Erlent Rússar steyptu sér í ísilagt stöðuvatn Hin árlega epiphany-hátíð var haldin í Rússlandi í gær. Meðlimir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar steyptu sér þá í jökulkalt vatn og minntust þannig skírn Jesús Krists. Erlent 19.1.2012 21:57 88 skýjakljúfar reistir á síðasta ári Fjölgun skýjakljúfa heldur áfram samkvæmt árlegri skýrslu Þéttbýlissamstaka Chicago. Í skýrslunni kemur fram að háhýsum hærri en 200 metrar hækkaði fimmta árið í röð. Erlent 19.1.2012 21:41 Megaupload lokað Bandaríska alríkislögreglan lokaði í dag skráarskiptasíðunni Megaupload. Síðan hafði rúmlega 150 milljón notendur. Eigendur síðunnar er sakaðir um brot á höfundarréttarlögum. Erlent 19.1.2012 21:12 Apple mun dreifa námsefni í stafrænu formi Tölvurisinn Apple kynnti forritið iBooks 2 í dag. Talið er að Apple muni á næstum mánuðum hefja dreifingu á rafrænum skólabókum í gegnum forritið. Erlent 19.1.2012 21:00 Heimilislaus stúlka keppir í vísindasamkeppni Intel Heimilislaus stúlka í Bandaríkjunum hefur náð ótrúlegum árangri í vísindasamkeppni tölvurisans Intel. Hún er komin í undanúrslit keppninnar og á möguleika á vinna 100.000 dollara. Erlent 19.1.2012 20:45 Þrjár hákarlaárásir á þremur vikum Ástralskur karlmaður liggur nú særður á spítala eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás. Þetta er önnur hákarlaárásin í landinu á jafnmörgum dögum og sú þriðja í þessum mánuði. Maðurinn var við köfun þegar þriggja metra tígrisháfur réðst á hann og beit hann í höndina. Erlent 19.1.2012 20:15 Jude Law fær milljónir í skaðabætur frá News of the World Kvikmyndaleikarinn Jude Law og fyrrverandi ráðherrann John Prescott eru á meðal þeirra sem fengu í dag skaðabætur frá breska blaðinu News of the World vegna símahlerana. Law, fékk um 25 milljónir króna og eiginkona hans fyrrverandi Sadie Frost fékk einnig bætur en götublaðið, sem lagði upp laupana í sumar í skugga hneykslismála, birti ítrekað á árunum 2003 til 2006 nákvæmar fréttir af einkalífi þeirra hjóna. Vitneskjuna fengu blaðamennirnir með því að brjótast inn í talhólf þeirra. Erlent 19.1.2012 20:00 Facebook kynnir 60 smáforrit til sögunnar Samskiptasíðan Facebook kynnti í dag 60 ný smáforrit fyrir síðuna. Forritin eru sérhönnuð fyrir Timeline, nýtt notendaviðmót síðunnar. Erlent 19.1.2012 19:43 Rick Perry lýkur keppni Ríkisstjóri Texas, Rick Perry, mun í dag greina frá því að hann sé hættur við að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum. Þetta fullyrðir CNN sjónvarpsstöðin. Erlent 19.1.2012 15:45 Milljarðamæringur fyrir mistök Svo virðist sem norski maðurinn, sem vann tvisvar í sama Víkingalottóinu í gær, hafi orðið milljarðamæringur fyrir mistök. Þannig greinir norska ríkissjónvarpið frá því að maðurinn hafi ætlað að kaupa 20 raðir, eins og hann gerði alltaf, en svo uppgötvaði hann, eftir kaupin, að hann hefði fyrir mistök og keypt 21 röð. Erlent 19.1.2012 13:56 Þrumu lostnir yfir leikriti um Breivik Danskt leikhús ætlar að setja upp leikverk sem byggir á stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik fjöldamorðingjans sem bar ábyrgð á voðaverkunum í Útey og í Osló í júlí síðastliðnum. Erlent 19.1.2012 10:40 Orban hyggst lagfæra lögin Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sent bréf til José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þar sem hann lofar því að umdeildum lögum verði breytt