Erlent

Jarðskjálfti í Indónesíu

Talsverð skelfing greip um sig í nótt þegar jarðskjálfti skók jörðu í Indónesíu. Samkvæmt bandarískum vísindamönnum mældist jarðskjálftinn um 5,4 á richter. Upptök hans voru neðansjávar, um 140 kílómetra frá borginni Cirebon.

Erlent

Vara bandaríska ríkisborgara í Sýrlandi við

Bandarísk stjórnvöld hvetja bandarískra þegna í Sýrlandi að yfirgefa landið hið allra fyrsta. Mikil átök eru á milli mótmælenda og stjórnvalda í Sýrlandi þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að sefa mótmælendur meðal annars með því að aflétta herlögum sem voru í gildi í áratugi.

Erlent

20 börn í Guantanamó

Meðal þeirra hundrað og fimmtíu manna sem sátu saklausir í hinu alræmda Guantanamó fangelsi á Kúbu voru 20 börn samkvæmt leyniskjölum Wikileaks.

Erlent

Jimmy Carter kominn til Norður-Kóreu

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Norður-Kóreu í dag ásamt föruneyti til þess að hefja samningaviðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un.

Erlent

Japanskir bændur mótmæla vegna geislamengunar

Rúmlega 200 bændur sem búa í grennd við kjarnorkuverið í Fukushima, komu saman með hjörð af nautgripum í Tokýó í dag, og kröfðust þess að ríkisstjórnin bætti þeim skaða af geislamengun frá kjarnorkuverinu.

Erlent

Stjórnvöld Sri Lanka sökuð um stríðsglæpi

Í skýrslu sem gerð var fyrir Sameinuðu þjóðirnar koma fram ásakanir um að stjórnvöld á Sri Lanka hafi framið stríðsglæpi árið 2009. Þá eru Tamíl tígrar sakaðir um að nota almenning sem mennska skildi.

Erlent

Krókódíll inni á klósetti

Kona í Flórída fékk vægt sjokk þegar hún kom heim til sín og fann stærðarinnar krókódíl inni á klósetti. Kvikindið hafði troðið sér inn um litla hurð sem ætluð er heimilisköttunum og hafði komið sér vel fyrir inni á klósetti. Konan rauk út úr íbúðinni og hringdi á lögregluna en hún óttaðist um kettina sína tvo. Krókódíllinn hafði þó fúlsað við kisunum sem voru heilar á húfi en þó nokkuð skelkaðar. Króksi var síðan handsamaður og fluttur út í fenin sem umlykja bæinn.

Erlent

Ofurhugi lést þegar fallbyssuskot fór úrskeiðis

Breskur ofurhugi lét lífið í dag þegar hann lét skjóta sér út úr fallbyssu í skemmtigarði í Kent sýslu á Englandi. Öryggisnet sem átti að taka fallið af manninum brást með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var fluttur á spítala en var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Atriðið var hluti af ofurhugasýningu sem haldið hefur verið úti frá árinu 1991. Öllum sýningum hópsins hefur nú verið frestað uns rannsókn fer fram á slysinu.

Erlent

Handtaska járnfrúarinnar á uppboð

Fræg handtaska sem er í eigu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fer á uppboð á næstunni. Um er að ræða uppboð til styrktar góðgerðarmála og er vonast til að tæpar tuttugu milljónir króna fáist fyrir veskið. Það þykir auka verðgildi hennar að töskuna notaði Thatcher oft á mikilvægum fundum á sínum tíma og því hefur hún innihaldið ýmis ríkisleyndarmál.

Erlent

Ítalir taka þátt í árásunum á Líbíu

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu greindi frá því í kvöld að ítalskar herþotur muni taka þátt í loftárásum á Líbíu. Berlusconi tilkynnti þetta í kjölfar samtals sem hann átti við Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrr í dag. Ítalir höfðu áður neitað að taka þátt í árásunum og vísuðu til þess tíma þegar Líbía var ítölsk nýlenda. Uppreisnarmenn í Líbíu hafa að undanförnu kvartað yfir því að stuðningur frá NATO hafi ekki verið nægjanlegur en hart er barist í landinu þessa stundina.

Erlent

Þróa aðferð við að segja til um hættuna frá gosösku

Réttu ári eftir að gosaskan úr Eyjafjallajökli lamaði flugumferð víðast hvar í Evrópu hafa danskir vísindamenn fundið upp aðferð sem auðveldar mjög að meta hættuna. Evrópsk flugmálayfirvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir of hörð viðbrögð þegar jökullinn fór að gjósa og sögðu margir að lítil sem engin hætta væri af gosöskunni víða um álfuna þótt bannað væri að fljúga með tilheyrandi kostnaði og töfum fyrir ferðalanga.

Erlent

Lífvörður hraunaði yfir Kate Middleton á Facebook

Hinn átján ára gamli Cameron Reilly, sem er í lífvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar, verður ekki á meðal lífvarða þeirra Vilhjálms krónprins og Kate Middleton þegar þau ganga í það heilaga eins og stóð til. Ástæðan er sú að hann fór miður fögrum orðum yfir krónprinsessuna tilvonandi á Facebook síðu sinni. Hann var ekki ánægður með stúlkuna sem honum fannst sína sér litla virðingu á dögunum: „Hún og Vilhjálmur keyrðu fram hjá mér á föstudaginn var og eina sem ég fékk var smá vink á meðan hún horfði í hina áttina. Heimska snobbaða belja, ég er greinilega ekki nógu góður fyrir hana!“

Erlent

Bandaríkin hugleiða beitingu refsiaðgerða gegn Sýrlandi

Bandaríkin hugleiða nú að beita refsiaðgerðum gegn Sýrlandi í mótsvari við harðar aðgerðir sýrlenska hersins í borgaralegum mótmælum þar í landi. Þessar refsiaðgerðir gætu falist í frystingu á sýrlenskum eignum og viðskiptabanni við Bandaríkin en bandarísk yfirvöld vilja með slíkum aðgerðum gera stjórnvöldum það ljóst að hegðun þeirra sé óásættanleg.

