað 25 ára fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir að myrða bresku námskonuna Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007. Erlent 11.12.2010 21:00