þannig að þau fullnægi lýðræðiskröfum Evrópusambandsins. Erlent 19.1.2012 09:30 Sú sem rannsakaði fjöldamorðin í Útey sagði upp störfum Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum. Ástæðan ku vera hugsanlegt brot á þagnarskyldu Kristansen var spurð að því af þingmanninum Akhatar Chaudry á norska þinginu í gær hvort að öryggislögreglan myndi starfa með pakistönsku leyniþjónustunni. Erlent 19.1.2012 08:42 Heitt sumar veldur köldum vetri Hækkandi hitastig yfir sumartímann gæti valdið því að veturnir verði kaldari og snjóþyngri, samkvæmt nýrri kenningu umhverfisvísindamanna. Þeir telja þetta líklega skýringu á öfgafullu veðurfari á norðurhveli jarðar á undanförnum árum. Erlent 19.1.2012 07:15 Meira en 20 er enn saknað Enn er 23 manna saknað en ellefu að auki hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um síðustu helgi. Erlent 19.1.2012 07:15 Strand Costa Concordia dýrasta sjóslys sögunnar Talið er að strand Costa Concordia við eyjuna Giglio á Ítalíu sé dýrasta sjóslys sögunnar. Erlent 19.1.2012 07:06 Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 mannslíf í fyrra Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 jarðarbúa lífið á síðasta ári. Fjárhagstjón af völdum þeirra er hið mesta í sögunni á einu ári en það er metið upp á um 366 milljarða dollara eða sem svarar til 45.000 milljarða króna. Erlent 19.1.2012 07:04 FIFA krefst þess að bjórsala verði leyfð á HM í Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur krafist þess að bjór verði seldur á öllum leikvöngum þar sem Heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer fram í Brasilíu árið 2014. Erlent 19.1.2012 06:54 100 ár liðin frá ferð Robert Scott á Suðurpólinn Í þessari viku voru liðin 100 ár frá örlagaríkum leiðangri breska landkönnuðarins Robert Scott á Suðurpólinn. Erlent 19.1.2012 06:52 Kennari átti óvænt 120 milljarða inn á bankareikningi Grunnskólakennari á Indlandi varð fyrir töluverðu áfalli í vikunni þegar hann athugaði stöðuna á bankareikingi sínum. Í ljós kom að innistæðan var nær 500 milljarðar rúpía eða yfir 120 milljarðar króna. Erlent 19.1.2012 06:45 FBI býður 1 milljón dollara fyrir Gerena Aðeins einn af þeim sem eru á lista FBI yfir þá tíu sem eru efstir á lista yfir eftirlýsta glæpamenn er verðlagður á eina milljón dollara, ef þannig má að orði komast. Bandaríska alríkislögreglan býður eina milljón dollara, tæplega 130 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Victors Manuels Gerena. Erlent 18.1.2012 23:59 Krúttlegi ísbjörninn Knútur settur í brons Ísbjarnahúninn Knútur sem lést fyrir tæplega ári síðan fær styttu af sér reista fyrir utan dýragarðinn í Berlín þar sem hann eyddi fjórum árum af ævi sinni. Erlent 18.1.2012 23:07 Hungraður sebrahestur bragðaði á stúlku Sebrahestur nartaði í stúlku eftir að hafa fengið að bragða á gómsætum kartöfluflögum. Vitanlega var félagi stúlkunnar með snjallsíma á lofti og náðist atvikið því á myndband. Erlent 18.1.2012 22:30 Skipstjóri Concordia segist hafa dottið í björgunarbátinn Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia heldur því fram að hann hafi hrasað á þilfari skipsins og þannig dottið í björgunarbát sem ferjaði fólk á þurrt land. Erlent 18.1.2012 22:00 George Lucas yfirgefur Hollywood Leikstjórinn George Lucas hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að framleiða aðra stórmynd. Hann ákvað þetta