Erlent Pete Postlethwaite er látinn Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn, 64 ára að aldri. Postlethwaite, sem tilnefndur var til óskarsverðlauna árið 1994 fyrir hlutverk sitt í The Name og the Father, lést á sjúkrahúsi eftir langvinn veikindi. Erlent 3.1.2011 10:58 Herða reglur um nýtingu hvala Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hert reglur til þess að koma í veg fyrir ólöglegar hvalveiðar. Landið hætti hvalveiðum eftir samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins árið 1986. Erlent 3.1.2011 10:48 Flóðin í Queensland í Ástralíu kosta mannslíf Mikil flóð sem hrjáð hafa íbúa í Queensland í Ástralíu um helgina hafa kostað einn mann lífið og þurft hefur að flytja um 1.000 íbúa á brott frá flóðasvæðinu. Erlent 3.1.2011 07:43 Þúsundum dauðra fugla rigndi niður í Arkansas Yfirvöld í Akransas í Bandaríkjunum eru nú að rannsaka dularfullan atburð sem átti sér stað í grennd við bæinn Beebe. Þar tók að rigna niður dauðum smáfuglum í þúsunda tali á nýársdag, einkum störrum og þröstum. Erlent 3.1.2011 07:40 Öflugur jarðskjálfti í miðhluta Síle Öflugur jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter reið yfir miðhluta Síle seint í gætkvöldi. Skjálftinn fannst vel í Santiago höfuðborg landsins sem liggur tæplega 600 kílómetra norður af upptökum hans. Erlent 3.1.2011 07:29 Lögmenn kalla á breyttar áherslur Fjöldi mála sem vísað er til efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar verður að engu þar sem hún hefur ekki mannafla til að sinna auknum málafjölda. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen. Erlent 3.1.2011 05:00 Lögin með þeim strangari Reykingamenn telja margir hverjir síðasta vígið fallið en hinn eiginlega spænski tapasbar, þar sem Spánverjar og aðrir gæða sér á litlum smáréttum milli þess sem þeir soga að sér sígarettureyk, er orðinn reyklaus frá og með gærdeginum. Það sama gildir um veitingahús, skemmtistaði, spilavíti, flugvelli og jafnvel svæði utandyra þar í landi. Á bann utandyra við um svæði þar sem börn eru nærri, svo sem nálægt leikvöllum, sjúkrahúsum og skólum. Erlent 3.1.2011 04:00 Tvö hundruð þúsund hafa flúið heimili sín Ástralía, AP Rúmlega fertug kona lést þegar flóðbylgja skall á bíl hennar í vesturhluta Queensland fylkis í Ástralíu á laugardag. Lík konunnar fannst um tveimur kílómetrum frá veginum. Erlent 3.1.2011 04:00 Fjórtán þotum lagt til öryggis Rússland, AP Fjórtán rússneskar farþegaþotur af gerðinni Tu-154B hafa verið teknar úr notkun í Rússlandi meðan rannsókn stendur yfir á sprengingu sem varð í hreyfli einnar slíkrar vélar á nýjársdag. Erlent 3.1.2011 03:00 Reynt að hægja á offjölgun bíla Kína, AP Kínversk stjórnvöld reyna nú að hægja á fjölgun bifreiða í höfuðborginni Peking með nýju skráningarkerfi, sem takmarkar nýjar skráningarplötur við 20 þúsund á mánuði. Erlent 3.1.2011 02:30 Til í viðstæðulausar viðræður Ísrael, AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til að setjast niður með Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórar, til friðarviðræðna, og verði ekki staðið upp frá þeim viðræðum fyrr en samkomulag hafi tekist. Erlent 3.1.2011 00:00 William og Isabella vinsælust William og Isabella eru vinsælustu barnanöfn ársins í Danmörku samkvæmt tölfræðiskrifstofu Danmerkur. Erlent 3.1.2011 00:00 Unglingar á Gaza: „Við erum hrædd“ „Við erum hrædd," segja átta unglingar á Gaza-ströndinni, fimm strákar og þrjár stelpur, sem hafa stofnað hreyfingu gegn hernámi Ísraelsmanna og ógnarstjórn Hamas-samtakanna á svæðinu. Erlent 2.1.2011 16:28 Gífurleg flóð í Ástralíu Miklu óveðri er spáð í Queensland í Ástralíu í kvöld en flóð hafa valdið miklum hamförum á svæðinu undanfarna daga. Yfir 