Erlent Þjóðverjar styðja uppreisnarmenn Ríkisstjórn Þýskalands lýsti í dag yfir stuðningi við Líbíska þjóðarráðið, bandalag uppreisnarmanna. Enn geisa hörð átök í Líbíu og er ekkert fararsnið á Moammar Gaddafi. Erlent 13.6.2011 16:07 Aðstoðaði Ísbarónessuna sem reyndist vera eftirlýstur morðingi Spænskur götuspilari í Vín komst í hann krappann þegar hann sá aumur á grátandi konu á lestarstöð í Udine á Ítalíu. Hann bauð konunni gistingu en komst ekki að því fyrr en tveim dögum síðar að konan með tárin var eftirlýstur morðingi frá Vín, þekkt undir nafninu Ísbarónessan. Erlent 13.6.2011 12:30 Stjórnarherinn segist hafa hrundið árás uppreisnarmanna Stjórnvöld í Líbíu segjast hafa hrundið árás uppreisnarmanna á bæinn Zawiya í vesturhluta landsins. Harðir bardagar hafa geysað um bæinn undanfarnar vikur en bærinn er um 30 kílómetra fyrir vestan Trípolí, höfuðborg landsins. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa látið lífið í átökunum en fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að mannfall í röðum uppreisnarmanna sé töluvert. Erlent 13.6.2011 12:08 Flug fellur niður vegna gosösku Nánast allt flug liggur niðri í Ástralíu og á Nýja Sjálandi vegna gosösku. Búist er við áframhaldandi röskun á flugi í Eyjaálfu næstu daga. Askan úr sílenska eldfjallinu Puyehue-Cordon Caulle raskar nú flugi í Eyjaálfu annan daginn í röð. Erlent 13.6.2011 12:00 Handtekinn með sprengiefni Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 27 ára karlmann eftir að hálft kíló af sprengiefni fannst í bíl mannsins. Við nánari leit fundust einnig þrír rifflar og þrjár haglabyssur í bílnum. Maðurinn var stöðvaður við reglubundið umferðareftirlit en stór sprunga var í framrúðu bílsins. Erlent 13.6.2011 10:10 Flokkur forsætisráðherrans sigraði Réttlætis- og þróunarflokkurinn, flokkur Recep Erdogan forsætisráðherra, vann stórsigur í þingkosningunum í Tyrklandi í gær. Flokkurinn hlaut um það bil 50% atkvæða og hreinan meirihluta á þingi. Flokkurinn fékk 325 þingsæti af 550 sem dugar þó ekki til að hann geti gert einhliða breytingar á stjórnarskrá landsins. Erlent 13.6.2011 09:59 Sýrlensk stúlka reyndist vera bandarískur karlmaður Samkynhneigð sýrlensk stúlka, sem vakti mikla athygli fyrir blogg sem hún ritaði frá Damaskus, reyndist í gær vera harðgiftur bandarískur karlmaður. Erlent 13.6.2011 08:00 Ekkert salt á veitingastöðum Heilbrigðisyfirvöld í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, vinna þessa dagana að því að sporna við háum blóðþrýstingi borgarbúa og hyggjast í þeim tilgangi gripa til þess ráðs að láta fjarlægja alla saltstauka af borðum veitingahúsa í borginni. Erlent 13.6.2011 07:30 Keppir við gróna háskóla Hópur fræðimanna í Bretlandi hefur stofnað nýjan háskóla í London, The New College of the Humanities, sem á að keppa við háskólana Oxford og Cambridge. Erlent 13.6.2011 06:00 Engin neyðaráætlun til staðar Borgarráðið í Leicester viðurkenndi á dögunum að þeir hefðu ekki skapað neina neyðaráætlun sem tæki á því hvernig