Erlent

Skortur á drykkjarvatni hrjáir Kínverja

Mikill skortur á drykkjarvatni hrjáir nú íbúa í austurhluta Kína. Ástæðan fyrir skortinum eru miklir þurrkar undanfarna mánuði sem hafa leitt til þess að mjög hefur minnkað í vatnsbólum eða þau jafnvel tæmst.

Erlent

Evrópulöndin vilja halda forstjórastólnum

Evrópulöndin innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) róa nú að því öllum árum að halda yfirráðum sínum yfir forstjórastól sjóðsins. Núverandi forstjóri, Dominique Strauss-Kahn, er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi beitt starfsstúlku á hóteli í New York kynferðislegu ofbeldi og efast er um að hann eigi afturkvæmt í embættið.

Erlent

Svarar engu um framboð

Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti blés til mikils blaðamannafundar í gær þar sem hann svaraði spurningum í heila klukkustund. Þótt hann hafi engu svarað um það hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta næsta kjörtímabil má líta á blaðamannafundinn sem fyrsta skref hans í þá áttina að gera sig gildandi í augum þjóðarinnar gegn vini sínum Vladimír Pútín.

Erlent

Deilt um endastöð kjarnorkuúrgangs

„Við þurfum skammtímalosunarstað, og það strax,“ segir þýski jarðfræðingurinn Frank Schilling í viðtali við tímaritið Der Spiegel um kjarnorkuúrgang, sem fellur til úr kjarnorkuverum landsins.

Erlent

Ráðherra ber við mismælum um nauðganir

Stjórnarandstæðingar í Bretlandi hafa kallað eftir afsögn Kenneths Clarke dómsmálaráðherra vegna ummæla sem hann lét falla í útvarpsviðtali í gærmorgun. Þar mátti skilja á orðum ráðherra að hann teldi ekki allar nauðganir falla undir skilgreininguna „alvarlegar nauðganir“.

Erlent

Elsta panda heims dáin

Ming Ming, elsta panda í heiminum er dáin þrjátíu og fjögurra að aldri. Talið er að hún hafi dáið úr nýrnabilun en hún hafði búið í dýragarði í Peking um hríð. Ming Ming dó þann 7. maí síðastliðinn en ekki var tilkynnt um lát hennar fyrr en nýlega.

Erlent

Auschwitz skiltið lagfært

Arbeit Macht Frei, Vinnan gerir þig frjálsan, stóð á skilti sem nazistar settu upp yfir hliði Auschwitz útrýmingarbúðanna í Póllandi þar sem um ein milljón manna lét lífið á árunum 1940-1945.

Erlent

Strauss-Kahn sætir sjálfsvígseftirliti

Gordon Brown hefur verið nefndur sem næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstaklega er fylgst með Dominique Strauss-Kahn til að tryggja að hann taki ekki eigið líf í fangelsinu á Rikers-eyju.

Erlent

Krefjast þess að Clarke segi af sér

Hörð gagnrýni beinist nú að breska dómsmálaráðherranum Ken Clarke, en skilja mátti á honum í viðtali við BBC í morgun að hann teldi sumar nauðganir alvarlegri en aðrar. Ráðherann, sem er íhaldsmaður, hefur hinsvegar neitað að biðjast afsökunar á ummælunum en formaður Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, vill að hann segi af sér.

Erlent

Kjaftaði stanslaust í 16 tíma

Hefur þig einhverntíma langað til að kyrkja manneskju sem talaði hátt og lengi í farsímann sinn? Ef svo, ertu heppinn að hafa ekki verið í klefa með henni Lakeyshu Beard þegar hún tók sér far með lest þvert yfir Bandaríkin á dögunum.

Erlent

Margir vilja losna við símaskrána

Borgarsstjórnin í San Francisco hefur samþykkt að íbúar borgarinnar fái ekki sjálfkrafa senda símaskrána heim til sín. Margir vilja leggja skrána alveg af en borgarfeðurnir vilja ekki ganga svo langt.

Erlent

Höfundur Family Guy gerir nýja Flintstones-þætti

Aðdáendur "The Flintstones" þáttanna þurfa ekki að bíða lengur eftir nýjum þáttum því FOX sjónvarpstöðin tilkynnti í vikunni að Seth MacFarlane, höfundur Family Guy, ætli að búa til nýja seríu af þessum gömlu og klassísku þáttum.

Erlent

Vilja stytta nauðgunardóma um helming

Breska ríkisstjórnin vill stytta fangelsisdóma fyrir nauðganir um helming ef ódæðismennnirnir játa sekt sína strax í upphafi málaferla. Í dag gilda þær reglur að dómar eru styttir um þriðjung við játningu.

Erlent

Danir gera tilkall til norðurpólsins

„Konungsríkið býst við að gera tilkall til landgrunnsins á fimm svæðum umhverfis Grænland og Færeyjar, þar á meðal til sjálfs norðurpólsins,“ segir í drögum að sameiginlegri stefnu Danmerkur, Grænlands og Færeyja í norðurskautsmálum næstu tíu árin.

Erlent

Hattur Beatrice prinsessu á uppboði

Hatturinn sem Beatrice prinsessa, dóttir Söru Ferguson, bar í brúðkaupi þeirra Vilhjálms prins og Katrínar Middleton hefur verið boðinn til sölu á eBay uppboðsvefnum.

Erlent

Fimm líbískum diplómötum vísað úr landi í Kanada

Stjórnvöld í Kanada hafa vísað fimm líbískum diplómötum úr landi eftir að utanríkisráðuneyti landsins komst að þeirri niðurstöðu að hegðun þeirra væri óásættanleg. Var þeim og fjölskyldum þeirra gert að yfirgefa Kanada á næstu dögum.

Erlent

Fyrsta heimsóknin í heila öld

Elísabet Bretadrottning lét sprengjuhótanir ekki stöðva sig í að heimsækja Írland í gær. Tilgangurinn er að styrkja tengsl Írlands og Bretlands og fagna góðum árangri friðarsamninga á Norður-Írlandi.

Erlent

Hefur borðað 25 þúsund Big Mac yfir ævina

Margir Íslendingar sakna þess að geta ekki fengið sér McDonald's hamborgara hér á landi eftir að skyndabitakeðjan hætti starfsemi hér á landi. Þó einhverjir hafi borðað fleiri hundruð hamborgara frá keðjunni þá hefur eflaust enginn tærnar sem Bandaríkjamaðurinn Don Gorske hefur hælana. Því hann borðaði sinn 25 þúsundasta Big Mac í dag.

Erlent

Þrjátíu ár fyrir þjóðarmorð

Fyrrverandi yfirmaður hersins í Rwanda hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í þjóðarmorðinu árið 1994. Þá voru myrtir um 800 þúsund manns af ættbálki tútsa sem eru í minnilhuta í landinu.

Erlent

Refsað fyrir að þegja um kynmök í skólarútu

Móðir í Ohio í Bandaríkjunum er ósátt við að 14 ára dóttur hennar skuli refsað fyrir að tilkynna ekki strax um að hún hefði séð tvö skólasystkini sín eiga kynmök í skólarútunni. Saundra Roundtree sagði Associated Press fréttastofunni að dóttir hennar hefði verið í skólaferðalagi.

Erlent