Erlent Flækingsköttur í Downingstræti 10 Fjölskylda Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur eignast kött og flutti hann inn í embættisbústað ráðherrans í Downingstræti 10 í dag. Um er að ræða flækingskött úr dýraathvarfi. Tvö elstu börn Davids og Samönthu eiginkonu hans eru miklir kattavinir, að sögn talmanns forsætisráðherrans. Erlent 15.2.2011 23:49 Tveggja barna móðir fannst stungin til bana í garðinum Lík breskrar konu sem hafði verið týnd frá því um jólin fannst í gær. Konan var þrítug og átti tvö börn undir fimm ára aldri með eiginmanni sínum. Líkið fannst við heimili fjölskyldunnar í bænum Holmfirth sem er norðaustur af Manchester. Erlent 15.2.2011 21:45 Górillutvíburar komu í heiminn í Rúanda Górillumamman Kabatwa eignaðist á dögunum tvíbura en slíkt mun vera afar sjaldgæft. Tvíburarnir litlu fæddust þriðja febrúar síðastliðinn á verndarsvæði Górilla í Rúanda. Þetta mun vera í fimmta skiptið sem tvíburagórillur fæðast í landinu frá því menn fóru að fylgjast með þessum mögnuðu skepnum en síðast gerðist það árið 2004. Górillumæður eignast eitt afkvæmi á fjögurra ára fresti að meðaltali. Górillum á svæðinu hefur fjölgað töluvert á síðustu þrjátíu árum en á tímabili voru dýrin í útrýmingarhættu. Erlent 15.2.2011 21:30 200 myrtir í Suður Súdan Yfirvöld í Súdan segja að um 200 hafi verið myrtir í suðurhluta landsins í síðustu viku. Flestir hinna myrtu voru óbreyttir borgarar og voru börn þar á meðal. Sumir voru reknir út í ár af uppreisnarmönnum á svæðinu þar sem þeir drukknuðu. Erlent 15.2.2011 20:30 Berlusconi stendur keikur þrátt fyrir mótmæli Silvio Berslusconi forsætisráðherra Ítalíu lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir gríðarleg mótmæli gegn honum síðustu daga. Hann er hvattur til að segja af sér en hann hefur verið sakaður um að hafa átt samræði við vændiskonu undir lögaldri. Erlent 15.2.2011 10:52 Segjast hafa afhjúpað leyndarmál Coca-Cola Aðstandendur vefsíðunnar Thisamericanlife.org fullyrða að þeir hafi komist yfir uppskriftina af Coca-Cola. Leyndarmálið að baki uppskriftinni hefur verið vel varðveitt frá því að Coke var fyrst sett á markað árið 1886. Fullyrt hefur verið að eina skriflega eintakið af uppskriftinni sé geymt í bankahólfi í Erlent 15.2.2011 10:48 Kínverjar setja reglur um reykingar í bíómyndum Kínverjar hafa fyrirskipað framleiðendum kvikmynda og sjónvarpsþátta að draga úr reykingum á skjánum. Fyrirskipunin er líður í því að draga úr reykingum almennings en engin þjóð á jörðinni reykir eins mikið og sú kínverska. 300 milljón manns reykja reglulega og á hverju ári látast milljón manns úr sjúkdómum tengdum reykingum. Erlent 15.2.2011 10:38 Átján létust í átökum í Mexíkó Að minnsta kosti átján létust í gærkvöldi og í nótt í borginni Padilla í Mexíkó þegar tvö eiturlyfjagengi háðu blóðuga bardaga víðsvegar um borgina. Ellefu létust í úthverfum borgarinnar, þar á meðal fimm íbúar, fimm farþegar í bílum sem áttu leið hjá og farþegi í almenningsvagni. Erlent 15.2.2011 10:35 Sakfelldir fyrir að dæla eitri í Amazon Dómstólar í Ekvador hafa dæmt bandaríska olíurisann Chevron til greiðslu gríðarlegra skaðabóta fyrir að menga stóran hluta Amazon-skóganna í landinu. Olíufélagið unir ekki niðurstöðunni og ætlar að áfrýja dómnum en dómsmálið hefur veltst um í dómskerfinu í nær tvo áratugi. Ljúki málinu á þeim nótum sem dómur féll í gær þarf Chevron að greiða átta milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þúsund milljarða íslenskra króna. Erlent 15.2.2011 