Erlent Gaddafí ekki kominn til Níger Yfirvöld í Níger hafa staðfest að þungvopnuð bílalest hafi komið yfir landamærin frá Líbíu. Þau fullyrða hinsvegar að Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi ekki verið með í för. Talið er að meirihluti þeirra sem fóru yfir landamærin hafai verið afrískir hermenn sem stutt hafi Gaddafí í baráttunni við uppreisnarmenn síðustu mánuði. Erlent 6.9.2011 14:30 Veiddu risastóran krókódíl á Filippseyjum Íbúar í þorpi einu á Filippseyjum slógu upp veislu um helgina eftir að risastór krókódíll sem ógnað hafði þorpinu var veiddur lifandi. Ferlíkið er rúmir sex metrar á lengd og vegur hann rúmt tonn. Dýrið er talið vera að minnsta fimmtíu ára gamalt og er þetta stærsti saltvatnskrókódíll sem vitað er um. Leitin að dýrinu tók þrjár vikur en hann er talinn hafa drepið að minnsta kosti tvo þorpsbúa á liðnum árum og fjölda vatnabuffala. Erlent 6.9.2011 14:21 Arftaki Pavarottis lést í Vespuslysi Ítalski tenórinn Salvatore Licitra lést í gærkvöldi af völdum höfuð- og brjóstáverka sem hann hlaut þegar hann ók Vespu sinni á steinvegg á Sikiley í síðasta mánuði. Licitra var oft kallaður arftaki Pavorottis og var honum spáð miklum frama á óperusviðinu. Hann komst fyrst í sviðsljósið árið 2002 þegar hann leysti Pavarotti af í óperunni Tosca hjá Metrópólitan í New York. Erlent 6.9.2011 13:48 Háttsettur Al-kaída liði tekinn höndum Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að Younis al-Mauritani, sem er sagður vera háttsettur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída, hafi verið handtekinn. Hann er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverk á vesturlöndum eftir skipanir frá Osama bin laden. Erlent 6.9.2011 13:37 Hermenn Gaddafís flýja til Níger Þungvopnuð bílalest frá Líbíu fór í nótt yfir landamærin að Níger. Talið er að um sé að ræða afríska hermenn sem ráðnir voru af Múammar Gaddafí til þess að berjast við uppreisnarmenn í landinu. Ekki er talið líklegt að Gaddafí sjálfur eða einhver úr fjölskyldu hans sé í lestinni en talsmaður leiðtogans fyrrverandi sagði í gærkvöldi að Gaddafí væri enn í Líbíu og við góða heilsu. Erlent 6.9.2011 07:24 Býr einn í yfirgefnu þorpi á hættusvæði Sextán þúsund manns bjuggu í bænum Tomioka áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir í mars síðastliðnum. Nú býr þar einn maður ásamt hundi sínum. Naoto Matsumura neitar að yfirgefa þorpið þrátt fyrir geislamengun frá ónýtu kjarnorkuveri. Erlent 6.9.2011 03:00 Hóta að taka fjögur of feit börn af foreldrum Skosk yfirvöld hafa hótað að taka fjögur of þung börn af foreldrum þeirra eftir að hafa gefið þeim árangurslausar viðvaranir um að börnin verði að léttast. Erlent 5.9.2011 16:02 21 árs karlmaður drepinn af hákarli Maðurinn var í hópi vina á brimbretti við Bunker Bay, vinsælan ferðamannastað á vesturströnd Ástralíu í gær, þar sem krökkt var af fólki. Erlent 5.9.2011 13:59 Fjórar milljónir þurfa aðstoð í Sómalíu Aldrei hafa fleiri þurft matvælaaðstoð í Sómalíu en talan er komin i fjórar milljónir og þar af eru 750 þúsund manns taldir í bráðri hættu að verða fyrir hungurdauða Erlent 5.9.2011 13:05 MI6 og CIA rændu andófsmönnum og fluttu til Gaddafís Samningaviðræður uppreisnarmanna í Líbíu um að fylgjendur Gaddafis í borginni Bani Walid fóru út um þúfur í gærkvöldi. Breskir og bandarískir leyniþjónustumenn eru nú sakaðir um að hafa aðstoðað Gaddafí í baráttunni við andófsöfl í landinu