Erlent

Vilja alheimsástak gegn lifrarbólgu

Sérfræðingar á heilbrigðissviði kalla eftir alheimsátaki til að kljást við veirur sem orsaka lifrarbólgu. Talið er að um 10 milljónir manna í öllum heiminum séu sýktir af lifrarbólgu C en um 1,3 milljónir hafi lifrarbólgu B.

Erlent

Norðmenn skipa sérstaka rannsóknarnefnd

Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót sérstakri sjálfstæðri rannsóknarnefnd sem á að fara í saumana á því sem gerðist s.l. föstudag þegar a.m.k. 76 létu lífið í hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik.

Erlent

Hópslagsmál glæpagengja í Esbjerg

Lögreglan í Esbjerg í Danmörku handtók 16 manns í gærkvöldi eftir að gífurleg hópslagsmál brutust þar út milli tveggja stuðningshópa glæpagengja í landinu.

Erlent

Hitabeltisstormurinn Don nálgast Texas

Fjórði hitabeltisstormur fellibyljatímabylsins sækir nú í sig veðrið á Mexíkóflóa. Gefin hefur verið út stormviðvörun í Texas en reiknað er með að stormurinn nái landi þar á morgun föstudag.

Erlent

Almenningur í Bandaríkjunum reiður og pirraður

Almenningur í Bandaríkjunum er búinn að fá upp í kok af þingmönnum sínum og mikil reiði og pirringur ríkir í nú garð þeirra. Ástæðan er deilan um skuldaþak Bandaríkjanna sem virðist vera komin í óleysanlegan hnút.

Erlent

Þjóðverjar og Danir eru frídagakóngar ESB

Þótt að Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi nýlega gagnrýnt lönd í Suður Evrópu fyrir að halda of marga frídaga og fara of snemma á eftirlaun kemur í ljós að það eru Þjóðverjar og Danir sem halda felsta frídaga af löndum Evrópusambandsins.

Erlent

Bardagarnir erfiðir í brynju

Riddarar og hermenn í þungum herklæðum eins og tíðkuðust á sextándu öld eyddu meira en tvöfalt meiri orku í að hreyfa sig en óvarðir menn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Leeds-háskóla á Bretlandi.

Erlent

Kínverska lögreglan bjargar 89 börnum

Kínverska lögreglan hefur á undanförnum vikum bjargað 89 börnum sem hafði verið smyglað frá Vietnam til Kína. Börnin voru á aldrinum tíu daga til nokkurra mánaða og talið að hafi átt að selja þau til ættleiðingar.

Erlent

Viðbragðskerfi norsku lögreglunnar endurskoðað

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að viðbragðskerfi norsku lögreglunnar verði endurskoðað. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að handtaka árásarmanninn Breivik klukkutíma eftir að henni barst tilkynning um árásina. Boðað var til samverustundar í norræna húsinu til að minnast þeirra sem létust í voðaverkunum í síðustu viku.

Erlent

Norska lögreglan birtir nöfn hinna látnu

Norska lögreglan birti í dag nöfn þrettán einstaklinga sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum tveimur í Noregi síðastliðinn föstudag, en fleiri nöfn verða birt á hverju kvöldi klukkan sex á norskum tíma héðan í frá.

Erlent

Múslima grunaði múslima

Múslimar eru margir slegnir yfir því að það fyrsta sem þeim datt í hug þegar þeir fréttu af morðárásunum í Noregi var að þar væru múslimar að verki. Múslimarnir voru ekki einir um það því fréttir hafa borist af því að áður en lá fyrir að árásarmaðurinn væri ljóshærður Norðmaður urðu múslimar fyrir aðkasti á götum úti í Noregi.

Erlent

Viðbrögð Norðmanna vekja aðdáun

Óteljandi fjölmiðlar hafa vitnað í orð Hákonar krónprins sem sagði: "Við höfum kosið að mæta illmensku með kærleika. Við höfum kosið að mæta hatri með samstöðu . Við höfum kosið að sýna fyrir hvað við stöndum". Stjórnmálamenn hafa sömuleiðis lagt megináherslu á að þessi atburður muni í engu hafa áhrif á þau gildi sem Norðmenn hafa mest í heiðri.

Erlent

Lýsir eftir pólitísku hugrekki

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum þurfi að ná niðurstöðu um breytingar á skuldaþaki ríkissjóðs sem allra fyrst. Náist það ekki sé hætta á að áhrifa þess muni gæta um allan heim.

Erlent

Breivik óttast kvenfrelsi

Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu

Erlent

Listmunasali smyglaði tonni af fílabeini

Listmunasali í Philadelphiu hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að smygla tonni af útskornum fílabeinum til Bandaríkjanna. Viðskipti með fílabein eru stranglega bönnuð í Bandaríkjunum og samkvæmt alþjóðalögum.

Erlent

Breivik undirbjó aðra hryðjuverkaárás

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði skipulagt aðra hryðjuverkaárás og ætlaði sér að framkvæma hana ef hann slyppi úr fangelsi eftir árásina á Útey og sprenginguna í miðborg Óslóar sem kostaði a.m.k. 76 lífið.

Erlent

Var tvisvar næstum flúinn

Með stefnuyfirlýsingu sinni birti Anders Behring Breivik dagbók um athæfi sitt vikurnar fyrir hryðjuverkin. Þar lýsir Breivik vinnu sinni og frístundum meðan á smíði sprengjunnar stóð.

Erlent

Aðgerðasinnar ólíkir Breivik

Sören Pind, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, baðst í gær afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann öfgahyggju vera að aukast og nefndi hópa danskra aðgerðasinna í sömu andrá og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Noregi, sem hann sagði "djöfullegustu ásjónu“ öfgahyggjunnar.

Erlent

Reyndi að fjarlægja kviðslit með smjörhníf

63 ára gamall maður í suðurhluta Kaliforníufylkis liggur nú á spítala eftir að hafa reynt að fjarlægja kviðslit sem stóð út úr maga hans með smjörhníf, en að tilþrifunum loknum tróð hann svo sígarettu í opið sárið.

Erlent