05:30 Herinn ósáttur við mótmæli Egypski herinn krafðist þess í gær að verkföllum og mótmælasamkomum linnti, nú þegar Hosni Mubarak væri farinn frá og herinn hefði tekið að sér stjórn landsins. Erlent 15.2.2011 04:45 Mubarak sagður afar heilsuveill Hosni Mubarak sem hrökklaðist frá völdum í Egyptalandi fyrir helgi er sagður afar heilsuveill. Undanfarna daga hafa Mubarak, sem er 82 ára, og vandamenn hans haldið til í egypska strandbænum Sharm-el-Sheikh. Fullyrt er að liðið hafi yfir Mubarak um helgina en hann er sagður vera með krabbamein. Erlent 14.2.2011 22:51 Porsche þakkar fyrir stuðninginn á Facebook - er nafnið þitt þarna? Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche er á Facebook eins og flestir aðrir þessa dagana. Þegar fyrirtækið hafði náð í milljón aðdáendur á síðunni sinni ákváðu forsvarsmenn þess að gera eitthvað til minningar um áfangann. Erlent 14.2.2011 21:15 Barði tígrisdýr í hausinn með sleif og bjargaði bóndanum Bóndi einn í Malasíu getur þakkað konu sinni að ekki fór verr þegar stærðarinnar tígrisdýr réðst á hann og reyndi að éta. Maðurinn reyndi í fyrstu að forða sér upp í tré en kisi náði í hann og dró hann niður. Erlent 14.2.2011 20:30 Ringulreið í Teheran Íranskir lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum í höfuðborg Teheran í dag en þar höfðu þúsundir manna komið saman þrátt fyrir bann yfirvalda. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins var meðal þeirra sem urðu yfir táragasinu. Hann segir ringulreið einkenna ástandið í miðborginni þessa stundina. Erlent 14.2.2011 18:24 Stuttar pásur auka athyglina Stuttar pásur geta bætt athyglisgáfu fólks verulega þegar það sinnir löngum verkefnum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á starfsemi heilans. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Cognition. Erlent 14.2.2011 17:00 Mesti snjór í heila öld í Suður-Kóreu Mesta snjókoma í heila öld skall á austurströnd Suður Kóreu um helgina. Hundruðir húsa hafa fallið saman undan snjóþunganum og tólf þúsund hermenn hafa verið gerðir út af örkinni til að aðstoð fólk. Veðurfræðingar spá enn meiri snjókomu á næstu klukkustundunum. Miklar vetrarhörkur hafa verið á svæðinu í vetur og var janúarmánuður sá kaldasti frá árinu 1960. Á einum var 80 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu í nótt sem er það mesta frá upphafi mælinga. Erlent 14.2.2011 10:59 Lögregla barði á mótmælendum í Bahrain Átök brutust út á meðal lögreglu og mótmælenda í arabaríkinu Bahrain í morgun en þar hafði verið boðað til mótmæla í dag eins og víðar á svæðinu. Sjónarvottar segja að lögregla hafi notað táragas og gúmmíkúlur til þess að dreifa mannfjöldanum sem safnast hafði saman í bænum Newidrat. Shía múslímar eru í meirihluta í landinu en því er hinsvegar stjórnað af Súnní múslimum og í kjölfar mótmælanna í Egyptalandi hafa þær raddir, sem vilja aukinn veg Shía, gerst háværari. Erlent 14.2.2011 09:24 Morðóði hnífamaðurinn leiddur fyrir dómara Maður sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í New York um helgina kom fyrir rétt í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaðu í gæsluvarðhald. Talið er að maðurinn sem er 23 ára gamall, hafi stungið fósturföður sinn, fyrrverandi kærustu og móðir hennar til bana á sólarhrings tímabili. Erlent 14.2.2011 09:22 Kóngurinn stamandi rúllaði upp BAFTA Kvikmyndin The King's Speech var sigursæl á BAFTA verðlaununum sem fram fóru í gærkvöld. BAFTA verðlaunin eru eru einskonar óskarsverðlaunahátíð Breta. The