bregðast skyldi við innrás uppvakninga. Erlent 12.6.2011 22:00 Mótmælt í Teheran Fregnir hafa borist af því að mótmælt hafi verið í dag á götum Teheran, höfuðborgar Íran, en nú eru tvö ár liðin frá umdeildri endurkosningu Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins. Greint var frá þessu á vef Boston Globe fyrir stuttu. Erlent 12.6.2011 17:46 Eins árs fangelsi fyrir ljóðalestur Dómur féll yfir 20 ára gamalli konu í Bahrain í dag, en hún fékk eitt ár í fangelsi fyrir að hafa lesið upp ljóð sem gagnrýndu stjórn landsins. Dómurinn er hluti af aðgerðaráætlun konungs til þess að sporna við mótmælum Sjíta sem krefjast aukinna réttinda. Erlent 12.6.2011 16:56 Mótmælendur halda heim Ungir mótmælendur í Madríd yfirgefa nú eitt fjölmennasta torg borgarinnar, eftir að sú ákvörðun var tekin af hópnum að binda enda á þær aðgerðir sem mótmælendur hafa staðið fyrir í rúmar þrjár vikur. Frá þessu er greint á vef The Washington Post í dag. Erlent 12.6.2011 15:48 600 veikir af völdum blýeitrunar Í Kína hafa rúmlega 600 manns, þar af 103 börn, veikst í nýjasta blýeitrunartilfellinu þar í landi en Kínverjar hafa undanfarin ár mátt glíma við mikil vandamál sökum mengurnar af völdum þungamálma. Erlent 12.6.2011 11:53 Skotárás í Svíþjóð Einn maður lést og annar berst nú fyrir lífi sínu eftir skotárás í bænum Åkersberga í Svíþjóða en bærinn er rétt fyrir utan Stokkhólm. Erlent 12.6.2011 10:25 Minnsti maður í heimi 18 ára Hinn filipeyski Junrey Balawing ætlar að fagna í dag með því að drekka bjór úr glasi sem er næstum jafn stórt honum sjálfum. Tilefnið er átján ára afmæli piltsins sem nú má formlega fá sér bjórsopa. Erlent 12.6.2011 10:07 Les Paul gítarinn áfram á Google Margir netnotendur brostu út að eyrum síðastliðinn fimmtudag þegar þeir sáu hverju Google hafði tekið upp á í tilefni af 96 ára afmæli tónlistar- og uppfinningamannsins Lester William Polsfuss, betur þekktur undir nafninu Les Paul. Erlent 11.6.2011 23:00 5000 druslur í London Skipuleggjendur "druslugöngunnar" í London segja að hátt í 5.000 manns hafi tekið þátt í göngunni í dag en þar mátti sjá konur arka um strætin í netasokkabuxum og brjóstarhöldurum, undir slagorðum á borð við "Brjóstaskora er ekki samþykki". Erlent 11.6.2011 22:00 Sökudólgurinn í E. coli faraldrinum fundinn "Það eru baunaspírurnar". Þetta segir Reinard Burger, yfirmaður þýsku smitsjúkdómamiðstöðvarinnar en E. coli faraldurinn í Norður-Þýskalandi hefur verið rakinn til baunaspírubúgarðs nærri Hamburg. Erlent 11.6.2011 17:37 Flóttamenn streyma til Tyrklands Að minnsta kosti 4.300 manns hafa nú flúið ofbeldið í Sýrlandi og leitað skjóls í Tyrklandi en 32 týndu lífinu í átökum þar í landi síðastliðinn föstudag. Rauntala flóttamanna er þó talin mun hærri en opinberar tölur segja til um þar sem margir hafi komist óséðir yfir landamærin. Erlent 11.6.2011 15:05 Öskuskýið frá Chile stöðvar flug í Nýja Sjálandi Puyehue-eldfjallið sem nú gýs í Chile hefur valdið töluverðum truflunum á flugi í Argentínu, Úrúgvæ og hluta