Erlent Uppgjafahermenn mótmæltu stríðsrekstri Um 50 bandarískir uppgjafahermenn fleygðu heiðursorðum sínum í götuna í Chicago í gær. Mennirnir komu saman fyrir utan fundarstað Atlantshafsbandalagsins sem nú kemur saman í borginni. Erlent 22.5.2012 00:01 Örkin hans Nóa er í Hong Kong Örk í fullri stærð má nú finna í Hong Kong í Kína. Fleyið er tæpir 140 metrar á lengd og rúmlega 20 metrar á breidd. Erlent 21.5.2012 23:31 Drauma dansleikur fatlaðra nemanda í Las Vegas Skóladansleikurinn er stórmál hjá mörgum nemendum í Bandaríkjunum. En þessi rótgróna hefð er þó ekki á allra færi. Þeir sem þjást af andlegri eða líkamlegri fötlun verða oft á tíðum útundan þegar samnemendur þeirra fagna námslokum sínum. Erlent 21.5.2012 22:19 Dómsmálaráðherra Breta segir Íslendinga einangraða Ég get ekki ímyndað mér neitt meira óviðeigandi í núverandi aðstæðum, né heldur get ég hugsað mér neitt verra en að Bretar yfirgefi Evrópusambandið og ákveddu að nú væri tími til að einangra sig algerlega með Íslendingum og öðrum," segir Kenneth Clarke, dómsmálaráðherra Breta. Erlent 21.5.2012 15:07 Strauss-Kahn bendlaður við hópnauðgun í Bandaríkjunum Franska lögreglan hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvort Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi tekið þátt í hópnauðgun í Bandaríkjunum. Erlent 21.5.2012 09:23 Barist í Beirút Að minnsta kosti tveir féllu og um tuttugu liggja sárir eftir bardaga í Beirút höfuðborg Líbanons í nótt. Bardaginn var á milli Súnní og Síta múslima í borginni en Súnníar styðja stjórnvöld í nágrannaríkinu Sýrlandi en Sítar eru andstæðingar þeirra. Átökin hófust í gær eftir að tveir háttsettir Sítar voru skotnir til bana en þeir höfðu verið háværir gagnrýnendur sýrlenskra stjórnvalda og framferðis þeirra gegn mótmælendum í landinu síðasta árið. Erlent 21.5.2012 09:13 Cameron setur Grikkjum úrslitakosti David Cameron forsætisráðherra Breta sendi Grikkjum tóninn frá leiðtogafundi Nato ríkja sem nú fer fram í Chicago í Bandaríkjunum. Cameron sagði í ræðu að Grikkir ættu aðeins tvo kosti í þingkosningunum sem fram fara að nýju þann sautjánda júní, að vera áfram aðilar að evrunni, eða hætta í samstarfinu. Erlent 21.5.2012 09:11 Seldi Ólympíukyndil á 30 milljónir Ólympíukyndill sem notaður var í fyrsta hluta boðhlaupsins um Bretland í undanfara Ólympíuleikanna í London í sumar var seldur á uppboðssíðunni eBay á 30 milljónir króna. Hlaupararnir fá að kaupa kyndlana sem þeir hlaupa með og var það hugsað til þess að fólkið gæti átt þá til minningar um þáttöku sína í leikunum. Erlent 21.5.2012 09:08 Kínverskum sjómönnum sleppt Tuttugu og níu kínverskum sjómönnum hefur verið sleppt úr gíslingu en þeir voru teknir til fanga þar sem þeir voru við veiðar á þremur bátum í Gulahafi, undan ströndum Norður Kóreu þann áttunda maí síðastliðinn. Erlent 21.5.2012 09:04 Milljónir fylgdust með hringmyrkva Milljónir manna í löndunum við Kyrrahaf fylgdust með sólmyrkva, eða svokölluðum hringmyrkva í gær. Fyrirbærið verður til þegar máninn fer fyrir sólu en er í mestri fjarlægð frá jörðu þannig að hann nær ekki að skyggja algerlega á sólina. Þá myndast einskonar eldhringur þegar útjaðrar