Erlent Þrír skotnir á kúrekasýningu Þrír bandarískir ferðamenn særðust á kúrekasýningu í Suður-Dakóta á dögunum. Mennirnir voru í hópi fólks sem var að fylgjast með sviðsettum skotbardaga í stíl Villta Vestursins. Leikararnir nota púðurskot í byssur sínar en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því í miðjum bardaganum fór allt í einu að blæða úr þremur áhorfendum. Erlent 20.6.2011 09:36 Flóttamönnum fjölgar mikið Flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum hafa ekki verið fleiri í heiminum í fimmtán ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Langflestir þeirra hafast við í fátækum löndum sem eru illa búin til þess að taka við fólkinu en flestir eru í pakistan, tæplega tvær milljónir, og þar á eftir koma Íran og Sýrland. Við lok síðasta árs er áætlað að 43 milljónir manna hafi verið á vergangi vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Af þeirri tölu eru rúmlega helmingur börn. Erlent 20.6.2011 09:32 Hreinsað til í Ríó fyrir HM 2014 Brasilíska lögreglan hefur hertekið eitt stærsta fátækrahverfið í Ríó de Janeiro en til stendur að losa hverfið við glæpaklíkurnar sem þar ráða ríkjum. Aðgerðirnar eru hluti af undirbúningi landsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2014 en hverfið er nálægt Maracana vellinum þar sem úrslitaleikurinn mun fara fram. Erlent 20.6.2011 08:20 Beðið eftir ávarpi frá Sýrlandsforseta Forseti Sýrlands Bashar al-Assad mun í dag ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn í tvo mánuði en mikil átök hafa verið í landinu á milli mótmælenda og öryggissveita forsetans. Erlent 20.6.2011 08:16 Tíðni krabbameins og sykursýki er há Danskir karlar eru í áhættuhópi hvað varðar krabbamein og áunna sykursýki og lifa skemur en kynbræður þeirra í nágrannaríkjunum. Erlent 20.6.2011 04:00 Vill þjóðarsátt í Grikklandi Georgios Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðið gríska þingið að hvetja til þjóðarsáttar vegna skuldavanda landsins, að því er fram kom í fréttum breska ríkisútvarpsins. Papandreú sagði að gjaldeyrisforði landsins yrði fljótlega verða urinn ef stjórnmálamenn gripu ekki til sinna ráða. Erlent 20.6.2011 03:30 Vann milljarða en svarar ekki Sænska lottósambandið hefur leitað árangurslaust að sigurvegara lottósins frá laugardeginum 12. júní. Hinn heppni vinningshafi vann 105 milljón sænskar krónur, sem eru tæplega tveir milljarðar íslenskra króna. Erlent 20.6.2011 03:00 Fyrrverandi forseti Túnis kveðst saklaus Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta Túnis, kveðst saklaus og neitar öllum ákærum á hendur sér, en réttarhöld yfir honum hefjast á morgun. Erlent 19.6.2011 23:00 Áfram ósætti milli Fatah og Hamas Fyrirhugaður fundur leiðtoga Fatah og Hamas, helstu samtaka Palestínumanna, sem fram átti að fara eftir helgi hefur verið frestað. Of mikið ber í milli í deilu fylkinganna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Í lok apríl var greint frá því að fylkingarinar hefðu náð samkomulagi um að skipa sameiginlega bráðabirgðastjórn og halda síðan kosningar. Erlent 19.6.2011 17:30 Bauluðu og hrópuðu að Amy Winehouse Fjölmiðlar í Serbíu segja tónleika bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse sem fram fóru í Belgrad í gærkvöldi hneyksli og söngkonunni til minnkunar. Erlent 19.6.2011 16:02 Staðfestir að viðræður við talíbana eru hafnar Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að bandarísk stjórnvöld eiga nú ásamt fulltrúum annarra ríkja í viðræðum við talibana í Afganistan um hvernig hægt er að binda enda á