Erlent

Andvíg staðgöngumæðrun

Miklu meiri og lengri umræðu er þörf áður en til greina kemur að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kemur fram í fjölda umsagna um þingsályktunartillögu um málið.

Erlent

Fimm drepnir á Degi reiðinnar

Öryggissveitir í norðurhluta Íraks skutu til bana að minnsta kosti fimm mótmælendur í mótmælum á Degi reiðinnar sem efnt var til í landinu í gær.

Erlent

Hörð átök í höfuðborginni

Liðsmenn Múammars Gaddafí héldu áfram að skjóta á fólk í höfuðborginni Trípolí í gær. Hörð átök voru bæði í borginni og nágrenni hennar. Talið er að þúsundir hafa látið lífið.

Erlent

Enginn finnst á lífi í rústunum

Enn er að minnsta kosti 220 manna saknað í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir borgina á þriðjudag. Staðfest er að 113 manns hafa látist. Sjötíu manns var bjargað úr rústum fyrsta sólarhringinn eftir skjálftann en eftir það hefur enginn fundist á lífi.

Erlent

Forstjóri Iceland ætlar á Everest

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods keðjunnar í Bretlandi ætlar sér að ná nýjum hæðum á næstunni með því að klífa Everest fjall ásamt syni sínum. Walker, sem er 65 ára gamall, ætlar með klifrinu að freista þess að safna einni milljón punda fyrir samtök í Bretlandi sem beita sér fyrir rannsóknum á Alzheimer's sjúkdómnum.

Erlent

Gaddafi ávarpar stuðningsmenn á Græna torginu

Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hélt ræðu á Græna torginu í Trípolí, höfuðborg landsins. Í ræðu sinni, sem fjölmenni hlustaði á, sagðist hann tilbúinn tilbúinn til þess að vopna stuðningsmenn sína.

Erlent

Mótmælt um öll Mið-Austurlönd í dag

Að minnsta kosti fimm hafa fallið í Írak í dag þar sem þúsundir manna hafa hópast út á götur til þess að mótmæla bágum kjörum almennings í landinu. Höfuðborginni Bagdad hefur í raun verið lokað en yfirvöld hafa bannað alla umferð um miðbæinn og þúsundir hermanna eru á götum úti.

Erlent

Tískumógúllinn Galliano handtekinn í París

Breski fatahönnuðurinn John Galliano var handtekinn í gærkvöldi í París, sakaður um árás og kynþáttaníð. Galliano, sem er yfirhönnuður hjá Dior tískuhúsinu, er sagður hafa setið við drykkju í Marais hverfinu þegar hann vatt sér allt í einu að pari sem sat á kaffihúsi og jós yfir það andgyðinglegum svívirðingum.

Erlent

Skáru fótinn af með svissneskum hníf

Læknir þurfti að beita svissneskum vasahníf og sög til þess að fjarlæga fót af manni sem hafði fest sig í byggingu í Christchurch skjálftanum sem reið yfir á Nýja-Sjálandi fyrr í vikunni. Læknirinn Stuart Philip sagði eftir aðgerðina að tveir kostir hafi verið í stöðunni; að taka fótinn af manninnum eða skilja hann eftir til að deyja.

Erlent

Fogh kallar saman sendifulltrúa Atlantshafsbandalagsins

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur kallað saman sendifulltrúa bandalagsins á neyðarfund til að ræða ástandið í Líbíu. Fundurinn verður haldinn í dag. Þar stendur til að ræða brottflutning þeirra Vesturlandabúa sem eru í landinu og mögulegar hernaðaraðgerðir til að fást við ástandið þar.

Erlent

Harðir bardagar í grennd við Trípolí

Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“.

Erlent

Vélmennamaraþon í Japan

Fimm vélmenni lögðu í dag af stað í maraþonhlaup í borginni Osaka í Japan. Búist er við að keppendurnir taki sér góðan tíma í hlaupið eða um fjóra daga en vélmennin hlaupa 423 hringi á innanhúsbraut, samtals 42 kílómetra. Hönnuðir vélmennanna mega skipta um batterí og gera við mótora í vélmennunum en ef þau detta þurfa þau að standa upp af sjálfsdáðum. Vonast er til að hlaupið verði að árvissum viðburði.

Erlent

Hjólreiðar sagðar valda hjartaáfalli

Ætíð hefur því verið haldið fram að hjólreiðar séu góðar fyrir heilsuna. Niðurstöður úr rannsókn, sem Dr. Tim Naweot frá Hassel háskólanum í Belgíu stjórnar, benda til annars. Samkvæmt þeim er fólk sem hjólar mikið líklegra til að fá hjartaáfall en í rannsókninni voru kannaðir áhættusamir þættir í daglegu lífi fólks, til dæmis í umferðinni. Naweot telur að ástæðan fyrir þessum óvæntu niðurstöðum vera sú að fólk sem hjólar mjög mikið í kringum mikla bílaumferð andi að sér mikilli mengun sem getur orsakað hjartaáfall.

Erlent

Stráksi fann nýtt gæludýr

Ung móðir í smábæ í Brasilíu varð forvitin þegar hún sá að þriggja ára gamall sonur hennar var kominn á bakvið sófa í stofunni og hjalaði þar og skríkti. Hún kíkti á bakvið sófann og sá að drengurinn var að klappa á kollinn á fimm feta löngum krókódíl.

Erlent

Dómari fellst á framsal Assange til Svíþjóðar

Breskur dómari hefur samþykkt framsal Julian Assange til Svíþjóðar vegna nauðgunarásakana á hendur honum. Assange hefur staðfastlega neitað ásökununum og hefur barist hart gegn því að verða framseldur til Svíþjóðar. Fyrir dómi fyrr í mánuðinum héldu lögmenn Assange því fram að evrópska handtökuskipunin eigi ekki við í þessu máli þar sem ekki sé búið að ákæra hann. Fastlega er búist við því að Assange áfrýji úrskurðinum.

Erlent

Gaddafi býr sig undir ragnarök

Uppreisnarmenn í Libyu virðast hafa austurhluta landsins á sínu valdi og sækja nú inn í vesturhlutann. BBC fréttastofan segir að í borginni Benghazi standi fólk í biðröðum eftir að fá afhent skotvopn sem rænt hefur verið úr vopnabúrum lögreglu og hersins.

Erlent

Leysir ráðgátuna um hvarf Ameliu Earhart með DNA rannsókn á bréfi

Dongya Yang, fornleifafræðingur við Simon Fraser háskólann, vonast nú til að geta fundið DNA úr flugkonunni frægu, Ameliu Earhart, og komist að því hvað varð um hana. Earhart, sem varð fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlantshafið, hvarf árið 1937 þegar hún freistaðist til þess að verða fyrsta konan til að fljúga umhverfis jörðina. Hvarf Earhart hefur verið óleyst gáta og vonast Yang nú til að geta leyst málið með aðstoð vísindanna.

Erlent