sólarinnar skína þótt miðjan sé hulin myrkri. Myrkvinn sást greinilega í Tókíó í Japan og í Kína og Tævan en einnig á vesturströnd Bandaríkjanna. Erlent 21.5.2012 09:02 Robin Gibb látinn Robin Gibb, söngvari Bee Gees, lést í dag. Hann var 62 ára gamall. Gibb hafði háð langa baráttu við krabbamein.Tónlistarferill Gibbs hófst þegar hann stofnaði Bee Gees með bræðrum sínum, Barry og Maurice árið 1958. Erlent 20.5.2012 23:56 Heimkvaðning hermanna hluti af áætlun NATO Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að sú ákvörðun Hollandes, forseta Frakklands, að kveða hermenn heim frá Afganistan sé hluti af áætlunum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 20.5.2012 22:32 Mannfall í Sýrlandi - 20 fallnir Að minnsta kosti 20 hafa fallið í átökum andspyrnumanna og stjórnarhersins í Sýrlandi í dag, þar af létust 16 þegar herinn lét sprengjum rigna yfir borgina Hama. Samtök andspyrnumanna fullyrða að þrjú börn hafi látist í stórskotaárásinni. Erlent 20.5.2012 16:33 Stúlkan fékk nafnið Aþena Margrét Francoise María Dóttir Jóakims Danaprins og Maríu prinsessu heitir Aþena Margrét Francoise María en hún var skírð í Mögeltönder kirkju í Danmörku í dag. Í dönskum miðlum í dag segir að hún fái Maríu nafnið frá móður sinni og Francoise-nafnið frá móður ömmu sinni. Erlent 20.5.2012 15:53 Gríðarleg öryggisgæsla í Chicago - Össur og Jóhanna á staðnum Gríðarleg öryggisgæsla er í Chicago-borg þar sem leiðtogar Nato-ríkjanna er komnir saman, meðal annars til að ákveða endalok stríðsreksturs í Afganistan. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru á fundinum. Erlent 20.5.2012 12:53 Mikil spenna yfir nafninu Dóttir Jóakims Danaprins og Maríu prinsessu verður skírð í Mögeltönder kirkju í Danmörku í dag. Erlent 20.5.2012 12:05 Öflugur jarðskjálfti á Ítalíu - sex látnir Að minnsta kosti sex eru látnir og fimmtíu slasaðir eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir norður Ítalíu í nótt. Verið er að leita að fólki í rústum bygginga en sögufræg virki og kirkjuturnar urðu fyrir skemmdum. Erlent 20.5.2012 10:04 Sjúkir ítrekað ólaðir niður Sjúklingar á geðdeildum í Svíþjóð voru ólaðir niður í yfir 3.300 skipti í fyrra. Erlent 20.5.2012 07:30 Orkídea sem óx upp úr kolabing Bryan Ferry er rokkari sem sagt er að líklegri sé til að endurinnrétta hótelherbergi en rústa því. Eftir 40 ár í bransanum sækir hann Ísland heim fyrsta sinni í tilefni Listahátíðar í Reykjavík. Sif Sigmarsdóttir hitti hann fyrir í London þar sem hún komst að eigin raun að ástæðum þess að hann telst enn kvennagull og hvers vegna hann myndi sóma sér vel sem konungur Frakklands. Erlent 19.5.2012 21:45 Fékk ævilangt fangelsi í Kína Dómstóll í Kína hefur dæmt Lai Chanxing í ævilangt fangelsi. Lai var framseldur frá Kanada til Kína á síðasta ári, eftir að kínversk stjórnvöld höfðu lofað Kanadamönnum því að hann yrði ekki tekinn af lífi. Erlent 19.5.2012 20:15 Blindi andófsmaðurinn á leið til Bandaríkjanna Chen Guangcheng kínverski andófsmaðurinn sem flúði úr stofufangelsi og leitaði griða í bandaríska sendiráðinu í Peking í síðasta mánuði, er nú á leið til Bandaríkjanna. Nýlegur flótti hans skapaði mikla spennu