áður en til uppreisnarinnar kom. Erlent 5.9.2011 12:08 Ikea notaði pólítíska fanga í sófasmíði Ikea notaðist við vinnuafl fanga á áttunda áratugnum, þetta kemur fram í gögnum Stasí. Þýska ríkissjónvarpið segir frá því að upp hafi komist um samstarfið við rannsóknir á gögnum frá austur-þýsku leyniþjónustunni Stasí. Erlent 5.9.2011 10:09 Forsetafrúin setur fjölmiðlabann á börnin sín Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy forseta Frakklands, segir að hún muni gera hvað sem er til þess að hindra það að barnið sem hún ber undir belti komist í kastljós fjölmiðla. Í samtali við TF1 sjónvarpsstöðina í Frakklandi sagði hún að hún myndi gera hvað sem í hennar valid stæði til þess að koma í veg fyrir að myndir af barninu kæmust í fjölmiðla. Bruni sagðist hafa gert alvarleg mistök í það eina skipti sem hún leyfði myndatökumönnum að taka myndir af tíu ára gömlum syni sínum, sem hún átti áður en hún kynntist Sarkozy. Bruni sagði líka að hún hefði ekki hugmynd um hvort hún ætti von á strák eða stelpu. Erlent 5.9.2011 06:30 Hillary hrífur Cheney Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lofar framgöngu Hillary Clinton í embætti utanríkisráðherra í Bandaríkjanna í hástert. Hann segir að áhugavert yrði að vita hvernig forseti hún yrði. Erlent 5.9.2011 06:30 Fyrrverandi Frakklandsforseti ákærður Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið ákærður fyrir að hafa fjármagnað kosningasjóði sína með ólögmætum hætti þegar hann var borgarstjóri í París. Fréttavefur BBC segir hins vegar að óvíst sé hvort réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi geti farið fram því hann sé orðinn 78 ára gamall og berjist við minnisleysi. Ef réttarhöldin fara fram þykir næstum alveg víst að Chirac verði ekki viðstaddur þau. Chirac var borgarstjóri í París á árunum 1977 til 1995. BBC segir að viðurlögin við þeim brotum sem hann er ákærður fyrir geti verið allt að 10 ára fangelsi og sekt sem nemur um 25 milljónum króna. Erlent 5.9.2011 06:30 Þrír merkir minnisvarðar skemmdir Þrír sögufrægir minnisvarðar hafa verið skemmdir í Róm, höfuðborg Ítalíu að undanförnu. Í einu tilfellinu náðust myndir á öryggismyndavél af manni sem hjó tvö stykki úr gosbrunni í Piazza Navona. Nokkrum klukkustundum síðar sást maður henda steini í hinn fræga Trevi gosbrunn í miðborg Rómar. Lögreglan segist síðan hafa séð námsmann klífa upp vegg á Colosseum hringleikahúsinu fræga til þess að höggva af marmarastykki. BBC segir að lögreglan gruni að í einhverjum fyrrgreindra tilfella hafi getað verið um sama einstakling að ræða. Þrátt fyrir að bæði öryggismyndavélum og lögreglumönnum hafi verið fjölgað segir lögreglann það verða æ erfiðara að vernda ævaforn minnismerki í borginni. Erlent 5.9.2011 06:30 Innflytjendamálin ekki lengur málið Skoðanakannanir sýna enn yfirburði vinstri flokkanna í Danmörku, nú þegar rétt rúm vika er eftir til kosninga, eftir þriggja kjörtímabila samfellda stjórnartíð hægri manna. Efnahagsvandi ríkisins yfirgnæfir önnur kosningamál. Erlent 5.9.2011 06:00 Fylgistap hjá flokki Merkel Flokkur Angelu Merkel kanslara Þýskalands tapaði verulegu fylgi í kosningum í sambandsríkinu Mecklenburg-Vorpommern í gær. Útgönguspár bentu til þess að Kristilegi demókrataflokkurinn, flokkur Merkel, hlyti 24 prósent atkvæða. Það er tæpum fimm prósentum minna en í síðustu kosningum. Erlent 5.9.2011 04:00 Mikið mannfall í Sýrlandi síðustu daga Fjöldi fólks