eftir að hafa staðið í ströngu við framleiðslu nýjustu kvikmyndar sinnar. Erlent 18.1.2012 20:53 Titillag Titanic var í spilun þegar Costa Concordia strandaði Titillag kvikmyndarinnar Titanic ómaði um ganga skemmtiferðaskipsins Costa Concordia er það strandaði undan vesturströnd Ítalíu með hörmulegum afleiðingum. Erlent 18.1.2012 20:24 Wahlberg: Ég hefði bjargað flugvélinni 11. september Leikarinn Mark Wahlberg lýsti því yfir í dag að hann hefði bjargað farþegum flugs 93 eftir að hryðjuverkamenn yfirtóku flugvélina 11. september árið 2001. Aðstandendur þeirra sem fórust með flugvélinni hafa hvatt leikarann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Erlent 18.1.2012 20:01 Náði mynd af andliti í Norðurljósunum Hinn tuttugu og fimm ára gamli ljósmyndari, Jonathan Tucker, náði ótrúlegri mynd af Norðurljósunum á dögunum. Tucker var staddur í Kanada þegar hann tók myndina en þegar hann kom heim tók hann eftir því að andlit sést mótað í ljósunum. Myndin var tekin í Yukon en á henni sést mótað fyrir nefi, kinnum og brosandi munni í grænu ljósunum. Erlent 18.1.2012 20:00 Stal vöruflutningabíl fullum af vodka Atvinnulaus Rússi stal vöruflutningabíl fullum af vodka og öðru áfengi í Rússlandi nýlega en lögreglan stöðvaði hann þó áður en hann náði að taka sjúss af einni flösku. Erlent 18.1.2012 17:31 Fundu höfuð af manni undir Hollywood skiltinu Afhoggið höfuð fannst á göngustíg sem liggur upp að hinu heimsfræga Hollywood skilti í hlíðunum fyrir ofan Los Angeles. Lögreglan í borginni reynir nú að finna út af hverjum höfuðið er en um mann á fimmtugsaldri er að ræða. Konur sem voru að viðra hundana sína gengu fram á höfuðið í gær. Erlent 18.1.2012 13:28 « ‹ ›
Rússar steyptu sér í ísilagt stöðuvatn Hin árlega epiphany-hátíð var haldin í Rússlandi í gær. Meðlimir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar steyptu sér þá í jökulkalt vatn og minntust þannig skírn Jesús Krists. Erlent 19.1.2012 21:57
88 skýjakljúfar reistir á síðasta ári Fjölgun skýjakljúfa heldur áfram samkvæmt árlegri skýrslu Þéttbýlissamstaka Chicago. Í skýrslunni kemur fram að háhýsum hærri en 200 metrar hækkaði fimmta árið í röð. Erlent 19.1.2012 21:41
Megaupload lokað Bandaríska alríkislögreglan lokaði í dag skráarskiptasíðunni Megaupload. Síðan hafði rúmlega 150 milljón notendur. Eigendur síðunnar er sakaðir um brot á höfundarréttarlögum. Erlent 19.1.2012 21:12
Apple mun dreifa námsefni í stafrænu formi Tölvurisinn Apple kynnti forritið iBooks 2 í dag. Talið er að Apple muni á næstum mánuðum hefja dreifingu á rafrænum skólabókum í gegnum forritið. Erlent 19.1.2012 21:00
Heimilislaus stúlka keppir í vísindasamkeppni Intel Heimilislaus stúlka í Bandaríkjunum hefur náð ótrúlegum árangri í vísindasamkeppni tölvurisans Intel. Hún er komin í undanúrslit keppninnar og á möguleika á vinna 100.000 dollara. Erlent 19.1.2012 20:45
Þrjár hákarlaárásir á þremur vikum Ástralskur karlmaður liggur nú særður á spítala eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás. Þetta er önnur hákarlaárásin í landinu á jafnmörgum dögum og sú þriðja í þessum mánuði. Maðurinn var við köfun þegar þriggja metra tígrisháfur réðst á hann og beit hann í höndina. Erlent 19.1.2012 20:15
