Erlent Fullbúin ákæra í fyrsta lagi tilbúin um áramót Fullbúin ákæra gegn norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik verður í fyrsta lagi tilbúin um áramót. Þetta segir norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch í samtali við norska ríkissjónvarpið. Erlent 28.7.2011 16:31 Tóku DNA-sýni úr stúlku sem er sögð vera Madeleine McCann Lögregluyfirvöld á Indlandi hafa tekið DNA-sýni úr ungri stúlku eftir að breskur ferðamaður grunaði að hún væri Madeleine McCann, sem hefur verið saknað frá árinu 2007. Erlent 28.7.2011 11:40 Vilja alheimsástak gegn lifrarbólgu Sérfræðingar á heilbrigðissviði kalla eftir alheimsátaki til að kljást við veirur sem orsaka lifrarbólgu. Talið er að um 10 milljónir manna í öllum heiminum séu sýktir af lifrarbólgu C en um 1,3 milljónir hafi lifrarbólgu B. Erlent 28.7.2011 10:30 SÞ dreifir matvælum til hungraðra barna í Sómalíu Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) hóf í gær dreifingu á matvælum til bágstaddra á þurrkasvæðunum í austanverðri Afríku. Erlent 28.7.2011 09:15 Norðmenn skipa sérstaka rannsóknarnefnd Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót sérstakri sjálfstæðri rannsóknarnefnd sem á að fara í saumana á því sem gerðist s.l. föstudag þegar a.m.k. 76 létu lífið í hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik. Erlent 28.7.2011 07:42 Hópslagsmál glæpagengja í Esbjerg Lögreglan í Esbjerg í Danmörku handtók 16 manns í gærkvöldi eftir að gífurleg hópslagsmál brutust þar út milli tveggja stuðningshópa glæpagengja í landinu. Erlent 28.7.2011 07:29 Hitabeltisstormurinn Don nálgast Texas Fjórði hitabeltisstormur fellibyljatímabylsins sækir nú í sig veðrið á Mexíkóflóa. Gefin hefur verið út stormviðvörun í Texas en reiknað er með að stormurinn nái landi þar á morgun föstudag. Erlent 28.7.2011 07:26 Almenningur í Bandaríkjunum reiður og pirraður Almenningur í Bandaríkjunum er búinn að fá upp í kok af þingmönnum sínum og mikil reiði og pirringur ríkir í nú garð þeirra. Ástæðan er deilan um skuldaþak Bandaríkjanna sem virðist vera komin í óleysanlegan hnút. Erlent 28.7.2011 07:24 Þjóðverjar og Danir eru frídagakóngar ESB Þótt að Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi nýlega gagnrýnt lönd í Suður Evrópu fyrir að halda of marga frídaga og fara of snemma á eftirlaun kemur í ljós að það eru Þjóðverjar og Danir sem halda felsta frídaga af löndum Evrópusambandsins. Erlent 28.7.2011 07:21 Bardagarnir erfiðir í brynju Riddarar og hermenn í þungum herklæðum eins og tíðkuðust á sextándu öld eyddu meira en tvöfalt meiri orku í að hreyfa sig en óvarðir menn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Leeds-háskóla á Bretlandi. Erlent 28.7.2011 06:15 Hljóp um miðborg Oslóar og tók upp myndband eftir sprenginguna Norski fréttavefurinn NRK birti fyrr í dag myndband sem tekið var upp af norðmanninum Johan Christian Tandberg eftir sprenginguna sem varð í miðborg Oslóar síðastliðinn föstudag. Erlent 27.7.2011 23:30 Trúleysingjar kæra kross á minningasafni um 11. september Trúleysingjahópurinn The American Atheists hefur nú gripið til lögsóknar vegna fyrirætlana um að setja upp kross á safni sem nú rís á reitnum þar sem tvíburaturnarnir stóðu fyrir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september árið 2001. Erlent 27.7.2011 22:49 Kínverska lögreglan bjargar 89 börnum Kínverska lögreglan hefur á undanförnum vikum bjargað 89 börnum sem hafði verið smyglað frá Vietnam til Kína. Börnin voru á aldrinum tíu daga til nokkurra mánaða og talið að hafi átt að selja þau til ættleiðingar. Erlent 27.7.2011 21:30 Viðbragðskerfi norsku lögreglunnar endurskoðað Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að viðbragðskerfi norsku lögreglunnar verði endurskoðað. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að handtaka árásarmanninn Breivik klukkutíma eftir að henni barst tilkynning um árásina. Boðað var til samverustundar í norræna húsinu til að minnast þeirra sem létust í voðaverkunum í síðustu viku. Erlent 27.7.2011 19:30 Norska lögreglan birtir nöfn hinna látnu Norska lögreglan birti í dag nöfn þrettán einstaklinga sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum tveimur í Noregi síðastliðinn föstudag, en fleiri nöfn verða birt á hverju kvöldi klukkan sex á norskum tíma héðan í frá. Erlent 27.7.2011 17:51 Pólverji ákærður fyrir að selja Breivik hættuleg efni Pólskur maður hefur verið ákærður í heimalandi sínu fyrir að selja fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik efni í sprengju. Norska Dagbladet segir að hann sé ákærður fyrir brot gegn almannaheil. Erlent 27.7.2011 13:29 Múslima grunaði múslima Múslimar eru margir slegnir yfir því að það fyrsta sem þeim datt í hug þegar þeir fréttu af morðárásunum í Noregi var að þar væru múslimar að verki. Múslimarnir voru ekki einir um það því fréttir hafa borist af því að áður en lá fyrir að árásarmaðurinn væri ljóshærður Norðmaður urðu múslimar fyrir aðkasti á götum úti í Noregi. Erlent 27.7.2011 12:27 Sá hann grínmyndina af Múhameð? Borgarstjórinn í Kandahar í Afganistan var myrtur í sjálfsmorðssprengingu í morgun. Morðinginn hafði komið sprengjunni fyrir í vefjarhetti sínum. Erlent 27.7.2011 12:20 Viðbrögð Norðmanna vekja aðdáun Óteljandi fjölmiðlar hafa vitnað í orð Hákonar krónprins sem sagði: "Við höfum kosið að mæta illmensku með kærleika. Við höfum kosið að mæta hatri með samstöðu . Við höfum kosið að sýna fyrir hvað við stöndum". Stjórnmálamenn hafa sömuleiðis lagt megináherslu á að þessi atburður muni í engu hafa áhrif á þau gildi sem Norðmenn hafa mest í heiðri. Erlent 27.7.2011 11:18 Lýsir eftir pólitísku hugrekki Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum þurfi að ná niðurstöðu um breytingar á skuldaþaki ríkissjóðs sem allra fyrst. Náist það ekki sé hætta á að áhrifa þess muni gæta um allan heim. Erlent 27.7.2011 11:00 Breivik óttast kvenfrelsi Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu Erlent 27.7.2011 10:43 Hættuástandi aflýst í Osló, lestarferðir að hefjast Hættuástandi hefur verið aflýst við aðaljárnbrautastöðina í Osló og reiknað er með að lestarkerfi borgarinnar komist í eðlilegt horf á næsta hálftímanum eða svo. Erlent 27.7.2011 08:23 Danskir þjóðernissinnar æfa vopnaburð í Rússlandi Hópur af dönskum þjóðernissinnum sem tilheyra samtökunum Danmarks Nationale Front hafa æft vopnaburð og skotfimi hjá Slavneska bræðralaginu helstu nýnasista- og hægriöfgasamtökum Rússlands. Erlent 27.7.2011 07:50 Listmunasali smyglaði tonni af fílabeini Listmunasali í Philadelphiu hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að smygla tonni af útskornum fílabeinum til Bandaríkjanna. Viðskipti með fílabein eru stranglega bönnuð í Bandaríkjunum og samkvæmt alþjóðalögum. Erlent 27.7.2011 07:48 Miklar aurskriður kosta tíu lífið í Suður Kóreu Að