Erlent Tveir milljarðar manna munu horfa á brúðkaupið Búist er við því að tveir milljarðar manna um allan heim muni verða límdir við sjónvarpsskjái eftir þrjár vikur þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga í það heilaga. Þá er talið að um 500 þúsund manns muni flykkjast út á götur Lundúnaborgar til að berja prinsinn og brúði hans augum. Erlent 7.4.2011 09:33 Svona er hinn fullkomni dagur - sjón er sögu ríkari Suma daga gengur hreinlega ekkert upp og allt virðist vonlaust. En stundum er eins og þú sért óstöðvandi og allt sem þú tekur þér fyrir hendur gengur fullkomlega upp. Félagarnir Thomas Becker and Sebastian Stahlhofen hjá Patience Productions tóku sig til og gerðu myndband sem á að endurspegla hinn fullkomna dag. Þó er heldur ólíklegt að nokkur lendi í því að allt gangi jafn ótrúlega vel og þarna sést. En sjón er sögu ríkari. Erlent 7.4.2011 09:30 Réttarhöld yfir Berlusconi: Fjölmiðlar sagðir valda tjóni Marokkóska stúlkan Karima El Mahroug segir að umfjöllun fjölmiðla hafi valdið sér miklu tjóni en heldur fast við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aldrei sængað hjá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Erlent 7.4.2011 09:00 Gaddafi sendi Obama sérkennilegt bréf Bandaríska stórblaðið New York Times hefur komist yfir sérkennilegt bréf sem Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu hefur sent til Barack Obama bandaríkjaforseta. Erlent 7.4.2011 07:50 Leita enn að 130 manns eftir að bát hvolfdi Leit sendur enn yfir að 130 Túnisbúum sem voru á bát á leið til Möltu þegar honum hvolfdi síðdegis í gærdag um 60 kílómetra frá strönd eyjunnar. Erlent 7.4.2011 07:45 Slá minjapeninga um konunglegt brúðkaup Konunglega kanadíska myntsláttan hefur ákveðið að gefa út sérstaka minjapeninga í tilefni af brúðkaupi þeirra Villiams prins og Kate Middleton í Bretlandi. Erlent 7.4.2011 07:41 Kínverjar ásaka þekktan listamann um fjármálaglæpi Kínverska lögreglan hefur hafið rannsókn á listamanninum Ai Weiwei vegna meintra fjármálaglæpa hans. Erlent 7.4.2011 07:37 Hafsbotnin færðist til um 24 metra í jarðskjálftanum í Japan Nýjar mælingar á vegum japönsku strandgæslunnar sýna að hafsbotninn hefur fluttst til um 24 metra skammt frá upptökum jarðskjálftans mikla fyrr í vetur. Erlent 7.4.2011 07:18 Barist var um byrgi Gbagbos Hörð átök voru í gær í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, þar sem liðsmenn Alassane Ouattara, réttkjörins forseta, sóttu að Laurent Gbagbo, sem neitaði enn að láta af völdum. Erlent 7.4.2011 05:30 Fá ekki ríkisborgararétt Hæstiréttur Frakklands hefur staðfest úrskurð um að börn sem fædd eru af erlendum staðgöngumæðrum fái ekki franskan ríkisborgararétt. Undirréttur hafði fellt dóm í máli tvíburasystra sem bandarísk staðgöngumóðir hafði fætt. Foreldrarnir voru franskir. Undirréttur neitaði að skrá systurnar í frönsku þjóðskrána en það er forsenda þess að þær fái ríkisborgararétt. Staðgöngumæðrun er bönnuð í Frakklandi, hvort sem er í góðgerðar eða ábataskyni. Erlent 6.4.2011 20:45 Fer reglulega í útreiðatúra á kú Þegar foreldrar Reginu Meyer vildu ekki gefa henni hest fór hún ekki