Jude Law fær milljónir í skaðabætur frá News of the World Kvikmyndaleikarinn Jude Law og fyrrverandi ráðherrann John Prescott eru á meðal þeirra sem fengu í dag skaðabætur frá breska blaðinu News of the World vegna símahlerana. Law, fékk um 25 milljónir króna og eiginkona hans fyrrverandi Sadie Frost fékk einnig bætur en götublaðið, sem lagði upp laupana í sumar í skugga hneykslismála, birti ítrekað á árunum 2003 til 2006 nákvæmar fréttir af einkalífi þeirra hjóna. Vitneskjuna fengu blaðamennirnir með því að brjótast inn í talhólf þeirra. Erlent 19.1.2012 20:00
Facebook kynnir 60 smáforrit til sögunnar Samskiptasíðan Facebook kynnti í dag 60 ný smáforrit fyrir síðuna. Forritin eru sérhönnuð fyrir Timeline, nýtt notendaviðmót síðunnar. Erlent 19.1.2012 19:43
Rick Perry lýkur keppni Ríkisstjóri Texas, Rick Perry, mun í dag greina frá því að hann sé hættur við að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum. Þetta fullyrðir CNN sjónvarpsstöðin. Erlent 19.1.2012 15:45
Milljarðamæringur fyrir mistök Svo virðist sem norski maðurinn, sem vann tvisvar í sama Víkingalottóinu í gær, hafi orðið milljarðamæringur fyrir mistök. Þannig greinir norska ríkissjónvarpið frá því að maðurinn hafi ætlað að kaupa 20 raðir, eins og hann gerði alltaf, en svo uppgötvaði hann, eftir kaupin, að hann hefði fyrir mistök og keypt 21 röð. Erlent 19.1.2012 13:56
Þrumu lostnir yfir leikriti um Breivik Danskt leikhús ætlar að setja upp leikverk sem byggir á stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik fjöldamorðingjans sem bar ábyrgð á voðaverkunum í Útey og í Osló í júlí síðastliðnum. Erlent 19.1.2012 10:40
Orban hyggst lagfæra lögin Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sent bréf til José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þar sem hann lofar því að umdeildum lögum verði breytt þannig að þau fullnægi lýðræðiskröfum Evrópusambandsins. Erlent 19.1.2012 09:30
Sú sem rannsakaði fjöldamorðin í Útey sagði upp störfum Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum. Ástæðan ku vera hugsanlegt brot á þagnarskyldu Kristansen var spurð að því af þingmanninum Akhatar Chaudry á norska þinginu í gær hvort að öryggislögreglan myndi starfa með pakistönsku leyniþjónustunni. Erlent 19.1.2012 08:42
Heitt sumar veldur köldum vetri Hækkandi hitastig yfir sumartímann gæti valdið því að veturnir verði kaldari og snjóþyngri, samkvæmt nýrri kenningu umhverfisvísindamanna. Þeir telja þetta líklega skýringu á öfgafullu veðurfari á norðurhveli jarðar á undanförnum árum. Erlent 19.1.2012 07:15
Meira en 20 er enn saknað Enn er 23 manna saknað en ellefu að auki hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um síðustu helgi. Erlent 19.1.2012 07:15
Strand Costa Concordia dýrasta sjóslys sögunnar Talið er að strand Costa Concordia við eyjuna Giglio á Ítalíu sé dýrasta sjóslys sögunnar. Erlent 19.1.2012 07:06
Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 mannslíf í fyrra Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 jarðarbúa lífið á síðasta ári. Fjárhagstjón af völdum þeirra er hið mesta í sögunni á einu ári en það er metið upp á um 366 milljarða dollara eða sem svarar til 45.000 milljarða króna. Erlent 19.1.2012 07:04
FIFA krefst þess að bjórsala verði leyfð á HM í Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur krafist þess að bjór verði seldur á öllum leikvöngum þar sem Heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer fram í Brasilíu árið 2014. Erlent 19.1.2012 06:54