200 þúsund manns hafa flúið heimili sín á síðustu dögum. Erlent 2.1.2011 15:46 Vekjaraklukkan klikkaði á nýja árinu Fjölmargir iPhone-eigendur sváfu yfir sig um helgina eftir að vekjaraklukkan í símunum reyndist biluð. Í tilkynningu frá Apple segir að vekjaraklukkan hafi ekki virkað 1. og 2. janúar en búist er við því að vekjaraklukkan verði komin í lag á morgun, 3. janúar. Erlent 2.1.2011 11:21 Skotinn til bana með Coke í hendinni Rúmlega tvítugur Palestínumaður var skotinn til bana við borgina Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Það voru ísraelskir hermenn sem skutu manninn eftir að hann gekk upp að landamærastöð Ísraelsmanna með gosflösku í hendi. Erlent 2.1.2011 10:47 Reykingabann tekur gildi á Spáni Lög sem banna reykingar innanhúss taka gildi á Spáni í dag. Í erlendum miðlum kemur fram að löggöfin er einhver sú strangasta í Evrópu. Frá og með deginum í dag verður svo gott sem alls staðar bannað að reykja innandyra á Spáni. Bannið nær þó ekki til heimila fólks. Erlent 2.1.2011 07:30 Egyptar standi saman gegn hryðjuverkamönnum Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvetur Egypta til að standa saman gegn hryðjuverkamönnum. 21 lét lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk á sama tíma og kristnir Egyptir, sem eru 10% þjóðarinnar, gengu út úr kirkju í borginni Alexandríu að lokinni miðnæturmessu. Erlent 1.1.2011 23:15 Nýju ári fagnað víða Nýju ári var fagnað víða um heim í gær. Á Times-torgi í New York sveif ástin yfir vötnum, Frakkar skáluðu í kampavíni og í Brasilíu horfðu menn á flugeldasýningu niðrá strönd. Erlent 1.1.2011 18:45 Breskt fangelsi brennur eftir brennivínsdeilu Fangelsi í suðausturhluta Bretlands stendur nú ljósum logum eftir að fangar gerðu uppreisn skömmu eftir miðnætti og kveiktu í tveimur byggingum fangelsisins. Erlent 1.1.2011 16:14 Forseti Brasilíu fyrst kvenna Forsetaskipti fara fram í Brasilíu í dag þegar Dilma Rousseff tekur við sem forseti af Lula da Silva. Rousseff, sem orðin er 62 ára gömul, hefur lofað að heiðra það traust sem brasilíska þjóðin hefur sýnt henni. Forgangsverkefni hennar verður að eyða fátækt í landinu. Rousseff sat í fangelsi á 8. áratug síðustu aldar þegar hún barðist gegn herforingjastjórninni sem sat allt til ársins 1985. Erlent 1.1.2011 15:05 Sprengja sprakk fyrir utan kirkju Meira en 20 eru látnir og hátt í 80 eru særðir eftir sprengjuárás fyrir utan kirkju í borginni Alexandríu í Egyptalandi í nótt. Sprengjan sprakk þegar að kirkjugestir gengu út úr kirkjunni að lokinni miðnæturmessu. Erlent 1.1.2011 14:32 N-Kóreumenn beygðu reglurnar fyrir Beckham Breska kvikmyndin Bend it like Becham, sem fjallar um knattspyrnudrauma breskrar stúlku af indverskum uppruna, er komin í sögubækurnar fyrir að verða fyrsta vestræna myndin sem sýnd hefur verið í sjónvarpi í Norður-Kóreu. Ákveðið var að sýna myndina til þess að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að Bretar og N-Kóreumenn tóku upp formleg milliríkjasamskipti. Erlent 1.1.2011 09:00 Með kalkún í handfarangrinum Tollverði á Cardiff flugvelli rak í rogastans á dögunum þegar þeir fundu tæplega fimm kílóa kalkún í handfarangri manns sem ætlaði að eyða jólunum á Spáni. Hann tók því heldur illa að þurfa að skilja jólamatinn eftir í Cardiff og hélt því fram að það væri ómögulegt að finna þokkalegan kalkún á Spáni. Tollvörðunum varð hinsvegar ekki haggað enda harðbannað að fara með ferskt kjöt á milli landa í handfarangri. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn lagði sér til munns á jóladag. Erlent 1.1.2011 08:00 Skýstrokkur í Arkansas - þrír látnir Þrír létust þegar skýstrokkur gekk yfir smábæ í Arkansas í Bandaríkjunum í dag. Björgunarsveitarmenn vinna nú við að bjarga fólki sem festist í byggingum sem urðu fyrir storminum og er flugvöllur bæjarins lokaður vegna braks sem liggur um flugbrautina. Margir skýstrokkar hafa gengið yfir Oklahoma, Arkansas og Missouri í dag og hafa fjölmargar viðvaranir verið gefnar út. Erlent 31.12.2010 16:00 Fjárhundur festi höfuðið í vegg Þýski fjárhundurinn Rebel, sem á íslensku útleggst „Uppreisnarseggur,“ varð fyrir því óláni að festa höfuðið í gati á múrvegg. Rebel er aðeins átta mánaða gamall var fastur í veggnum í hálfa klukkustund. The Telegraph greinir frá atvikiinu sem átti sér stað í Desert Hot Springs í Kaliforníuríki Bandaríkjanna á dögunum. Vinur eigenda Rebel hafði kallað eftir aðstoð og tókst að bjarga hundinum úr prísundinni. Hann hefur nú jafnað sig að fullu. Erlent 30.12.2010 23:41 „We can do it“-konan látin Fyrirmynd verkakonunnar á veggspjaldinu víðfræga með yfirskriftinni „We Can Do It!" lést á sunnudag, 86 ára að aldri. Konan hét Geraldine Hoff Doyle og hafði í fjóra áratugi ekki minnstu hugmynd um að hún hefði verið fyrirmyndin að veggspjaldinu. Erlent 30.12.2010 22:49 Rændi skóm og faldi þá undir brjóstunum á sér Brjóstgóð kona hélt að hún kæmist upp með að stela skópari með því að fela skóna undir brjóstunum á sér. Öryggismyndavélar hjá útsölumarkaðinum Beall´s Outlet í Flórídafylki Bandaríkjanna komu þó upp um þjófinn. Erlent 30.12.2010 20:00 Gæsluvarðhalds krafist yfir fjórum vegna hryðjuverkaárásar Einn af fjórum karlmönnum sem handteknir voru í Danmörku í gær grunaðir um hryðjuverkatilraun verður látinn laus. Erlent 30.12.2010 09:38 Fyrrverandi forseti dæmdur fyrir nauðgun Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga fyrrverandi samstarfskonu sinni þegar hann var ferðamálaráðherra árið 1998. Hann á yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm. Erlent 30.12.2010 09:01 « ‹ ›
Pete Postlethwaite er látinn Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn, 64 ára að aldri. Postlethwaite, sem tilnefndur var til óskarsverðlauna árið 1994 fyrir hlutverk sitt í The Name og the Father, lést á sjúkrahúsi eftir langvinn veikindi. Erlent 3.1.2011 10:58
Herða reglur um nýtingu hvala Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hert reglur til þess að koma í veg fyrir ólöglegar hvalveiðar. Landið hætti hvalveiðum eftir samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins árið 1986. Erlent 3.1.2011 10:48
Flóðin í Queensland í Ástralíu kosta mannslíf Mikil flóð sem hrjáð hafa íbúa í Queensland í Ástralíu um helgina hafa kostað einn mann lífið og þurft hefur að flytja um 1.000 íbúa á brott frá flóðasvæðinu. Erlent 3.1.2011 07:43
Þúsundum dauðra fugla rigndi niður í Arkansas Yfirvöld í Akransas í Bandaríkjunum eru nú að rannsaka dularfullan atburð sem átti sér stað í grennd við bæinn Beebe. Þar tók að rigna niður dauðum smáfuglum í þúsunda tali á nýársdag, einkum störrum og þröstum. Erlent 3.1.2011 07:40
Öflugur jarðskjálfti í miðhluta Síle Öflugur jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter reið yfir miðhluta Síle seint í gætkvöldi. Skjálftinn fannst vel í Santiago höfuðborg landsins sem liggur tæplega 600 kílómetra norður af upptökum hans. Erlent 3.1.2011 07:29
Lögmenn kalla á breyttar áherslur Fjöldi mála sem vísað er til efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar verður að engu þar sem hún hefur ekki mannafla til að sinna auknum málafjölda. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen. Erlent 3.1.2011 05:00