Erlent

Tólf látnir í miklum aurskriðum í Brasilíu

Tólf hafa látist í flóðum og aurskriðum í suðurhluta Brasilíu um helgina og hafa yfirvöld á svæðinu lýst yfir neyðarástandi í sjö borgum. Miklar rigningar hafa haft áhrif á líf um 40.000 manns sem búa á svæðinu og hafa hundruð manna misst heimili sín.

Erlent

Stjórnarandstæðingar sniðganga kosningar

Helstu stjórnarandstæðingar í Chad hyggjast sniðganga forsetakosningar sem nú standa yfir þar í landi sökum þess að kröfum þeirra um umbætur á kosninakerfinu hefur ekki verið mætt. Óttast er að þetta muni hafa neikvæð áhrif á kosningaþátttöku í landinu.

Erlent

Flugræningi yfirbugaður af farþegum og áhöfn

Flugræningi var snögglega yfirbugaður af áhöfn og farþegum í flugi Alitalia frá París til Rómar á níunda tímanum í gær. Maðurinn ógnaði flugliða með smáum hníf og krafðist þess að flugvélinni yrði beint til Tripoli, höfuðborgar Líbíu. Áhöfn og farþegar brugðust hratt við og yfirbuguðu manninn sem svo var sprautaður með deyfilyfi af lækni sem var farþegi í vélinni.

Erlent

Skipuleggjandi samveldisleikanna grunaður um spillingu

Skipuleggjandi Samveldisleikanna 2010 sem haldnir voru á Indlandi hefur verið handtekinn, grunaður um spillingu. Suresh Kalmandi var vikið úr embætti í janúar á þessu ári og segir lögreglan að hann verði ákærður fyrir spillingu þegar hann úthlutaði verkefnum í tengslum við leikana.

Erlent

Mannfall í sprengingum í Nígeríu

Þrír létust og átta særðust í sprengingum í Maiduguri í norð-austur Nígeríu í gærkvöldi. Tvær sprengjur sprungu á hóteli og ein á umferðarmiðstöð, en hinir særðu hafa verið fluttir á spítala í nágrenninu.

Erlent

Grófu göng til þess að frelsa mörg hundruð fanga

Rúmlega 470 fangar í Kandahar í Afganistan ganga nú lausir eftir að göng voru grafin inn í fangelsið til þeirra. Fjölmargir talíbanar eru á meðal fanganna. Lögregluyfirvöld segja að tekist hafi að handsama tólf fanga á ný og Hamid Karzai forseti landsins segir að um stórslys sé að ræða. Talibanar hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér og segjast hafa grafið göngin á fimm mánaða tímabili en þau eru um 320 metrar á lengd.

Erlent

Flugskeytum skotið á höfuðstöðvar Gaddafís

Herþotur NATO gerðu í nótt árásir á höfuðstöðvar Gaddafís einræðisherra Líbíu. Heimildir BBC herma að tvö öflug flugskeyti hið minnsta hafi hæft byggingarnar sem eru í miðborg höfuðborgarinnar Trípólí. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en stuðningsmenn Gaddafís segja augljóst að árásirnar hafi miðað að því að ráða hann af dögum.

Erlent

Sýrlendingar herða sóknina gegn mótmælendum

Sýrlenski herinn gerði í morgun árás á borgina Deera í suðurhluta landsins. Fram kemur á veg breska ríkisútvarpsins, BBC; að herinn notist meðal annars við skriðdreka en óstaðfestar heimildir herma að að minnsta kosti fimm hafi látið lífið. Víðtæk mótmæli gegn stjórn Assads forseta hafa staðið yfir í Sýrlandi frá því í síðasta mánuði. Mótmælendur krefjast lýðræðisumbót og að Assad láti af völdum. Að minnsta kosti 350 hafa látið lífið síðan mótmælin hófust í Sýrlandi.

Erlent

Um 150 hafa setið saklausir í Guantanamo

Um 150 saklausir menn hafa verið vistaðir í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu, en tugir hryðjuverkamanna hafa jafnframt verið vistaðir þar. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem Wikileaks hefur lekið.

Erlent

Skrópar í brúðkaupi

Krónprinsinn í Barein mun ekki mæta í brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar unnustu hans á föstudaginn vegna ófriðar í heimalandi hans. Salman bin Hamad Al-Khalifa sagði að það væri með mikilli sorg sem hann hefði komist að þessari niðurstöðu. Hann sagði að hann hefði vonast til þess að ástandið í Barein myndi batna svo að hann gæti mætt.

Erlent

Efndi til fegurðarsamkeppni hesta

Gurbanguly Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistans, stóð í dag fyrir fegurðarsamkeppni hesta og ákvað í leiðinni að sýna eigin reiðfærni í heimalandi sínu. Tilgangurinn með keppninni var sá að vekja athygli á Túrkmenistan og rjúfa einangrun ríkisins.

Erlent