í fýlu eins og margir unglingar hefðu gert. Hún fór út í haga á bóndabænum þeirra í Þýskalandi og sótti kúna Lúnu. Það tók tvö ár fyrir þær að ná saman en núna söðlar Regína kúna reglulega og fer á henni í útreiðartúra. Lúna stekkur jafnvel yfir hindranir ef hún er í góðu skapi. Þetta hefur valdið nokkrum ruglingi í dýrheimum um hverskonar skepna Lúna er eiginlega. Erlent 6.4.2011 20:19 Danskar herþotur í loftvarnaskothríð yfir Líbíu Danskar F-16 herþotur sem taka þátt í aðgerðunum gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu hafa nokkrum sinnum lent í skothríð frá loftvarnarbyssum stjórnarhermanna. Yfirmaður dönsku flughersveitarinnar sem staðsett er á Sikiley segir í samtali við Extrabladet að engin vél hafi enn orðið fyrir skoti. Hann segir að vélarnar fljúgi í svo mikilli hæð að litlar líkur séu á því að kúlur loftvarnabyssanna nái upp til þeirra. Erlent 6.4.2011 13:37 Maður gelti á hund Það þykir meiri frétt að maður bíti hund en að hundur bíti mann. Lögreglan í Ohio hefur handtekið mann og ákært hann fyrir að gelta á lögregluhund. Hundurinn var aftur í lögreglubíl og hafði verið skilinn þar eftir meðan lögregluþjónninn sinnti umferðarlagabroti. Erlent 6.4.2011 12:32 Gaddafi skrifar Barack Obama Hin opinbera fréttastofa Líbíu segir að Moammar Gaddafi hafi sent Barack Obama skilaboð. Þau eru sögð í tilefni af því að Bandaríkjamenn hafi dregið sig út úr því sem leiðtoginn kallar krossferð nýlenduríkja gegn Líbíu. Erlent 6.4.2011 12:15 Japanskir sjómenn óttast um lifibrauð sitt Sjómenn í Fukushima, sem margir hverjir misstu bæði heimili sitt og fiskibáta, óttast nú að geislamengun í hafinu muni eyðileggja lifibrauð þeirra. "Jafnvel þótt stjórnin segi að fiskurinn sé öruggur, þá mun fólk ekki vilja kaupa fisk frá Fukushima,“ segir Ichiro Yamagata, sjómaður sem bjó í næsta nágrenni við kjarnorkuverið í Fukushima. "Sennilega getum við ekki veitt fisk næstu árin.“ Erlent 6.4.2011 11:00 Svíadrottning slasaðist á flótta undan ljósmyndara Sænska Aftonbladet hefur beðist afsökunar á aðgangshörku blaðamanns síns og ljósmyndara sem varð þess valdandi að Sylvía drottning datt og meiddist á hönd og fæti. Erlent 6.4.2011 10:08 Karlmenn yfir fimmtugu vanmetnir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, verður að öllum líkindum kosinn í stjórn norska Verkamannaflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Dagblaðið Aftenposten segir að kjör hans yrði mjög umdeilt. Mörgum finnst rangt að kjósa karlmann yfir fimmtugu frá höfuðborginni inn í ráðið. Erlent 6.4.2011 10:01 Árás gerð á forsetahöll Fílabeinsstrandarinnar Frönsk stjórnvöld segja að liðsmenn Alassanes Qattara hafi í morgun gert árás á forsetahöllina á Fílabeinsströndinni þar sem Laurent Gbagbo þráast við að gefast upp. Erlent 6.4.2011 09:41 Raðmorðingi í New York-ríki Lík átta kvenna hafa nú fundist með stuttu millibili á strönd við New York. Lögreglan á svæðinu telur nú að um raðmorðingja sé að ræða. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Erlent 6.4.2011 09:30 Hið opinbera að lamast í Bandaríkjunum Ekkert gengur né rekur í samningum Barack Obama bandaríkjaforseta og leiðtoga á bandaríska þinginu um fjárlög landsins fram til september. Erlent 6.4.2011 07:52 Berlusconi sleppur við málaferli í Mílanó Meirihluti í neðri deild ítalska þingsins hefur samþykkt tillögu sem leiðir til þess að Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins sleppur við málaferli um kynferðisafbrot fyrir dómstóli í Mílanó. Erlent 6.4.2011 07:49 Hafna boði um skaðabætur vegna Fukushima kjarnorkuversins Bæjarfélagið Naime í Japan hefur hafnað skaðabótum sem Tepco, eigandi kjarnorkuversins í Fukushima hefur boðið þeim vegna lekans á geislavirkum efnum frá verinu. Erlent 6.4.2011 07:40 Vilja grafa Monu Lisu upp Ítalskir sérfræðingar undir forystu sagnfræðingsins Silvano Vinceti hafa tilkynnt að þeir hyggist grafa upp lík kaupmannsfrúarinnar Lisu Gherardiní sem talin er hafa verið fyrirmyndin að hinu þekkta verki Mona Lisa sem Leonardo da Vinci málaði á 16. öld. Erlent 6.4.2011 07:27 Aftöku frestað í annað sinn í Texas Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur frestað í annað sinn aftökunni á hinum 47 ára gamla Clive Foster í Texas. Hún átti að fara fram í nótt. Erlent 6.4.2011 07:20 Gbagbo hrökklast frá völdum Laurent Gbagbo hafði hreiðrað um sig í kjallarabyrgi ásamt fjölskyldu sinni í gær, umkringdur herliði andstæðinga sinna, en neitaði fram á síðustu stundu að semja um brotthvarf sitt frá völdum. Stjórnarherinn var hættur að berjast gegn liði uppreisnarmanna en leiðtogi þeirra lagði áherslu á að hann kæmist frá átökunum lifandi. Erlent 6.4.2011 06:00 Uppreisnarmenn í Líbíu vilja selja fleirum olíu Uppreisnarmenn í Líbíu vilja selja olíu til fleiri ríkja en Katar. Ennfremur krefjast þeir að Sameinuðu þjóðirnar aflétti banni á útflutningi á olíu frá landinu svo hægt verði að fjármagna neyðarhjálp til íbúa sem búa á svæðum uppreisnarmanna. Erlent 5.4.2011 21:31 Verður tekin af lífi fyrir að ræna barni úr móðurkviði Lisa Montgomery, sem myrti ólétta konu og rændi ófæddu barni hennar úr móðurkviði skömmu fyrir jólin 2004, verður tekin af lífi. Þetta liggur fyrir eftir að dómari hafnaði í dag beiðni Lisu um að mál hennar yrði tekið upp á nýjan leik. Erlent 5.4.2011 21:05 Fékk loksins trúlofunarhring eftir 65 ára hjónaband Bandaríkjamaðurinn Everett Potter á skammt eftir ólifað og hans hinsta ósk var að gefa eiginkonu sinni til 65 ára trúlofunarhring. Everett hafði nefnilega ekki efni á að kaupa einn slíkan á sínum tíma. Erlent 5.4.2011 20:32 Stríðinu á Fílabeinsströndinni virðist vera að ljúka Stríðinu á Fílabeinsströndinni virðist vera að ljúka eftir að Frakkar gerðu harðar loftárásir á hersveitir Laurents Gbagbos í gærkvöldi. Erlent 5.4.2011 18:46 Forsetinn felur sig í kjallaranum Forseti Fílabeinsstrandarinnar Laurent Gbagbo, felur sig nú í kjallara forsetahallarinnar í Abidjan en hersveitir uppreisnarmanna sitja um höllina. Gbagbo hefur neitað að láta af embætti þrátt fyrir að hafa tapað í forsetakosningunum fyrir nokkru. Hersveitir Alessane Outtara sem sigraði í kosningunum hafa nú töglin og hagldirnar í landinu að því er virðist og þess skammt að bíða að Gbagbo gefist upp, að því er fram kemur á BBC. Erlent 5.4.2011 13:27 « ‹ ›