minnsta kosti tugur manna hefur farist í aurskriðum í fjallendi í Suður Kóreu. Mikið úrhelli undanfarna daga hefur valdið aurskriðum í fjalllendinu sem er í um 100 km fjarlægð austur af Seoul höfuðborg landsins. Erlent 27.7.2011 07:44 Breivik undirbjó aðra hryðjuverkaárás Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði skipulagt aðra hryðjuverkaárás og ætlaði sér að framkvæma hana ef hann slyppi úr fangelsi eftir árásina á Útey og sprenginguna í miðborg Óslóar sem kostaði a.m.k. 76 lífið. Erlent 27.7.2011 07:22 Lestakerfi Osló stöðvað, sprengjusveit á staðnum Búið er að stöðva alla umferð um stóran hluta af lestakerfi Oslóar og flytja farþega úr lestunum á brott. Búið er að rýma aðaljárnbrautarstöðina. Einnig er búið að flytja fólk úr nærliggjandi húsum. Erlent 27.7.2011 07:19 Var tvisvar næstum flúinn Með stefnuyfirlýsingu sinni birti Anders Behring Breivik dagbók um athæfi sitt vikurnar fyrir hryðjuverkin. Þar lýsir Breivik vinnu sinni og frístundum meðan á smíði sprengjunnar stóð. Erlent 27.7.2011 06:15 Aðgerðasinnar ólíkir Breivik Sören Pind, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, baðst í gær afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann öfgahyggju vera að aukast og nefndi hópa danskra aðgerðasinna í sömu andrá og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Noregi, sem hann sagði "djöfullegustu ásjónu“ öfgahyggjunnar. Erlent 27.7.2011 05:15 Reyndi að fjarlægja kviðslit með smjörhníf 63 ára gamall maður í suðurhluta Kaliforníufylkis liggur nú á spítala eftir að hafa reynt að fjarlægja kviðslit sem stóð út úr maga hans með smjörhníf, en að tilþrifunum loknum tróð hann svo sígarettu í opið sárið. Erlent 26.7.2011 23:45 « ‹ ›
Fullbúin ákæra í fyrsta lagi tilbúin um áramót Fullbúin ákæra gegn norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik verður í fyrsta lagi tilbúin um áramót. Þetta segir norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch í samtali við norska ríkissjónvarpið. Erlent 28.7.2011 16:31
Tóku DNA-sýni úr stúlku sem er sögð vera Madeleine McCann Lögregluyfirvöld á Indlandi hafa tekið DNA-sýni úr ungri stúlku eftir að breskur ferðamaður grunaði að hún væri Madeleine McCann, sem hefur verið saknað frá árinu 2007. Erlent 28.7.2011 11:40
Vilja alheimsástak gegn lifrarbólgu Sérfræðingar á heilbrigðissviði kalla eftir alheimsátaki til að kljást við veirur sem orsaka lifrarbólgu. Talið er að um 10 milljónir manna í öllum heiminum séu sýktir af lifrarbólgu C en um 1,3 milljónir hafi lifrarbólgu B. Erlent 28.7.2011 10:30
SÞ dreifir matvælum til hungraðra barna í Sómalíu Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) hóf í gær dreifingu á matvælum til bágstaddra á þurrkasvæðunum í austanverðri Afríku. Erlent 28.7.2011 09:15
Norðmenn skipa sérstaka rannsóknarnefnd Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót sérstakri sjálfstæðri rannsóknarnefnd sem á að fara í saumana á því sem gerðist s.l. föstudag þegar a.m.k. 76 létu lífið í hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik. Erlent 28.7.2011 07:42
Hópslagsmál glæpagengja í Esbjerg Lögreglan í Esbjerg í Danmörku handtók 16 manns í gærkvöldi eftir að gífurleg hópslagsmál brutust þar út milli tveggja stuðningshópa glæpagengja í landinu. Erlent 28.7.2011 07:29
