Erlent

Stærsti kókaínfundur í sögu Bretlands

Breska lögreglan og tollayfirvöld hafa lagt hald á 1,2 tonn af kókaíni sem smygla átti til Southampton í Bretlandi. Verðmæti fíkniefnanna nam 57 milljörðum króna. Magnið er um þriðjungur af því sem talið er að breskir kókaínneytendur noti á hverju ári. Þetta er mesta magn af kókaíni sem hefur nokkrum sinni fundist á Bretlandi.

Erlent

Sala á ferðatryggingum stórjókst eftir eldgos í Eyjafjallajökli

Sala á ferðatryggingum í Bandaríkjunum hefur aukist um 10% eftir gosið í Eyjafjallajökli í fyrravor. Þetta er fullyrt á fréttavef ABC fréttastöðvarinnar. Eins og flestir muna lömuðust flugsamgöngur til Evrópu og um Evrópu vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og var í mörgum tilfellum óljóst hver sæti uppi með skaðann.

Erlent

Katrín Middleton fær þjálfun hjá sérsveitamönnum

Katrín Middleton, hertogaynja af Cambridge, hefur verið í þjálfun hjá sérsveitamönnum að undanförnu. Tilgangur þjálfunarinnar er að verjast mannræningjum. Í þjálfuninni lærir Katrín sjálfsvörn, hvernig eigi að hegða sér í samskiptum við mannræningja ef henni yrði rænt. Hún lærir líka hvernig hún á að aka undir álagi og hvernig hún á að senda dulkóðuð skilaboð, eftir því sem slúðurblaðið Sun greinir frá.

Erlent

Mubarak svarar til saka

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var í morgun fluttur fyrir dómara þar sem ákærur gegn honum um spillingu og samsæri voru þingfestar.

Erlent

Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans.

Erlent

Stór hákarl við Frönsku Rivieruna

Stór hákarl hefur sést á sveimi undan ströndum Frönsku Rivierunnar. Kafari í höfninni í Saint Tropez segir að hann hafi séð hákarlinn í tvígang og segir hann um 2ja metra langann.

Erlent

Átökin við Hama halda áfram

Öryggis- og hersveitir sýrlenskra stjórnvalda halda áfram umsátri sínu um borgina Hama. Fréttamaður BBC á staðnum segir að margir íbúa í borginni og nærliggjandi þorpum séu að yfirgefa svæðið þar sem búist er við allsherjarárás stjórnarhersins á hverri stundu.

Erlent

Mubarak fyrir dómara í dag

Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefjast í Kaíró í dag. Mubarak er ákærður um spillingu og að hafa fyrirskipað árásir á mótmælendur en dauðarefsing liggur við þessum glæpum.

Erlent

Ástandið versnar enn í Sómalíu

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir segja að enn sé þörf á frekari aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Tólf milljónir manna eru í lífshættu vegna fæðuskorts og ríkir hungursneyð í tveimur héruðum Sómalíu, sem hefur orðið verst úti í þurrkunum.

Erlent

Lyfjuð pokadýr, ekki geimverur

Akurhringir á ópíumræktarsvæðum á eyjunni Tasmaníu eru ekki af völdum gesta frá öðrum hnetti, eins og sumir gætu haldið, heldur dýra í óreglu.

Erlent

Maður sem keyrði á ofurlöggu dæmdur í 23 mánaða fangelsi

Lögreglufulltrúinn Dan Pascoe hefur fengið viðurnefnið "Véllöggan“ í erlendum miðlum, eftir að myndband birtist á vefnum þar sem hann sást rísa upp af götunni og hlaupa á eftir manni sem keyrði um á stolnum bíl, aðeins andartaki eftir árekstur við bílþjófinn.

Erlent

Fjarlægja ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna

Norski verslunarrisinn Coop hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Verslunarmaður í BT segir ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurstakmörk.

Erlent

Froðukastari dæmdur í sex vikna fangelsi

Jonathan May-Bowles, sem varð heimsþekktur þegar hann kastaði raksápuböku á fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch þann 20 júlí síðastliðinn, hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi. Hann var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás og áreiti. Hinn 26 ára gamli May-Bowles játaði sök í málinu, en hann veittist að Murdoch og fleygði á hann rakfroðubökunni þar sem fjölmiðlakóngurinn sat fyrir svörum hjá breskri þingnefnd vegna hlerunarmálsins sem varð vikublaðinu News of the World að falli.

Erlent

Safna saman eigum fólksins í Útey

Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu.

Erlent

Skelfilegt að hafa veitt fjöldamorðingja innblástur

Hinn umdeildi danski kvikmyndaleikstjóri, Lars von Trier, undirbýr nú gerð nýrrar erótískrar kvikmyndar sem mun heita Nymphomaniac. Í myndinni verður rakin erótísk saga konu frá því að hún er ungabarn og þar til hún er fimmtug.

Erlent

Smöluðu saman 3.000 minkum á Fjóni

Um 30 íbúar í grennd við Assens á Fjóni í Danmörku eyddu frídegi verslunarmanna við að hafa upp á og smala saman um 3.000 minkum sem sluppu úr búrum sínum á minkabúi sem þarna er staðsett.

Erlent

Fimm ára gömul börn með átröskun

Börn, allt niður í fimm ára að aldri, eru lögð inn á sjúkrastofnanir í Bretlandi vegna lystarstols. Kona sem glímt hefur við lystarstol, eða anorexiu eins og sjúkdómurinn heitir á enska vísu, segir við sky fréttastöðina að glanstímaritum sé ekki um að kenna.

Erlent