Erlent

Jaguar innkallar 18.000 bíla

Bílaframleiðandinn Jaguar hefur innkallað tæplega 18.000 eintök af bílum sínum. Hugbúnaðargalli í bílunum gerir ökumönnum ókleift að slökkva á hraðastilli farartækisins (e. cruise control).

Erlent

Fellibylurinn Rina sækir í sig veðrið

Fellibylurinn Rina sækir nú í sig veðrið í vesturhluta Karabíska hafsins. Skips úr flota Nígaragúa er saknað frá því í gærkvöldi en skipið var að flytja fólk frá strandhéraði þar sem talið var að Rina myndi ganga á land. Um borð í því voru 27 manns auk áhafnar skipsins.

Erlent

Koparþjófar stálu þriggja tonna kirkjuklukku

Bíræfnir koparþjófar hafa stolið tæplega þriggja tonna þungri sögulegri kirkjuklukku sem stóð fyrir utan St Mary´s dómkirkjuna í San Francisco. Klukku þessari var stöðugt hringt þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir borgina árið 1906 og lagði hana í rúst.

Erlent

Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi

Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir.

Erlent

Öldruð kona handtekin fyrir að selja geimgrjót

Dularfull leyniaðgerð NASA hefur vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum, en fréttastofa AP greinir frá því að 72 ára gömul kona hafi verið handtekin eftir að hún reyndi að selja sandkorn frá tunglinu.

Erlent

Tilræðismaður leiddur fyrir dómara

Maður sem sakaður er um að hafa skipulagt morðtilræði á hendur erindreka Sádí-Arabíu í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Hann neitaði öllum sökum.

Erlent

Brenndi lúxusbíla í Berlín

Lögreglan í Berlín hefur handtekið 27 ára mann fyrir að hafa kveikt í yfir 100 bílum. Óttast var að árásirnar væru pólitískar en svo reyndist ekki.

Erlent

WikiLeaks gerir hlé á starfi sínu

Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks ætlar að hætta tímabundið að birta gögn á vef sínum vegna peningaskorts. Aðstandendur vefsíðunnar segja að sökum þess að kreditkortafyrirtæki hafi ekki viljað miðla peningafærslum til WikiLeaks hafi þeir tapað tugum milljóna dala. Samkvæmt frásögn Daily Telegraph tilkynnti Julian Assange þetta á blaðamannafundi klukkan eitt í dag.

Erlent

Jobs vildi tortíma Android

Steve Jobs, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist vilja tortíma Android-stýrikerfinu og að hann myndi ekki hika við að eyða öllu fjármagni Apple til að ná því fram. Þetta kemur fram í óútgefinni ævisögu Jobs.

Erlent