stríðsátökin í landinu. Hann ítrekar að þrátt fyrir viðræðurnar megi ekki búast við því að brottfluningur bandarískra hermanna frá Afganistan muni ganga hraðar fyrir sig. Erlent 19.6.2011 15:42 Fyrrverandi þingmanni boðið starf hjá Hustler Larry Flint, sem um árabil hefur gefið út tímaritið Hustler, hefur boðið Anthony Weiner, fyrrverandi þingmanni demókrata, starf hjá fyrirtæki sínu. Flint er reiðubúinn að tuttugufalda þau laun sem Weiner hafði sem þingmaður og þá hyggst Flint gera vel við hann hvað sjúkratryggingar varðar. Erlent 19.6.2011 14:15 Ferjusigling setur Noreg á annan endann Maraþonútsending norska ríkissjónvarpsins, NRK2, frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nord Norge milli Bergen og Kirkenes, hefur slegið í gegn, ekki aðeins meðal Norðamanna, heldur um heim allan. Ferjan lagði upp á fimmtudag og strax fyrsta kvöldið fylgdust 1,3 milljónir manna með beinni útsendingu frá ferjunni. Erlent 19.6.2011 14:02 Trúðu ekki að vinur þeirra væri raðmorðingi Vinir og kunningjar raðmorðingjans Hans Jürgen voru grunlausir um þá illsku sem vinur þeirra hafði að geyma. Gamall vinur raðmorðingjans Hans Jürgen S. trúði ekki sínum eigin eyrum þegar þýskir blaðamenn báru honum fregnina um að besti vinur hans væri nauðgari og raðmorðingi. Erlent 19.6.2011 12:30 Páfagarður aðstoðar fórnarlömb kynferðisbrota Páfagarður í Róm hyggst setja upp hjálparmiðstöð á netinu til að aðstoða fórnarlömb kynferðisbrota af hendi kirkjunnarþjóna. Þetta kemur fram á fréttasíðu BBC og er liður í viðleitni Páfagarðs til að takast á við þau hneyksli sem upp hafa komið. Erlent 19.6.2011 12:00 Karlar finni skömm af því að yfirgefa heimili sín Gera ætti feður sem hlaupa brott af heimilum sínum hornreka í samfélaginu, á sama hátt og drukknir ökumenn eru gerðir hornreka. Þetta segir David Cameron, forsætisráðherra Breta, í bréfi sem hann skrifaði í Sunday Telegraph. Ástæðan fyrir skrifunum er sú að í dag er feðradagur í Bretlandi. Cameron segir að feður sem hlaupa á brott eigi að finna fulla skömm af gerðum sínum. Hann segir að konur eigi ekki að þurfa að ala börn sín upp einar. Erlent 19.6.2011 11:16 Lentu í vandræðum með 444 kíló af kókaíni um borð Liðsmenn Strandgæslunnar í Buenos Aires höfuðborg Argentínu fundu 444 kíló af kókaíni um borð í lúxús seglskútu sem lent hafi í vandræðum úti fyrir ströndum landsins í gær. Skútan er skráð í Bandaríkjunum en var með spænskri áhöfn og var á leið frá La Plata til Piriapolis í Úrúgvæ þegar vél hennar bilaði. Erlent 19.6.2011 11:00 Tíu þúsund Sýrlendingar flúnir til Tyrklands Um tíu þúsund Sýrlendingar dvelja nú í flóttamannabúðum í Tyrklandi en fólkið er að flýja óróleikan í heimalandinu þar sem öryggissveitir hafa myrt hundruð mótmælenda undanfarnar vikur. Erlent 19.6.2011 10:10 Hrapaði til jarðar á flugsýningu Eins hreyfils flugvél hrapaði til jarðar á flugsýningu í Plock í miðhluta Póllands í gær. Flugmaðurinn var einn um borð í flugvélinni, sem er að gerðinni Christen Eagle II og er mjög vinsæl til að sýna alls kyns flugkúnstir. Erlent 19.6.2011 09:59 Koma verður í veg fyrir val á kyni Grípa verður til brýnna aðgerða til að stemma stigu við því að foreldrar vilji frekar eignast drengi en stúlkur. Mannréttindastjóri, Mannfjöldastofnun, Barnahjálp og Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa gefið út yfirlýsingu um þetta. Erlent 18.6.2011 23:15 Tracy Morgan reynir að bæta fyrir ummæli um homma og lesbíur 30 Rock stjarnan Tracy Morgan reynir nú hvað hann getur til að bæta fyrir ummæli sem hann hafði nýverið