Kings Speech fékk 14 tilnefningar og vann á endanum í sjö flokkum, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikara í aðalhlutverki, Colin Firth. Erlent 14.2.2011 09:02 Egypski herinn ætlar að banna verkföll Mótmælendurnir á Frelsistorginu í Kaíró hafa nú yfirgefið svæðið. Þær þúsundir sem verið hafa á torginu síðustu daga til þess að mótmæla stjórn Hosni Mubaraks í Egyptalandi hafa flestar haldið heim á leið. Erlent 14.2.2011 08:37 Fyrstu fjöldamótmælin í tíu ár Alsír, AP Hátt í þrjátíu þúsund óeirðalögreglumenn stóðu vaktina á götum Algeirsborgar á laugardag og handtóku hátt í fjögur hundruð mótmælendur. Um tíu þúsund manns voru á götum úti og hunsuðu þar með bann stjórnvalda við mótmælum. Þeir hrópuðu: „Ekki meira lögregluríki!" og héldu á skiltum sem á stóð: „Skilið okkur Alsír til baka". Erlent 14.2.2011 04:30 Byssulög verða ekki hert í Sviss Meirihluti Svisslendinga hefur hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að lög um byssueign í landinu verði hert. Um 1.300 sjálfsvíg eru framin á hverju ári í Sviss og fjórðungur þeirra er af völdum byssu. Tillaga hafði verið lögð fram um að herrifflar yrðu bannaðir á heimilum og að erfiðara yrði að festa kaup á annars konar byssum. Erlent 14.2.2011 04:00 Sendi konu mynd af sér Bandaríkin, AP Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Chris Lee sagði skyndilega af sér síðastliðinn fimmtudag. Daginn áður birti slúðurvefurinn Gawker tölvupóst sem hann sendi til konu með mynd af sjálfum sér berum að ofan. Erlent 14.2.2011 04:00 Moska reist á Amagereyju Borgarráð Kaupmannahafnar hefur veitt leyfi til þess að stór moska verði reist á Amagereyju, á horni Njálsgötu og Artillerivej. Múslimaráð landsins segist vera að safna fé til þess að reisa moskuna, sem danskir múslimar hafa áratugum saman gert sér vonir um að verði að veruleika. Erlent 13.2.2011 15:30 Mótmælendur mæta hörku í Alsír og Jemen Yfirvöld í Alsír og Jemen virðast staðráðinn í að halda mótmælendum í skefjum. Hátt í þrjátíu þúsund óeirðalögerglumenn fylltu götur Algeirsborgar í gær og handtóku hátt í 400 mótmælendur. Erlent 13.2.2011 12:03 Muabarak kom auðinum undan Hosni Mubarak er talinn hafa nýtt síðustu átján daga valdatíðar sinnar til þess að koma gríðarlegum auðæfum sem hann hefur safnað í forsetastóli, í öruggt skjól. Hann var hrakinn frá völdum í lok vikunnar og svo virðist sem hann hafi lært af mistökum kollega síns í Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, en svissnesk yfirvöld frystu eigur hans þar í landi áður en hann flúði land. Erlent 13.2.2011 11:43 Ellefu létust þegar þeir tróðust undir skelfingu lostinn mannfjölda Ellefu létust þegar þeir tróðust undir mannfjölda á kosningafundi í Nígeríu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 29 slösuðust. Fólkið var á kosningafundi hjá forseta Nígeríu, Goodluck Jonathan en kosningarnar fara fram í apríl. Erlent 13.2.2011 11:12 Mótmælt í skjóli nætur í Teheran Mótmælt var í Teheran, höfuðborg Írans, aðfaranótt laugardags, en myndskeið frá mótmælunum hafa birst á vefnum Youtube. Erlent 13.2.2011 10:18 Morðóður hnífamaður handtekinn í New York Æði virðist hafa runnið á 23 ára gamlan mann af úkraínskum uppruna í New York á föstudag þegar hann myrti fjóra með hníf á innan við tuttugu og átta klukkustundum í borginni. Erlent 13.2.2011 10:14 Alsírsk yfirvöld búin að loka á Facebook Alsírs yfirvöld hafa lokað fyrir Facebook og veraldarvefinn og jafnvel eytt út reikningum einstaklinga á Facebook. Erlent 13.2.2011 06:00 « ‹ ›
