Erlent

Danskur maður myrti börnin sín þrjú

Fjórutíu og fjögurra ára gamall maður skaut þrjú börn sín til bana í bænum Birkeröd á Norður-Sjálandi í Danmörku í nótt. Móðir barnanna hringdi á lögregluna um klukkan fimm í nótt en hún óttaðist um börnin sem gistu hjá föður sínum að því er haft er eftir lögreglunni á vef danska blaðsins Berlingske Tidende.

Erlent

Hamas hafnar kosningunum

Palestínustjórn skýrði frá því að kosningar verði haldnar, bæði á Vesturbakkanum og á Gasaströnd, hinn 9. júlí í sumar. Stjórn Hamas-samtakanna á Gasa segir að Palestínustjórnin í Ramallah hafi engan rétt til að efna til þessara kosninga.

Erlent

Vill láta loka herstöðvum

Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir að þegar Afganar taka sjálfir við umsjón öryggismála verði nauðsynlegt að loka þeim alþjóðlegu herstöðvum, sem sinna einkum uppbyggingar- og þróunarstarfi í sveitum landsins.

Erlent

Fimm ára féll af tíundu hæð og slapp ómeidd

Fimm ára gömul kínversk stelpa, Ye Zixu, slapp ótrúlega vel þegar hún datt út um gluggann heima hjá sér í borginni Chongqing í Kína. Hún býr á tíundu hæð þannig að fallið niður á götu var um 33 metrar. Stelpan lenti reyndar á skyggni yfir anddyri byggingarinnar og stöðvaðist þar.

Erlent

Hani stakk mann til bana

Maður sem tók þátt í ólöglegu hanaati í Kalíforníu lést á dögunum þegar haninn hans stakk hann í fótinn. Maðurinn hafði fest beitta hnífa á lappir hanans til þess að útbúa hann fyrir atið. Haninn réðst þá að manninum og stakk hann.

Erlent

Obama er hættur að reykja

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er alveg hættur að reykja en hann fékk sér síðast sígarettu fyrir ári síðan. Þetta sagði eiginkona hans Michele Obama þegar hún var að kynna heilsuátak sem hún ætlar að fara af stað með.

Erlent

Hafnar ofbeldi en vill aðskilnað

Nýr flokkur aðskilnaðarsinnaðra Baska var stofnaður í gær á Spáni. Flokkurinn hafnar öllu ofbeldi og þar með stefnu aðskilnaðarsamtakanna ETA, sem staðið hafa í vopnaðri baráttu áratugum saman.

Erlent

Líkbrennslan hitar sundlaugina

Breska sveitarfélagið Redditch leitar nú allra leiða til að spara eins og flest önnur sveitarfélög í heiminum. Ein hugmyndin hefur þó vakið athygli fyrir frumlegheit en ekki eru allir á eitt sáttir. Hún er að nýta umframorkuna sem til verður í líkbrennslu bæjarins til þess að hita upp sundlaugina sem er á næstu lóð.

Erlent

Sjóræningjar ræna olíuskipi

Sjóræningjar hafa ráðist um borð í ítalskt olíuflutningaskip á Indlandshafi og tekið stjórnina af áhöfninni, að því er ítalski sjóherinn segir. Sjóræningjarnir skutu á skipið, sem heitir Savyna Caylin, en það var statt um 800 kílómetra undan ströndum Indlands og um 1300 kílómetra undan ströndum Sómalíu, en flestir sjóræningjar á þessum slóðum koma þaðan.

Erlent

Hetjan með handtöskuna: „Það gerði enginn neitt svo ég lamdi þá bara“

Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað.

Erlent

Þúsundir enn á Frelsistorginu í Kaíró

Þúsundir manna hafast enn við á Frelsistorginu í Kairó í Egyptalandi og krefjast þess að Hosní Mubarak forseti landsins segi af sér nú þegar. Í dag hefst þriðja vika mótmæla í landinu en mótmælendur segjast ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en forsetinn fari frá og hafa hvatt til allsherjar mótmæla í vikunni.

Erlent

Nokkur þorp enn einangruð eftir að Yasi reið yfir

Fimm dögum eftir að fellibylurinn Yasi reið yfir Queensland í Ástralíu eru enn nokkur þorp og bæir sem björgunarliði hefur enn ekki tekist að komast til. Þrátt fyrir að fáir hafi slasast í veðurhamnum er eyðileggingin gríðarleg og standa björgunarliðar og hermenn í ströngu við að ryðja braki af vegum ríkisins. Áströlsk stjórnvöld hafa varað við því að eyðileggingin af völdum Yasi og flóðanna á dögunum muni koma skýrt fram í efnahagsreikningi Queensland ríkis á fyrsta ársfjórðungi.