Brasilíu undanfarna daga, en nú lítur út fyrir að öskuskýið úr fjallinu sé farið að teygja sig vestur til Nýja Sjálands. Erlent 11.6.2011 13:30 Króatar komist inn árið 2013 Framkvæmdastjórn ESB lagði til í gær að fjórum síðustu köflunum í aðildarviðræðum Króata yrði lokað. Við þetta aukast líkurnar á því að Króatía verði 28. ríkið sem fær aðild að ESB, sem gæti gerst í júlí 2013. Erlent 11.6.2011 00:00 Lifði á grasi og bænum Þegar Makiko Iwafuchi fór út af hóteli sínu 25. maí síðastliðinn ætlaði hún í stutta gönguferð meðfram stöðuvatninu Goshaikunda í Nepal. Sú gönguferð tók tvær vikur. Hún snarvilltist og komst ekki til byggða fyrr en síðastliðinn þriðjudag. Á villuráfi sínu borðaði hún gras og drakk vatn úr fjallalækjum. Og baðst fyrir heitt og innilega. Hún svaf í hellum eða undir klöppum. Makiko er 49 ára gömul og læknar segja hana ótrúlega hressa eftir göngutúrinn. Erlent 10.6.2011 23:00 Gaf sjö ára dóttur sinni sílikon í brjóstin í afmælisgjöf Hin fimmtuga Sarah Burge gaf sjö ára gamalli dóttur sinni skírteini sem gerir henni kleift að fá sér sílikon í brjóstin. Dóttirin bað um að fá aðgerðina í afmælisgjöf og ákvað móðir hennar að uppfylla ósk hennar. Erlent 10.6.2011 22:15 Domino's biður rauðhærðan strák afsökunar Pizzastaðurinn Domino's hefur beðið Ross Wajgtknecht, ellefu ára gamlan pilt frá bænum Somerset í Bretlandi, afsökunar á því að hafa kallað hann rauðhærðan þegar hann pantaði sér pizzu á dögunum. Erlent 10.6.2011 21:15 Siðlausar og ólöglegar aðgerðir stjórnvalda í Sýrlandi Fjöldi fólks hefur flúið frá Sýrlandi til Tyrklands frá því á miðvikudagskvöld. Óttast er að árás á borgina Jisr al-Shughour sé yfirvofandi. Stjórnvöld segja að þar hafi vopnaðir hópar uppreisnarmanna drepið yfir 120 öryggissveitarmenn. Erlent 10.6.2011 21:00 Skaut kött í höfuðið með lásboga Þótt kötturinn Spike eigi aðeins eftir átta líf verður hann að teljast með heppnari köttum. Hann lifði það nefnilega af að einhver fantur skaut hann í höfuðið með lásboga. Örin, eða boltinn eins og lásbogaskeytin eru kölluð fór alveg í gegnum höfuðið. Læknum tókst að ná henni út og Spike er óðum að hressast. Erlent 10.6.2011 20:15 Játaði morð eftir 65 ár Níutíu og sex ára gömul hollensk kona hefur játað á sig morð sem hún framdi árið 1946. Það var fyrsta heila friðarárið eftir síðari heimsstyrjöldina og uppgjör við föðurlandssvikara og stríðsglæpamenn í fullum gangi. Erlent 10.6.2011 13:57 Brown stýrði samsæri gegn Blair Aðeins nokkrum vikum eftir þingkosningarnar árið 2005 hóf Gordon Brown, sem þá var fjármálaráðherra, herferð gegn Tony Blair forsætisráðherra ásamt nánum samstarfsmönnum sínum. Erlent 10.6.2011 10:50 Með ferðamenn niður að Titanic Ferðaskrifstofan Bluefish ætlar að hefja köfunarferðir með ferðamenn niður að flakinu af risaskipinu Titanic sem sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912. Skipið liggur á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi og farið verður niður að því í sérsmíðuðum dvergkafbáti. Erlent 10.6.2011 10:44 « ‹ ›