Flækingsköttur í Downingstræti 10 Fjölskylda Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur eignast kött og flutti hann inn í embættisbústað ráðherrans í Downingstræti 10 í dag. Um er að ræða flækingskött úr dýraathvarfi. Tvö elstu börn Davids og Samönthu eiginkonu hans eru miklir kattavinir, að sögn talmanns forsætisráðherrans. Erlent 15.2.2011 23:49
Tveggja barna móðir fannst stungin til bana í garðinum Lík breskrar konu sem hafði verið týnd frá því um jólin fannst í gær. Konan var þrítug og átti tvö börn undir fimm ára aldri með eiginmanni sínum. Líkið fannst við heimili fjölskyldunnar í bænum Holmfirth sem er norðaustur af Manchester. Erlent 15.2.2011 21:45
Górillutvíburar komu í heiminn í Rúanda Górillumamman Kabatwa eignaðist á dögunum tvíbura en slíkt mun vera afar sjaldgæft. Tvíburarnir litlu fæddust þriðja febrúar síðastliðinn á verndarsvæði Górilla í Rúanda. Þetta mun vera í fimmta skiptið sem tvíburagórillur fæðast í landinu frá því menn fóru að fylgjast með þessum mögnuðu skepnum en síðast gerðist það árið 2004. Górillumæður eignast eitt afkvæmi á fjögurra ára fresti að meðaltali. Górillum á svæðinu hefur fjölgað töluvert á síðustu þrjátíu árum en á tímabili voru dýrin í útrýmingarhættu. Erlent 15.2.2011 21:30
200 myrtir í Suður Súdan Yfirvöld í Súdan segja að um 200 hafi verið myrtir í suðurhluta landsins í síðustu viku. Flestir hinna myrtu voru óbreyttir borgarar og voru börn þar á meðal. Sumir voru reknir út í ár af uppreisnarmönnum á svæðinu þar sem þeir drukknuðu. Erlent 15.2.2011 20:30
Berlusconi stendur keikur þrátt fyrir mótmæli Silvio Berslusconi forsætisráðherra Ítalíu lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir gríðarleg mótmæli gegn honum síðustu daga. Hann er hvattur til að segja af sér en hann hefur verið sakaður um að hafa átt samræði við vændiskonu undir lögaldri. Erlent 15.2.2011 10:52
Segjast hafa afhjúpað leyndarmál Coca-Cola Aðstandendur vefsíðunnar Thisamericanlife.org fullyrða að þeir hafi komist yfir uppskriftina af Coca-Cola. Leyndarmálið að baki uppskriftinni hefur verið vel varðveitt frá því að Coke var fyrst sett á markað árið 1886. Fullyrt hefur verið að eina skriflega eintakið af uppskriftinni sé geymt í bankahólfi í Erlent 15.2.2011 10:48
Kínverjar setja reglur um reykingar í bíómyndum Kínverjar hafa fyrirskipað framleiðendum kvikmynda og sjónvarpsþátta að draga úr reykingum á skjánum. Fyrirskipunin er líður í því að draga úr reykingum almennings en engin þjóð á jörðinni reykir eins mikið og sú kínverska. 300 milljón manns reykja reglulega og á hverju ári látast milljón manns úr sjúkdómum tengdum reykingum. Erlent 15.2.2011 10:38
Átján létust í átökum í Mexíkó Að minnsta kosti átján létust í gærkvöldi og í nótt í borginni Padilla í Mexíkó þegar tvö eiturlyfjagengi háðu blóðuga bardaga víðsvegar um borgina. Ellefu létust í úthverfum borgarinnar, þar á meðal fimm íbúar, fimm farþegar í bílum sem áttu leið hjá og farþegi í almenningsvagni. Erlent 15.2.2011 10:35
Sakfelldir fyrir að dæla eitri í Amazon Dómstólar í Ekvador hafa dæmt bandaríska olíurisann Chevron til greiðslu gríðarlegra skaðabóta fyrir að menga stóran hluta Amazon-skóganna í landinu. Olíufélagið unir ekki niðurstöðunni og ætlar að áfrýja dómnum en dómsmálið hefur veltst um í dómskerfinu í nær tvo áratugi. Ljúki málinu á þeim nótum sem dómur féll í gær þarf Chevron að greiða átta milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þúsund milljarða íslenskra króna. Erlent 15.2.2011 05:30
