Fótbolti

Collins hefur áhuga á að taka við skoska landsliðinu

Knattspyrnustjórinn John Collins, sem áður var stjóri Hibernian í Skotlandi og Charleroi í Belgíu, hefur stigið fram og líst yfir áhuga á að taka við skoska landsliðinu en George Burley var sem kunnugt er rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gærkvöldi.

Fótbolti

Scolari orðaður við Real Madrid

Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að forráðamenn Real Madrid eru nú að skoða þann möguleika að fá Luiz Felipe Scolari til félagsins ef Manuel Pellegrini, stjóri Real, verður látinn fara.

Fótbolti

Dzeko vill fara til Milan

Sóknarmaðurinn Edin Dzeko segir að hann vilji ganga í raðir AC Milan þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi þar sem hann leikur með Wolfsburg.

Fótbolti

Tottenham á eftir Foster

Tottenham er sagt hafa áhuga á að kaupa markvörðinn Ben Foster frá Manchester United. Félagið mun vera reiðubúið að bjóða sex milljónir punda í kappann.

Enski boltinn

Nuddaður upp úr vökva úr legköku

Robin van Persie, leikmaður Arsenal, er farinn til Serbíu þar sem hann mun gangast undir nýstárlega meðferð vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleik Hollands og Ítalíu um helgina.

Enski boltinn

Ronaldo byrjaður að æfa

Cristiano Ronaldo byrjaði að æfa með Real Madrid á nýjan leik í dag og gæti vel verið að hann geti spilað með liðinu gegn FC Zürich í Meistaradeildinni í næstu viku.

Fótbolti

Búið að reka Burley

Skoska knattspyrnusambandið rak í dag George Burley landsliðsþjálfara í kjölfar slæms gengis landsliðsins að undanförnu.

Fótbolti

Ronaldo hugsanlega klár í slaginn um næstu helgi

Cristiano Ronaldo verður sem kunnugt er ekki með Portúgal í leiknum mikilvæga gegn Bosníu á miðvikudag í seinni leik þjóðanna umspili um laust sæti á HM næsta sumar en leikmaðurinn gælir aftur á móti við það að spila með Real Madrid um helgina.

Fótbolti