um samkynheigða. Hann heimsótti í gær miðstöð í Brooklyn í New York fyrir heimilislaus samkynheigð ungmenni. Erlent 18.6.2011 21:45 Þingkonan sem var skotin í höfuðið heimsækir heimaborgina Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona í janúar heimsækir um helgina borgina Tucson í fyrsta sinn eftir ráðist var á hana. Hún hefur dvalið á sjúkrastofnun í Houston að undanförnu og náð merkilega miklum framförum þó enn sé nokkuð í að hún nái fullum bata. Giffords var útskrifuð þaðan á miðvikudaginn. Erlent 18.6.2011 16:32 Hugh Hefner ekki lengi að jafna sig - tvíburar fluttir inn Svo virðist sem að Hugh Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, ætli ekki að eyða miklum tíma í að sleikja sárin eftir að fyrrverandi unnusta hans hætti við að giftast honum því Hefner bauð tvíburum að flytja inn á Playboy-setrið í hennar stað. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum eru systurnar Karissa og Kristina Shannon nú þegar fluttar inn. Erlent 18.6.2011 14:00 Kvartaði sáran undan handjárnunum Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kvartaði sáran undan handjárnum sem honum var gert að hafa fyrir aftan bak þegar hann var handtekinn í síðasta mánuði. Hann sagði þau of þröng. Daginn eftir handtökuna bað hann um egg í fangelsinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslum sem hafa verið opinberaðar um handtökuna. Erlent 18.6.2011 13:02 Ófreskjan frá Kiel játar á sig fimm morð Ófreskjan frá Kiel, raðmorðinginn Hans-Jürgen S., sem var handtekinn í byrjun apríl njósnaði um ungar stúlkur í bíl sínum, beið eftir rétta tækifærinu og myrti þær síðan. Tæp 30 ár eru frá því Hans varð síðasta fórnarlambi sínu að bana. DNA sýni kom lögreglunni á sporið. Erlent 18.6.2011 11:36 Bandaríkjamenn ræða um frið við talíbana Bandaríkjamenn eiga í friðarviðræðum við talíbana í Afganistan. „Friðarviðræður eru hafnar og þeim miðar vel. Erlendar hersveitir taka þátt í viðræðunum og þá einkum Bandaríkjamenn sem leiða þær,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, á blaðamannafundi í morgun. Erlent 18.6.2011 11:11 Skutu fyrir mistök á farþegaþotu Suður-kóreskir hermenn skutu fyrir mistök á farþegaþotu í grennd við landamæri Suður- og Norður-Kóreu í gær. Þeir töldu að um flugvél norður-kóreska hersins væri að ræða og skutu hátt í hundrað skotum að henni. Hermennirnir áttu sig síðan á því að þarna væri á ferðinni farþegaþota á leið á alþjóðaflugvöllinn í Seúl. Ekkert skotanna hitti farþegaþotuna sem kom inn til lendingar skömmu síðar. Um borð voru um 120 farþegar. Erlent 18.6.2011 09:51 Yfir tuttugu látnir eftir átök í fangelsi Hermenn hafa náð fangelsi í Vensúela undir sína stjórn eftir að óeirðir og átök glæpagengja brutust út í vikunni. Hermennirnir voru kallaðir út eftir að fangaverðir misstu stjórn á fangelsinu. Að minnsta kosti 22 eru látnir og þá eru fjölmargir særðir. Einn hermaður er meðal hinna látnu. Erlent 18.6.2011 09:47 Ætla að ná arftaka bin Ladens Bandaríkjamenn ætla að leita uppi Ayman al Zawahiri, arftaka hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden, þótt Robert Gates varnarmálaráðherra segi hann ekki jafnmikilvægan. Erlent 18.6.2011 06:00 Efla þarf regluverk og eftirlit Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, hefur í liðinni viku við nokkur tækifæri rætt nauðsyn þess að gerðar verði breytingar á regluverki evrunnar. Hann segir að regluverkið, sem sett var upp seint á síðustu öld, hafi reynst veikburða og í ofanálag hafi því ekki verið fylgt nægilega vel eftir. Erlent 18.6.2011 05:00 « ‹ ›