Herinn ósáttur við mótmæli Egypski herinn krafðist þess í gær að verkföllum og mótmælasamkomum linnti, nú þegar Hosni Mubarak væri farinn frá og herinn hefði tekið að sér stjórn landsins. Erlent 15.2.2011 04:45
Mubarak sagður afar heilsuveill Hosni Mubarak sem hrökklaðist frá völdum í Egyptalandi fyrir helgi er sagður afar heilsuveill. Undanfarna daga hafa Mubarak, sem er 82 ára, og vandamenn hans haldið til í egypska strandbænum Sharm-el-Sheikh. Fullyrt er að liðið hafi yfir Mubarak um helgina en hann er sagður vera með krabbamein. Erlent 14.2.2011 22:51
Porsche þakkar fyrir stuðninginn á Facebook - er nafnið þitt þarna? Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche er á Facebook eins og flestir aðrir þessa dagana. Þegar fyrirtækið hafði náð í milljón aðdáendur á síðunni sinni ákváðu forsvarsmenn þess að gera eitthvað til minningar um áfangann. Erlent 14.2.2011 21:15
Barði tígrisdýr í hausinn með sleif og bjargaði bóndanum Bóndi einn í Malasíu getur þakkað konu sinni að ekki fór verr þegar stærðarinnar tígrisdýr réðst á hann og reyndi að éta. Maðurinn reyndi í fyrstu að forða sér upp í tré en kisi náði í hann og dró hann niður. Erlent 14.2.2011 20:30
Ringulreið í Teheran Íranskir lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum í höfuðborg Teheran í dag en þar höfðu þúsundir manna komið saman þrátt fyrir bann yfirvalda. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins var meðal þeirra sem urðu yfir táragasinu. Hann segir ringulreið einkenna ástandið í miðborginni þessa stundina. Erlent 14.2.2011 18:24
Stuttar pásur auka athyglina Stuttar pásur geta bætt athyglisgáfu fólks verulega þegar það sinnir löngum verkefnum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á starfsemi heilans. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Cognition. Erlent 14.2.2011 17:00
Mesti snjór í heila öld í Suður-Kóreu Mesta snjókoma í heila öld skall á austurströnd Suður Kóreu um helgina. Hundruðir húsa hafa fallið saman undan snjóþunganum og tólf þúsund hermenn hafa verið gerðir út af örkinni til að aðstoð fólk. Veðurfræðingar spá enn meiri snjókomu á næstu klukkustundunum. Miklar vetrarhörkur hafa verið á svæðinu í vetur og var janúarmánuður sá kaldasti frá árinu 1960. Á einum var 80 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu í nótt sem er það mesta frá upphafi mælinga. Erlent 14.2.2011 10:59
Lögregla barði á mótmælendum í Bahrain Átök brutust út á meðal lögreglu og mótmælenda í arabaríkinu Bahrain í morgun en þar hafði verið boðað til mótmæla í dag eins og víðar á svæðinu. Sjónarvottar segja að lögregla hafi notað táragas og gúmmíkúlur til þess að dreifa mannfjöldanum sem safnast hafði saman í bænum Newidrat. Shía múslímar eru í meirihluta í landinu en því er hinsvegar stjórnað af Súnní múslimum og í kjölfar mótmælanna í Egyptalandi hafa þær raddir, sem vilja aukinn veg Shía, gerst háværari. Erlent 14.2.2011 09:24
Morðóði hnífamaðurinn leiddur fyrir dómara Maður sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í New York um helgina kom fyrir rétt í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaðu í gæsluvarðhald. Talið er að maðurinn sem er 23 ára gamall, hafi stungið fósturföður sinn, fyrrverandi kærustu og móðir hennar til bana á sólarhrings tímabili. Erlent 14.2.2011 09:22
Kóngurinn stamandi rúllaði upp BAFTA Kvikmyndin The King's Speech var sigursæl á BAFTA verðlaununum sem fram fóru í gærkvöld. BAFTA verðlaunin eru eru einskonar óskarsverðlaunahátíð Breta. The Kings Speech fékk 14 tilnefningar og vann á endanum í sjö flokkum, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikara í aðalhlutverki, Colin Firth. Erlent 14.2.2011 09:02