í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna en nú virðist sem lausn sé komin í málið. Chen, sem er blindur, fékk nýlega vegabréfsáritun og fór í morgun út á flugvöll ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hyggst fara til NewYork og hefja nám. Erlent 19.5.2012 10:55 Obama tekur undir hugmyndir Hollandes Barack Obama Bandaríkjaforseti tekur undir hugmyndir Francois Hollande Frakklandsforseta um að nú þurfi ríki heims að einbeita sér að hagvextinum frekar en að horfa eingöngu á sparnað og aðhald í ríkisfjármálum. Erlent 19.5.2012 01:00 Byssum beitt á mótmælendur Herinn í Sýrlandi beitti bæði skotvopnum og táragasi gegn mótmælendum í Aleppo, sem er fjölmennasta borg landsins. Erlent 19.5.2012 00:00 Rekinn úr skóla vegna hárklippingar Umdeild hárklipping sem varð til þess að tólf ára gamall piltur í Bandaríkjunum var rekinn úr skólanum hefur nú vakið hrifningu meðal körfuboltamanna. Erlent 18.5.2012 23:30 Hollande kominn til Bandaríkjanna Francois Hollande, sem sór embættiseið sem forseti Frakklands á þriðjudaginn, er kominn til Bandaríkjanna. Erlent 18.5.2012 16:55 Mótmælt í Aleppo Þúsundir mótmæla nú í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands. Mótmælin hófust fyrir fyrr í dag en nú þegar hefur slegið í brýnu milli aðgerðarsinna og öryggissveita. Erlent 18.5.2012 15:41 Sjálfbært þorp um vind og svínaskít Þorpið Feldheim í nágrenni Berlínar er sjálfu sér nægt um rafmagn og hita. Vindurinn og sólin knúa rafmagnstæki þorpsins, og reyndar gott betur en það. Þorpsbúar ylja sér svo við varma sem byggir á úrgangi þeirra helstu framleiðsluvöru, svínanna. Erlent 18.5.2012 14:00 Telur al-Qaeda bera ábyrgð á árásum í Sýrlandi Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi staðið að baki sjálfsmorðssprengjuárásum í sýrlensku borginni Damaskus í síðustu viku. Erlent 18.5.2012 13:50 Obama vill að Merkel breyti um áherslur Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á Þjóðverja að þeir dragi úr niðurskurðarkröfum sínum og auki þess í stað hagvöxtinn í Evrópu. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins hittast um helgina á fundi í Camp David í Bandaríkjunum og þar er búist við því að Obama biðli til Angelu Merkel Þýskalandskanslara að hún slaki á niðurskurðarkröfunum, sem hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg hjá þeim ríkjum Evrópu sem verst eru stödd. Obama virðist því á sömu skoðun og nýr Frakklandsforseti Francois Hollande, sem hefur sagst vilja nýjar áherslur í efnahagsstjórnun Evrópu. Erlent 18.5.2012 10:44 Ahmadinejad óvelkominn í Ólympíuleikana Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad segist ólmur vilja mæta á Ólympíuleikana í London í sumar. Hann segir að Bretar vilji hinsvegar ekki fá hann í heimsókn. Fimmtíu íranskir íþróttamenn hafa þegar tryggt sé þátttökurétt á leikunum og segist forsetinn afar spenntur fyrir því að fylgjast með þeim á staðnum. Bresk stjórnvöld hafi hinsvegar tjáð honum að hann sé ekki velkominn til London. Hann tekur ekki fram hvort hann hafi óskað eftir því formlega að fá að mæta, og breska innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um málið. Erlent 18.5.2012 10:43 « ‹ ›