lét lífið í mótmælum í Sýrlandi um helgina og margir til viðbótar voru handteknir. Alþjóðanefnd Rauða krossins er í höfuðborginni til að skoða aðbúnað særðra og aðgang að þeim sem eru í haldi lögreglu. Erlent 5.9.2011 04:00 Friðarviðræður í Líbíu fóru út um þúfur Samningaviðræður uppreisnarmanna í Líbíu um að fylgjendur Gaddafis í borginni Bani Walid gæfust upp hafa farið út um þúfur. Í morgun vonuðust uppreisnarmennirnir hins vegar til þess að þeir gætu tekið borgina yfir án þess að til bardaga þyrfti að koma. Erlent 4.9.2011 21:47 Eldandi fjölskyldumaður í London Sálar popparinn og eitísgoðið Paul Young heldur tónleika í Hörpu í byrjun október. Kjartan Guðmundsson sló á þráðinn til söngvarans í London, fræddist um smellina, röddina og átrúnaðargoðin og náði að kría út úr honum uppskrift að dýrindis pastasósu. Erlent 4.9.2011 20:18 Hópur fólks handtekinn fyrir að efna til vatnsslags Hópur ungs fólks sem boðaði til vatnsslags í almenningsgarði í Teheran höfuðborg Írans var handtekinn vegna uppátækisins á föstudaginn. Boð voru send út um slaginn á Facebook og var fólk hvatt til að mæta með vatnsbyssur og vatnsblöðrur. Lögreglustjóri staðfestir við írönsku fréttastofuna Mehr að fólkið hafi verið handtekið. Hann segir að fólk sem taki þátt í gjörningi af þessu tagi sé annað hvort heimskt eða beri enga virðingu fyrir lögunum. Hann segir að hart verði tekið á þeim sem efni til slíkra viðburða. Erlent 4.9.2011 14:58 Darling segir að Brown hefði átt að hætta fyrr Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, segir að hann hefði átt að þrýsta meira á Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra, um að láta af embætti forsætisráðherra. Fjármálaráherrann fyrrverandi sakar Brown um að hafa haldið of fast í völdin á meðan ringulreið og krísa ríkti í ríkisstjórninni. Erlent 4.9.2011 14:02 Vonast til þess að ná stjórn á Bani Walid í dag Bráðabirgðastjórnin í Líbíu vonast til þess að ná bænum Bani Waild, sem er eitt síðasta vígi Muammars Gaddafis, á sitt band án bardaga í dag. Uppreisnarmenn telja að Gaddafi hafi verið í felum í borginni ásamt tveimur sona sinna en flúið þaðan í gær. Erlent 4.9.2011 12:12 Gaddafi flúinn frá Ban Walid Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, er sagður hafa flúið frá bænum Bani Walid eftir að uppreisnarmenn gáfu stuðningsmönnum hans stuttan tíma til að gefast upp í gær. Uppreisnarmenn segja að þeir muni ekki gefast upp fyrr enn Gaddafi náist, lífs eða liðinn. Erlent 4.9.2011 10:37 Strauss-Kahn kominn heim Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kom til Parísar um fimmleytið í nótt að íslenskum tíma ásamt eiginkonu sinni. Þau hafa verið í New York í Bandaríkjunum allt frá því að Strauss-Kahn var handtekinn og sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn herbergisþernu á hóteli í maí. Hann hefur alltaf neitað ásökunum og málið hefur nú verið fellt niður vegna ótrúverðugleika herbergisþernurnar. Strauss-Kahn sagði upp störfum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fljótlega eftir að hann var handtekinn. Erlent 4.9.2011 09:13 Dominique Strauss-Kahn líklegast á heimleið Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, yfirgaf íbúð sína í New York í dag. Talið er að hann hafi ætlað til Frakklands, en það er heimaland hans. Erlent 3.9.2011 21:01 Nasistaforingi deyr 97 ára að aldri Ungverski Nasistinn Sandor Kepiro lést í dag. Hann var um tíma einn mest