Egypski herinn ætlar að banna verkföll Mótmælendurnir á Frelsistorginu í Kaíró hafa nú yfirgefið svæðið. Þær þúsundir sem verið hafa á torginu síðustu daga til þess að mótmæla stjórn Hosni Mubaraks í Egyptalandi hafa flestar haldið heim á leið. Erlent 14.2.2011 08:37
Fyrstu fjöldamótmælin í tíu ár Alsír, AP Hátt í þrjátíu þúsund óeirðalögreglumenn stóðu vaktina á götum Algeirsborgar á laugardag og handtóku hátt í fjögur hundruð mótmælendur. Um tíu þúsund manns voru á götum úti og hunsuðu þar með bann stjórnvalda við mótmælum. Þeir hrópuðu: „Ekki meira lögregluríki!" og héldu á skiltum sem á stóð: „Skilið okkur Alsír til baka". Erlent 14.2.2011 04:30
Byssulög verða ekki hert í Sviss Meirihluti Svisslendinga hefur hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að lög um byssueign í landinu verði hert. Um 1.300 sjálfsvíg eru framin á hverju ári í Sviss og fjórðungur þeirra er af völdum byssu. Tillaga hafði verið lögð fram um að herrifflar yrðu bannaðir á heimilum og að erfiðara yrði að festa kaup á annars konar byssum. Erlent 14.2.2011 04:00
Sendi konu mynd af sér Bandaríkin, AP Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Chris Lee sagði skyndilega af sér síðastliðinn fimmtudag. Daginn áður birti slúðurvefurinn Gawker tölvupóst sem hann sendi til konu með mynd af sjálfum sér berum að ofan. Erlent 14.2.2011 04:00
Moska reist á Amagereyju Borgarráð Kaupmannahafnar hefur veitt leyfi til þess að stór moska verði reist á Amagereyju, á horni Njálsgötu og Artillerivej. Múslimaráð landsins segist vera að safna fé til þess að reisa moskuna, sem danskir múslimar hafa áratugum saman gert sér vonir um að verði að veruleika. Erlent 13.2.2011 15:30
Mótmælendur mæta hörku í Alsír og Jemen Yfirvöld í Alsír og Jemen virðast staðráðinn í að halda mótmælendum í skefjum. Hátt í þrjátíu þúsund óeirðalögerglumenn fylltu götur Algeirsborgar í gær og handtóku hátt í 400 mótmælendur. Erlent 13.2.2011 12:03
Muabarak kom auðinum undan Hosni Mubarak er talinn hafa nýtt síðustu átján daga valdatíðar sinnar til þess að koma gríðarlegum auðæfum sem hann hefur safnað í forsetastóli, í öruggt skjól. Hann var hrakinn frá völdum í lok vikunnar og svo virðist sem hann hafi lært af mistökum kollega síns í Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, en svissnesk yfirvöld frystu eigur hans þar í landi áður en hann flúði land. Erlent 13.2.2011 11:43
Ellefu létust þegar þeir tróðust undir skelfingu lostinn mannfjölda Ellefu létust þegar þeir tróðust undir mannfjölda á kosningafundi í Nígeríu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 29 slösuðust. Fólkið var á kosningafundi hjá forseta Nígeríu, Goodluck Jonathan en kosningarnar fara fram í apríl. Erlent 13.2.2011 11:12
Mótmælt í skjóli nætur í Teheran Mótmælt var í Teheran, höfuðborg Írans, aðfaranótt laugardags, en myndskeið frá mótmælunum hafa birst á vefnum Youtube. Erlent 13.2.2011 10:18
Morðóður hnífamaður handtekinn í New York Æði virðist hafa runnið á 23 ára gamlan mann af úkraínskum uppruna í New York á föstudag þegar hann myrti fjóra með hníf á innan við tuttugu og átta klukkustundum í borginni. Erlent 13.2.2011 10:14
Alsírsk yfirvöld búin að loka á Facebook Alsírs yfirvöld hafa lokað fyrir Facebook og veraldarvefinn og jafnvel eytt út reikningum einstaklinga á Facebook. Erlent 13.2.2011 06:00