Erlent

Vatíkanið hafnar ásökunum írska forsætisráðherrans

Vatíkanið hafnar algjörlega fullyrðingum írska forsætisráðherrans, Enda Kenny, um að Vatíkanið hafi reynt að koma í veg fyrir tilraunir írskra biskupa til þess að afhjúpa kynferðisbrotamál innan kirkjunnar. Í svokallaðri Cloyne skýrslu sem kom út fyrir nokkru er fullyrt að kynferðisleg misnotkun í Cork í Írlandi hefði verið þögguð niður. Í ræðu sinni í írska þinginu í júlí sagði Kenny svo að kirkjan tæki orðspor sitt framyfir hagsmuni þolenda kynferðisofbeldisins. Vatíkanið segir að skömm sé af umræddum kynferðisbrotum en ásakanir Kennys séu algerlega órökstuddar.

Erlent

Bandaríkin búa sig undir Lee

Úrhellisrigning var í suðurhluta Lousianafylkis í Bandaríkjunum í morgun en hitabeltisstormurinn Lee nálgast landið og er nú rétt fyrir utan Mexíkóflóa með tilheyrandi vindhviðum. Dagblaðið Los Angeles Times segir að búist sé við því að stormurinn muni valda miklum flóðum í Alabama, Louisiana og Missisippi. Yfirvöld hafa tekið þessum fréttum mjög alvarlega og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Louisiana og Mississippi og sumstaðar hefur fólk verið hvatt til þess að yfirgefa heimili sín. Einungis örfáir dagar eru síðan fellibylurinn Írena gekk yfir Bandaríkjanna og olli töluverðum skaða.

Erlent

Norðmönnum berast hótanir

Fjölmörgum norskum stofnunum, sem staðsettar eru utan Noregs, hefur borist hótanir eftir ódæðið í Útey. Talið er að þarna séu á ferðinni hægriöfgamenn sem vilji fá meiri athygli. Hótanirnar eru bæði skriflegar og munnlegar og hafa þær orðið til þess að öryggisviðbúnaður þessara stofnana hefur verið aukinn.

Erlent

Eru sakaðir um barnaníð

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) kanna nú ásakanir þess efnis að friðargæsluliðar þeirra á Fílabeinsströndinni hafi ítrekað misnotað börn og ólögráða ungmenni í vesturhluta landsins kynferðislega.

Erlent

Fóru yfir símtöl blaðamanns

Innanríkisráðherra Frakklands hefur staðfest að leyniþjónusta landsins hafi í fyrra aflað sér yfirlits yfir símtöl blaðamanns á blaðinu Le Monde. Þannig átti að reyna að finna uppljóstrara hans í dómsmálaráðuneytinu.

Erlent

Reka sendiherra Ísraels úr landi

Tyrkir hafa vísað sendiherra Ísraels úr landi og rift tímabundið öllum hernaðarsamningum við landið. Ástæðan er sú að Ísraelar neita að biðjast afsökunar á því að hafa í fyrra ráðist á skip sem sigldi undir tyrkneskum fána áleiðis til Gasa. Þar létust níu tyrkneskir aðgerðasinnar.

Erlent

Sífellt meira geimrusl

Vísindamenn í Bandaríkjunum segja nauðsynlegt að setja alþjóðlegar reglur um hluti sem sendir eru út í geiminn, geimflaugar, gervihnetti og annað slíkt, sem svífur áfram umhverfis jörðina löngu eftir að allri notkun er hætt.

Erlent

Uppreisnarmenn sækja fram

Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí.

Erlent

Vilja ólmir hærri skatta

Víða í Evrópulöndum hafa auðmenn tekið undir kröfur bandaríska peningamannsins Warrens Buffet um hærri skatta á hendur auðjöfrum.

Erlent

Stofna andófsfólki í hættu

Lekasíðan Wikileaks hefur nú birt öll bandarísku sendiráðsskjölin, sem hún hóf birtingu á í lok síðasta árs í samvinnu við nokkra helstu fjölmiðla heims.