Þjóðverjar styðja uppreisnarmenn Ríkisstjórn Þýskalands lýsti í dag yfir stuðningi við Líbíska þjóðarráðið, bandalag uppreisnarmanna. Enn geisa hörð átök í Líbíu og er ekkert fararsnið á Moammar Gaddafi. Erlent 13.6.2011 16:07
Aðstoðaði Ísbarónessuna sem reyndist vera eftirlýstur morðingi Spænskur götuspilari í Vín komst í hann krappann þegar hann sá aumur á grátandi konu á lestarstöð í Udine á Ítalíu. Hann bauð konunni gistingu en komst ekki að því fyrr en tveim dögum síðar að konan með tárin var eftirlýstur morðingi frá Vín, þekkt undir nafninu Ísbarónessan. Erlent 13.6.2011 12:30
Stjórnarherinn segist hafa hrundið árás uppreisnarmanna Stjórnvöld í Líbíu segjast hafa hrundið árás uppreisnarmanna á bæinn Zawiya í vesturhluta landsins. Harðir bardagar hafa geysað um bæinn undanfarnar vikur en bærinn er um 30 kílómetra fyrir vestan Trípolí, höfuðborg landsins. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa látið lífið í átökunum en fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að mannfall í röðum uppreisnarmanna sé töluvert. Erlent 13.6.2011 12:08
Flug fellur niður vegna gosösku Nánast allt flug liggur niðri í Ástralíu og á Nýja Sjálandi vegna gosösku. Búist er við áframhaldandi röskun á flugi í Eyjaálfu næstu daga. Askan úr sílenska eldfjallinu Puyehue-Cordon Caulle raskar nú flugi í Eyjaálfu annan daginn í röð. Erlent 13.6.2011 12:00
Handtekinn með sprengiefni Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 27 ára karlmann eftir að hálft kíló af sprengiefni fannst í bíl mannsins. Við nánari leit fundust einnig þrír rifflar og þrjár haglabyssur í bílnum. Maðurinn var stöðvaður við reglubundið umferðareftirlit en stór sprunga var í framrúðu bílsins. Erlent 13.6.2011 10:10
Flokkur forsætisráðherrans sigraði Réttlætis- og þróunarflokkurinn, flokkur Recep Erdogan forsætisráðherra, vann stórsigur í þingkosningunum í Tyrklandi í gær. Flokkurinn hlaut um það bil 50% atkvæða og hreinan meirihluta á þingi. Flokkurinn fékk 325 þingsæti af 550 sem dugar þó ekki til að hann geti gert einhliða breytingar á stjórnarskrá landsins. Erlent 13.6.2011 09:59
Sýrlensk stúlka reyndist vera bandarískur karlmaður Samkynhneigð sýrlensk stúlka, sem vakti mikla athygli fyrir blogg sem hún ritaði frá Damaskus, reyndist í gær vera harðgiftur bandarískur karlmaður. Erlent 13.6.2011 08:00
Ekkert salt á veitingastöðum Heilbrigðisyfirvöld í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, vinna þessa dagana að því að sporna við háum blóðþrýstingi borgarbúa og hyggjast í þeim tilgangi gripa til þess ráðs að láta fjarlægja alla saltstauka af borðum veitingahúsa í borginni. Erlent 13.6.2011 07:30
Keppir við gróna háskóla Hópur fræðimanna í Bretlandi hefur stofnað nýjan háskóla í London, The New College of the Humanities, sem á að keppa við háskólana Oxford og Cambridge. Erlent 13.6.2011 06:00
Engin neyðaráætlun til staðar Borgarráðið í Leicester viðurkenndi á dögunum að þeir hefðu ekki skapað neina neyðaráætlun sem tæki á því hvernig bregðast skyldi við innrás uppvakninga. Erlent 12.6.2011 22:00