Tveir milljarðar manna munu horfa á brúðkaupið Búist er við því að tveir milljarðar manna um allan heim muni verða límdir við sjónvarpsskjái eftir þrjár vikur þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga í það heilaga. Þá er talið að um 500 þúsund manns muni flykkjast út á götur Lundúnaborgar til að berja prinsinn og brúði hans augum. Erlent 7.4.2011 09:33
Svona er hinn fullkomni dagur - sjón er sögu ríkari Suma daga gengur hreinlega ekkert upp og allt virðist vonlaust. En stundum er eins og þú sért óstöðvandi og allt sem þú tekur þér fyrir hendur gengur fullkomlega upp. Félagarnir Thomas Becker and Sebastian Stahlhofen hjá Patience Productions tóku sig til og gerðu myndband sem á að endurspegla hinn fullkomna dag. Þó er heldur ólíklegt að nokkur lendi í því að allt gangi jafn ótrúlega vel og þarna sést. En sjón er sögu ríkari. Erlent 7.4.2011 09:30
Réttarhöld yfir Berlusconi: Fjölmiðlar sagðir valda tjóni Marokkóska stúlkan Karima El Mahroug segir að umfjöllun fjölmiðla hafi valdið sér miklu tjóni en heldur fast við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aldrei sængað hjá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Erlent 7.4.2011 09:00
Gaddafi sendi Obama sérkennilegt bréf Bandaríska stórblaðið New York Times hefur komist yfir sérkennilegt bréf sem Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu hefur sent til Barack Obama bandaríkjaforseta. Erlent 7.4.2011 07:50
Leita enn að 130 manns eftir að bát hvolfdi Leit sendur enn yfir að 130 Túnisbúum sem voru á bát á leið til Möltu þegar honum hvolfdi síðdegis í gærdag um 60 kílómetra frá strönd eyjunnar. Erlent 7.4.2011 07:45
Slá minjapeninga um konunglegt brúðkaup Konunglega kanadíska myntsláttan hefur ákveðið að gefa út sérstaka minjapeninga í tilefni af brúðkaupi þeirra Villiams prins og Kate Middleton í Bretlandi. Erlent 7.4.2011 07:41
Kínverjar ásaka þekktan listamann um fjármálaglæpi Kínverska lögreglan hefur hafið rannsókn á listamanninum Ai Weiwei vegna meintra fjármálaglæpa hans. Erlent 7.4.2011 07:37
Hafsbotnin færðist til um 24 metra í jarðskjálftanum í Japan Nýjar mælingar á vegum japönsku strandgæslunnar sýna að hafsbotninn hefur fluttst til um 24 metra skammt frá upptökum jarðskjálftans mikla fyrr í vetur. Erlent 7.4.2011 07:18
Barist var um byrgi Gbagbos Hörð átök voru í gær í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, þar sem liðsmenn Alassane Ouattara, réttkjörins forseta, sóttu að Laurent Gbagbo, sem neitaði enn að láta af völdum. Erlent 7.4.2011 05:30
Fá ekki ríkisborgararétt Hæstiréttur Frakklands hefur staðfest úrskurð um að börn sem fædd eru af erlendum staðgöngumæðrum fái ekki franskan ríkisborgararétt. Undirréttur hafði fellt dóm í máli tvíburasystra sem bandarísk staðgöngumóðir hafði fætt. Foreldrarnir voru franskir. Undirréttur neitaði að skrá systurnar í frönsku þjóðskrána en það er forsenda þess að þær fái ríkisborgararétt. Staðgöngumæðrun er bönnuð í Frakklandi, hvort sem er í góðgerðar eða ábataskyni. Erlent 6.4.2011 20:45