Lögin með þeim strangari Reykingamenn telja margir hverjir síðasta vígið fallið en hinn eiginlega spænski tapasbar, þar sem Spánverjar og aðrir gæða sér á litlum smáréttum milli þess sem þeir soga að sér sígarettureyk, er orðinn reyklaus frá og með gærdeginum. Það sama gildir um veitingahús, skemmtistaði, spilavíti, flugvelli og jafnvel svæði utandyra þar í landi. Á bann utandyra við um svæði þar sem börn eru nærri, svo sem nálægt leikvöllum, sjúkrahúsum og skólum. Erlent 3.1.2011 04:00
Tvö hundruð þúsund hafa flúið heimili sín Ástralía, AP Rúmlega fertug kona lést þegar flóðbylgja skall á bíl hennar í vesturhluta Queensland fylkis í Ástralíu á laugardag. Lík konunnar fannst um tveimur kílómetrum frá veginum. Erlent 3.1.2011 04:00
Fjórtán þotum lagt til öryggis Rússland, AP Fjórtán rússneskar farþegaþotur af gerðinni Tu-154B hafa verið teknar úr notkun í Rússlandi meðan rannsókn stendur yfir á sprengingu sem varð í hreyfli einnar slíkrar vélar á nýjársdag. Erlent 3.1.2011 03:00
Reynt að hægja á offjölgun bíla Kína, AP Kínversk stjórnvöld reyna nú að hægja á fjölgun bifreiða í höfuðborginni Peking með nýju skráningarkerfi, sem takmarkar nýjar skráningarplötur við 20 þúsund á mánuði. Erlent 3.1.2011 02:30
Til í viðstæðulausar viðræður Ísrael, AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til að setjast niður með Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórar, til friðarviðræðna, og verði ekki staðið upp frá þeim viðræðum fyrr en samkomulag hafi tekist. Erlent 3.1.2011 00:00
William og Isabella vinsælust William og Isabella eru vinsælustu barnanöfn ársins í Danmörku samkvæmt tölfræðiskrifstofu Danmerkur. Erlent 3.1.2011 00:00
Unglingar á Gaza: „Við erum hrædd“ „Við erum hrædd," segja átta unglingar á Gaza-ströndinni, fimm strákar og þrjár stelpur, sem hafa stofnað hreyfingu gegn hernámi Ísraelsmanna og ógnarstjórn Hamas-samtakanna á svæðinu. Erlent 2.1.2011 16:28
Gífurleg flóð í Ástralíu Miklu óveðri er spáð í Queensland í Ástralíu í kvöld en flóð hafa valdið miklum hamförum á svæðinu undanfarna daga. Yfir 200 þúsund manns hafa flúið heimili sín á síðustu dögum. Erlent 2.1.2011 15:46
Vekjaraklukkan klikkaði á nýja árinu Fjölmargir iPhone-eigendur sváfu yfir sig um helgina eftir að vekjaraklukkan í símunum reyndist biluð. Í tilkynningu frá Apple segir að vekjaraklukkan hafi ekki virkað 1. og 2. janúar en búist er við því að vekjaraklukkan verði komin í lag á morgun, 3. janúar. Erlent 2.1.2011 11:21
Skotinn til bana með Coke í hendinni Rúmlega tvítugur Palestínumaður var skotinn til bana við borgina Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Það voru ísraelskir hermenn sem skutu manninn eftir að hann gekk upp að landamærastöð Ísraelsmanna með gosflösku í hendi. Erlent 2.1.2011 10:47
Reykingabann tekur gildi á Spáni Lög sem banna reykingar innanhúss taka gildi á Spáni í dag. Í erlendum miðlum kemur fram að löggöfin er einhver sú strangasta í Evrópu. Frá og með deginum í dag verður svo gott sem alls staðar bannað að reykja innandyra á Spáni. Bannið nær þó ekki til heimila fólks. Erlent 2.1.2011 07:30
Egyptar standi saman gegn hryðjuverkamönnum Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvetur Egypta til að standa saman gegn hryðjuverkamönnum. 21 lét lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk á sama tíma og kristnir Egyptir, sem eru 10% þjóðarinnar, gengu út úr kirkju í borginni Alexandríu að lokinni miðnæturmessu. Erlent 1.1.2011 23:15
Nýju ári fagnað víða Nýju ári var fagnað víða um heim í gær. Á Times-torgi í New York sveif ástin yfir vötnum, Frakkar skáluðu í kampavíni og í Brasilíu horfðu menn á flugeldasýningu niðrá strönd. Erlent 1.1.2011 18:45
Breskt fangelsi brennur eftir brennivínsdeilu Fangelsi í suðausturhluta Bretlands stendur nú ljósum logum eftir að fangar gerðu uppreisn skömmu eftir miðnætti og kveiktu í tveimur byggingum fangelsisins. Erlent 1.1.2011 16:14