Uppgjafahermenn mótmæltu stríðsrekstri Um 50 bandarískir uppgjafahermenn fleygðu heiðursorðum sínum í götuna í Chicago í gær. Mennirnir komu saman fyrir utan fundarstað Atlantshafsbandalagsins sem nú kemur saman í borginni. Erlent 22.5.2012 00:01
Örkin hans Nóa er í Hong Kong Örk í fullri stærð má nú finna í Hong Kong í Kína. Fleyið er tæpir 140 metrar á lengd og rúmlega 20 metrar á breidd. Erlent 21.5.2012 23:31
Drauma dansleikur fatlaðra nemanda í Las Vegas Skóladansleikurinn er stórmál hjá mörgum nemendum í Bandaríkjunum. En þessi rótgróna hefð er þó ekki á allra færi. Þeir sem þjást af andlegri eða líkamlegri fötlun verða oft á tíðum útundan þegar samnemendur þeirra fagna námslokum sínum. Erlent 21.5.2012 22:19
Dómsmálaráðherra Breta segir Íslendinga einangraða Ég get ekki ímyndað mér neitt meira óviðeigandi í núverandi aðstæðum, né heldur get ég hugsað mér neitt verra en að Bretar yfirgefi Evrópusambandið og ákveddu að nú væri tími til að einangra sig algerlega með Íslendingum og öðrum," segir Kenneth Clarke, dómsmálaráðherra Breta. Erlent 21.5.2012 15:07
Strauss-Kahn bendlaður við hópnauðgun í Bandaríkjunum Franska lögreglan hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvort Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi tekið þátt í hópnauðgun í Bandaríkjunum. Erlent 21.5.2012 09:23
Barist í Beirút Að minnsta kosti tveir féllu og um tuttugu liggja sárir eftir bardaga í Beirút höfuðborg Líbanons í nótt. Bardaginn var á milli Súnní og Síta múslima í borginni en Súnníar styðja stjórnvöld í nágrannaríkinu Sýrlandi en Sítar eru andstæðingar þeirra. Átökin hófust í gær eftir að tveir háttsettir Sítar voru skotnir til bana en þeir höfðu verið háværir gagnrýnendur sýrlenskra stjórnvalda og framferðis þeirra gegn mótmælendum í landinu síðasta árið. Erlent 21.5.2012 09:13
Cameron setur Grikkjum úrslitakosti David Cameron forsætisráðherra Breta sendi Grikkjum tóninn frá leiðtogafundi Nato ríkja sem nú fer fram í Chicago í Bandaríkjunum. Cameron sagði í ræðu að Grikkir ættu aðeins tvo kosti í þingkosningunum sem fram fara að nýju þann sautjánda júní, að vera áfram aðilar að evrunni, eða hætta í samstarfinu. Erlent 21.5.2012 09:11
Seldi Ólympíukyndil á 30 milljónir Ólympíukyndill sem notaður var í fyrsta hluta boðhlaupsins um Bretland í undanfara Ólympíuleikanna í London í sumar var seldur á uppboðssíðunni eBay á 30 milljónir króna. Hlaupararnir fá að kaupa kyndlana sem þeir hlaupa með og var það hugsað til þess að fólkið gæti átt þá til minningar um þáttöku sína í leikunum. Erlent 21.5.2012 09:08
Kínverskum sjómönnum sleppt Tuttugu og níu kínverskum sjómönnum hefur verið sleppt úr gíslingu en þeir voru teknir til fanga þar sem þeir voru við veiðar á þremur bátum í Gulahafi, undan ströndum Norður Kóreu þann áttunda maí síðastliðinn. Erlent 21.5.2012 09:04
Milljónir fylgdust með hringmyrkva Milljónir manna í löndunum við Kyrrahaf fylgdust með sólmyrkva, eða svokölluðum hringmyrkva í gær. Fyrirbærið verður til þegar máninn fer fyrir sólu en er í mestri fjarlægð frá jörðu þannig að hann nær ekki að skyggja algerlega á sólina. Þá myndast einskonar eldhringur þegar útjaðrar sólarinnar skína þótt miðjan sé hulin myrkri. Myrkvinn sást greinilega í Tókíó í Japan og í Kína og Tævan en einnig á vesturströnd Bandaríkjanna. Erlent 21.5.2012 09:02