Fer reglulega í útreiðatúra á kú Þegar foreldrar Reginu Meyer vildu ekki gefa henni hest fór hún ekki í fýlu eins og margir unglingar hefðu gert. Hún fór út í haga á bóndabænum þeirra í Þýskalandi og sótti kúna Lúnu. Það tók tvö ár fyrir þær að ná saman en núna söðlar Regína kúna reglulega og fer á henni í útreiðartúra. Lúna stekkur jafnvel yfir hindranir ef hún er í góðu skapi. Þetta hefur valdið nokkrum ruglingi í dýrheimum um hverskonar skepna Lúna er eiginlega. Erlent 6.4.2011 20:19
Danskar herþotur í loftvarnaskothríð yfir Líbíu Danskar F-16 herþotur sem taka þátt í aðgerðunum gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu hafa nokkrum sinnum lent í skothríð frá loftvarnarbyssum stjórnarhermanna. Yfirmaður dönsku flughersveitarinnar sem staðsett er á Sikiley segir í samtali við Extrabladet að engin vél hafi enn orðið fyrir skoti. Hann segir að vélarnar fljúgi í svo mikilli hæð að litlar líkur séu á því að kúlur loftvarnabyssanna nái upp til þeirra. Erlent 6.4.2011 13:37
Maður gelti á hund Það þykir meiri frétt að maður bíti hund en að hundur bíti mann. Lögreglan í Ohio hefur handtekið mann og ákært hann fyrir að gelta á lögregluhund. Hundurinn var aftur í lögreglubíl og hafði verið skilinn þar eftir meðan lögregluþjónninn sinnti umferðarlagabroti. Erlent 6.4.2011 12:32
Gaddafi skrifar Barack Obama Hin opinbera fréttastofa Líbíu segir að Moammar Gaddafi hafi sent Barack Obama skilaboð. Þau eru sögð í tilefni af því að Bandaríkjamenn hafi dregið sig út úr því sem leiðtoginn kallar krossferð nýlenduríkja gegn Líbíu. Erlent 6.4.2011 12:15
Japanskir sjómenn óttast um lifibrauð sitt Sjómenn í Fukushima, sem margir hverjir misstu bæði heimili sitt og fiskibáta, óttast nú að geislamengun í hafinu muni eyðileggja lifibrauð þeirra. "Jafnvel þótt stjórnin segi að fiskurinn sé öruggur, þá mun fólk ekki vilja kaupa fisk frá Fukushima,“ segir Ichiro Yamagata, sjómaður sem bjó í næsta nágrenni við kjarnorkuverið í Fukushima. "Sennilega getum við ekki veitt fisk næstu árin.“ Erlent 6.4.2011 11:00
Svíadrottning slasaðist á flótta undan ljósmyndara Sænska Aftonbladet hefur beðist afsökunar á aðgangshörku blaðamanns síns og ljósmyndara sem varð þess valdandi að Sylvía drottning datt og meiddist á hönd og fæti. Erlent 6.4.2011 10:08
Karlmenn yfir fimmtugu vanmetnir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, verður að öllum líkindum kosinn í stjórn norska Verkamannaflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Dagblaðið Aftenposten segir að kjör hans yrði mjög umdeilt. Mörgum finnst rangt að kjósa karlmann yfir fimmtugu frá höfuðborginni inn í ráðið. Erlent 6.4.2011 10:01
Árás gerð á forsetahöll Fílabeinsstrandarinnar Frönsk stjórnvöld segja að liðsmenn Alassanes Qattara hafi í morgun gert árás á forsetahöllina á Fílabeinsströndinni þar sem Laurent Gbagbo þráast við að gefast upp. Erlent 6.4.2011 09:41
Raðmorðingi í New York-ríki Lík átta kvenna hafa nú fundist með stuttu millibili á strönd við New York. Lögreglan á svæðinu telur nú að um raðmorðingja sé að ræða. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Erlent 6.4.2011 09:30
Hið opinbera að lamast í Bandaríkjunum Ekkert gengur né rekur í samningum Barack Obama bandaríkjaforseta og leiðtoga á bandaríska þinginu um fjárlög landsins fram til september. Erlent 6.4.2011 07:52