eftirlýsti Nasisti í heimi. Kepiro var 97 ára gamall Réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa í Búdapest í vor og telur lögmaður hans að hann hafi orðið mjög veikur af þeim réttarhöldum. Hann var sakaður um að bera ábyrgð á dauða 36 gyðinga og Serba árið 1942. Erlent 3.9.2011 20:07 Skotinn í hálsinn í átökum glæpasamtaka Tveir ungir menn eru alvarlega særðir eftir að þeir voru skotnir margsinnis í Køge í nótt. Annar mannanna er leiðtogi glæpasamtakanna Black Cobra, segir fréttastofa TV2. Mennirnir voru skotnir um hálffjögurleytið í nótt að dönskum tíma, eða um hálftvö að íslenskum. Lögreglan á Mið- og Vestursjálandi segir að ástæður skotárásarinnar sé persónulegt uppgjör. Fréttavefur Ekstrabladet fullyrðir að annar mannanna hafi verið skotinn í hálsinn. Erlent 3.9.2011 17:39 Handtekinn fyrir að bíta snák Karlmaður er í gæsluvarðhaldi í Kalíforníufylki vegna gruns um að hann hafi bitið snák. Andrew Pettit, yfirlögregluþjónn í Sacramento, segir að maðurinn sem heitir David Senk, sé sakaður um að misþyrma skriðdýrinu. Erlent 3.9.2011 17:22 Fannst brunninn í bíl sínum Karlmaður fannst brunninn inn í bifreið sinni í bænum Frederikshavn í Danmörku í morgun. Lögreglan var kölluð á vettvang klukkan tíu í morgun og hefur rannsakað málið síðan þá. Ekki höfðu verið borin kennsl á manninn á hádegi í dag að dönskum tíma. Bíllinn, sem er af gerðinni Mazda 626, fannst á Katsigvej við Katsig Bakker. Bent Højgaard, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að líkið hafi verið nokkuð sviðið. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til saknæms athæfis í tengslum við andlát mannsins en lögreglan útilokar þó ekkert á þessari stundu. Erlent 3.9.2011 15:57 « ‹ ›
Gaddafí ekki kominn til Níger Yfirvöld í Níger hafa staðfest að þungvopnuð bílalest hafi komið yfir landamærin frá Líbíu. Þau fullyrða hinsvegar að Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi ekki verið með í för. Talið er að meirihluti þeirra sem fóru yfir landamærin hafai verið afrískir hermenn sem stutt hafi Gaddafí í baráttunni við uppreisnarmenn síðustu mánuði. Erlent 6.9.2011 14:30
Veiddu risastóran krókódíl á Filippseyjum Íbúar í þorpi einu á Filippseyjum slógu upp veislu um helgina eftir að risastór krókódíll sem ógnað hafði þorpinu var veiddur lifandi. Ferlíkið er rúmir sex metrar á lengd og vegur hann rúmt tonn. Dýrið er talið vera að minnsta fimmtíu ára gamalt og er þetta stærsti saltvatnskrókódíll sem vitað er um. Leitin að dýrinu tók þrjár vikur en hann er talinn hafa drepið að minnsta kosti tvo þorpsbúa á liðnum árum og fjölda vatnabuffala. Erlent 6.9.2011 14:21
Arftaki Pavarottis lést í Vespuslysi Ítalski tenórinn Salvatore Licitra lést í gærkvöldi af völdum höfuð- og brjóstáverka sem hann hlaut þegar hann ók Vespu sinni á steinvegg á Sikiley í síðasta mánuði. Licitra var oft kallaður arftaki Pavorottis og var honum spáð miklum frama á óperusviðinu. Hann komst fyrst í sviðsljósið árið 2002 þegar hann leysti Pavarotti af í óperunni Tosca hjá Metrópólitan í New York. Erlent 6.9.2011 13:48
Háttsettur Al-kaída liði tekinn höndum Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að Younis al-Mauritani, sem er sagður vera háttsettur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída, hafi verið handtekinn. Hann er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverk á vesturlöndum eftir skipanir frá Osama bin laden. Erlent 6.9.2011 13:37