Þrír skotnir á kúrekasýningu Þrír bandarískir ferðamenn særðust á kúrekasýningu í Suður-Dakóta á dögunum. Mennirnir voru í hópi fólks sem var að fylgjast með sviðsettum skotbardaga í stíl Villta Vestursins. Leikararnir nota púðurskot í byssur sínar en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því í miðjum bardaganum fór allt í einu að blæða úr þremur áhorfendum. Erlent 20.6.2011 09:36
Flóttamönnum fjölgar mikið Flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum hafa ekki verið fleiri í heiminum í fimmtán ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Langflestir þeirra hafast við í fátækum löndum sem eru illa búin til þess að taka við fólkinu en flestir eru í pakistan, tæplega tvær milljónir, og þar á eftir koma Íran og Sýrland. Við lok síðasta árs er áætlað að 43 milljónir manna hafi verið á vergangi vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Af þeirri tölu eru rúmlega helmingur börn. Erlent 20.6.2011 09:32
Hreinsað til í Ríó fyrir HM 2014 Brasilíska lögreglan hefur hertekið eitt stærsta fátækrahverfið í Ríó de Janeiro en til stendur að losa hverfið við glæpaklíkurnar sem þar ráða ríkjum. Aðgerðirnar eru hluti af undirbúningi landsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2014 en hverfið er nálægt Maracana vellinum þar sem úrslitaleikurinn mun fara fram. Erlent 20.6.2011 08:20
Beðið eftir ávarpi frá Sýrlandsforseta Forseti Sýrlands Bashar al-Assad mun í dag ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn í tvo mánuði en mikil átök hafa verið í landinu á milli mótmælenda og öryggissveita forsetans. Erlent 20.6.2011 08:16
Tíðni krabbameins og sykursýki er há Danskir karlar eru í áhættuhópi hvað varðar krabbamein og áunna sykursýki og lifa skemur en kynbræður þeirra í nágrannaríkjunum. Erlent 20.6.2011 04:00
Vill þjóðarsátt í Grikklandi Georgios Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðið gríska þingið að hvetja til þjóðarsáttar vegna skuldavanda landsins, að því er fram kom í fréttum breska ríkisútvarpsins. Papandreú sagði að gjaldeyrisforði landsins yrði fljótlega verða urinn ef stjórnmálamenn gripu ekki til sinna ráða. Erlent 20.6.2011 03:30
Vann milljarða en svarar ekki Sænska lottósambandið hefur leitað árangurslaust að sigurvegara lottósins frá laugardeginum 12. júní. Hinn heppni vinningshafi vann 105 milljón sænskar krónur, sem eru tæplega tveir milljarðar íslenskra króna. Erlent 20.6.2011 03:00
Fyrrverandi forseti Túnis kveðst saklaus Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta Túnis, kveðst saklaus og neitar öllum ákærum á hendur sér, en réttarhöld yfir honum hefjast á morgun. Erlent 19.6.2011 23:00
Áfram ósætti milli Fatah og Hamas Fyrirhugaður fundur leiðtoga Fatah og Hamas, helstu samtaka Palestínumanna, sem fram átti að fara eftir helgi hefur verið frestað. Of mikið ber í milli í deilu fylkinganna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Í lok apríl var greint frá því að fylkingarinar hefðu náð samkomulagi um að skipa sameiginlega bráðabirgðastjórn og halda síðan kosningar. Erlent 19.6.2011 17:30
Bauluðu og hrópuðu að Amy Winehouse Fjölmiðlar í Serbíu segja tónleika bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse sem fram fóru í Belgrad í gærkvöldi hneyksli og söngkonunni til minnkunar. Erlent 19.6.2011 16:02
Staðfestir að viðræður við talíbana eru hafnar Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að bandarísk stjórnvöld eiga nú ásamt fulltrúum annarra ríkja í viðræðum við talibana í Afganistan um hvernig hægt er að binda enda á stríðsátökin í landinu. Hann ítrekar að þrátt fyrir viðræðurnar megi ekki búast við því að brottfluningur bandarískra hermanna frá Afganistan muni ganga hraðar fyrir sig. Erlent 19.6.2011 15:42