Berlusconi sleppur við málaferli í Mílanó Meirihluti í neðri deild ítalska þingsins hefur samþykkt tillögu sem leiðir til þess að Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins sleppur við málaferli um kynferðisafbrot fyrir dómstóli í Mílanó. Erlent 6.4.2011 07:49
Hafna boði um skaðabætur vegna Fukushima kjarnorkuversins Bæjarfélagið Naime í Japan hefur hafnað skaðabótum sem Tepco, eigandi kjarnorkuversins í Fukushima hefur boðið þeim vegna lekans á geislavirkum efnum frá verinu. Erlent 6.4.2011 07:40
Vilja grafa Monu Lisu upp Ítalskir sérfræðingar undir forystu sagnfræðingsins Silvano Vinceti hafa tilkynnt að þeir hyggist grafa upp lík kaupmannsfrúarinnar Lisu Gherardiní sem talin er hafa verið fyrirmyndin að hinu þekkta verki Mona Lisa sem Leonardo da Vinci málaði á 16. öld. Erlent 6.4.2011 07:27
Aftöku frestað í annað sinn í Texas Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur frestað í annað sinn aftökunni á hinum 47 ára gamla Clive Foster í Texas. Hún átti að fara fram í nótt. Erlent 6.4.2011 07:20
Gbagbo hrökklast frá völdum Laurent Gbagbo hafði hreiðrað um sig í kjallarabyrgi ásamt fjölskyldu sinni í gær, umkringdur herliði andstæðinga sinna, en neitaði fram á síðustu stundu að semja um brotthvarf sitt frá völdum. Stjórnarherinn var hættur að berjast gegn liði uppreisnarmanna en leiðtogi þeirra lagði áherslu á að hann kæmist frá átökunum lifandi. Erlent 6.4.2011 06:00
Uppreisnarmenn í Líbíu vilja selja fleirum olíu Uppreisnarmenn í Líbíu vilja selja olíu til fleiri ríkja en Katar. Ennfremur krefjast þeir að Sameinuðu þjóðirnar aflétti banni á útflutningi á olíu frá landinu svo hægt verði að fjármagna neyðarhjálp til íbúa sem búa á svæðum uppreisnarmanna. Erlent 5.4.2011 21:31
Verður tekin af lífi fyrir að ræna barni úr móðurkviði Lisa Montgomery, sem myrti ólétta konu og rændi ófæddu barni hennar úr móðurkviði skömmu fyrir jólin 2004, verður tekin af lífi. Þetta liggur fyrir eftir að dómari hafnaði í dag beiðni Lisu um að mál hennar yrði tekið upp á nýjan leik. Erlent 5.4.2011 21:05
Fékk loksins trúlofunarhring eftir 65 ára hjónaband Bandaríkjamaðurinn Everett Potter á skammt eftir ólifað og hans hinsta ósk var að gefa eiginkonu sinni til 65 ára trúlofunarhring. Everett hafði nefnilega ekki efni á að kaupa einn slíkan á sínum tíma. Erlent 5.4.2011 20:32
Stríðinu á Fílabeinsströndinni virðist vera að ljúka Stríðinu á Fílabeinsströndinni virðist vera að ljúka eftir að Frakkar gerðu harðar loftárásir á hersveitir Laurents Gbagbos í gærkvöldi. Erlent 5.4.2011 18:46
Forsetinn felur sig í kjallaranum Forseti Fílabeinsstrandarinnar Laurent Gbagbo, felur sig nú í kjallara forsetahallarinnar í Abidjan en hersveitir uppreisnarmanna sitja um höllina. Gbagbo hefur neitað að láta af embætti þrátt fyrir að hafa tapað í forsetakosningunum fyrir nokkru. Hersveitir Alessane Outtara sem sigraði í kosningunum hafa nú töglin og hagldirnar í landinu að því er virðist og þess skammt að bíða að Gbagbo gefist upp, að því er fram kemur á BBC. Erlent 5.4.2011 13:27