100 ár liðin frá ferð Robert Scott á Suðurpólinn Í þessari viku voru liðin 100 ár frá örlagaríkum leiðangri breska landkönnuðarins Robert Scott á Suðurpólinn. Erlent 19.1.2012 06:52
Kennari átti óvænt 120 milljarða inn á bankareikningi Grunnskólakennari á Indlandi varð fyrir töluverðu áfalli í vikunni þegar hann athugaði stöðuna á bankareikingi sínum. Í ljós kom að innistæðan var nær 500 milljarðar rúpía eða yfir 120 milljarðar króna. Erlent 19.1.2012 06:45
FBI býður 1 milljón dollara fyrir Gerena Aðeins einn af þeim sem eru á lista FBI yfir þá tíu sem eru efstir á lista yfir eftirlýsta glæpamenn er verðlagður á eina milljón dollara, ef þannig má að orði komast. Bandaríska alríkislögreglan býður eina milljón dollara, tæplega 130 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Victors Manuels Gerena. Erlent 18.1.2012 23:59
Krúttlegi ísbjörninn Knútur settur í brons Ísbjarnahúninn Knútur sem lést fyrir tæplega ári síðan fær styttu af sér reista fyrir utan dýragarðinn í Berlín þar sem hann eyddi fjórum árum af ævi sinni. Erlent 18.1.2012 23:07
Hungraður sebrahestur bragðaði á stúlku Sebrahestur nartaði í stúlku eftir að hafa fengið að bragða á gómsætum kartöfluflögum. Vitanlega var félagi stúlkunnar með snjallsíma á lofti og náðist atvikið því á myndband. Erlent 18.1.2012 22:30
Skipstjóri Concordia segist hafa dottið í björgunarbátinn Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia heldur því fram að hann hafi hrasað á þilfari skipsins og þannig dottið í björgunarbát sem ferjaði fólk á þurrt land. Erlent 18.1.2012 22:00
George Lucas yfirgefur Hollywood Leikstjórinn George Lucas hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að framleiða aðra stórmynd. Hann ákvað þetta eftir að hafa staðið í ströngu við framleiðslu nýjustu kvikmyndar sinnar. Erlent 18.1.2012 20:53
Titillag Titanic var í spilun þegar Costa Concordia strandaði Titillag kvikmyndarinnar Titanic ómaði um ganga skemmtiferðaskipsins Costa Concordia er það strandaði undan vesturströnd Ítalíu með hörmulegum afleiðingum. Erlent 18.1.2012 20:24
Wahlberg: Ég hefði bjargað flugvélinni 11. september Leikarinn Mark Wahlberg lýsti því yfir í dag að hann hefði bjargað farþegum flugs 93 eftir að hryðjuverkamenn yfirtóku flugvélina 11. september árið 2001. Aðstandendur þeirra sem fórust með flugvélinni hafa hvatt leikarann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Erlent 18.1.2012 20:01
Náði mynd af andliti í Norðurljósunum Hinn tuttugu og fimm ára gamli ljósmyndari, Jonathan Tucker, náði ótrúlegri mynd af Norðurljósunum á dögunum. Tucker var staddur í Kanada þegar hann tók myndina en þegar hann kom heim tók hann eftir því að andlit sést mótað í ljósunum. Myndin var tekin í Yukon en á henni sést mótað fyrir nefi, kinnum og brosandi munni í grænu ljósunum. Erlent 18.1.2012 20:00
Stal vöruflutningabíl fullum af vodka Atvinnulaus Rússi stal vöruflutningabíl fullum af vodka og öðru áfengi í Rússlandi nýlega en lögreglan stöðvaði hann þó áður en hann náði að taka sjúss af einni flösku. Erlent 18.1.2012 17:31
Fundu höfuð af manni undir Hollywood skiltinu Afhoggið höfuð fannst á göngustíg sem liggur upp að hinu heimsfræga Hollywood skilti í hlíðunum fyrir ofan Los Angeles. Lögreglan í borginni reynir nú að finna út af hverjum höfuðið er en um mann á fimmtugsaldri er að ræða. Konur sem voru að viðra hundana sína gengu fram á höfuðið í gær. Erlent 18.1.2012 13:28