Hitabeltisstormurinn Don nálgast Texas Fjórði hitabeltisstormur fellibyljatímabylsins sækir nú í sig veðrið á Mexíkóflóa. Gefin hefur verið út stormviðvörun í Texas en reiknað er með að stormurinn nái landi þar á morgun föstudag. Erlent 28.7.2011 07:26
Almenningur í Bandaríkjunum reiður og pirraður Almenningur í Bandaríkjunum er búinn að fá upp í kok af þingmönnum sínum og mikil reiði og pirringur ríkir í nú garð þeirra. Ástæðan er deilan um skuldaþak Bandaríkjanna sem virðist vera komin í óleysanlegan hnút. Erlent 28.7.2011 07:24
Þjóðverjar og Danir eru frídagakóngar ESB Þótt að Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi nýlega gagnrýnt lönd í Suður Evrópu fyrir að halda of marga frídaga og fara of snemma á eftirlaun kemur í ljós að það eru Þjóðverjar og Danir sem halda felsta frídaga af löndum Evrópusambandsins. Erlent 28.7.2011 07:21
Bardagarnir erfiðir í brynju Riddarar og hermenn í þungum herklæðum eins og tíðkuðust á sextándu öld eyddu meira en tvöfalt meiri orku í að hreyfa sig en óvarðir menn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Leeds-háskóla á Bretlandi. Erlent 28.7.2011 06:15
Hljóp um miðborg Oslóar og tók upp myndband eftir sprenginguna Norski fréttavefurinn NRK birti fyrr í dag myndband sem tekið var upp af norðmanninum Johan Christian Tandberg eftir sprenginguna sem varð í miðborg Oslóar síðastliðinn föstudag. Erlent 27.7.2011 23:30
Trúleysingjar kæra kross á minningasafni um 11. september Trúleysingjahópurinn The American Atheists hefur nú gripið til lögsóknar vegna fyrirætlana um að setja upp kross á safni sem nú rís á reitnum þar sem tvíburaturnarnir stóðu fyrir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september árið 2001. Erlent 27.7.2011 22:49
Kínverska lögreglan bjargar 89 börnum Kínverska lögreglan hefur á undanförnum vikum bjargað 89 börnum sem hafði verið smyglað frá Vietnam til Kína. Börnin voru á aldrinum tíu daga til nokkurra mánaða og talið að hafi átt að selja þau til ættleiðingar. Erlent 27.7.2011 21:30
Viðbragðskerfi norsku lögreglunnar endurskoðað Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að viðbragðskerfi norsku lögreglunnar verði endurskoðað. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að handtaka árásarmanninn Breivik klukkutíma eftir að henni barst tilkynning um árásina. Boðað var til samverustundar í norræna húsinu til að minnast þeirra sem létust í voðaverkunum í síðustu viku. Erlent 27.7.2011 19:30
Norska lögreglan birtir nöfn hinna látnu Norska lögreglan birti í dag nöfn þrettán einstaklinga sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum tveimur í Noregi síðastliðinn föstudag, en fleiri nöfn verða birt á hverju kvöldi klukkan sex á norskum tíma héðan í frá. Erlent 27.7.2011 17:51
Pólverji ákærður fyrir að selja Breivik hættuleg efni Pólskur maður hefur verið ákærður í heimalandi sínu fyrir að selja fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik efni í sprengju. Norska Dagbladet segir að hann sé ákærður fyrir brot gegn almannaheil. Erlent 27.7.2011 13:29
Múslima grunaði múslima Múslimar eru margir slegnir yfir því að það fyrsta sem þeim datt í hug þegar þeir fréttu af morðárásunum í Noregi var að þar væru múslimar að verki. Múslimarnir voru ekki einir um það því fréttir hafa borist af því að áður en lá fyrir að árásarmaðurinn væri ljóshærður Norðmaður urðu múslimar fyrir aðkasti á götum úti í Noregi. Erlent 27.7.2011 12:27
Sá hann grínmyndina af Múhameð? Borgarstjórinn í Kandahar í Afganistan var myrtur í sjálfsmorðssprengingu í morgun. Morðinginn hafði komið sprengjunni fyrir í vefjarhetti sínum. Erlent 27.7.2011 12:20
