Erlent

Monsúnflóðin brátt í rénun

Taílands reyna sitt besta til að halda áfram daglegu lífi á flóðasvæðunum, sem nú þekja stóran hluta landsins. Flóðin hafa kostað meira en fjögur hundruð manns lífið. Guðsteinn Bjarnason tók saman nokkrar ljósmyndir.

Erlent

Íslenskir hestar vanræktir: Eigandinn ætlar að áfrýja

Inge Johanson, eigandi íslensku hestanna í Svíþjóð segist ætla að áfrýja ákvörðun heilbrigðisyfirvalda sem tóku af honum tuttugu hross vegna slæmrar umhirðu. Hann á yfir höfði sér ákæru um dýraníð. Johanson segist ekki hafa fengið tækifæri til þess að laga aðbúnað dýranna en af myndum af dæma eru þau afar illa haldin.

Erlent

Anonymous hættir við árás á glæpagengi

Talið er að tölvuþrjótasamtökin Anonymous hafi hætt við að afhjúpa meðlimi mexíkóska fíkniefnagengisins Zeta. Áætlanir Anonymous virðast hafa orðið að engu þegar fréttir bárust af viðbrögðum Zeta við uppátækinu.

Erlent

Lögreglu skipað að vernda varnargarða í Bangkok

Ríkisstjóri Bangkok, Sukhumbhand Paribatra, fyrirskipaði lögreglu að vernda varnargarða í útjaðri borgarinnar. Talið er að þúsundir íbúa hafi skemmt flóðgarðinn svo að hætta steðjaði að innri hverfum Bangkok.

Erlent

Ráðist á skrifstofur tímarits eftir myndbirtingu

Skrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo eru í rústum eftir eldsprengju. Stephane Charbonnier, ritstjóri blaðsins, sagði í viðtali að árásin hefði fylgt í kjölfarið á myndbirtingu af Múhameð, spámanni múslima.

Erlent

Ísrael þróar nýtt vopnakerfi

Varnarmálaráðuneytið í Ísrael tilkynnti í dag að langdrægu flugskeyti hafi verið skotið á loft frá herstöð í landinu. Var þetta gert í tilraunaskyni en Ísrael er að þróa nýtt eldflaugakerfi.

Erlent

Ætlar að áfrýja til hæstaréttar

Lögfræðingar Julian Assange, forsprakka WikiLeaks, ætla að áfrýja úrskurði millidómstigs til hæstaréttar, en framsalsúrskurður Julians var staðfestur í morgun, en áður hafði héraðsdómur úrskurðað að Assange skyldi vera framseldur.

Erlent

Íbúar þróunarlanda bjartsýnni

Talsverður munur er á viðhorfum þróunarlanda og efnameiri landa til efnahagsvandamála samkvæmt könnun BBC. Könnunarfyrirtækið Globescan framkvæmdi rannsóknina fyrir BBC World Service og tók hún til alls 25 þjóða.

Erlent

Ill meðferð á íslenskum hestum vekur óhug í Svíþjóð

Fréttir af skelfilegri meðferð á tuttugu íslenskum hestum hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Eigandi hestanna var þangað til í gær formaður hestafélagsins Gyda í Sandvik en það er hópur áhugamanna um íslenska hestinn. Heilbrigðisyfirvöld komust hinsvegar á snoðir um að maðurinn, Inge Johanson, færi vægast sagt illa með sín eigin hross. Myndir hafa nú verið birtar af dýrunum og eins og sjá má á þeim eru þau hrikalega illa haldin.

Erlent

Smástirni þýtur framhjá jörðinni á næstu dögum

Smástirnið YU55 mun þjóta framhjá jörðinni næstkomandi þriðjudag. Vísindamenn hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna telja að smástirnið verði í 325.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni, þannig verður smástirnið nær jörðinni en tunglið.YU55 er tæpir 400 metrar að breidd.

Erlent

Brún augu verða að bláum

Læknir í Kalíforníu segist geta breytt augnliti með einfaldri aðgerð. Dr. Gregg Homer hefur þróað aðferðina í nær tíu ár en hann notar leysir til að eyða efsta lagi lithimnunnar.

Erlent

Unthink byltir samskiptum á netinu

Tæknifrumkvöðullinn Natasha Dedis kynnti nýja samskiptasíðu fyrir nokkru. Dedis er allt annað en sátt við vefsíður eins og Facebook og Google+, hún telur þær blekkja notendur. Hún telur ekkert frelsi vera á samskiptasíðum dag og vill berjast gegn því að upplýsingum um notendur síðanna séu seldar hæstbjóðanda.

Erlent

Líklegt að kjarnasamruni hafi orðið í Fukushima

Efnið xenon hefur fundist í rústum kjarnorkuversins í Fukushima í Japan. Það bendir til þess að kjarnasamruni hafi orðið í verinu þegar það eyðilagðist í miklum jarðskjálfta og flóðbylgju sem fylgdi í kjölfari í mars á þessu ári.

Erlent

Gæti fengið 12 ára fangelsi fyrir 4 grömm af grasi

Fjórtán ára gamall Ástralskur piltur gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa keypt 3,6 grömm af maríjúana á eyjunni Balí í byrjun síðasta mánaðar. Réttarhöld yfir piltinum hófust í dag en fíkniefnalöggjöfin er gríðarlega hörð í landinu. Verjandi piltsins segir þó að hann gæti sloppið við fangelsi þar sem hann sé ungur, og efnin hafi verið ætluð til einkanota.

Erlent

Boeing 767 nauðlendir í Varsjá

Boeing 767 flugvél með 230 farþega innanborðs þurfti að nauðlenda í Varsjá í Póllandi eftir að bilun kom upp í lendingarbúnaði vélarinnar.

Erlent

Bylting í bílaiðnaði væntanleg

Um helgina kynntu talsmenn Bandaríska tæknifyrirtækisins MVS forrit sem þeir telja að eigi eftir að bylta bílaiðnaðinum. Forritið samhæfir upplýsingar frá GPS gervihnöttum og internetinu og varpar þeim á bílrúður ökutækja.

Erlent