Erlent

Ósýnilegur hjólahjálmur besta hönnunin

Á einni stærstu hönnunarkeppni heimsins hlutu tvær stúlkur fyrstu verðlaun þetta árið fyrir að hanna ósýnilegan hjólahjálm. Verðlaunin eru litlar 100.000 evrur, eða rúmar 16 milljónir króna.

Erlent

Lögregla tekst á við 3000 nærbuxur

Lögreglumenn í Ohio í Bandaríkjunum fengu óvenjulegt útkall í gær. Þeir voru kallaðir út vegna þess að einum 3000 nærbuxum hafði verið dreift meðfram hraðbraut í ríkinu.

Erlent

Sprengja í IKEA - Tékklandi

Lögreglan í Tékklandi fann í dag sprengju í IKEA verslun í Prag nú fyrr í dag. Sprengjan var gerð óvirk áður en hún sprakk. Eðli máls samkvæmt meiddist því enginn.

Erlent

Púðluhundur bjargar dreng úr eldsvoða

Púðluhundur bjargaði 19 ára dreng úr eldsvoða fyrr í dag í Utah í Bandaríkjunum. Hundurinn leiddi reyk-kafara og slökkviliðsmenn að drengnum sem svaf inni í brennandi húsi.

Erlent

Er Fidel Castro látinn?

Fidel Castro hefur ekkert birtst opinberlega síðan í apríl á þessu ári. Þessi langa fjarvera hans af heimssviðinu hefur sett miklar vangaveltur af stað um hvort þessi gamli, fyrrum leiðtogi Kúbu sé enn á lífi.

Erlent

Flóttakýrin Yvonne loksins fönguð

Frægasta kýr Bæjaralands, flóttakýrin Yvonne, er kominn undir manna hendur eftir að hafa verið á æsilegum flótta í allt sumar. Yvonne forðaði sér af bóndabænum daginn áður en hún átti að fara í sláturhúsið og hefur ekki sést síðan í maí. Síðan þá hefur hún orðið að nokkurskonar þjóðhetju í Þýskalandi og um hana hafa spunnist sögur og sungnir söngvar. Á tímabili var vinsælasta lag Þýskalands baráttusöngur tileinkaður henni.

Erlent

Sendiherra Ísraels í Tyrklandi sendur heim

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að reka sendiherra Ísraela úr landi. Ástæðan er ný skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu vinna þar sem árás ísraelskra hermanna á skipalest stuðningsmanna Palestínu en skipin voru á leið til Gaza strandar í maí 2010 þegar á þau var ráðist.

Erlent

Öflugur jarðskjálfi undan ströndum Alaska

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Aleutian eyjum undan strönd Alaska en jarðskjálfti, 7,1 á Richter reið þar yfir í dag. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans. Eyjurnar eru alls um 300 talsins og mjög strjálbýlar, þar búa um það bil átta þúsund manns. Í júní síðastliðnum reið svipað stór skjálfti yfir eyjarnar án þess að valda tjóni.

Erlent

Skallinn úr sögunni?

Þeir sem eru byrjaðir að fá há kollvik ættu ekki að örvænta því samkvæmt nýrri rannsókn er búið að finna lausnina við hármissi.

Erlent

Borgaði partýhaldara fyrir að þegja

Ítalskur kaupsýslumaður hefur verið handtekinn ásamt eignkonu sinni fyrir að hafa tekið við greiðslu frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í tengslum við ásaknir á hendur honum um að hafa hitt vændiskonur.

Erlent

Líklegri til að fá krabbamein

Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum í New York þann 11. september árið 2001, eru nítján prósent líklegri til að þróa með sér krabbamein nú tíu árum eftir hryðjuverkaárásina.

Erlent

Leyfðu gróf mannréttindabrot

Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, gagnrýnir stjórnvöld margra Evrópuríkja harðlega fyrir aðgerðir þeirra í svonefndri baráttu gegn hryðjuverkum.

Erlent

Aðstoða uppreisnarmenn

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu.

Erlent

Fæddi barn í millilandaflugi

Frönsk kona eignaðist barn í flugvél sem var á leiðinni frá Mílanó á Ítalíu til Parísar í Frakklandi í gær samkvæmt fréttavefnum ansa.it.

Erlent