Viðbrögð Norðmanna vekja aðdáun Óteljandi fjölmiðlar hafa vitnað í orð Hákonar krónprins sem sagði: "Við höfum kosið að mæta illmensku með kærleika. Við höfum kosið að mæta hatri með samstöðu . Við höfum kosið að sýna fyrir hvað við stöndum". Stjórnmálamenn hafa sömuleiðis lagt megináherslu á að þessi atburður muni í engu hafa áhrif á þau gildi sem Norðmenn hafa mest í heiðri. Erlent 27.7.2011 11:18
Lýsir eftir pólitísku hugrekki Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum þurfi að ná niðurstöðu um breytingar á skuldaþaki ríkissjóðs sem allra fyrst. Náist það ekki sé hætta á að áhrifa þess muni gæta um allan heim. Erlent 27.7.2011 11:00
Breivik óttast kvenfrelsi Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu Erlent 27.7.2011 10:43
Hættuástandi aflýst í Osló, lestarferðir að hefjast Hættuástandi hefur verið aflýst við aðaljárnbrautastöðina í Osló og reiknað er með að lestarkerfi borgarinnar komist í eðlilegt horf á næsta hálftímanum eða svo. Erlent 27.7.2011 08:23
Danskir þjóðernissinnar æfa vopnaburð í Rússlandi Hópur af dönskum þjóðernissinnum sem tilheyra samtökunum Danmarks Nationale Front hafa æft vopnaburð og skotfimi hjá Slavneska bræðralaginu helstu nýnasista- og hægriöfgasamtökum Rússlands. Erlent 27.7.2011 07:50
Listmunasali smyglaði tonni af fílabeini Listmunasali í Philadelphiu hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að smygla tonni af útskornum fílabeinum til Bandaríkjanna. Viðskipti með fílabein eru stranglega bönnuð í Bandaríkjunum og samkvæmt alþjóðalögum. Erlent 27.7.2011 07:48
Miklar aurskriður kosta tíu lífið í Suður Kóreu Að minnsta kosti tugur manna hefur farist í aurskriðum í fjallendi í Suður Kóreu. Mikið úrhelli undanfarna daga hefur valdið aurskriðum í fjalllendinu sem er í um 100 km fjarlægð austur af Seoul höfuðborg landsins. Erlent 27.7.2011 07:44
Breivik undirbjó aðra hryðjuverkaárás Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði skipulagt aðra hryðjuverkaárás og ætlaði sér að framkvæma hana ef hann slyppi úr fangelsi eftir árásina á Útey og sprenginguna í miðborg Óslóar sem kostaði a.m.k. 76 lífið. Erlent 27.7.2011 07:22
Lestakerfi Osló stöðvað, sprengjusveit á staðnum Búið er að stöðva alla umferð um stóran hluta af lestakerfi Oslóar og flytja farþega úr lestunum á brott. Búið er að rýma aðaljárnbrautarstöðina. Einnig er búið að flytja fólk úr nærliggjandi húsum. Erlent 27.7.2011 07:19
Var tvisvar næstum flúinn Með stefnuyfirlýsingu sinni birti Anders Behring Breivik dagbók um athæfi sitt vikurnar fyrir hryðjuverkin. Þar lýsir Breivik vinnu sinni og frístundum meðan á smíði sprengjunnar stóð. Erlent 27.7.2011 06:15
Aðgerðasinnar ólíkir Breivik Sören Pind, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, baðst í gær afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann öfgahyggju vera að aukast og nefndi hópa danskra aðgerðasinna í sömu andrá og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Noregi, sem hann sagði "djöfullegustu ásjónu“ öfgahyggjunnar. Erlent 27.7.2011 05:15
Reyndi að fjarlægja kviðslit með smjörhníf 63 ára gamall maður í suðurhluta Kaliforníufylkis liggur nú á spítala eftir að hafa reynt að fjarlægja kviðslit sem stóð út úr maga hans með smjörhníf, en að tilþrifunum loknum tróð hann svo sígarettu í opið sárið. Erlent 26.7.2011 23:45