Forseti Brasilíu fyrst kvenna Forsetaskipti fara fram í Brasilíu í dag þegar Dilma Rousseff tekur við sem forseti af Lula da Silva. Rousseff, sem orðin er 62 ára gömul, hefur lofað að heiðra það traust sem brasilíska þjóðin hefur sýnt henni. Forgangsverkefni hennar verður að eyða fátækt í landinu. Rousseff sat í fangelsi á 8. áratug síðustu aldar þegar hún barðist gegn herforingjastjórninni sem sat allt til ársins 1985. Erlent 1.1.2011 15:05
Sprengja sprakk fyrir utan kirkju Meira en 20 eru látnir og hátt í 80 eru særðir eftir sprengjuárás fyrir utan kirkju í borginni Alexandríu í Egyptalandi í nótt. Sprengjan sprakk þegar að kirkjugestir gengu út úr kirkjunni að lokinni miðnæturmessu. Erlent 1.1.2011 14:32
N-Kóreumenn beygðu reglurnar fyrir Beckham Breska kvikmyndin Bend it like Becham, sem fjallar um knattspyrnudrauma breskrar stúlku af indverskum uppruna, er komin í sögubækurnar fyrir að verða fyrsta vestræna myndin sem sýnd hefur verið í sjónvarpi í Norður-Kóreu. Ákveðið var að sýna myndina til þess að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að Bretar og N-Kóreumenn tóku upp formleg milliríkjasamskipti. Erlent 1.1.2011 09:00
Með kalkún í handfarangrinum Tollverði á Cardiff flugvelli rak í rogastans á dögunum þegar þeir fundu tæplega fimm kílóa kalkún í handfarangri manns sem ætlaði að eyða jólunum á Spáni. Hann tók því heldur illa að þurfa að skilja jólamatinn eftir í Cardiff og hélt því fram að það væri ómögulegt að finna þokkalegan kalkún á Spáni. Tollvörðunum varð hinsvegar ekki haggað enda harðbannað að fara með ferskt kjöt á milli landa í handfarangri. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn lagði sér til munns á jóladag. Erlent 1.1.2011 08:00
Skýstrokkur í Arkansas - þrír látnir Þrír létust þegar skýstrokkur gekk yfir smábæ í Arkansas í Bandaríkjunum í dag. Björgunarsveitarmenn vinna nú við að bjarga fólki sem festist í byggingum sem urðu fyrir storminum og er flugvöllur bæjarins lokaður vegna braks sem liggur um flugbrautina. Margir skýstrokkar hafa gengið yfir Oklahoma, Arkansas og Missouri í dag og hafa fjölmargar viðvaranir verið gefnar út. Erlent 31.12.2010 16:00
Fjárhundur festi höfuðið í vegg Þýski fjárhundurinn Rebel, sem á íslensku útleggst „Uppreisnarseggur,“ varð fyrir því óláni að festa höfuðið í gati á múrvegg. Rebel er aðeins átta mánaða gamall var fastur í veggnum í hálfa klukkustund. The Telegraph greinir frá atvikiinu sem átti sér stað í Desert Hot Springs í Kaliforníuríki Bandaríkjanna á dögunum. Vinur eigenda Rebel hafði kallað eftir aðstoð og tókst að bjarga hundinum úr prísundinni. Hann hefur nú jafnað sig að fullu. Erlent 30.12.2010 23:41
„We can do it“-konan látin Fyrirmynd verkakonunnar á veggspjaldinu víðfræga með yfirskriftinni „We Can Do It!" lést á sunnudag, 86 ára að aldri. Konan hét Geraldine Hoff Doyle og hafði í fjóra áratugi ekki minnstu hugmynd um að hún hefði verið fyrirmyndin að veggspjaldinu. Erlent 30.12.2010 22:49
Rændi skóm og faldi þá undir brjóstunum á sér Brjóstgóð kona hélt að hún kæmist upp með að stela skópari með því að fela skóna undir brjóstunum á sér. Öryggismyndavélar hjá útsölumarkaðinum Beall´s Outlet í Flórídafylki Bandaríkjanna komu þó upp um þjófinn. Erlent 30.12.2010 20:00
Gæsluvarðhalds krafist yfir fjórum vegna hryðjuverkaárásar Einn af fjórum karlmönnum sem handteknir voru í Danmörku í gær grunaðir um hryðjuverkatilraun verður látinn laus. Erlent 30.12.2010 09:38
Fyrrverandi forseti dæmdur fyrir nauðgun Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga fyrrverandi samstarfskonu sinni þegar hann var ferðamálaráðherra árið 1998. Hann á yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm. Erlent 30.12.2010 09:01