Robin Gibb látinn Robin Gibb, söngvari Bee Gees, lést í dag. Hann var 62 ára gamall. Gibb hafði háð langa baráttu við krabbamein.Tónlistarferill Gibbs hófst þegar hann stofnaði Bee Gees með bræðrum sínum, Barry og Maurice árið 1958. Erlent 20.5.2012 23:56
Heimkvaðning hermanna hluti af áætlun NATO Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að sú ákvörðun Hollandes, forseta Frakklands, að kveða hermenn heim frá Afganistan sé hluti af áætlunum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 20.5.2012 22:32
Mannfall í Sýrlandi - 20 fallnir Að minnsta kosti 20 hafa fallið í átökum andspyrnumanna og stjórnarhersins í Sýrlandi í dag, þar af létust 16 þegar herinn lét sprengjum rigna yfir borgina Hama. Samtök andspyrnumanna fullyrða að þrjú börn hafi látist í stórskotaárásinni. Erlent 20.5.2012 16:33
Stúlkan fékk nafnið Aþena Margrét Francoise María Dóttir Jóakims Danaprins og Maríu prinsessu heitir Aþena Margrét Francoise María en hún var skírð í Mögeltönder kirkju í Danmörku í dag. Í dönskum miðlum í dag segir að hún fái Maríu nafnið frá móður sinni og Francoise-nafnið frá móður ömmu sinni. Erlent 20.5.2012 15:53
Gríðarleg öryggisgæsla í Chicago - Össur og Jóhanna á staðnum Gríðarleg öryggisgæsla er í Chicago-borg þar sem leiðtogar Nato-ríkjanna er komnir saman, meðal annars til að ákveða endalok stríðsreksturs í Afganistan. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru á fundinum. Erlent 20.5.2012 12:53
Mikil spenna yfir nafninu Dóttir Jóakims Danaprins og Maríu prinsessu verður skírð í Mögeltönder kirkju í Danmörku í dag. Erlent 20.5.2012 12:05
Öflugur jarðskjálfti á Ítalíu - sex látnir Að minnsta kosti sex eru látnir og fimmtíu slasaðir eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir norður Ítalíu í nótt. Verið er að leita að fólki í rústum bygginga en sögufræg virki og kirkjuturnar urðu fyrir skemmdum. Erlent 20.5.2012 10:04
Sjúkir ítrekað ólaðir niður Sjúklingar á geðdeildum í Svíþjóð voru ólaðir niður í yfir 3.300 skipti í fyrra. Erlent 20.5.2012 07:30
Orkídea sem óx upp úr kolabing Bryan Ferry er rokkari sem sagt er að líklegri sé til að endurinnrétta hótelherbergi en rústa því. Eftir 40 ár í bransanum sækir hann Ísland heim fyrsta sinni í tilefni Listahátíðar í Reykjavík. Sif Sigmarsdóttir hitti hann fyrir í London þar sem hún komst að eigin raun að ástæðum þess að hann telst enn kvennagull og hvers vegna hann myndi sóma sér vel sem konungur Frakklands. Erlent 19.5.2012 21:45
Fékk ævilangt fangelsi í Kína Dómstóll í Kína hefur dæmt Lai Chanxing í ævilangt fangelsi. Lai var framseldur frá Kanada til Kína á síðasta ári, eftir að kínversk stjórnvöld höfðu lofað Kanadamönnum því að hann yrði ekki tekinn af lífi. Erlent 19.5.2012 20:15