Hermenn Gaddafís flýja til Níger Þungvopnuð bílalest frá Líbíu fór í nótt yfir landamærin að Níger. Talið er að um sé að ræða afríska hermenn sem ráðnir voru af Múammar Gaddafí til þess að berjast við uppreisnarmenn í landinu. Ekki er talið líklegt að Gaddafí sjálfur eða einhver úr fjölskyldu hans sé í lestinni en talsmaður leiðtogans fyrrverandi sagði í gærkvöldi að Gaddafí væri enn í Líbíu og við góða heilsu. Erlent 6.9.2011 07:24
Býr einn í yfirgefnu þorpi á hættusvæði Sextán þúsund manns bjuggu í bænum Tomioka áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir í mars síðastliðnum. Nú býr þar einn maður ásamt hundi sínum. Naoto Matsumura neitar að yfirgefa þorpið þrátt fyrir geislamengun frá ónýtu kjarnorkuveri. Erlent 6.9.2011 03:00
Hóta að taka fjögur of feit börn af foreldrum Skosk yfirvöld hafa hótað að taka fjögur of þung börn af foreldrum þeirra eftir að hafa gefið þeim árangurslausar viðvaranir um að börnin verði að léttast. Erlent 5.9.2011 16:02
21 árs karlmaður drepinn af hákarli Maðurinn var í hópi vina á brimbretti við Bunker Bay, vinsælan ferðamannastað á vesturströnd Ástralíu í gær, þar sem krökkt var af fólki. Erlent 5.9.2011 13:59
Fjórar milljónir þurfa aðstoð í Sómalíu Aldrei hafa fleiri þurft matvælaaðstoð í Sómalíu en talan er komin i fjórar milljónir og þar af eru 750 þúsund manns taldir í bráðri hættu að verða fyrir hungurdauða Erlent 5.9.2011 13:05
MI6 og CIA rændu andófsmönnum og fluttu til Gaddafís Samningaviðræður uppreisnarmanna í Líbíu um að fylgjendur Gaddafis í borginni Bani Walid fóru út um þúfur í gærkvöldi. Breskir og bandarískir leyniþjónustumenn eru nú sakaðir um að hafa aðstoðað Gaddafí í baráttunni við andófsöfl í landinu áður en til uppreisnarinnar kom. Erlent 5.9.2011 12:08
Ikea notaði pólítíska fanga í sófasmíði Ikea notaðist við vinnuafl fanga á áttunda áratugnum, þetta kemur fram í gögnum Stasí. Þýska ríkissjónvarpið segir frá því að upp hafi komist um samstarfið við rannsóknir á gögnum frá austur-þýsku leyniþjónustunni Stasí. Erlent 5.9.2011 10:09
Forsetafrúin setur fjölmiðlabann á börnin sín Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy forseta Frakklands, segir að hún muni gera hvað sem er til þess að hindra það að barnið sem hún ber undir belti komist í kastljós fjölmiðla. Í samtali við TF1 sjónvarpsstöðina í Frakklandi sagði hún að hún myndi gera hvað sem í hennar valid stæði til þess að koma í veg fyrir að myndir af barninu kæmust í fjölmiðla. Bruni sagðist hafa gert alvarleg mistök í það eina skipti sem hún leyfði myndatökumönnum að taka myndir af tíu ára gömlum syni sínum, sem hún átti áður en hún kynntist Sarkozy. Bruni sagði líka að hún hefði ekki hugmynd um hvort hún ætti von á strák eða stelpu. Erlent 5.9.2011 06:30
Hillary hrífur Cheney Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lofar framgöngu Hillary Clinton í embætti utanríkisráðherra í Bandaríkjanna í hástert. Hann segir að áhugavert yrði að vita hvernig forseti hún yrði. Erlent 5.9.2011 06:30
Fyrrverandi Frakklandsforseti ákærður Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið ákærður fyrir að hafa fjármagnað kosningasjóði sína með ólögmætum hætti þegar hann var borgarstjóri í París. Fréttavefur BBC segir hins vegar að óvíst sé hvort réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi geti farið fram því hann sé orðinn 78 ára gamall og berjist við minnisleysi. Ef réttarhöldin fara fram þykir næstum alveg víst að Chirac verði ekki viðstaddur þau. Chirac var borgarstjóri í París á árunum 1977 til 1995. BBC segir að viðurlögin við þeim brotum sem hann er ákærður fyrir geti verið allt að 10 ára fangelsi og sekt sem nemur um 25 milljónum króna. Erlent 5.9.2011 06:30
