Erlent

Tíu þúsund dómínó-kubbar féllu

Það er ekki á hverjum degi sem þúsundir dómínó kubbar falla en á safni einu í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum á dögunum horfðu fjöldi gesta á tíu þúsund kubba falla á hliðina. Það voru bræðurnir Steve og Mike Perrucci sem eyddu yfir 15 klukkutímum í að raða kubbunum samviskulega upp. Þeir eru kallaði Dómínó-bræðurnir enda hafa þeir sérhæft sig í kubbunum síðustu ár. Í myndskeiðinu hér að ofan er hægt að sjá kubbana tíu þúsund hrynja. Ansi mögnuð sjón!

Erlent

Heavy D látinn

Bandaríska rappstjarnan Heavy D lést í gær, 44 ára að aldri. Hann hné niður fyrir utan heimili sitt í Los Angeles og lést á spítala skömmu síðar.

Erlent

Gat ekki klæðst en vann samt úti

Kona í Västerås í Svíþjóð, sem sagðist hvorki geta matast sjálf né klætt sig, fékk á sex ára tímabili greiddar fimm milljónir sænskra króna, jafngildi tæpra 90 milljóna íslenskra króna, í umönnunarbætur. Á þessu sama tímabili starfaði konan sem gengilbeina á veitingastað.

Erlent

Þúsundir hafa fallið í Sýrlandi

Átökin í Sýrlandi síðustu átta mánuði hafa kostað að minnsta kosti 3.500 manns lífið, samkvæmt nýjum tölum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Ósátt við afskipti ríkisvalds

Sveitarstjórnarfólk í Danmörku frábýður sér ofríki þjóðþingsins í Kristjánsborg. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Jótlandspósturinn fjallar um.

Erlent

Á erfitt verk fyrir höndum

Lúkas Papademos verður að öllum líkindum forsætisráðherra nýju bráðabirgðastjórnarinnar í Grikklandi, sem næstu vikurnar þarf að koma í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum í tengslum við björgunarpakka ESB. Skipun stjórnarinnar er hins vegar ekki lokið, þar sem erfiðlega hefur gengið að manna ráðherrastöðurnar. Papademos er fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins og var áður seðlabankastjóri Grikklands.

Erlent

Klámfengið efni í flugferðum Ryanair

Stjórnandi lággjaldaflugfélagsins Ryanair vill gefa flugfarþegum tækifæri á að horfa á klám á meðan flugi stendur. Þetta tilkynnti stjórnarformaður Ryanair, Michael O'Leary, í dag.

Erlent

Cain mun ekki hætta við framboð

Forsetaframbjóðandinn Herman Cain segist ekki ætla að hætta við framboð sitt eftir að nokkrar konur stigu fram og lýstu óviðeigandi hegðun hans.

Erlent

Berlusconi mun hverfa úr embætti

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér um leið og efnahagsumbætur verða samþykktar á þinginu.

Erlent

Fjarlægðu loftvarnarsprengju úr endaþarmi

Króatíski fréttamiðillinn Slobodna Dalmacija greindi frá því í dag að læknar hefðu þurft að fjarlæga loftvarnarsprengikúlú úr endaþarmi fimmtugs karlsmans í Zagreb. Talið er að sprengjan hafi setið föst eftir að maðurinn kom henni fyrir í endaþarmi sínum.

Erlent

Ætla að ná í sýni af tungli Mars

Á morgun munu Rússar skjóta eldflaug á loft frá Kasakastan. Markmið verkefnisins er að safna sýnum frá tunglinu Phobos en það er á sprotbraut um Mars. Verkefnið kallast Phobos-Grunt - rússneska orðið „Grunt" þýðir jarðvegur á íslensku.

Erlent

Ætla að birta samkynhneigðan Múhameð

Ritstjóri franska tímaritsins Charlie Hebdo hefur ákveðið að birta aðra mynd af spámanninum Múhameð. Fyrir nokkru voru skrifstofur tímaritsins sprengdar eftir að blaðið birti mynd af Múhameð ásamt orðunum: „100 svipuhögg ef þú deyrð ekki úr hlátri"

Erlent

16 látast á trúarsamkomu á Indlandi

Talið er að sextán manns hafi látist á fjöldasamkomu á norður-Indlandi í dag. Yfirvöld í bænum Haridwar segja að fólkið hafi látist í miklum troðningi sem átti sér stað á trúarsamkomu í bænum.

Erlent

Berlusconi ætlar að segja af sér

Silvio Berlusconi mun segja af sér sem forsætisráðherra Ítalíu eftir að hann tapaði meirihlutanum á þingi í dag þegar greitt var atkvæði um fjárlagafrumvarp. Það var þó samþykkt.

Erlent

Áætlun Berlusconis samþykkt en meirihlutinn sat hjá

Umdeild atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp var samþykkt rétt í þessu í neðri deild ítalska þingsins. Frumvarpið var samþykkt með 308 atkvæðum en 321 þingmaður ákvað að sitja hjá í málinu og greiða ekki atkvæði.

Erlent

Tæplega fjögur þúsund fallnir í Sýrlandi

Nú er talið að rúmlega 3500 manns hafi látið lífið í átökum frá því mótmælin í Sýrlandi gegn ríkjandi stjórnvöldum hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástandið í landinu. Fregnir hafa borist af aukinni hörku stjórnarhermanna í borginni Hama og segja vitni að beitt hafi verið sprengjuvörpum og skriðdrekum í nokkrum hverfum borgarinnar.

Erlent

Sarkozy um Netanyahu: „Ég þoli hann ekki - hann er lygari“

Þjóðarleiðtogarnir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti og kollegi hans í Bandaríkjunum Barack Obama lentu í ógöngum á G20 fundinum í Cannes á dögunum. Þeir voru að bíða eftir því að blaðamannafundur hæfist þegar talið barst að Bejamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Erlent

Gróf upp lík og klæddi í kjóla

Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið mann eftir að jarðneskar leifar 27 ungra kvenna fundust í íbúð hans. Maðurinn er grunaður um að hafa grafið lík kvennanna upp víðs vegar um Rússland, en flestar í borginni Nizhny Novgorod þar sem hann býr.

Erlent

Leyfði nauðgun á dóttur sinni

Maður á fimmtugsaldri var dæmdur til fangelsisvistar í Vejle í Danmörku í gær fyrir að selja átta ára dóttur sína í kynlífsþrælkun. Þrír aðrir karlmenn voru dæmdir í sama máli.

Erlent