Mótmælt í Teheran Fregnir hafa borist af því að mótmælt hafi verið í dag á götum Teheran, höfuðborgar Íran, en nú eru tvö ár liðin frá umdeildri endurkosningu Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins. Greint var frá þessu á vef Boston Globe fyrir stuttu. Erlent 12.6.2011 17:46
Eins árs fangelsi fyrir ljóðalestur Dómur féll yfir 20 ára gamalli konu í Bahrain í dag, en hún fékk eitt ár í fangelsi fyrir að hafa lesið upp ljóð sem gagnrýndu stjórn landsins. Dómurinn er hluti af aðgerðaráætlun konungs til þess að sporna við mótmælum Sjíta sem krefjast aukinna réttinda. Erlent 12.6.2011 16:56
Mótmælendur halda heim Ungir mótmælendur í Madríd yfirgefa nú eitt fjölmennasta torg borgarinnar, eftir að sú ákvörðun var tekin af hópnum að binda enda á þær aðgerðir sem mótmælendur hafa staðið fyrir í rúmar þrjár vikur. Frá þessu er greint á vef The Washington Post í dag. Erlent 12.6.2011 15:48
600 veikir af völdum blýeitrunar Í Kína hafa rúmlega 600 manns, þar af 103 börn, veikst í nýjasta blýeitrunartilfellinu þar í landi en Kínverjar hafa undanfarin ár mátt glíma við mikil vandamál sökum mengurnar af völdum þungamálma. Erlent 12.6.2011 11:53
Skotárás í Svíþjóð Einn maður lést og annar berst nú fyrir lífi sínu eftir skotárás í bænum Åkersberga í Svíþjóða en bærinn er rétt fyrir utan Stokkhólm. Erlent 12.6.2011 10:25
Minnsti maður í heimi 18 ára Hinn filipeyski Junrey Balawing ætlar að fagna í dag með því að drekka bjór úr glasi sem er næstum jafn stórt honum sjálfum. Tilefnið er átján ára afmæli piltsins sem nú má formlega fá sér bjórsopa. Erlent 12.6.2011 10:07
Les Paul gítarinn áfram á Google Margir netnotendur brostu út að eyrum síðastliðinn fimmtudag þegar þeir sáu hverju Google hafði tekið upp á í tilefni af 96 ára afmæli tónlistar- og uppfinningamannsins Lester William Polsfuss, betur þekktur undir nafninu Les Paul. Erlent 11.6.2011 23:00
5000 druslur í London Skipuleggjendur "druslugöngunnar" í London segja að hátt í 5.000 manns hafi tekið þátt í göngunni í dag en þar mátti sjá konur arka um strætin í netasokkabuxum og brjóstarhöldurum, undir slagorðum á borð við "Brjóstaskora er ekki samþykki". Erlent 11.6.2011 22:00
Sökudólgurinn í E. coli faraldrinum fundinn "Það eru baunaspírurnar". Þetta segir Reinard Burger, yfirmaður þýsku smitsjúkdómamiðstöðvarinnar en E. coli faraldurinn í Norður-Þýskalandi hefur verið rakinn til baunaspírubúgarðs nærri Hamburg. Erlent 11.6.2011 17:37
Flóttamenn streyma til Tyrklands Að minnsta kosti 4.300 manns hafa nú flúið ofbeldið í Sýrlandi og leitað skjóls í Tyrklandi en 32 týndu lífinu í átökum þar í landi síðastliðinn föstudag. Rauntala flóttamanna er þó talin mun hærri en opinberar tölur segja til um þar sem margir hafi komist óséðir yfir landamærin. Erlent 11.6.2011 15:05
Öskuskýið frá Chile stöðvar flug í Nýja Sjálandi Puyehue-eldfjallið sem nú gýs í Chile hefur valdið töluverðum truflunum á flugi í Argentínu, Úrúgvæ og hluta Brasilíu undanfarna daga, en nú lítur út fyrir að öskuskýið úr fjallinu sé farið að teygja sig vestur til Nýja Sjálands. Erlent 11.6.2011 13:30