Þrír merkir minnisvarðar skemmdir Þrír sögufrægir minnisvarðar hafa verið skemmdir í Róm, höfuðborg Ítalíu að undanförnu. Í einu tilfellinu náðust myndir á öryggismyndavél af manni sem hjó tvö stykki úr gosbrunni í Piazza Navona. Nokkrum klukkustundum síðar sást maður henda steini í hinn fræga Trevi gosbrunn í miðborg Rómar. Lögreglan segist síðan hafa séð námsmann klífa upp vegg á Colosseum hringleikahúsinu fræga til þess að höggva af marmarastykki. BBC segir að lögreglan gruni að í einhverjum fyrrgreindra tilfella hafi getað verið um sama einstakling að ræða. Þrátt fyrir að bæði öryggismyndavélum og lögreglumönnum hafi verið fjölgað segir lögreglann það verða æ erfiðara að vernda ævaforn minnismerki í borginni. Erlent 5.9.2011 06:30
Innflytjendamálin ekki lengur málið Skoðanakannanir sýna enn yfirburði vinstri flokkanna í Danmörku, nú þegar rétt rúm vika er eftir til kosninga, eftir þriggja kjörtímabila samfellda stjórnartíð hægri manna. Efnahagsvandi ríkisins yfirgnæfir önnur kosningamál. Erlent 5.9.2011 06:00
Fylgistap hjá flokki Merkel Flokkur Angelu Merkel kanslara Þýskalands tapaði verulegu fylgi í kosningum í sambandsríkinu Mecklenburg-Vorpommern í gær. Útgönguspár bentu til þess að Kristilegi demókrataflokkurinn, flokkur Merkel, hlyti 24 prósent atkvæða. Það er tæpum fimm prósentum minna en í síðustu kosningum. Erlent 5.9.2011 04:00
Mikið mannfall í Sýrlandi síðustu daga Fjöldi fólks lét lífið í mótmælum í Sýrlandi um helgina og margir til viðbótar voru handteknir. Alþjóðanefnd Rauða krossins er í höfuðborginni til að skoða aðbúnað særðra og aðgang að þeim sem eru í haldi lögreglu. Erlent 5.9.2011 04:00
Friðarviðræður í Líbíu fóru út um þúfur Samningaviðræður uppreisnarmanna í Líbíu um að fylgjendur Gaddafis í borginni Bani Walid gæfust upp hafa farið út um þúfur. Í morgun vonuðust uppreisnarmennirnir hins vegar til þess að þeir gætu tekið borgina yfir án þess að til bardaga þyrfti að koma. Erlent 4.9.2011 21:47
Eldandi fjölskyldumaður í London Sálar popparinn og eitísgoðið Paul Young heldur tónleika í Hörpu í byrjun október. Kjartan Guðmundsson sló á þráðinn til söngvarans í London, fræddist um smellina, röddina og átrúnaðargoðin og náði að kría út úr honum uppskrift að dýrindis pastasósu. Erlent 4.9.2011 20:18
Hópur fólks handtekinn fyrir að efna til vatnsslags Hópur ungs fólks sem boðaði til vatnsslags í almenningsgarði í Teheran höfuðborg Írans var handtekinn vegna uppátækisins á föstudaginn. Boð voru send út um slaginn á Facebook og var fólk hvatt til að mæta með vatnsbyssur og vatnsblöðrur. Lögreglustjóri staðfestir við írönsku fréttastofuna Mehr að fólkið hafi verið handtekið. Hann segir að fólk sem taki þátt í gjörningi af þessu tagi sé annað hvort heimskt eða beri enga virðingu fyrir lögunum. Hann segir að hart verði tekið á þeim sem efni til slíkra viðburða. Erlent 4.9.2011 14:58
Darling segir að Brown hefði átt að hætta fyrr Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, segir að hann hefði átt að þrýsta meira á Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra, um að láta af embætti forsætisráðherra. Fjármálaráherrann fyrrverandi sakar Brown um að hafa haldið of fast í völdin á meðan ringulreið og krísa ríkti í ríkisstjórninni. Erlent 4.9.2011 14:02