Erlent

Lög mögulega brotin með hakakrossspilum

Þýskir saksóknarar rannsaka nú hvort verið sé að brjóta lög þar í landi með spilum sem hafa verið gefin út þar í landi. Um er að ræða spil með myndum af helstu einræðisherrum tuttugustu aldarinnar þar sem hakakrossinn kemur fyrir.

Erlent

Pink tók sjálf óléttumynd og setti á Twitter

Söngkonan Pink er vön því að vera umsetin af blaðaljósmyndurum, eða papparössum eins og þeir eru gjarnan kallaðir. Eftir að hún tilkynnti um óléttu sína hefur hún þó verið heldur þreytt á ágangi þeirra sem virðast leggja margt á sig til að ná myndum af henni þar sem óléttubumban sést. Pink tók því málin í eigin hendur og setti mynd af sér á Twitter-samskiptasíðuna. Með myndinni skrifaði hún: „Jæja... því papparrassar hafa enga ljósmyndahæfileika eða listrænt innsæi, og myndirnar þeirra eru ógeðslegar... Fyrir ykkur sem hafið veirð að biðja um að sjá myndir af bumbunni minni ákvað ég að setja hér inn sjálfsmynd sem ég tók í gærmorgun. Þriggja vikna ljósmyndanámskeið ... og ég er strax miklu betri ljósmyndari en þeir allir til samans...“

Erlent

Börn sem borða mikið ruslfæði hafa lægri greind

Börn sem borða mikið ruslfæði eru líklegri til að vera með lægri greindarvísitölu en börn sem borða hollan mat. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Journal of Epidemiology and Community Health.

Erlent

Japanskir súmókappar riða til falls

Margir af þekktustu súmóglímuköppum Japans hafa verið yfirheyrðir síðustu daga en ásakanir hafa komið fram um að þeir hafi hagrætt úrslitum í þessari þjóðaríþrótt Japans.

Erlent

Segja Assange ofsóttann af illgjörnum öfgafemínista

Sænski saksóknarinn sem vill fá Julian Assange stofnanda Wikileaks framseldan til Svíþjóðar er á móti karlmönnum, ef marka má orð sænsks dómara á eftirlaunum sem gaf vitnisburð sinn í réttarhöldum yfir Assange í London í gær.

Erlent

Umarov segist bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Moskvu

Eftirlýstasti hryðjuverkamaður Rússlands, tjéténinn Doku Umarov, hefur lýst ábyrgðinni á sprengjuárásinni á Demo-ded-ovo flugvellinum í Moskvu á hendur sér. Árásin var framin þann 24 janúar síðastliðinn og létust 36 og 180 særðust.

Erlent

Mótmælendur fara hvergi

Efnahagslífið í Egyptalandi er að komast í gang að nýju eftir rúmlega vikulanga lömun. Skólar voru þó áfram lokaðir í gær. „Þetta er miklu betra en í gær eða fyrradag. Venjulegt fólk er komið á stjá og skoðar sig um. Við erum meira að segja með umferðarteppu,“ hafði AP-fréttastofan eftir Ahmed Mohammed, 65 ára verslunareiganda í Kaíró.

Erlent

Serbar krefjast nýrra kosninga

Fjölmennustu mótmæli gegn stjórnvöldum í áraraðir fóru fram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, á sunnudag þegar um 55.000 manns kröfðust kosninga.

Erlent

Treystir ekki réttarkerfi Svía

Geoffrey Robertson, lögmaður Julians Assange, segir að verði Assange framseldur til Svíþjóðar eigi hann á hættu að brotið verði á réttindum hans.

Erlent

Tugir íbúðarhúsa brunnu til grunna

Ástralskir slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á tveimur stöðum í vestanverðri álfunni í gær. Varpað var vatni á eldana til að reyna að halda þeim í skefjum.

Erlent

Jamie Oliver bannað að heimsækja mötuneyti í Los Angeles

Breska sjónvarpskokknum Jamie Oliver og tökuliði hans hefur verið meinaður aðgangur að grunnskólum í Los Angeles. Til stóð að Jamie myndi heimsækja nokkra skóla og skoða sérstaklega mötuneyti þeirra í tengslum við nýjan raunveruleikaþátt sem sýndur verður ABC-sjónvarpsstöðinni. Í sjónvarpsþáttaröðinni ferðast Jamie til nokkurra af óheilbrigðustu borgum Bandaríkjanna.

Erlent