Erlent

Yfir þriðjungur Norðmanna vill segja sig úr EES

Þrjátíu og átta prósent Norðmanna vilja að Norðmenn segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu, en það er bandalag Norðmanna, Íslendinga og Lichtenstein um viðskiptasamninga við Evrópusambandið, og varðar einkum tollamál landanna þriggja við Bandalagið.

Erlent

Segist ekkert hafa vitað

James Murdoch, einn helsti stjórnandi fjölmiðlaveldis föður síns, Ruperts Murdoch, ítrekaði í gær við yfirheyrslur hjá breskri þingnefnd að hann hefði ekkert vitað um glæpsamlegt atferli starfsfólks á fjölmiðlum fyrirtækisins.

Erlent

Papademos leiðir Grikki

„Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú.

Erlent

Íbúar gagnrýna stjórnvöld

Meðal þeirra húsa sem hrundu í jarðskjálfta í austanverðu Tyrklandi í gær voru tvö hótel sem skemmdust verulega í enn harðari jarðskjálfta á sömu slóðum fyrir rúmlega hálfum mánuði.

Erlent

Skoða bann að fyrirmynd Íslands

Ríkisstjórn Noregs vill að aðstæður á nektardansstöðum í landinu verði rannsakaðar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýrri aðgerðaráætlun í jafnréttismálum sem kynnt var í gær.

Erlent

Svipti sig lífi eftir að enginn hlustaði

18 ára menntaskólanemi svipti sig lífi eftir að hafa birt 144 skilaboð á samskiptasíðunni Twitter. Í skilaboðunum lýsti Ashley Billasano meintri misnoktun og hvernig hún hafði talað fyrir daufum eyrum þegar hún bað um hjálp frá yfirvöldum.

Erlent

Ekki hryðjuverkamenn að verki heldur afbrýðisöm eiginkona

Búðir voru rýmdar og fólk flutt á brott í bænum Sutton í Surrey á Englandi þegar lögreglumenn rannsökuðu torkennilegan undir kyrrstæðum bíl. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð á staðinn. Stuttu seinna kom í ljós að ekki var um sprengju að ræða heldur GPS eltibúnað. Kindarleg eiginkona lýsti yfir ábyrgð.

Erlent

Höfðu afskipti af fjöldamorðingja þegar hann var fjögurra ára

Lögregla og barnavernd í Noregi höfðu fyrst afskipti af Anders Behring Breivik, fjöldamorðingjanum í Útey, þegar hann var fjögurra ára gamall og aftur þegar hann var fimmtán ára gamall. Þetta kom fram í yfirheyrslum yfir honum hjá lögreglu, eftir því sem norska Dagbladet greinir frá. Litlar upplýsingar eru um atvikið þegar hann var fjögurra ára aðrar en þær að barnavernd vildi að hann yrði tekinn af heimili sínu. Málið týndist í kerfinu og hann var aldrei tekinn af heimilinu.

Erlent

Skuldum vafinn kvennabósi

Conrad Murray var á mánudag fundinn sekur um að hafa valdið dauða poppgoðsins Michaels Jackson með gáleysi sínu af kviðdómi dómstólsins í Los Angeles. Hann á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi. Murray er ekki allur sem hann er séður þótt fæstir efist um læknishæfileika hans.

Erlent

Jarðskjálfti leggur hótel í rúst í Tyrklandi

Björgunarsveitir leita nú að tugum manna sem grafnir eru undir húsrústum eftir öflugann jarðskjálfta í austurhluta Tyrklands í gærkvöldi. Að minnsta kosti sjö manns fórust í skjálftanum sem mældist 5,6 á Richter.

Erlent

Tíminn til að hemja hlýnun að renna út

„Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu.

Erlent

Erfið myndun þjóðstjórnar

Viðræður um myndun þjóðstjórnar í Grikklandi standa enn yfir. Um miðjan dag í gær gengu fulltrúar litla hægriflokksins Laos á dyr og var þá gert hlé á viðræðunum, sem hafa staðið yfir frá því á sunnudag. Þeim verður þó haldið áfram í dag.

Erlent

14 ára stúlku haldið í eitt ár sem kynlífsþræl

Grunur leikur á að 14 ára stúlku hafi verið haldið sem kynlífsþræl í íbúð í Gautaborg í eitt ár. Stúlkan, sem lögreglan frelsaði fyrir um viku, segist hafa búið við hótanir, ofbeldi eða nauðganir á hverjum degi. Þrír karlar og ein kona eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þau neita öll sök.

Erlent

Dagsetningin 11.11.11 haldin hátíðleg á föstudaginn

Sé litið á dagatalið á föstudaginn næstkomandi má sjá afar sjaldgæft fyrirbæri. Þá verður dagsetningin 11.11.11 og séu menn heppnir geta menn upplifað andartakið sem klukkan slær ellefu mínútur yfir ellefu. Séu menn í þeim stellingunum má auðvitað telja sekúndurnar.

Erlent

NASA birtir myndir af smástirni

Smástirnið 2005 YU55 skaust framhjá jörðinni á rúmlega 48.000 kílómetra hraða í gær. YU55 var í einungis 324.600 kílómetra fjarlægð frá jörðinni - smástirnið var þannig nær jörðinni en tunglið.

Erlent

Lýsir seinni heimsstyrjöld í gegnum Twitter

Bretinn Alwyn Collinson er afar mikill áhugamaður um seinni heimsstyrjöldina. Eftir að Collinson útrskrifaðist frá Oxford háskólanum með gráðu í sögu langaði honum að færa fólk nær þessum róstusama tíma.

Erlent

Pedro og Buddy aðskildir

Forboðnar ástir finnast ekki einungis hjá mannfólkinu. Gæslumenn í dýragarðinum í Toronto uppgötvuðu fyrir nokkru að tvær karlkyns mörgæsir, þeir Pedro og Buddy, hefðu fellt hugi saman og ruglað reitum.

Erlent