Vonast til þess að ná stjórn á Bani Walid í dag Bráðabirgðastjórnin í Líbíu vonast til þess að ná bænum Bani Waild, sem er eitt síðasta vígi Muammars Gaddafis, á sitt band án bardaga í dag. Uppreisnarmenn telja að Gaddafi hafi verið í felum í borginni ásamt tveimur sona sinna en flúið þaðan í gær. Erlent 4.9.2011 12:12
Gaddafi flúinn frá Ban Walid Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, er sagður hafa flúið frá bænum Bani Walid eftir að uppreisnarmenn gáfu stuðningsmönnum hans stuttan tíma til að gefast upp í gær. Uppreisnarmenn segja að þeir muni ekki gefast upp fyrr enn Gaddafi náist, lífs eða liðinn. Erlent 4.9.2011 10:37
Strauss-Kahn kominn heim Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kom til Parísar um fimmleytið í nótt að íslenskum tíma ásamt eiginkonu sinni. Þau hafa verið í New York í Bandaríkjunum allt frá því að Strauss-Kahn var handtekinn og sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn herbergisþernu á hóteli í maí. Hann hefur alltaf neitað ásökunum og málið hefur nú verið fellt niður vegna ótrúverðugleika herbergisþernurnar. Strauss-Kahn sagði upp störfum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fljótlega eftir að hann var handtekinn. Erlent 4.9.2011 09:13
Dominique Strauss-Kahn líklegast á heimleið Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, yfirgaf íbúð sína í New York í dag. Talið er að hann hafi ætlað til Frakklands, en það er heimaland hans. Erlent 3.9.2011 21:01
Nasistaforingi deyr 97 ára að aldri Ungverski Nasistinn Sandor Kepiro lést í dag. Hann var um tíma einn mest eftirlýsti Nasisti í heimi. Kepiro var 97 ára gamall Réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa í Búdapest í vor og telur lögmaður hans að hann hafi orðið mjög veikur af þeim réttarhöldum. Hann var sakaður um að bera ábyrgð á dauða 36 gyðinga og Serba árið 1942. Erlent 3.9.2011 20:07
Skotinn í hálsinn í átökum glæpasamtaka Tveir ungir menn eru alvarlega særðir eftir að þeir voru skotnir margsinnis í Køge í nótt. Annar mannanna er leiðtogi glæpasamtakanna Black Cobra, segir fréttastofa TV2. Mennirnir voru skotnir um hálffjögurleytið í nótt að dönskum tíma, eða um hálftvö að íslenskum. Lögreglan á Mið- og Vestursjálandi segir að ástæður skotárásarinnar sé persónulegt uppgjör. Fréttavefur Ekstrabladet fullyrðir að annar mannanna hafi verið skotinn í hálsinn. Erlent 3.9.2011 17:39
Handtekinn fyrir að bíta snák Karlmaður er í gæsluvarðhaldi í Kalíforníufylki vegna gruns um að hann hafi bitið snák. Andrew Pettit, yfirlögregluþjónn í Sacramento, segir að maðurinn sem heitir David Senk, sé sakaður um að misþyrma skriðdýrinu. Erlent 3.9.2011 17:22
Fannst brunninn í bíl sínum Karlmaður fannst brunninn inn í bifreið sinni í bænum Frederikshavn í Danmörku í morgun. Lögreglan var kölluð á vettvang klukkan tíu í morgun og hefur rannsakað málið síðan þá. Ekki höfðu verið borin kennsl á manninn á hádegi í dag að dönskum tíma. Bíllinn, sem er af gerðinni Mazda 626, fannst á Katsigvej við Katsig Bakker. Bent Højgaard, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að líkið hafi verið nokkuð sviðið. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til saknæms athæfis í tengslum við andlát mannsins en lögreglan útilokar þó ekkert á þessari stundu. Erlent 3.9.2011 15:57