Fyrrverandi þingmanni boðið starf hjá Hustler Larry Flint, sem um árabil hefur gefið út tímaritið Hustler, hefur boðið Anthony Weiner, fyrrverandi þingmanni demókrata, starf hjá fyrirtæki sínu. Flint er reiðubúinn að tuttugufalda þau laun sem Weiner hafði sem þingmaður og þá hyggst Flint gera vel við hann hvað sjúkratryggingar varðar. Erlent 19.6.2011 14:15
Ferjusigling setur Noreg á annan endann Maraþonútsending norska ríkissjónvarpsins, NRK2, frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nord Norge milli Bergen og Kirkenes, hefur slegið í gegn, ekki aðeins meðal Norðamanna, heldur um heim allan. Ferjan lagði upp á fimmtudag og strax fyrsta kvöldið fylgdust 1,3 milljónir manna með beinni útsendingu frá ferjunni. Erlent 19.6.2011 14:02
Trúðu ekki að vinur þeirra væri raðmorðingi Vinir og kunningjar raðmorðingjans Hans Jürgen voru grunlausir um þá illsku sem vinur þeirra hafði að geyma. Gamall vinur raðmorðingjans Hans Jürgen S. trúði ekki sínum eigin eyrum þegar þýskir blaðamenn báru honum fregnina um að besti vinur hans væri nauðgari og raðmorðingi. Erlent 19.6.2011 12:30
Páfagarður aðstoðar fórnarlömb kynferðisbrota Páfagarður í Róm hyggst setja upp hjálparmiðstöð á netinu til að aðstoða fórnarlömb kynferðisbrota af hendi kirkjunnarþjóna. Þetta kemur fram á fréttasíðu BBC og er liður í viðleitni Páfagarðs til að takast á við þau hneyksli sem upp hafa komið. Erlent 19.6.2011 12:00
Karlar finni skömm af því að yfirgefa heimili sín Gera ætti feður sem hlaupa brott af heimilum sínum hornreka í samfélaginu, á sama hátt og drukknir ökumenn eru gerðir hornreka. Þetta segir David Cameron, forsætisráðherra Breta, í bréfi sem hann skrifaði í Sunday Telegraph. Ástæðan fyrir skrifunum er sú að í dag er feðradagur í Bretlandi. Cameron segir að feður sem hlaupa á brott eigi að finna fulla skömm af gerðum sínum. Hann segir að konur eigi ekki að þurfa að ala börn sín upp einar. Erlent 19.6.2011 11:16
Lentu í vandræðum með 444 kíló af kókaíni um borð Liðsmenn Strandgæslunnar í Buenos Aires höfuðborg Argentínu fundu 444 kíló af kókaíni um borð í lúxús seglskútu sem lent hafi í vandræðum úti fyrir ströndum landsins í gær. Skútan er skráð í Bandaríkjunum en var með spænskri áhöfn og var á leið frá La Plata til Piriapolis í Úrúgvæ þegar vél hennar bilaði. Erlent 19.6.2011 11:00
Tíu þúsund Sýrlendingar flúnir til Tyrklands Um tíu þúsund Sýrlendingar dvelja nú í flóttamannabúðum í Tyrklandi en fólkið er að flýja óróleikan í heimalandinu þar sem öryggissveitir hafa myrt hundruð mótmælenda undanfarnar vikur. Erlent 19.6.2011 10:10
Hrapaði til jarðar á flugsýningu Eins hreyfils flugvél hrapaði til jarðar á flugsýningu í Plock í miðhluta Póllands í gær. Flugmaðurinn var einn um borð í flugvélinni, sem er að gerðinni Christen Eagle II og er mjög vinsæl til að sýna alls kyns flugkúnstir. Erlent 19.6.2011 09:59
Koma verður í veg fyrir val á kyni Grípa verður til brýnna aðgerða til að stemma stigu við því að foreldrar vilji frekar eignast drengi en stúlkur. Mannréttindastjóri, Mannfjöldastofnun, Barnahjálp og Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa gefið út yfirlýsingu um þetta. Erlent 18.6.2011 23:15
Tracy Morgan reynir að bæta fyrir ummæli um homma og lesbíur 30 Rock stjarnan Tracy Morgan reynir nú hvað hann getur til að bæta fyrir ummæli sem hann hafði nýverið um samkynheigða. Hann heimsótti í gær miðstöð í Brooklyn í New York fyrir heimilislaus samkynheigð ungmenni. Erlent 18.6.2011 21:45
