Erlent

Meintir hryðjuverkamenn áfram í haldi

Níu karlmenn menn sem taldir eru hafa ætlað að ráðast á kauphöllina í London og bandaríska sendiráðið þar í borg yfir hátíðarnar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Erlent

IKEA blýantar í skurðaðgerðum

IKEA blýantar eru betur til þess fallnir að merkja fyrir skurðum á beinum en hefðbundnir tússpennar. Þetta segja tveir skurðlæknar í jólahefti breska læknablaðsins, British Medical Journal.

Erlent

Ótti í sendiráði Danmerkur

Sprengja var send með pósti til gríska sendiráðsins í Róm í gær. Starfsmenn sendiráðsins fundu sprengjuna áður en hún sprakk. Tveir slösuðust á aðfangadag þegar sams konar sprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í Róm.

Erlent

Gæti beitt eldflaugaárásum

Norður-Kórea gæti beitt eldflaugaárásum gegn skotmörkum í Suður-Kóreu á næsta ári. Sérfræðingar reikna með að stjórnvöld í Norður-Kóreu herði á hernaðarlegum ögrunum í aðdraganda valdaskipta í landinu.

Erlent

Ekki lokað í Guantanamo á næstunni

Hinar alræmdu Guantanamo fangabúðir munu ekki loka á næstunni, samkvæmt upplýsingum sem breska blaðið Telegraph hefur frá Hvíta húsinu í Washington. Vel á annað ár er liðið frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því að búðirnar myndu loka innan árs.

Erlent

Óveður í Bandaríkjunum | Myndir

Það er snjóþungt á austurströnd Bandaríkjanna. Óveður hefur geisað víða og meðal annars hafa helstu flugvellir verið lokaðir vegna óveðursins. Þúsundir manna, sem þurfa að ferðast vegna jólahátíðanna, sitja því fastir.

Erlent

Áttburamamman á leið á götuna

Nadya Suleman, sem eignaðist áttbura fyrir tveimur árum og hlaut heimsfrægð fyrir, er í vandræðum. Hún skuldar 450 þúsund dollara í húsi sem hún flutti inn í eftir fæðinguna og fyrri eigandi ætlar að krefjast þess að hún verði borin út ásamt börnum sínum 14, en konan átti sex lítil börn áður en áttburarnir komu undir. Öll komu börnin í heiminn með aðstoð gerfifrjóvgunar.

Erlent

Nýfundin tegund var áður útbreidd í Asíu

Fornmenn sem uppi voru í Síberíu fyrir meira en 30 þúsund árum blönduðust nútímamönnum. Þetta sýnir greining á erfðaefni fornmannanna og frumbyggja eyja norðaustur af Ástralíu, sem sagt er frá í nýjasta hefti vísindaritsins Nature.

Erlent

Þjófarnir elska facebook

Þjófar elska Facebook. Þar finnast nefnilega mikilvægar upplýsingar um ferðalög, frítíma og vinnutíma. Það léttir óprúttnum aðilum vinnu þeirra við innbrot, segir í grein á danska vefnum business.dk. Þar er bent á að stöðufærslur á Facebook eða Twitter geti kostað fólk flatskjá, eða jafnvel hægindastóla.

Erlent

Khodorkovsky fundinn sekur

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur um fjárdrátt af dómara í Moskvu. Khodorkovsky, sem eitt sinn var á meðal auðugustu manna heims, afplánar nú þegar átta ára fangelsisdóm fyrir fjársvik og skattaundanskot og nú gæti hann þurft að dúsa í fangelsi í sex ár til viðbótar.

Erlent

Forseti S-Kóreu herskár

Forseti Suður Kóreu hét því í ræðu sem hann hélt í morgun að sunnanmenn myndu bregðast við af fullri hörku ef norðanmenn myndu gera aðra árás í svipuðum dúr og þegar fjórir suðurkóreumenn létust í síðasta mánuði.