Króatar komist inn árið 2013 Framkvæmdastjórn ESB lagði til í gær að fjórum síðustu köflunum í aðildarviðræðum Króata yrði lokað. Við þetta aukast líkurnar á því að Króatía verði 28. ríkið sem fær aðild að ESB, sem gæti gerst í júlí 2013. Erlent 11.6.2011 00:00
Lifði á grasi og bænum Þegar Makiko Iwafuchi fór út af hóteli sínu 25. maí síðastliðinn ætlaði hún í stutta gönguferð meðfram stöðuvatninu Goshaikunda í Nepal. Sú gönguferð tók tvær vikur. Hún snarvilltist og komst ekki til byggða fyrr en síðastliðinn þriðjudag. Á villuráfi sínu borðaði hún gras og drakk vatn úr fjallalækjum. Og baðst fyrir heitt og innilega. Hún svaf í hellum eða undir klöppum. Makiko er 49 ára gömul og læknar segja hana ótrúlega hressa eftir göngutúrinn. Erlent 10.6.2011 23:00
Gaf sjö ára dóttur sinni sílikon í brjóstin í afmælisgjöf Hin fimmtuga Sarah Burge gaf sjö ára gamalli dóttur sinni skírteini sem gerir henni kleift að fá sér sílikon í brjóstin. Dóttirin bað um að fá aðgerðina í afmælisgjöf og ákvað móðir hennar að uppfylla ósk hennar. Erlent 10.6.2011 22:15
Domino's biður rauðhærðan strák afsökunar Pizzastaðurinn Domino's hefur beðið Ross Wajgtknecht, ellefu ára gamlan pilt frá bænum Somerset í Bretlandi, afsökunar á því að hafa kallað hann rauðhærðan þegar hann pantaði sér pizzu á dögunum. Erlent 10.6.2011 21:15
Siðlausar og ólöglegar aðgerðir stjórnvalda í Sýrlandi Fjöldi fólks hefur flúið frá Sýrlandi til Tyrklands frá því á miðvikudagskvöld. Óttast er að árás á borgina Jisr al-Shughour sé yfirvofandi. Stjórnvöld segja að þar hafi vopnaðir hópar uppreisnarmanna drepið yfir 120 öryggissveitarmenn. Erlent 10.6.2011 21:00
Skaut kött í höfuðið með lásboga Þótt kötturinn Spike eigi aðeins eftir átta líf verður hann að teljast með heppnari köttum. Hann lifði það nefnilega af að einhver fantur skaut hann í höfuðið með lásboga. Örin, eða boltinn eins og lásbogaskeytin eru kölluð fór alveg í gegnum höfuðið. Læknum tókst að ná henni út og Spike er óðum að hressast. Erlent 10.6.2011 20:15
Játaði morð eftir 65 ár Níutíu og sex ára gömul hollensk kona hefur játað á sig morð sem hún framdi árið 1946. Það var fyrsta heila friðarárið eftir síðari heimsstyrjöldina og uppgjör við föðurlandssvikara og stríðsglæpamenn í fullum gangi. Erlent 10.6.2011 13:57
Brown stýrði samsæri gegn Blair Aðeins nokkrum vikum eftir þingkosningarnar árið 2005 hóf Gordon Brown, sem þá var fjármálaráðherra, herferð gegn Tony Blair forsætisráðherra ásamt nánum samstarfsmönnum sínum. Erlent 10.6.2011 10:50
Með ferðamenn niður að Titanic Ferðaskrifstofan Bluefish ætlar að hefja köfunarferðir með ferðamenn niður að flakinu af risaskipinu Titanic sem sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912. Skipið liggur á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi og farið verður niður að því í sérsmíðuðum dvergkafbáti. Erlent 10.6.2011 10:44