Þingkonan sem var skotin í höfuðið heimsækir heimaborgina Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona í janúar heimsækir um helgina borgina Tucson í fyrsta sinn eftir ráðist var á hana. Hún hefur dvalið á sjúkrastofnun í Houston að undanförnu og náð merkilega miklum framförum þó enn sé nokkuð í að hún nái fullum bata. Giffords var útskrifuð þaðan á miðvikudaginn. Erlent 18.6.2011 16:32
Hugh Hefner ekki lengi að jafna sig - tvíburar fluttir inn Svo virðist sem að Hugh Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, ætli ekki að eyða miklum tíma í að sleikja sárin eftir að fyrrverandi unnusta hans hætti við að giftast honum því Hefner bauð tvíburum að flytja inn á Playboy-setrið í hennar stað. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum eru systurnar Karissa og Kristina Shannon nú þegar fluttar inn. Erlent 18.6.2011 14:00
Kvartaði sáran undan handjárnunum Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kvartaði sáran undan handjárnum sem honum var gert að hafa fyrir aftan bak þegar hann var handtekinn í síðasta mánuði. Hann sagði þau of þröng. Daginn eftir handtökuna bað hann um egg í fangelsinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslum sem hafa verið opinberaðar um handtökuna. Erlent 18.6.2011 13:02
Ófreskjan frá Kiel játar á sig fimm morð Ófreskjan frá Kiel, raðmorðinginn Hans-Jürgen S., sem var handtekinn í byrjun apríl njósnaði um ungar stúlkur í bíl sínum, beið eftir rétta tækifærinu og myrti þær síðan. Tæp 30 ár eru frá því Hans varð síðasta fórnarlambi sínu að bana. DNA sýni kom lögreglunni á sporið. Erlent 18.6.2011 11:36
Bandaríkjamenn ræða um frið við talíbana Bandaríkjamenn eiga í friðarviðræðum við talíbana í Afganistan. „Friðarviðræður eru hafnar og þeim miðar vel. Erlendar hersveitir taka þátt í viðræðunum og þá einkum Bandaríkjamenn sem leiða þær,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, á blaðamannafundi í morgun. Erlent 18.6.2011 11:11
Skutu fyrir mistök á farþegaþotu Suður-kóreskir hermenn skutu fyrir mistök á farþegaþotu í grennd við landamæri Suður- og Norður-Kóreu í gær. Þeir töldu að um flugvél norður-kóreska hersins væri að ræða og skutu hátt í hundrað skotum að henni. Hermennirnir áttu sig síðan á því að þarna væri á ferðinni farþegaþota á leið á alþjóðaflugvöllinn í Seúl. Ekkert skotanna hitti farþegaþotuna sem kom inn til lendingar skömmu síðar. Um borð voru um 120 farþegar. Erlent 18.6.2011 09:51
Yfir tuttugu látnir eftir átök í fangelsi Hermenn hafa náð fangelsi í Vensúela undir sína stjórn eftir að óeirðir og átök glæpagengja brutust út í vikunni. Hermennirnir voru kallaðir út eftir að fangaverðir misstu stjórn á fangelsinu. Að minnsta kosti 22 eru látnir og þá eru fjölmargir særðir. Einn hermaður er meðal hinna látnu. Erlent 18.6.2011 09:47
Ætla að ná arftaka bin Ladens Bandaríkjamenn ætla að leita uppi Ayman al Zawahiri, arftaka hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden, þótt Robert Gates varnarmálaráðherra segi hann ekki jafnmikilvægan. Erlent 18.6.2011 06:00
Efla þarf regluverk og eftirlit Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, hefur í liðinni viku við nokkur tækifæri rætt nauðsyn þess að gerðar verði breytingar á regluverki evrunnar. Hann segir að regluverkið, sem sett var upp seint á síðustu öld, hafi reynst veikburða og í ofanálag hafi því ekki verið fylgt nægilega vel eftir. Erlent 18.6.2011 05:00