Blindi andófsmaðurinn á leið til Bandaríkjanna Chen Guangcheng kínverski andófsmaðurinn sem flúði úr stofufangelsi og leitaði griða í bandaríska sendiráðinu í Peking í síðasta mánuði, er nú á leið til Bandaríkjanna. Nýlegur flótti hans skapaði mikla spennu í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna en nú virðist sem lausn sé komin í málið. Chen, sem er blindur, fékk nýlega vegabréfsáritun og fór í morgun út á flugvöll ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hyggst fara til NewYork og hefja nám. Erlent 19.5.2012 10:55
Obama tekur undir hugmyndir Hollandes Barack Obama Bandaríkjaforseti tekur undir hugmyndir Francois Hollande Frakklandsforseta um að nú þurfi ríki heims að einbeita sér að hagvextinum frekar en að horfa eingöngu á sparnað og aðhald í ríkisfjármálum. Erlent 19.5.2012 01:00
Byssum beitt á mótmælendur Herinn í Sýrlandi beitti bæði skotvopnum og táragasi gegn mótmælendum í Aleppo, sem er fjölmennasta borg landsins. Erlent 19.5.2012 00:00
Rekinn úr skóla vegna hárklippingar Umdeild hárklipping sem varð til þess að tólf ára gamall piltur í Bandaríkjunum var rekinn úr skólanum hefur nú vakið hrifningu meðal körfuboltamanna. Erlent 18.5.2012 23:30
Hollande kominn til Bandaríkjanna Francois Hollande, sem sór embættiseið sem forseti Frakklands á þriðjudaginn, er kominn til Bandaríkjanna. Erlent 18.5.2012 16:55
Mótmælt í Aleppo Þúsundir mótmæla nú í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands. Mótmælin hófust fyrir fyrr í dag en nú þegar hefur slegið í brýnu milli aðgerðarsinna og öryggissveita. Erlent 18.5.2012 15:41
Sjálfbært þorp um vind og svínaskít Þorpið Feldheim í nágrenni Berlínar er sjálfu sér nægt um rafmagn og hita. Vindurinn og sólin knúa rafmagnstæki þorpsins, og reyndar gott betur en það. Þorpsbúar ylja sér svo við varma sem byggir á úrgangi þeirra helstu framleiðsluvöru, svínanna. Erlent 18.5.2012 14:00
Telur al-Qaeda bera ábyrgð á árásum í Sýrlandi Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi staðið að baki sjálfsmorðssprengjuárásum í sýrlensku borginni Damaskus í síðustu viku. Erlent 18.5.2012 13:50
Obama vill að Merkel breyti um áherslur Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á Þjóðverja að þeir dragi úr niðurskurðarkröfum sínum og auki þess í stað hagvöxtinn í Evrópu. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins hittast um helgina á fundi í Camp David í Bandaríkjunum og þar er búist við því að Obama biðli til Angelu Merkel Þýskalandskanslara að hún slaki á niðurskurðarkröfunum, sem hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg hjá þeim ríkjum Evrópu sem verst eru stödd. Obama virðist því á sömu skoðun og nýr Frakklandsforseti Francois Hollande, sem hefur sagst vilja nýjar áherslur í efnahagsstjórnun Evrópu. Erlent 18.5.2012 10:44
Ahmadinejad óvelkominn í Ólympíuleikana Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad segist ólmur vilja mæta á Ólympíuleikana í London í sumar. Hann segir að Bretar vilji hinsvegar ekki fá hann í heimsókn. Fimmtíu íranskir íþróttamenn hafa þegar tryggt sé þátttökurétt á leikunum og segist forsetinn afar spenntur fyrir því að fylgjast með þeim á staðnum. Bresk stjórnvöld hafi hinsvegar tjáð honum að hann sé ekki velkominn til London. Hann tekur ekki fram hvort hann hafi óskað eftir því formlega að fá að mæta, og breska innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um málið. Erlent 18.5.2012 10:43