Erlent

Allsherjarverkfall á Fílabeinsströndinni

Stuðningsmenn Alessane Outtara, sigurvegara í forsetakosningum á Fílabeinsströndinni, hafa boðað til allsherjarverkfalls í landinu sínum manni til stuðnings en sitjandi forseti neitar að stíga til hliðar. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt Outtara sem sigurvegara kosninganna en Laurent Ghabo segir brögð hafa verið í tafli.

Erlent

Snjóbylur á austurströnd Bandaríkjanna

Snjóstormur skall á austurströnd Bandaríkjanna um helgina og hefur hann haft í för með sér miklar raskanir á samgöngum í landshlutanum. Um 1400 flugferðir féllu niður um jólahelgina þegar milljónir Bandaríkjamanna voru á faraldsfæti. Miklar umferðartafir hafa einnig verið auk þess sem tafir hafa orðið á lestarferðum. Í Maryland, New Jersey, Virginínu og Norður-Karólínu var neyðarástandi lýst yfir vegna veðursins og íbúar í Georgíu og Suður-Karólínu héldu hvít jól í fyrsta sinn í rúma öld. Upptök veðursins eru rakin til mikillar lægðar úti fyrir ströndum Norður Karólínu og hefur hún færst upp strandlengjuna eftir því sem liðið hefur á.

Erlent

Tveir látast í árás á Gasa

Ísraelsmenn skutu niður tvo Palestínumenn í loftárás á Gasa, en samkvæmt ísraelska hernum ætluðu mennirnir að koma fyrir sprengjum á öryggisgirðingu á landamærunum við Ísrael.

Erlent

Flóttamenn flýja til Líberíu

Nágrannaþjóðir Fílabeinsstrandarinnar hafa hótað að beita hervaldi gegn ríkisstjórn Gbagbo, sem heldur enn fast um stjórnartaumana þrátt fyrir að hafa tapað í nýafstöðnum kosningum.

Erlent

Störe heillaður af Wikileaks

Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir Wikileaks-málið vera forvitnilegt að mörgu leyti þar sem leyniskjölin gefi innsýn í samskipti milli ríkja.

Erlent

Konungur piparsveinanna genginn út

Konungur piparsveinanna og stofnandi Playboy tímaritsins, Hugh Hefner, trúlofaði sig á Jóladag. Hin heppna heitir Crystal Harris og er að sjálfsögðu fyrrverandi Playboy-módel, nánar tiltekið desemberstúlka 2009.

Erlent

Líkbúð í fjárhagskröggum

Heldur sérkennileg verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum á í fjárhagskröggum þessa dagana. Verslunin er rekin af dánardómstjóranum í Los Angeles og selur margvísislega hluti merktum embættinu og í anda þess.

Erlent

Síðbúinn jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi

Sterkur jarðskjálfti reið yfir borgina Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi. Skjálftinn átti uppruna sinn aðeins fimm kílómetrum frá borginni og telja jarðskjálftafræðingar að um eftirskjálfta sé að ræða.

Erlent

Íþróttir mikilvægar samfélaginu

Elísabet II, drottning Breta, gerði mikilvægi íþrótta að umfjöllunarefni sínu í árlegu jólaávarpi sem hún flutti þjóð sinni í dag. Drottningin sagði að íþróttir væru mikilvægar til þess að sameina fólk með mismunandi bakgrunn. Hún sagði að íþróttir ættu ríkan þátt í að byggja upp samfélög og skapa einingu. Í þeirri vinnu léku sjálfboðaliðar stórt hlutverk.

Erlent

Neyðarástand á flugvöllum í Evrópu

Þúsundir ferðalanga eru fastir á flugvöllum víða um Evrópu. Frost og snjókoma veldur því að flugferðum hefur verið seinkað og aflýst. Rýma varð flugstöðvarbyggingu á Charles de Gaulle flugvellinum í París í gær vegna hættu á að þak byggingarinnar myndi hrynja vegna snjóþyngsla.

Erlent